Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 4
-f Níu mánuðum eftir lát Formósusar páfa, setti nýi páfinn á svið réttarhöld yfir honum fyrir allskonar glæpi. Og þar sem Formósus varð að vera viðstaddur réttarhöldin var lík hans grafið upp og klætt í viðhafnarskrúða. Páfi Lætur Nakta Konu Hlaupa Um Götur RÓMAR Formósus komst svo aftur í náðina er Jóhannes VIII lést með voveiflegum hætti árið 882. Hann er fyrsti páfinn sem vitað er að hafí verið myrtur og voru þar að verki hirðmenn hans en um orsakimar er flest á Illugi Jökulsson tók saman - fyrsti hluti Réttað yfir rotn- andi líki páfa áfinn situr enn kjölfesta sé nú í hefur líka setið hafa 268 manns þangað að boða sér jafn langa sögu nú á tímum. Meðal páfanna hafa vitaskuld verið hinir mætustu menn og fjölmargir þeirra hafa enda verið teknir í heilagra manna tölu, en á svo löng- um tíma fer heldur varla hjá því að ýmsir vafagemlingar og vandræðamenn hafí slæðst í hásæti Péturs. í þessari grein, og annarri að viku liðinni, verður stiklað á stóru í sögu páfastóls og ljósi varpað á nokkra alræmda, ellegar alveg gleymda, páfa... Saga páfastóls fyrstu aldimar er þoku hulin og fátt vitað um raunverulega stöðu þeirra manna sem þá kölluðust biskupar Rómar. Síðar meir komst sú hefð á að kalla Sankti Pétur fyrsta páfann, enda nokkuð ljóst að Pétur eyddi síðustu æviámm sínum í Róm; það er lítil ástæða til að efast um að hann hafí að lyktum verið krossfestur í tíð Nerós sem fyrstur hóf ofsóknir gegn kristnum mönnum. Næstur í hópi páfa er talinn Línus nokkur og er hann talinn hafa verið sá ferðafélagi heilags Páls sem sendi kveðjur frá Róm til Timóteusar í Efesus. Línus er sagður hafa dáið píslarvættisdauða og hið sama er sagt um marga af eftirmönn- um hans. Viktor I (189—98) var fyrsti latínumælti páfínn; hinir höfðu allir komið að austan og flestir frá Grikklandi, en kjör Viktors sýndi að áhrif Rómveija fóru vax- andi. Næstu aldimar færði kirkjan sífellt í Róm, segir máltækið, og á að gefa til kynna að einhver þessum heimi þrátt fyrir allan hans hverfulleika. Og páfinn í Róm í hartnær 2000 ár; samkvæmt bestu manna yfirsýn gegnt embætti biskups í Rómaborg síðan Símon Pétur kom fagnaðarerindið og segir sig s; út kviamar þrátt fyrir andstöðu keisara- valdsins og stundum grimmilegar ofsóknir; jafnframt jukust deilur innan kirkjunnar. Fyrsti „antipáfínn" er talinn hafa verið Hippolýtus sem stillt var upp andspænis Rómarbiskupi á ámnum 217—35 en fræði- menn greinir raunar mjög á um feril hans og hlutverk. Fyrsti páfínn sem ekki hefur síðar verið tekinn í dýrlingatölu var Líberí- us (352—366) en hann var ekki álitinn sýna fylgismönnum Aríusar nægilega hörku — um þær mundir stóðu erjur Aríusarmanna og Aþanasíusar sem hæst og til lítils að rekja þá smámunasemi alla hér. PÁFIHÚÐSTRÝKTUR í Konstantínópel Um það leyti sem Rómaveldi féll í vestri jukust völd kirkjunnar mjög; bæði Róm- veijar og flestir þjóðflokkar Germana höfðu tekið kristni og í umróti þjóðflutninganna varð kirkjan kjölfesta í válegum heimi. Inn- an hennar logaði að vísu allt í deilum og brátt fór alvarleg togstreita að segja til sín milli Rómarbiskups og patríarkans í Konst- antínópel. Sú togstreita varð áberandi á valdatíma Leós I (440—61) og leystist ekki fyrr en með fullum klofningi kirkjunnar löngu seinna. Leó var hinn fyrri af aðeins álft að ekkert starf annað á