Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 6
SIGURÐUR INGÓLFSSON: Gárur Stendur fyrir aftan netlaust markið víðfeðman malarvöHinn og brosir blíðu brosi fávitans túlkandi allt og ekkert tvístígur órólega brosir og horfir á boltann þeytast um á milli fóta krakkanna en sólin varpar gullregni sínu á vaknandi jörðina og gullregnið er næstum þvi eins bjart og hár hennar sem horfir á leikinn og svo skoppar boltinn gegnum markið og staðnæmist við fætur hennar sem horfir ráðþrota eitt augnablik lyftir svo fætinum til að sparka hittir ekki í fyrstu tilraun lyftir fætinum aftur áður en ráðrúm gefst kemur samt feiti strákurinn úr markinu hrifsar boltann hleypur með hann í mildu vor- loftinu fram fyrir markið og sparkar honum út yfír miðjan völl þá hringir bjallan ærslafull og allir nema hún sem enn stendur með fótinn tilbúinn hlaupa inn djúp lygn augun horfa í tómlæti sínu á auða sólvermda jörðina þar sem boltinn hafði verið en ekkert núna tækifærið horfið að eilífu Svo stígur fóturinn líkt og undan ofurfargi heimsins og óreimaður skórinn snert- ir ylvolga jörðina þegar boltinn kemur aftur rúllandi líkt og af stríðni og staðnæm- ist inni í markinu og einsog hvíslar „sparkaðu, sparkaðu“ mild heimskuleg augu hennar hvíla á boltanum sem bíður næstum því í eftir- væntingu en hún snýr sér undan gengur heim að skólanum ómál- uðum í djúpi augna hennar hefur þó eitt- hvað skeð á annars lygnu yfírborðinu hafa myndast örsmáar og næstum ósýnilegar gárur Höfundur er nemi í bókmenntafræði í Háskóla Islands og hefur gefið út Ijóöa- bók. „Ég kynntist honum persónulega. Hann var glæsimenni, gekk í klæðskerasaumuðum fötum og í yfirhöfn sem einhver hafði keypt í London. Kannski ráðherrann, vinur hans. Eða bankastjóri íslandsbankans. Gullúr með þungri keðju bar hann jafnan í vestisvasanum.“ SMÁSAGA eftir ODD BJÖRNSSON Sonettuskáldið flutti aftur til Reykjavíkur eftir að hafa búið hálfan mannsaldur fyrir vestan (og reyndar líka um alllangt skeið fyrir austan, þar sem hann var í sambúð með nokkuð vergjömum kvenmanni og er það önnur saga). Var hann þá orðinn svo fótfúinn og stirður í mjöðmunum og slæmur í lifrinni og vondur í nýmnum og ástlaus af konunni að honum fannst ástæðulaust að eyða frek- ari tíma í fásinninu en vita hvort hann ætti ekki einn eða tvo vini á lífi fyrir sunnan. Það var þá sem ég rakst aftur á hann, nánar tiltekið á útimarkaðnum í Austur- stræti, þar sem hann var að kaupa sér vínar- brauð. Urðu miklir fagnaðarfundir, eftir að sonnettuskáldið hafði gert á mér hæfilega úttekt og mælingar og sett upp gleraugun og hleypt brúnum. — Ert það þú sjálfur, garpur minn! Þú varst aldeilis heppinn að sleppa með tíu fing- ur að vestan — má ekki bjóða þér víner- braúð? — Mætti ég ekki heldur bjóða þér upp á kaffisopa heima, ég keypti í haust gamalt hús hér í Skuggahverfinu — það er að vísu allt á tjá og tundri, en það verður yndislegt máttu vita þegar viðgerð og breytingum er lokið. Að svo mæltu röltum við af stað gegnum mannþröngina. Þetta var á heitum vordegi með miklu sólskini og gaman að virða fyrir sér skrýtnu karlana og spá í sætu stelpum- ar. Það þótti sonnettuskáldinu að minnsta kosti. — Hvar vinnur konan þín? spurði skáldið og sötraði kaffið annars hugar og nokkuð þungbúinn. — Á teiknistofu. Hjá innanhússarkitekt. — Hvar eru krakkamir? — Ætli þau séu ekki að gefa öndunum í góða veðrinu. Hvar býrð þú sjálfur þessa dagana? Sonnettuskáldið lét brýnnar síga bakvið gleraugun. — Eg er skáld — hélt þú vissir það. — Skáld verða nú líka að hafa þak yfir höfuðið, svaraði ég hálfvandræðalega. Hann ansaði þessu ekki, en leit píreygur í kringum sig. Sagði loks: — Hér hefur allt tekið stakkaskiptum. Stór og björt stofa. Hvítur sófí og hæginda- stólar. Gömlu gólffjalimar slípaðar og lakk- aðar. Nýmóðins málverk. Svo varð aftur þögn. Sonnettuskáldið hvessti á mig sjónir. — Hvemig hefur kennari efni á þessu? — Ég er lfka smiður og konan hefur ágæt laun, muldraði ég. — Að öðm leyti högum við okkur eins og annað ungt fólk: lifum umfram efni. Kannski endum við á götunni. Sonnettuskáldið tók fram stóra svarta vasabók og