Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 16
/ samkvæmi - ein af myndum Bjama Ragnars á sýningunni í FÍM-salnum. Eftir baðið. Mannfuglar eða fuglmenni BJARNIRAGNAR sýnir í FÍM-salnum Þann 20. þessa mánaðar opnar Bjarni Ragnar sýn- ingu f FÍM-salnum í Garðastræti. Lesendur Lesbókar ættu að kann- ast við nafnið í sambandi við fjölmargar myndlýs- ingar við smásögur, sem Bjami Ragnar hefur unnið fyrir Lesbók á undanfömum árum. Hann hefur áunnið sér sérstakan og mjög nútímalegan stíl í þessum myndlýsingum, sem hann styðst þó ekki við í sínum ftjálsu myndverkum. Þar fer hann nokkuð aðra leið. Bjami Ragnar er fæddur 1946 í Reykjavík og hefur alla ævi átt heima í höfuðstaðn- um. Hann var í Myndlista- og handíðaskól- anum vetuma 1961-62, en telur sig hafa lært mest af samvistum við Sverri Haralds- son listmálara, sem bjó á þeim áram við Sogamýrina og var að þreyfa sig áfram í átt til fígúratífrar myndgerðar. Það verður þó engan veginn séð, að áhrifa Sverris gæti í því, sem Bjami Ragnar hefur látið frá sér fara uppá síðkastið. Að þessu sinni sýnir hann olíumyndir á striga og pappfr og myndimar sem hér fylgja méð, gefa hugmynd um, hvar lista- maðurinn er á vegi staddur þessa stundina. Þetta er að stærstum hluta myndröð um fugla, sem þó era mennskir. Það era annað- hvort mannfuglar eða fuglmenni. Það er í samræmi við töluvert víðtæka hreyfíngu, ekki sízt meðal ungra myndlistarmanna, sem sækja myndefni sitt í hugarheim fanta- síunnar, þar sem allt er leyfílegt. Það er aftur á móti misjafnt, hvað vakir fyrir mönn- um með þessu; hjá sumum er það allegóría, eða táknmyndamál, en aðrir era einungis að hugsa um það myndræna. Bjami Ragnar heyrir til þeim síðamefndu og neitar því alveg, að um táknrænar merkingar sé að Morgunblaðið/RAX Bjami Ragnar ásamt einu verka sinna. ræða. Líkt og flestir myndlistarmenn hefur Bjami Ragnar orðið að vinna fyrir saltinu í grautinn með öðra en myndlist. Hann hefur unnið hjá Húsnæðismálastofnun jafn-. framt því að vinna við list sína og endrum og eins fyrir Lesbók. En nú er nýtt á döf- inni hjá honum. Á ferð sinni til New York á síðasta ári, hafði hann með sér ljósmynd- ir af verkum sínum og leizt þeim vel á, sem stjóma sýningarstaðnum Mussavi Arts Center. Varð að ráði, að verk eftir Bjama Ragnar verða sýnd þar í fyrsta sinn 16. febrúar næstkomandi og síðan standa vonir til þess að hann verði meðal 12 listamanna, sem þessi sýningarstaður hefur tekið uppá sína arma og sýnir að staðaldri myndir eft- ir. Mussavi Arts Center er á bezta stað í bænum, nánar tiltekið nr. 623 við Broad- way. Sýning Bjama Ragnars í PIM-salnum er sjötta einkasýning hans, en þar að auki hefur hann 9 sinnum verið með á samsýn- ingum FÍM. (jg 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.