Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 10
Blessað landið, 1988. 200x160 sm. Ljjósm.Lesbók/Ámi Sæberg. manum felst aftur á móti í framsetning- unni ákveðin umskrift á náttúrunni, líking fyrir tilfinningalega reynslu eða upplifun, sem höfundurinn festir á léreftið. Þetta tímabil abstrakt-expressionismans stóð í list Eiríks fram til 1968, þegar sú róttæka breyting varð — að mestu út frá tilbrigðum við enska popplist — að manneskjan eða brot líkamsforma birtist í verkum hans. A næstu árum varð þessi framsetning raun- særri; auðlesin myndefni, vel aðgreint myndrými, hefðbundin formmótun og við- fangsefnin eru öðru fremur náttúran og samband manneskjunnar við náttúruna. Að tala um raunsæi í verkum Eiríks skírskotar fyrst og fremst til stílsins eða framsetningarinnar, en það er aftur á mótihin persónulega útfærsla sem ákvarð- ar inntakið og þær mögulegu merkingar sem áhorfandinn upplifir. Utfærslan felst t.d. í sjónarhominu á myndefnið, birtu- notkun, myndbyggingu eða lita- og efnis- meðferð og í útfærslunni birtist tjáning og ásetningur höfundarins. Raunsæið í verkum Eiríks spannar frá því að ijúfa hversdagslegt samhengi hlutanna, skapa nýtt og óvænt sjónarhom, til að tvinna saman vemleikann og minningar. Það er ekki aðeins þessi riðlun á tíma myndefnis- ins, sem aðgreinir raunsæi hans ímörgum tilvikum frá hefðbundinni skynrænni end- ursköpun heldur einnig að oft hafa þessir myndefnisþættir hugtakslega eða tákn- ræna merkingu, sem hann yfirfærir út frá merkingalegrí samsvömn, sem fínna má í myndefninu. Að þessu leyti hefur hin raunsæja framsetning tvöfalda miðlun, annars vegar það sem áhorfandinn sér að myndin sýnir og hins vegar dýpra merking- arsvið sem Eiríkur leggur í myndefnið, hvort sem áhorfandinn hefur Iykil eða ekki til að túlka ásetning hans. Þegar litið er yfír listferil Eiríks og þá sérstaklega Náttúrutúlkun og dulhyggja Listasafn Hafnarfjarðar, Hafnarborg, verður opnað í dag með sýningu á nýjum verkum eftir Eírík Smith listmálara. Af því tilefni er rætt við hann um list hans og viðhorf. Eftir ÓLAF KVARAN Aþessu árí em liðin fjör- utíu ár síðan Eiríkur Smith hélt sína fyrstu einkasýningu í Hafnar- fírði. Þegar litið er yfír listferil Eiríks má glöggt greina ákveðin aðgreind tímabil, hvert með sínum sérkennum, sem spannar frá abstrakt-Iistinni á sjötta áratugnum til verka hans í dag, sem einkennast af raun- særri framsetningu. Sjálfur segir Eiríkur að viðfangsefni hans hafíð í raun, þrátt fyrir breytilegan stíl, í rauninni ávallt ver- ið eitt og það sama; túlkun náttúmnnar. Eiríkur var í bytjun sjötta áratugarins einn af brautryðjendum þeirrar tegundar ab- strakt-listar, sem nefnd hefur verið geó- metrísk abstrakt-list og sýndi hann slík verk á einkasýningu í Reykjavík 1952. Ári síðar var hann einn af stofnendum Haustsýningarinnar — ásamt Herði Ágústssyni, Hjörleifí Sigurðssyni, Sverri Haraldssyni, Karli Kvaran og Svavari Guðnasyni — þar sem einvörðungu vom sýnd abstrakt-verk og markar sú sýning nokkur tímamót í íslenskri listasögu. Hug- myndafræðingar þessa geómetríska mál- verks lögðu á það áherslu að form og litur ætti ekki að skrírskota til vemleikans held- ur að vera hlutlæg (konkret) í sjálfu sér. Með þeim hætti átti listamaðurinn aðeins að nota „hið hreina mál“ listarinnar til tjáningar. Listin átti að vera hrein ogóháð, rannsókn á innri rökvísi og vægi og höfða til listrænnar skynjunar augans, en ekki að vekja upp tilfínningar eða hugmyndir sem væm málverkinu óviðkomandi. Þessu geómetríska tímabili lauk í list Eiríkis 1957 og í þeim verkum, sem hann gerði á næsta áratug, einkennist framsetning af efnisríkum litablokkum og hughrif frá Ljósm.Lesbók/Ámi Sæberg. Eiríkur Smith við málverk sitt, Bátsferð, 1986, eiuni stærstu myndinni á sýning- unni, 200x250 sm. náttúmnni er mjög svo greinileg kveikja aðþessum verkum. Myndir af þessum toga sem kenna má við abstrakt-expression- isma, sýndi hann á einkasýningu 1961 og hann var ásamt m.a. Kristjáni Davíðssyni og Steinþóri Sigurðssyni í forystu fyrir þessu nýja málverki í byijun sjöunda ára- tugarins. í hugmyndalegum forsendum geó- metríska málverksins þá var stíllinn eða formgerðin jafnframt inntakið, hreinrækt- un forms og litar. í abstrakt-expressionis- hafðar í huga þær róttæku stílbreytingar, sem hafa orðið í list hans, sem jafna má við stílrænt rof, þá er sú spuming áleitin hvers eðlis stíllinn eða framsetningin er fyrir hann og hvemig formgerðin og inn- takið samtvinnast. Við hófum samtalið á að ræða um þær geómetrísku myndir sem Eiríkur gerði upp úr 1950, en þær eru einmitt um þessar mundir sýndar á nor- rænni farandsýningu „Konkret konst“ og verður sú sýning í Listasafni íslands á komandi listahátíð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.