tveimur páfum sem hlotið hafa viðumefnið „hinn mikli“; sá síðari er vitaskuld Gregórí- us I (590—604). Gregóríus mikli kom einnig við sögu í deilunum við keisarann í Konst- antínópel (hann játaðist raunar undir lögsögu keisarans) en viðumefni sitt hlaut hann einkum fyrir að festa kirkjuna í sessi á Vesturlöndum. Þar lét hann mjög til sín taka í veraldlegri valdabaráttu og gaf for- smekkinn af því sem koma skyldi næstu aldimar. Marteinn I (649—653) var fyrsti páfínn sem sviptur var embætti. Hann lenti í útistöðum við keisara austur-rómverska ríkisins og kirkjan í vestri veitti honum ekki nægilegan stuðning svo Marteinn mátti sæta þeirri auðmýkingu að vera fluttur í böndum til Konstantínópel og húðstrýktur opinberlega. Kirkjan í Róm kaus þá eftir- mann hans, þvert gegn vilja Marteins, og hann lést nokkrum ámm seinna, niðurbrot- inn maður. Ekki leið hins vegar á löngu þar til Marteinn var tekinn í dýrlingatölu og var hann síðasti Rómarpáfinn sem talinn var hafa dáið píslarvættisdauða. Næstu aldimar varð staða páfa æ flókn- ari. Embættið hafði tryggt sig í sessi sem æðsta valdastaða kirkjunnar á Vesturlönd- um en alltaf var grannt á því góða í samskiptunum við austur-rómverska ríkið og þar að auki tók páfi æ meiri þátt í verald- legu valdatafli. Hinu heilaga rómverska ríki var komið á fót af Karlamagnúsi Franka- kóngi er Leó páfi III krýndi hann keisara í Róm á jóladag árið 800 og lengi síðan gekk á ýmsu í samskiptum keisara og páfa. Sumir páfar vora ekki annað en leiksoppar í höndum keisarans; öðram tókst að tryggja sjálfstæði sitt og sér í lagi með því að etja saman keisaranum og helstu höfðingjum á Ítalíu sjálfri. Þær deilur vora bakgrannurinn að einum óhuganlegasta atburðinum í langri og misjafnlega glæsilegri sögu páfastóls. Maður hét Formósus, sennilega fæddur í Róm kringum árið 815. Lítið er vitað um fyrstu áratugi ævi hans en hann var altént vel menntaður og gekk ungur í þjónustu kirkjunnar. Árið 864 var hann skipaður bisk- up í Porto og nokkram áram síðar var hann við trúboðsstörf í Búlgaríu þar sem Rómar- kirkja og sú austur-rómverska áttust við um sálir íbúanna. Formósus reyndist vin- sæll trúboði og Bóris Búlgaríukonungur I bað tvo páfa, fyrst Nikulás I (858—567) og síðan Hadríanus II (867—872), að skipa hann yfírmann kirkjunnar þar í landi. Báðir neituðu bóninni þar eð í þá daga var í gildi bann við að biskupar fljittu sig milli emb- ætta. Þeir Nikulás og Hadríanus virðast hins vegar hafa haft mikið álit á hæfíleikum Formósusar og hann var um skeið fulltrúi þeirra, bæði í Frakklandi og Þýskalandi, og árið 869 kom hann mjög við sögu kirkjuráðs- ins í Róm sem fordæmdi hinn kunna Photíus, patríarka í Konstantínópel. Næsti páfí, Jó- hannes VIII (872—882), sendi Formósus svo til að bjóða Karli II, „hinum sköllótta" Bæjarakóngi, krúnu heilaga rómverska ríkisins árið 875. Skömmu síðar fylltist Jó- hannes hins vegar tortryggni í garð undir- manns síns og bannfærði hann árið 876. Ástæðumar virðast hafa verið bæði per- sónulegar og pólitískar en formlega ástæðan sem notuð var, var sú að Formósus hefði yfírgefið biskupsdæmi sitt er hann leitaði hælis undan óvinum sínum í Róm. Formósus fékk að halda lffí og limum og þjóna kirkj- unni áfram sem leikmaður eftir að hafa játað á sig allar sakir og haldið í útlegð til Frakklands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.