Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 13
 Síki og brýr eru hluti af borgarmynd Amsterdam, AMSTERDAM — að vetrarlagi Að vetrarlagi breytist götulif hollensku höfuðborgarinnar frá því að vera með yfirflill stræti af ferðamönnum yfir í stað, sem Al- bert Camus kallaði „gyllta, reykmistraða draumsýn". Vissulega liggur reykmistur yfir svörtu síkjavatni og þokulúðrar hljóma i snjófölri höfii — barir fyllast af fólki, sem skortir bijóstbirtu og fótatök fárra bergmála í hálfauðum saflisölum. Hið besta sem Amsterdam hef- ur að bjóða fótgangandi ferða- manni á þessum tíma er — að ganga meðfram síkjunum og drekka í sig andrúmsloftið — skoða söfnin, þar sem andi Rembrandts, Vermeers og Van Goghs svífur yfir vötnum — heim- sækja kaffihúsin, sem bjóða hvíld yfir bók og/eða glasi — og öll skrítnu öngstrætin, þar sem for- tíðin blundar. Borgin, eitt sinn skipalægi og viðkomustaður fyrir þá, sem sigldu út á hafið til að fínna New York fyrir rúmum þremur öldum, hefur á síðustu árum verið að reyna að milda þá ímynd, sem hún hefur á sér, vegna eiturlyfjaneyslu og -sölu. Lögreglan rýmdi í sumar síðustu bygginguna, sem mennta- menn og ungt fólk lögðu undir sig á þeim tíma, þegar slíkt var látið afskiptalaust. Þar með lauk ákveðnu tímabili í borgarlífinu. Bækur, skrifaðar og látnar ger- ast í Amsterdam, færa mann nær borgarlífinu — einkum ef þær eru lesnar með hollenskt gin, öðru nafni jenefer" í höndum og setið við skrúbbað borð í kaffíhúsi í miðbænum. Það má mæla með bókum eins og „The Fall“ eftir Camus og spennusögum enska rithöfundarins, Nicolas Feeling. Söfii Aðgangskort — sem gildir í eitt ár að flestum hollenskum söfnum er hægt er að kaupa á söfnunum og á ferðaskrifstofúm. Það kostar um 600 krónur, en aðgangsmiði á flest söfn er um 150 krónur. Tvö söfn eru frá hemámsárum nasista í Hollandi 1940-45, þegar Hjólað í „vindmyllulandinu' Að sporðrenna „maatjes", að hætti Hollendinga. Þjóðverjar umkringdu 110.000 gyðinga, sem bjuggu aðallega í Amsterdam —105.000 þeirra áttu ekki afturkvæmt! Ein af hinum síðustu, sem send var í „dauða- lestina", var 14 ára skólastúlkan, Anna Frank. Dagbók hennar, skrifuð í felum, varð víðlesnasta hollenska bók í heimi. Hús Önnu Frank — þar sem litla stúlkan eyddi síðustu tveimur æviárunum í felum — stendur við Prinsengracht-stræti 263. Inn- gangur í litlu íbúðina, þar sem fjölskyldan bjó, er falinn með bókahillu — pennaför foreldranna, þegar þau voru að mæla hvað Anna hefði stækkað, sjást enn á veggnum. Anna hefði orðið 60 ára á þessu ári, ef hún hefði fengið að lifa. Safnið er opið kl. 9-5 virka daga — kl.10-5 á sunnudögum. I gamla gyðingahverfínu, hand- an við miðbæinn, við Jonas Dani- el Meijerpalin, númer 2-4, er gyð- ingasafn, opnað í maí 1987 af Beatrix Hollandsdrottningu. Safninu er komið fyrir í þremur sýnagógum. Þama er hægt að skoða líf gyðinga í Amsterdam um aldabil. Enginn verður ósnort- inn af að sjá þar sýnda niðurlæg- ingu, brottflutning og aftöku kyn- stofnsins á árunum 1940-44. Safnið er opið kl. 11-5 daglega. Ríkissafnið að Stadhoud- erskade 42 er besta safn hol- lenskrar málaralistar í heiminum og gott að skoða það í ró og næði utan aðalferðamannatímans. Safngestir fara gjaman beint í aðalsalinn, sem sýnir eitt fræg- asta málverk Rembrandts „Næt- urvaktina". „Sveitasæla" Ver- meers segja Hollendingar að sýni- „sóðalegt heimilishald" (kjúkl- ingabein á gólfí og heimilisfólk ofurölvi), en þama hanga líka á veggjum myndir frá gullöld Hol- lendinga, sem sýna „glæsilegt heimilishald". Opið kl. 10-7 frá og með þriðjudegi til laugardags; sunnudaga og helgidaga kl. 1-5. Handan við Museumplein eða Safnatorg er Vincent Van Gogh safnið á Paulus Potterstraat 7. Safnið sýnir hollenskt þjóðlíf frá sjónarhomi listamannsins — vægðarlaust og opinskátt —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.