Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 3
TggBáHr 0 @ \K\ [q] @ 0 1] 0 [a] S [8] [U 0 ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Páfastóll er einn af þessum eftirsóttu stólum, en ekki hafa þeir allir reynst vandaðir, sem rötuðu í hann. Illugi Jökulsson hefur tekið saman greinar úr sögu páfa- stóls og birtist sú fyrsta núna og fjallar um þá einstæðu ósvinnu, þegar lík af látnum páfa var graf- ið upp, fært í viðhafnarbúning og, réttað yfir því og það dæmt til refsingar. Forsíðan Myndin er af bandarísku listakonunni Georgiu O' Keeffe, sem lézt í fyrra, 99 ára að aldri og starfaði til síðasta dags. Jafn langan starfsferil á aðeins einn listamaður í sögunni svo vitað sé: Feneyjamálarinn Titian. Georgia O' Keeffe var afburða góð listakona og átti að baki litríkan ogglæsilegan feril. Bragi Ásgeirsson hefur skrifað þtjár greinar um 0 ' Keeffe af þessu tilefni og birtist sú fyrsta núna: Barn sól- gresjunnar. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON mídasarljóð (tileinkað skátafélaginu mídasi) hér stendurðu með asnaeyrun grá a/t sem þú snertir verður strax að gulli hvert skynsemdarorð að ömur/egu buili auðna þin gœfurýr og happasmá því goðin /itu niðrá þig í náð nú ertu smœrri orðinn fyrir vi/cið vonds/ega hafa þau vé/að þig og svikið og vafið tryggni þ/na inní háð saga þín tekur vísast a/drei enda engin svosem bót í má/i he/dur þó ski/jirðu mœtave/ hvaðþessu veldur og viljir ekki /áta þetta henda nema þér sé íþví huggun mídas minn að margurgerist núþjáningarbróðirþinn <.- Sturía var maður nefndur Guðlaugsson, sonur Jónasar Guðlaugssonar skálds. Hann varð mikils metinn list- fræðingur í Hollandi og raunar sérfræðingur í hollenzkri 17. aldar list og síðast forstöðumaður yfir safni, en lézt fyrir aldur fram. Eftirmaður hans í starfi hefur skrifað um hann grein þá, sem hér birtist. L Söguhetjan í „Bjargvættinni í grasinu" eftir J.D. Salinger spyr leigubílstjóra, hvað hann haldi að verði um end- umar á tjöminni í Central Park í New York, þegar vetr- ar o g vatnið í henni botnfrýs. Fljúga þær út í buskann eða kemur kannski maður í sendibíl, smalar þeim saman, rekur þær upp í bifreiðina og fer með þær í dýra- garðinn? Tjömin í Reykjavík er mörgum til yndis sumar og vetur. Við eigum því láni að fagna, 'að hana leggur ekki að fullu í frost- um. Þar sem frárennslisvatnið rennur í Tjörnina við suðurhom Búnaðarfélagshúss- ins er einlægt dálítil vök á ísnum. Og sama, hvað hann herðir frostið; þessi vök lokast aldrei alveg. Við getum alltaf gengið að því vísu, að þessar þijátíu og eitthvað tegundir af andaætt eru kyrrar á sínum stað. Fugl- amir fljúga ekki burt. Og það kemur ekki heldur bílstjóri og fer með þá í Sædýrasafn- ið. Þetta kvakandi fíðurfé hefur löngum fengið mörgum vegfarendum nokkurrar gleði. Snemma morguns má sjá heimilis- lausa menn og drykkjurúta sitja á bakkan- um að horfa á fúglinn. Á kvöldin leiðast elskendur í orðlausri hrifningu suður Fríkirkjuveginn. Og frúmar í bænum fara stundum með manninn sinn í lystigöngu kringum Tjömina, eða þá hundinn. Andleg og veraldleg yfirvöld landsins hafa sagt frá því á prenti, að þau spásséri oft á tjamar- bakkanum sér til skemmtunar að virða fyrir sér látæði fuglsins, ekki síst á vorin, þegar lífið á 'Ijöminni tekur fyrir alvöm að færast í tuskumar og andaþjóð gefur frá sér hljóð, sem hafa að vísu ekki beina skírskotun tii B Erum við að tortíma Tjörninni? fegurðarsmekks á hljómlistarsviði, en skáld- in hafa samt ekki hikað við að kalla söng. Á dögunum sagðist biblíufróður heldrimaður stundum fara í heilsubótargöngu meðfram Tjörninni og kæmi þá fyrir, að sér dytti eitthvað skondið í hug, og væri fuglalífið tíðum framhmndingarafl efniviðar í sniðug- ar