Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Page 15
Fagleg landkynaing á vegum Ferðamálaráðs og ferðamálaaðila á þessu ári. Ferðamálaforkólfar á ís- landskynningu 18. mai sl. Kjartan Lárusson, stjórn- arformaður Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála á íslandi, Reynir Adolfs- son, stjórnarmaður og Áslaug Alfreðsdóttir framkvæmdastjóri. Er þörf á frekari samræmingu í landkyimingu? Alkunna er að saia á ferðaþjónustu til útlendinga er útflutning- ur, aðeins í annarri mynd en hinn hefðbundni útflutningur. Allt frá því að sérstakt Útflutningsráð var stofnað til að stuðla að útflutningi á vöru og þjónustu má segja, að hlutverk þess skarist nokkuð við starfssvið Ferðamálaráðs, sem samkvæmt lögum ber að stuðla að þróun og skipulagningu ferðaþjónustu fyrir íslenskt og erlent ferðafólk og útflutningi hennar. Ferðamálaráði boðin aðild skal hér lagður á samstarf þess- ara aðila, fyrst og fremst leitað svara hvort ekki orki nokkuð tvímælis, að þessar stofnanir starfi hlið við hlið fyrir tilverknað löggjafans, að hluta til með mjög skyld viðfangsefni. Almenn landkynning í sitt hvoru ráðuneyti ODDNÝ BJÖRGVINSDÓTTIR skrifar um ferðamál Ferðamálaráði mun hafa ver- ið boðin hlutdeild í Útflutningsr- áði við stofnun þess. Samkvæmt heimildum Ferðablaðsins var því hafnað, nema með því skilyrði, að ráðið ætti aðild að stjóm Út- flutningsráðs, sem forsvarsmenn ráðsins höfnuðu. Enginn dómur Báðar stofnanir eru með al- menna landkynningu, sem í öðru tilvikinu beinist að útflutningi á ferðaþjónustu, en í hinu að sér- stakri hvatningu að öllum út- flutningsþáttum. Útflutningur á ferðaþjónustu er í eðli sínu kynn- ing á landinu og öllum fram- leiðslugreinum þess, en hluti starfa Útflutningsráðs er að stuðla að sölu á ferðaþjónustu, meðal annars með landkynningu. Hætt 'er því við að nokkur skörun verði á starfsvettvangi ráðanna, nema náið samráð og samvinna ríki, sem hér skal ekkert fullyrt um, en það er kafli út af fyrir sig, að ráðin heyra undir sitt hvort ráðuneyti og hvorug stofn- unin á stjórnunarlega aðild að hinni. Hagsýni - samráð - samræming Það er augljóst, að kynning á útflutningsvörum og þjónustu er um leið til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu og hið gagnstæða. Báðir aðilar verða að velja og hafna þátttöku í erlendum sýn- ingum og markaðsstarfsemi á erlendum vettvangi, sem kostar mikla fjármuni. Stöðugt samráð hlýtur því að vera nauðsynlegt á milli svo skyldra stofnana. Smáríkið, ísland, hlýtur að þurfa að gæta ítrustu hagkvæmni, samráðs og samræmingar í allri landkynningarstarfsemi, en nokkur hætta virðist á því, að núverandi skipulag taki ekki af öll tvímæli í þeim efnum. Reynsla og aðdragandi Endurskipulagt Ferðamálaráð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.