Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 9
Sjálfsmynd, 1897. Æting. demar Gallén og var fæddur á stað sem heitir Pori f Finniandi 1865. Hann var af bændaættum, en forfeður hans höfðu bro- tizt til nokkurs frama; faðirinn lögfræðingur og gjaldkeri Finnlandsbanka, en móðirin var dóttir skipstjóra og skipaeiganda. Þá þótti mjög viðeigandi í Evrópu, að fínar frúr lærðu smávegis að mála. Það gerði Anna Mathilda Wahlroos, en hún var líka áhugasöm um bókmenntir og þegar drengurinn sýndi myndlistaráhuga og hæfíleika, ýtti hún und- ir það svo sem framast mátti verða. Þannig má segja, að þessi merki listamaður hafí m.a. orðið það sem hann varð fýrir ákjósan- leg skilyrði í uppvexti sínum. Varla er unnt að ímynda sér, að einhver jafn hæfíleikarík- ur jafnaldri hans á íslandi hefði fengið að njóta sín á sama hátt. Einar Jónsson var að vfsu ekki nema 11 árum yngri og náði sínu takmarki - einnig fyrir atbeina skiln- ingsríkrar móður. Axel stundaði hefðbundið listnám heima í Finnlandi, en draumurinn var að komast til Parísar, sem var þá Mekka myndlistarinn- ar og sá draumur rættist 1884; Axel var þá 19 ára. Það er athyglisvert að hann skrif- aði móður sinni og sagði henni frá lffínu í háborg listarinnar - og það var einnig til hennar, sem hann sneri sér, þegar skotsil- frið var á þrotum. Hann átti öruggan bak- hjarl þar sem hún var og löngu síðar reisti hann henni veglegan minnisvarða ef svo mætti segja; í fræga mynd úr Kalevala- röðinni málaði hann móður sína: Móðir Lemminkainens, 1897. Á skólaárunum í París málaði hann þekkt myndefni úr borginni: Breiðgötur og fólk. En fínnsk myndefni tóku huga hans allan um leið og hann var kominn heim og hann sótti alfarið í þann jarðveg, sem hafði fóstr: að hann. Á portrettum og ýmsum almennum myndeftium hafði hann frábær tök; það er malerí í hæsta gæðaflokki. En þegar hann kemur í skóga Finnlands og gerist þjóðleg- ur, tekst honum ver upp. Myndir við Kalevala-bálkinn tóku mjög hug hans og voru honum ærið viðfangsefni og raunar ætlaði hann sér ennþá stærri hlut en úr varð. Til að komast í sem bezta nánd við myndefnið, ferðaðist hann um Karelíu, þar sem hinn eldfomi kvæðasöngur hafði varðveizt. En það er eftirtektarvert, að úrvinnslan fór ekki fram í friðsæld og frostkyrrð fínnskra skóga, heldur í brenn- andi hita vestur í Chieago. Hér er ekki hægt að rekja feril þessa merka listamanns nákvæmlega, en hann var hamhleypa og afköstin geysileg. Hann fékkst jöfnum höndum við teikningar og það sem nú er kallað einu nafni hönnun. Hann málaði með olíulitum og vatnslitum og gerði tilraunir með allskonar tækni. Fre- skutækni, glermálverk, plakatagerð og grafík tileinkaði hann sér fystur fínnskra listamanna, hann skar í tré, hjó í stein, myndsksreytti bækur, teiknaði byggingar og húsgögn, bamaleikföng jafnt sem heið- Skyssur af Strindberg og fleirum, 1884. (AlKftXm* WtBMKÍWÍ idRUM. YAWÖWSm ÍMHJiAA- mm? KAtm IN HOC SIGNO VINCES Uusi Suomi is FinlaníTs oldest newspapcr. Its cinblcm was dcsigmxl by proíi'ssor Akscli Galh n Kallt-la. UUSIfSUOMI ursmerki og búninga á herinn. Allt lék í höndum hans. í útliti var hann glæsimenni og það var enginn smáræðis stælgæi, sem sneri heim frá París 1890, snöggklipptur með yfirskegg samkvæmt tízku tímans, íklæddur nýjustu herrafatatízkunni frá París. Þessi heimsborgaralegi maður kaus samt að setjast að á afskekktum stað í Finn- landi. Að sjálfsögðu var þar allt á kafí í skógi og þar byggði hann sér stórt hús með vinnustofti. Hann staðfesti ráð sitt og fór að starfa í einsemdinni. En þar kom, að honum fannst hann þurfa að sjá meira af heimslistinni; auk þess var táknrænt inntak í myndum farið að sækja á hann og þá lá beint við að halda á hinn listapólinn, til Berlínar. Þar kynntist hann Munch eins og áður hefur komið fram og þeir sýndu sam- an. En skyndilegur dótturmissir heima fyrir batt enda á Berlínardvölina. Síðar á ævinni byggði hann sér annað hús, sem hann teiknaði einnig sjálfur; það er nærri Helsinki og þar er nú Gallen- Kallela-safnið. Hann dvaldi um skeið í Ung- vetjalandi, einnig á Ítalíu og í Afríku. Margskonar heiður féll honum í skaut; t.d. var hann valinn til að mála freskur í finnska sýningarskálann á heimsýningunni í París árið 1900. En þar fór ver en skyldi; vegna óvandaðs byggingarefnis, eyðilögðust þær allar. Myndröð hans við Kalevalaljóð er lönd- um hans vel kunn og kemur þar ugglaust til ást þeirra á þessum þjóðlega kvæðabálki. Síðasta spölinn í lffi sínu hlaut Gallen- Kallela einungis rífandi meðbyr sem „grand old man“ í fínnskri myndlist. Hann var orð- inn þjóðarlistamaður og sem slíkur var hann valinn til að sýna á bíennalnum f Feneyjum 1914 og á heimsýningunni í San Fransisco 1915. Og heima fyrir varð hann prófessor í myndlist og heiðursfélagi í akademíum, bæði heima og erlendis. Akseli Gallen-Kallela var vinnuhestur, en um leið eirðarlaus að upplagi og ágerðist með aidrinum þörf hans fyrir ferðalög. Hann varð öðru hvoru leiður á þunglama- legu menningarástandi f Finnlandi, stundum á pólitiska ástandinu, eða bara á sjálfum sér og þá rauk hann af stað út f heim. Hvort sem það var einhverskonar flótti eða löngun til að sjá og upplifa eitthvað nýtt, þá fór hann víða. Og það var á einu slíku ferðalagi - málarinn var þá staddur í Stokk- hólmi - að kallið kom. Hann dó þar árið 1931. GfSLI SIGURÐSSON t<3 Ex libris fyrir dr. Otto Engström. Haus á elzta fréttablaði Finnlands. N ro<s8» u. H V K LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21, MAl 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.