Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 19
Séð yfir Landmannalaugar Sjálfboðaliðar við lagningu göngustigs i Krisuvík Eftir að göngu stígur hafði verið lagður losa sig úr viðjum slíkra hafta, greiða fyrir rétti almennings tií landsins. Persónujega tel ég alveg fráleitt að selja íslendingum að- gang að þjóðgörðum sínum. Hins- vegar er eðlilegt, að þjóðgarðs- gestir borgi þjónustugjald í formi gistigjalds, eins og verið hefur. Um tímabundna lokun vegna gróðurvemdar gildir að sjálfsögðu allt öðru máli. Nefskattur á ferðamenn í Keflavík þjónar þá ekki sínu upprunalega hlutverki? Nei, því miður. í ferðamáíaíög- um segir, að flármagninu skuli varið til þrenns konar verkefna: a) til að styrkja ýmsa aðila til að byggja upp og endurbæta aðstöðu fýrir ferðamenn, b) til landkynn- ingar, c) til styrkveitinga í gegn- um Perðamálasjóð. Það var aðeins á fyrsta starfsári íslensks ferða- málaráðs, sem „nefskatturinn" rann óskertur til ráðsins, en síðustu ár hefur Ferðamálaráð einungis nýtt sinn hluta hans til landkynningar. Hver getur byggt upp að- stöðu á ferðamannastöðum og útivistarsvæðum þegar fjar- magnið sem á að renna til upp- byggingar hverfur í annað? Rétt er að gera skýran greinar- mun á uppbyggingu ferðamanna- staða í þéttbýli annars vegar og dreifbýli hins vegar. Uppbygging ferðamannastaða í dreifbýli, gerð tjaldsvæða og snyrtiaðstöðu til dæmis, þykir ekki arðvænleg fyrir rekstraraðila í ferðaþjónustu. Enn síður arðvænleg er gerð göngustíga, merkingar og fræðslustarf af ýmsum toga. Hér þurfa því að koma til langtíma styrkir og/eða lán. Náttúruverndarráði ber að byggja upp aðstöðu fyrir ferðafólk í.þjóðgörðum undir umsjá ráðsins. A öðrum friðlýstum svæðum er þetta hlutverk í höndum Ferðafé- lags íslands og sveitarstjóma í samráði við Náttúruvemdarráð. En hversu lengi munu fijáls fé- lagasamtök leggja á sig ómælda fyrirhöfn og kostnað við ferða- þjónustu á hálendinu á meðan sterkir hagsmunaaðilar mata krókinn, án þess að leggja nokk- urt §ármagn í þennan „óarðbæra" þátt í ferðaþjónustu? Ber okkur ekki að sama brunni, þegar nefskattur a ferðamenn er horfinn í annað hlytur enn að vanta fjármagn til upp- byggingar? Jú, eins og ég sagði áðan verð- ur að gera mönnum úti á landi kleift að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn. Velgengni í íslenskum ferðamálum er gjaman mæld í ferðamannafjölda, nýtingu á hót- elherbergjum, flugvéla- og rútu- sætum. En hótelbyggingar á suð- vesturhorni landsins eru aðeins einn hlekkur í íslenskum ferða- málum. Til að leysa Qárhagsvanda dreifbýlis á þessu sviði mætti hugsa sér að stofna sjóð, sem einkaaðilar, félagasamtök og op- inberar stofnanir ættu aðgang að. Eðlilegt væri, að þeir sem hagn- ast á ferðamönnum stæðu á bak við slíkan sjóð. Einnig kemur til greina að ná fjármögnun í gegn- um gjaldtöku á einnota umbúðum. Þessi hugmynd fær byr undir báða vængi með boðaðri vistun Náttúruvemdar- og Ferðamála- ráðs í sama ráðuneyti. Nú er gert ráð fyrir í frum- varpi, sem forsætisraðherra hefur nýlega kynnt, að skrif- stofa Náttúruverndarráðs fæ- rist yfir í samgönguráðuneytið — sama ráðuneyti og fer með ferðamál. Hvaða breytingar hefði þetta í för með ser? Fullsnemmt er að segja fyrir um breytingar vegna frumvarps, sem hefur ekki verið lagt fram á Alþingi. En frumvarpið gefur von- ir um að stjómvöld hyggist taka af alvöru á umhverfísmálum, þar sem stefnt er að því að vista alla helstu þætti þeirra í sama ráðu- neyti. Lokaorð, Gísli? Ljóst er að náttúra landsins er aðalaðdráttarafl íslands. Auðlind- ina ber að meðhöndla mjúklega og nýta skynsamlega, þannig að hún bíði ekki tjón. Við sem berum íslensk ferðamál fyrir bijósti, verðum að standa vörð um nátt- úru landsins. íslensk ferðaþjón- usta stendur eða fellur eftir því hvemig til tekst á þessu sviði. ajimgilak. Allt fyrir útiveruna Ert þú á leið í útllegu eða bara í gönguferð með hundinn. Vertu viss um að hafa komið við i Skátbúðinni og kannað úrvalið af útiverubúnaði. Skátabúðin á mikið úrval af heimsþekktum vörum sem henta jafnt reyndum sem óreyndum fjallagörpum og útiverufólki. Verslaðu við traust fólk. Snorrabraut 60 sími 12045 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. MAÍ 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.