byrjaði að krota í hana með blýanti. — Þú talar einsog þú hafir komið hér áður, sagði ég varfæmislega og dálítið for- vitinn. Ekkert svar. Skáldið hélt áfram að skrifa í vasabókina. — Hefurðu komið hér áður? spurði ég hikandi, þegar hann tók af sér gleraugun. Hann rétti mér vasabókina þegjandi og horfði út um gluggann. Ég stautaði mig fram úr skrautlegu pár- inu, í hálfum hljóðum: Stundum hefur lífið langa dvöl og lætur sem það hafí fátt að segja um sjúkar mseður, soltin böm sem deyja. Það sumum færir aðeins þraut og böl. Já, fjarri hefur fjöldinn nokkra völ. Þeir fátæku í auðmýkt höfuð hneygja og draga sig í hlé til þess að deyja dmttni sínum, / eymd og sárri kvöl. Þó vissi’ eg mann sem mátti ei né vildi til moldar hverfa fátæklega búinn, en bera sig með reisn að réttum sið. Með viðhöfh sannrí skrínleggjast hann skyldi og skilja við - þótt væri’ ann æru rúinn - við almennt lof í kistu úr kjömum við. Sonnettuskáldið hélt áfram að horfa út um gluggann. — Hann bjó í þessu húsi. Það var einsog hann væri að tala við sjálfan sig. — Hver bjó í þessu húsi? Forvitni mín var vakin. — Myndskerinn, svaraði hann með sömu hægðinni og dreypti á kaffinu. Hélt svo áfram: — Ég kynntist honum persónulega. Hann var glæsimenni, gekk í klæðskerasaumuðum fötum og í yfirhöfn sem einhver hafði keypt í London. Kannski ráðherrann, vinur hans. Eða bankastjóri íslandsbankans. Gullúr mikið með þungri keðju bar hann jafnan í vestisvasanum. Hann var virðulegur maður. Nefið hátt og bogið og augun bakvið gull- spangargleraugun dökkbrún og tindrandi. Yfírskeggið grátt og snúið upp á endana. Skarpleitur var hann og grannholda og hafði tignarlegt göngulag. Staf átti hann forkunnarfagran með silfurhnúði, er hann sjálfur hafði skorið út. Hann hafði þann sið að sitja með fyrirmönnum bæjarins á Café Rosenberg og Hótel íslandi og drakk sinn púrtara, hvítan hunts. Heima átti hann konu og ellefu böm, fyrir utan þau sem hann hafði gefið vinum og kunningjum, því hann treysti ekki vandalausu fólki. Fimm hafði konan alið honum á nítján eða tuttugu mánuðum. Sonnettuskáldið reis upp með erfíðismun- um og haltraði fram á klósett, tuldraði í leiðinni: — Það verður að viðurkennast að konan og bömin sultu heilu hungri, enda- þótt svo ætti að heita að myndskerinn héldi skóla hér i kjallaranum. Nokkru síðar birtist sonnettuskáldið aftur og settist í stólinn sinn, með miklum þraut- um. — Ýmsir þekktir mjmdlistarmenn voru í læri hjá honum í myndskurði og dráttlist. En hann gaf sér æ minni tíma til að leið- beina þeim nema þá einnahelst á fyrrgreind- um vertshúsum, þegar hann var búinn að ræða landsmálin við fyrirmenn þjóðarinnar. Ræddi hann þá gjaman um lífíð og tilver- una við nemendur sína, einnig fagurfræði svo sem gullinsnið og heimspeki handmennt- ar yfirleitt. Éinhveiju sinni, er við höfðum setið fram eftir á Café Rosenberg og síðasti gesturinn var farinn, sagði hann við mig: — Ég ætla að bjóða þér heim og sýna þér nokkuð. Þetta er trúnaðarmál — en þú ert sonnettu- skáld einsog Shakespeare og ættir því að skilja þá hluti sem venjulegu fólki er fyrir- munað að botna f. — En konan og bömin? Er þetta ekki nokkuð seint — ég vildi síður halda vöku fyrir þeim. — Bömin eru sofnuð, eftilvill konan líka. Eftilvill er hún vakandi. Hún á dálftið bágt með svefn. En það breytir engu — ég læt hana þá bara færa okkur púrtara, áður en hún leggst til hvílu. Við röltum af stað í næturkyrrðinni, sem leið lá í Skuggahvérfið. Myndskerinn gekk teinréttur án þess að mæla orð, og ég furð- aði mig á því að þeim mun fleiri púrtara sem hann hafði innbyrt þeim mun háleitari varð hann og fasið tígulegra. — Það er kreppa, sagði hann upp úr þurru, — ég var að ræða við forsætisráð- herrann í hádeginu og segja honum að það yrði að gera eitthvað í málinu. — Það er ágætt að vera skáld og listamað- ur á krepputímum, sagði ég — breytir svo litlu um hagi okkar. Hann horfði á mig, fullur vandlætingar. — Þetta er ábyrgðarlaust tal, sagði hann snúðugt. Svo gengum við áfram, þögulir og þungir í sefa, uns við komum að þessu húsi með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.