ræður, enda væm sem kunnugt er tveir fuglár seldir og svo framvegis, og þó félli enginn þeirra til jarðar, án þess að yðar himneski Faðir og svo framvegis. Ískyggilegir atburðir og næsta dularfullir hafa líka gerst við Tjömina, eins og til dæmis þegar állinn hrökk upp úr vatninu og beit með leyfi að segja í besefann á Þórbergi, svo að skáldið varð óléttur. Sé Tjömin á ísi, vekur hún mikla kátínu hjá unga fólkinu og ekki örgrannt um að full- orðnir megi einnegin hafa af þessum leikvelli nokkra unan. Fyrir margt löngu kvað dóm- kirkjupresturinn í Reykjavík hafa hlaupið um ísinn á skautum. Það tók sóknarböm hans nokkum tíma að venjast þeirri sjón, enda fannst fólki, sem vonlegt er, þetta athæfi svona alveg á takmörkunum. Við trúðum því ekki í fyrstunni, að þeir hjá bænum ætluðu að fylla upp í norður- enda Tjamarinnar og reisa þar stórhýsi. Síðan hefur mér fundist Tjömin eins og auga, sem hefur fyllst af tárum og horfir sorgbitið upp í himininn með þessa mergð bifreiða á allar hliðar. Því þess er ekki að dyljast, að umferðarþungi hefur um skeið bagað okkur nokkuð hér í miðbænum. Þeg- ar verst er, fáum við ekki notið Tjarnarinnar að neinu ráði, vegna þess að bílamir eru svo margir. Má með nokkmm rétti segja, að óslitnar halarófur bifreiða leggi leið sína um götur miðbæjarins með gný og fnyk, sem þar til heyrir, tuttugu og fjórar klukku- stundir í sólarhring, þegar frá em skildir svo sem tveir tímar að jöfnu báðu óttu og miðmorguns. Það er góð stund. Krían á hólmanum um það bil að fara á fætur. Fá- tæklegur hólminn hýsir þá fagnaðarfund hjá fuglaþjóð, sem blasir við mér, þegar ég lít út um gluggann á skrifstofu minni í kirkj- unni. Og nú hafa þeir hjá bænum ákveðið að byggja yfir fundahöldin sín og kontórana. Og þótt ekki sé vitað um neina þjóð, sem getur stært sig af jafnmörgum ferkflómetr- um á nef og Islendingar, þá datt þeim hjá bænum ekki í hug betri staður undir bygg- inguna sína en Tjörnin. Má ég taka það fram, að við elskum auðvitað og virðum bæjarstjómina og emm þakklát fyrir það, sem hún starfar af kostgæfni og samvisku- semi. Og öllum em mislagðar höndur og B engin gerir svo öllum líki. Við höfum líka endurkosið bæjarstjómina áratugum saman með bros á vör. Það var tilaðmynda góð framkvæmd að koma á fót nýjum miðbæ inni í Kringlumýri, sömuleiðis að reisa brú á krossgötum samnefndrar brautar og Bú- staðavegar. Lakara þótti ýmsum, þegar heildsalar lögðu undir sig strandlengjuna fögm inni í Klettagörðum, svo að útsýn yfir Viðeyjarsund lagðist af. En sýnu verst þykir mörgum það óráð að byggja í Tjöm- inni og það hús, sem er aukheldur af slíkri stærð, að undir það dugir ekki minna en flæmi á borð við hálfan íþróttavöllinn í Laug- ardal. Ætli gömlum Reykvíkingum blæði ekki í froðu, þegar farið verður að keyra grús út í Ijömina þeirra? Á síðustu ámm hefur bifreiðum fjölgað mjög. Bifreiðastæði skortir tilfínnanlega. Þeir hjá bænum hafa hugsað sér að grafa rúmgóðan kjallara undir húsið í Tjörninni og koma fyrir í honum bifreiðageymslu upp á tvær hæðir og kemur til með að taka nokkur hundmð bifreiðar. í versta falli verð- ur þetta til þess að tortíma Tjöminni og verður þá öndunum ekið burt í bókstaflegum skilningi. Svo má ekki verða. Við megum til að andæfa þessum framkvæmdum þótt seint sé. Þeir hjá bænum segja, að þeir hafi aug- lýst og kynnt húsið í Tjöminni með lögskip- uðum fyrirvara og óskað athugasemda borgaranna með tilhlýðilegum fresti. En einhvem veginn vissum við ekki almennilega hvaðan á okkur stóð veðrið, fyrr en búið var að samþykkja allt saman. Nú er að sjá, hvort ekki má afstýra því hneyksli að Tjöm- in bíði skaða, áður en það er um seinan. GUNNAR BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.