Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 13
F A T A H N N U N Hverju á að klæðast á meðgöngunni? Skyldu barneignir vera að komast aftur í tísku? er spurt í sunnudagsblaði Mbls. ekki alls fyrir löngu og er þá átt við fjölgun fæðinga hér á landi undanfarin misseri. Hvað veldur er líka spurning, en ekki er ætlunin hér að velta vöng- um yfir því. Heldur skulum við huga að annarri tísku, nefnilega fatnaði fyrir verð- andi mæður. AUKIN FYRIRFERÐ Þungun fylgir aukin fyrirferð sem skapar alveg ný vandamál við val á fatnaði, konan finnur að kröfur hennar í fatavali stjómast nú af þeirri löngun og nauðsyn að láta sér líða vel. Mikilvægt er að fatnaðurinn sé létt- ur og þægilegur, haldi hvergi að og hindri ekki hreyfíngar. Á meðgöngunni svitna kon- ur meira vegna aukinna efnaskipta, bómull- arefni og önnur náttúruleg efni sem „anda“ eru því ákjósanlegri en gerviefni. Sé það rétt að bameignir séu að komast aftur í tísku þá er óskandi að það falli úr tísku að tala um fatnað sem „feli“. Óléttu- klæðnaður hefur oft á tíðum ekki verið mjög smekklegur og sjaldnast fallið að tískunni. Konur hafa leitast við að „fela“ óléttuna sem lengst á meðgöngunni, sprett út saumum á buxum og farið í stórar peys- ur eða mussur utan yfír, þangað til að ekki varð umflúið að fá sér eionn hólkvíðan kjól sem gerði ekkert fyrir útlitið hvað þá heldur lundarfarið. Margar konur hugsa sjálfsagt líka til þess að meðgangan sé nú ekki svo langur tími að það sé þess virði að eyða miklum tíma eða tilkostnaði í fatnað. Þegar hugarfar er vonandi á undanhaldi núna enda úrval tískufatnaðar það mikið að auð- velt er að fínna fatnað við hæfí í tískuversl- unum þó svo að hann heiti ekki hinu óspenn- andi nafni óiéttuklæðnaður. Það er nefnilega svo að sérverslanir með óléttufatnað hafa aldrei gengið vel hér á landi, ein ástæðan er sögð sú að vanfærar konur séu svo erfíðar viðfangs, duttlunga- fullar og viti ekkert hvemig fatnað þær vilji. Þeim sé því svo erfitt að gear til hæf- is. Þetta kann að eiga við um margar en skyldi ekki gamla kredduhugsunin eiga ein- hvem hlut að máli, þetta með að „fela“ ólétt- una. „Hvað þykist þú vera að fela, komin svona stutt á leið?“ var ein vinkona mín spurð að snemma á meðgöngunni. En hún vogaði sér að mæta í kjól sem var í víðara lagi, sú sem spurði hefur líklega verið hald- in þeirri kreddu að þröngan fatnað ætti að eftir ÁSDÍSI LOFTSDÓTTUR nota svo lengi sem hægt væri að hneppa honum að. En þetta eru einmitt mistök, sem margar óléttar konur og feitt fólk líka, ger- ir þegar það velur sér fatnað. Hvað hefur staðið til boða Ef við lítum aðeins á þann fatnað sem mætti kalla „hefðbundin óléttufatnað", er ljóst að ekki hentar hann stíl eða smekk margra. Konan sem ætíð hefur klætt sig í stílhreinan, sígildan fatnað eða sportlegan, á nú allt í einu að fara að vera rómantísk og ganga í rykktum kjólum og mussum sem oft á tíðum minna frekar á jólakjóla smá- stelpna en á flíkur fyrir nútímakonur. Jogg- inggallar hafa notið vinsælda undanfarin ár og er ósköp þægilegur fatnaður að vera í, en ekki gera þeir mikið fyrir útlitið og henta betur sem frítímafatnaður en hvers- dags klæðnaður óléttar konu. Smekkbuxur hafa einnig verið vinsælar, þær þykja þægi- legar og geta hentað hvar sem er, svo fram- arlega sem gallaefni á við. Skokkar og mussur eu nokkuð sem óléttum konum er ætlað að eiga, en flest það sem ég man eftir að hafa séð vægast sagt verið hallæris- legt. Hvert er úrvalið nú En við skulum nú ekki velta okkur leng- ur upúr neikvæðu hliðunum heldur líta á möguleikana og þeir eru margir. Eg gerði nokkrar teikningar af hugsan- legum óléttufatnaði, bæði fatnaði sem fæst hér í tískuverslunum og fatnaði sem auð- velt ætti að vera að sauma með litlum til- kostnaði. En eitt skulið þið óléttu konur hafa í huga og það er að kona sem gengur með bam vekur ávallt athygli. Það þýðir ekkert að læðast með veggjum, þetta er tími sem flestar konur fara vel með sig og eru aldrei eins meðvitaðar um eigin líkama. Auðvitað fylgja meðgöngunni ýmis óþæg- indi, en sannið til að léttur, þægilegur og fallegur fatnaður eykur á vellíðan og gerir þessa örfáu mánuði að skemmtilegri reynslu og góðum tíma, sem hann líka er. Njótið þess endilega að vera í sviðsljósinu fram að fæðingunni, því þá fellur móðirin oft í skuggann af hvítvoðungnum. Fátt er nefnilega fallegra en vel hirt og snyrtilega klædd kona sem á von á sér. Hér fylgja í lokin nokkrir punktar til að hafa bak við eyrað þegar hugað er að fatn- aði á verðandi móður. Efni eins og baðmull eru góð þar sem þau „anda“, eru auðveld í þvotti og fást í miklu úrvali. Joggingefnin svokölluðu eða jersey henta líka vel þar sem þau gefa eftir, vaxa með. — Hvemig væri að fjárfesta í góðum jakka, þeir eru mikið í tísku núna og þessir sem ná niður fyrir mjaðmir og eru beinsniðnir eru tilvaldir fyrir óléttar konur. — Mikið úrval er núna í tískubúðum af stór- um baðmullarbolum fyrir sumarið, þá má nota utanyfír buxur og pils. — Hafíð teygju í strengnum á buxum og pilsum, þannig nýtast þau lengur. — Kjólar sem eru fyrirferðamiklir um axlir og falla síðan beint niður eru tilvaldir. — Ef þú ert ekki hávaxin veldu þér þá fatn- að sem er heill, þ.e. ekki tvískiptan og litur- inn ætti að vera sá sami í efri og neðri hluta. — Skófatnaður er einstaklega mikilvægur, gleymdu háu hælunum og hafðu skóna mjúka, það borgar sig þegar þú ferð að þrútna á fótunum við lok meðgöngunnar. — Láttu hálsmálið vera áherslupunkt, slæð- ur, nælur og hálsfestar koma að góðum notum. — Síð vesti eða þunnir jakkar eru tilvaldir yfír kjóla eða buxur. — Vertu vel snyrt og hugsaðu vel um hár- ið, núna er vinsælt að binda alls kyns klúta um höfuðið, hvemig væri að prófa? — Samfestingar sem notaðir eru á með- göngunni er hægt að nota áfram þú reyrir þá bara síðar saman í mittið með breiðu leðurbelti. Svona væri hægt að halda lengi áfram en ég vona að brúnin lyftist á einhverri óléttri konunni við lesturinn og svo er bara að prófa sig áfram. Höfundur er fatahönnuöur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. MAÍ 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.