Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 8
Skortur á hugmyndaflugi einkennir okkar tíma húsi sem byggt var árið 1931 og stendur við Neuss- erstrasse 41 í Diisseldorf í Vestur-Þýskalandi býr Vilhjálmur Bergsson, listmálari, ásamt eiginkonu sinni Maritu Bergsson, aðstoðarskólastjóra. Vil- hjálmur er vel kunnur málari á íslandi og hefur Rætt við VILHJALM BERGSSON listmálara, sem sezt hefur að í Dússeldorf í Vestur-Þýzkalandi, þar sem sumir telja nú að sé nafli myndlistarheimsins. Eftir SIGURÐ S. BJARNASON haldið þar fjölmargar sýningar. Hann hefur nú gert það sem margir listamenn hafa hugleitt, en brostið áræði til að fram- kvæma: Að flytja til annars lands, þar sem markaður fyrir myndlist er margfaldur á við ísland. Þar að auki er nú talið að Diiss- eldorf sé ásamt Köln og Berlín sá staður, þar sem nú má helzt vænta nýmæla í mynd- list. Því má búast við, að íslenzka listamenn og listunnendur fýsi að vita hvemig það er að búa og starfa í Dússeldorf. Vilhjálmur tók vel því erindi að segja frá því og stöðu myndlistarinnar almennt í viðtali, sem fer hér á eftir. í upphafi spurði ég Vilhjálm um uppruna hans og hvað það var, sem hvatti hann út á listabrautina. „Ég er af Suðurnesjum, eða nánar tiltek- ið frá Grindavík. En ekki held ég að um- hverfíð þar hafi hvatt mig til myndlistar. Ekki beinlínis. Ég byijaði að teikna strax og ég gat haldið á blýanti og reyndar áður en ég gat það. Þá bjó ég til fuglamyndir úr kökum, sagði hún móðir mín mér síðar. Hinsvegar man ég ekkert eftir þessu. Mér var líka sögð sú saga, að þegar ég hafi byijað að geta teiknað, hafi ég verið mjög áfjáður í að teikna hænsnin á næsta bæ. Talaði ég þá jafnan um að „teika hana“, því ég gat ekki sagt teikna hana. Það má því segja að ég hafí verið byijaður að fást við myndlist áður en ég gat talað. Og fugl- amir í Grindavík, sérstaklega hænumar, hafa þá verið mín fyrstu viðfangsefni. En ég held að það hafí alls ekki verið um- hverfið í Grindavík, sem hafði þau áhrif á mig, að myndlistin varð fyrir valinu. Ég held að það hefði ekki skipt neinu máli hvar ég hefði fæðst.“ „En teiknarþú ennþá hænur og fugla?" „Nei, það geri ég ekki. En ég vil gjaman bæta því við, að það var auðvitað ekki um neina myndlist að ræða, sem ég gat séð á þessum árum í Grindavík. Og það var mjög lítið um bókmenntir á heimilum, á þeim tíma sem ég var að alast upp. Foreldrar mínir áttu þó eina bók sem ég man alveg sérstak- lega vel efír. Það var myndskreytt Biblía og ég var ákaflega hrifínn af þremur mynd- um í þeirri bók. Ein var af Fjandanum eða Freistaranum að freista Jesú og Jesús stóð teinréttur upp við tré, en Freistarinn eða Djöfullinn var ægileg ófreskja fyrir framan hann. Þessi mynd hafði ákaflega djúp áhrif á mig. Ég kallaði hana víst í fyrstu „And- skotinn hjá henni Guð“. Ég hef líklega hald- ið á þeim árum, að Jesús væri kvenmaður, því að á myndinni.var hann síðhærður og Vilhjálmur Bergsaon: Hef engan áhuga áþvíað rofna úr tengslum við ísland. í skósíðum kufli. Önnur mynd var þarna sem ég man mjög vel eftir, en það var eftirprent- un á málverki eftir spænska listamanninn Velazquez. Ein af örfáum trúarlegum mynd- um sem hann gerði. Þriðja myndin sem ég man ákaflega vel eftir. Hún var af pílagrím- um sem voru að ganga á fjall. Fjallið var í skugga en fyrir aftan það og út frá tindi þess stafaði geislum hnígandi sólar. Og þessi mynd hafði mjög mikil áhrif á mig. Mjög svipaða sýn sá ég reyndar út um eld- húsgluggann heima hjá mér, þegar sólin settist á bak við fjallið Þorbjörn. Og ég held að það hafi verið þessar miklu andstæð- ur sem höfðu áhrif á mig. Semsagt annars- vegar skuggamynd fjallsins, þetta mikla myrkur sem bjó í hlíðum fjallsins sem að mér sneru, og svo þetta mikla ljósflæði að baki þess. Þessar miklu andstæður myrkurs og ljóss. Og ég held líka að þessi mynd sem ég minntist á áðan, af Andskotanum og henni Guð, að það hafí verið form andstæðn- anna, annars vegar hinn teinrétti Kristur, allt að því „geómetrískur", og svo hinsvegar þetta ógnvekjandi margþætta form Djöfuls- ins. Þessar miklu andstæður forma og lita höfðu sterk áhrif á mig.“ „En svo við vendum nú kvæði okkar í kross. Hvað hefur þú verið búsettur lengi hér í Diisseldorf?" „Ég er búinn að vera hér í fimm ár og það er tilkomið vegna þess að konan mín Marita er þýsk. Ég kynntist henni á íslandi og við ákváðum að sétjast að hér í Dussel- dorf. Hún er reyndar héðan frá þessu svæði, eða nánar tiltekið frá Mönchenglad- bach. En hún starfar hér, kennir í Dussel- dorf. Sjálfur bjó ég talsvert lengi í Kaup- mannahöfn og sýndi þar alloft. Bæði tók ég þátt í samsýningum þar og hélt nokkrar einkasýningar. Og héma í Dusseldorf hef ég bæði tekið þátt í samsýningum og hald- ið eina sjálfstæða sýningu. Það var í sam- bandi við norræna menningarkynningu, sem var haldin hér fyrir tveimur árum. En á íslandi sýndi ég síðast 1987 í Norræna húsinu.“ „En hvað um Þjóðverja? Eru þéir áhuga- samir kaupendur, jafnvel þegar erlendir listamenn eiga í hlut?“ . „Almenningur hér í Þýskalandi kaupir ekki listaverk eins og íslendingar gera. Hér er hinsvegar talsvert um safnara, margfalt meira heldur en heima á íslandi, og þeir kaupa þá talsvert mikið. Hér er til dæmis safnari sem hefur keypt nokkuð mikið af verkum mínum. Annars hef ég selt nokkuð af verkum mínum hér 'til einstaklinga. En semsagt, það er einn þýskur safnari sem hefur keypt talsvert af myndum og hefur lýst yfír áhuga sínum á að halda því áfram. Aftur á móti er fremur lítið um slíka safn- ara á íslandi, sem kaupa margar myndir eftir sama manninn. En hinsvegar er miklu almennara að almenningur kaupi myndir á íslandi; það er allt að því óhugsandi hér.“ „Telurþú betrimöguleika fyrir listamenn að lifa af list sinni hér, heldur en til dæmis á íslandi?" „Neeii... það held ég ekki. Á íslandi er eiginlega talsverður áhugi á myndlist, sér- staklega meðal ákveðinna stétta og það verður að viðurkennast, að þar á ég fyrst og fremst við fólk sem hefur talsvert fé handa á milli. Lækna og kaupmenn til dæm- is. En opinber listpólitik er miklu betur rek- in héma heldur en á íslandi. Opinberir aðil- ar hér, sem annast kaup á listaverkum, hafa miklu betri þekkingu á list heldur en þeir sem annast þau mál fyrir hið opinbera á íslandi. Hér er alltaf reynt að gæta þess, að opinbert fé renni til hæfra listamanna." „Hvað finnst þér um íslenska listamenn og það sem þeir eru að gera í dag?“ „Ég vil nú taka það fram til að byrja með, að ég hef enga sérstaka þörf fyrir að gefa íslenskum listamönnum einkunnir. En þetta er mjög afstæð spuming og svarið fer eftir því, við hvað er miðað. Og ef miðað er við myndlist eins og hún gengur og ger- ist í hinum vestræna heimi nú á tímum, þá eru íslenskir listamenn hvorki betri né verri heldur en listamenn annarra vestrænna þjóða. Ég held að þeir séu alveg sambærileg- ir.“ „En hvert er þá álit þitt á þýskum lista- mönnum?" „Þarna komum við aftur að því sem ég sagði áðan: Það fer eftir því, við hvað er miðað. Mér fínnst þýsk list standa á ákaf- lega háu stigi. En kannski ekki á hærra plani en sú íslenska. íslenskir listamenn era reyndar að apa eftir þýskum og banda- rískum listamönnum. En mér fínnst þýskir og bandarískir listamenn bara ekki vera þess virði að það sé verið að apa eftir þeim.“ „Þú vilt þá meina að íslenskir listamenn væru betur komnir sjálfstæðari?“ „Já, alveg tvímælalaust, ef þeir þá geta það. Sko, það sem hefur raunveralega verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.