Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 2
Sól náðariimar skín á hana að nýju Kunnáttumenn á sviði kvikmyndagerðar telja margir hverjir, að hún sé einn af fremstu snillingum í kvikmyndalist frá upphafí vega. Hún þykir hafa beitt kvikmyndavélinni á svo nýstárlegan og listrænan hátt, að ýmsar af LENIRIEFENSTHAL varð fræg fyrir listræna kvikmyndagerð sína á árunum fyrir heimsstyijöldina síðari, þar á meðal kvikmyndina um Olympíuleikana í Berlín 1936. Eftir stríðið féll hún í ónáð vegna þess að hún hafði tekizt á hendur verkefni fyrir Hitler. Hún lagði samt ekki kvikmyndavélina á hilluna og nú eru komnar út endurminningar hennar, sem vakið hafa mikla athygli. aðferðum hennar við töku kvikmynda telj- ast nú á dögum klassískir þættir í upptöku- tækni. En frægð Leni Riefenstahls byggist hins vegar fyrst og fremst á tveimur meist- araverkum, sem hún annaðist töku á nokkrum árum fyrir heimsstyrjöldina síðari í Þýzkalandi: „Triumph de Willens“ er frá- bærlega vel tekin myndafrásögn um flokks- þing þjóðemissinnaðra sósíalista eða nasista í Niimberg 1934, og „Olympia", klassísk heimildarmynd um hina umdeildu ólympíu- leika í Berlín árið 1936. Báðar þessar myndir hlutu hinar beztu undirtektir í áróð- ursráðuneyti dr. Josefs Göbbels og vom mikið sýndar í Þýzkalandi og einnig víða utanlands til að fegra og kynna stefnu nas- ista. Fyrir stríð hlaut Leni Riefenstahl ómælt lof fyrir þessi listrænu afrek sín í kvik- myndagerð, en eftir lok heimsstyijaldarinn- ar síðari og ósigur Þýzkalands var blaðinu snúið við, og hún lengi vel talin óalandi og ófeijandi vegna þessara áhrifamiklu áróð- ursmynda (þágu nasismans. Var hún í reynd í starfsbanni um margra ára skeið eftir stríð og mátti þola sísendurtekið aðkast fyrir ffamlag sitt til kvikmyndagerðar. RIEFENSTAHLSEM Rithöfundur En núna er nafn hennar aftur á allra vömm: Ástæðan er sú, að þessi 85 ára gamla kempa hefur nýlega fengið ævisögu sína gefna út; og hefur bókinni verið afar vel tekið. „Erinnerungenu („endurminning- ar“) Leni Riefenstahls komu út í ágústmán- uði sl. hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Albrecht Knaus Verlag í Vestur-Þýzkal- andi, og hafa selzt mun betur en nokkum óraði fyrir. í bókinni segir hún meðal ann- ars frá upphafi ferils síns á listabrautinni sem dansmær og leikkona, frá tiltölulega skammvinnum starfsframa í kvikmynda- gerð á valdatfma Hitlers; rekstri ljósmynda- stofu eftir stríð og loks frá gerð nokkurra frábærra heimildarkvikmynda, sem hún vann að á sínum efri ámm, bæði suður í Afrfku, á Maledive-eyjaklasanum suðvestan Indlands og við Rauða hafið. Þeir lesendur ævisögunnar, sem á hinn bóginn vonast til að fínna í bók Riefenstahls einhveijar hald- góðar skýringar á því, að jafn hæfileikarfk og viljasterk listakona skyldi gerast svo öflug málpfpa einræðisaflanna í Þriðja ríkinu, fá alls engin viðhlftandi svör við þeirri ráðgátu. Af alls 928 blaðsíðum bókar- innar notar höfundur einungis 66 síður til að segja frá því sem á daga hennar dreif á síðari hluta 4. áratugarins og á stríðsámn- um. í frásögn sinni af þessu æviskeiði leitast hún við að gera fremur lítið úr mörgum þeim veigamiklu atriðum í starfí sínu við kvikmyndageð, sem orðið hafa undirrót gagnrýni og andúðar í hennar garð eftir stríð. En hvað sem því líður, verður því ekki neitað, að endurminningar Leni Rie- fenstahls em spennandi og viðburðaríkar, og bókin er víða hrífandi aflestrar. SVÍFANDIÁ HVÍ TUM SKÝJUM Eftir öll þessi rúm 50 ár virðist minni hennar þó enn svo óskeikult, að hún getur rifjað upp orðræður sínar við Adolf Hitler og áróðursráðherra hans, Josef Göbbels, og komið þeim orðrétt til skila. Hún fullyrðir meðal annars, að nasistaleiðtogamir hafí beinlínis neytt hana til að gera kvikmyndina „Triumph des Willens" og ekki léð áköfum mótbárum hennar eyra. A einum stað f frá- sögninni lýsir hún fundi sínum og Hitlers, þar sem hún segist hafa þrábeðið einræðis- herrann um að fá heldur einhvem annan kvikmyndagerðarmann til að annast töku myndarinnar. „Hitler sagði þá með miklum alvöraþunga: „Fraulein Riefenstahl, þér verðið að bera meira traust til yðar sjálfr- ar. Þér getið unnið þetta verkefni og skulið gera það.“ Það hljómaði eins og bein skip- un. Eg gerði miher Ijóst, að ég gæti ekki unnið bug á andstöðu Hitlers gegn því áformi mfnu að hætta við kvikmyndina..." Næstum því þreytulega neitar Leni Rie- fenstahl þeim ásökunum, sem henni hafa um langt skeið verið bomar á brýn, að kvik- mynd hennar „ Triumph“ sé hreinræktuð áróðursmynd og að hún hafí algjörlega lát- ið stjómast af áhrifamætti helztu valda- manna þjóðemissinnaðra sósfalista á upphafsárum Þriðja ríkisins. Það sé af og frá, segir hún. Það verður samt alltaf erfítt að líta á „Trimuph des Willens“ sem einhveija blátt áfram frásögn í formi venjulegrar heimildar- kvikmyndar, tekna án nokkurs ástríðuhita eða sérstakrar pólitískrar afstöðu höfundar. Upphafsatriði myndarinnar, svo dæmi sé tekið, sýnir flugvél Hitlers svffa f gegnum þykk, hvít ský á leiðinni til flokksþingsins í Niimberg: Þessu atriði er ætlað að lýsa Fiihrer sem eins konar engli eða bjarg- vætti, sem kemur svffandi af himnum ofan, Þýzkalandi til bjargar. Enda þótt hún bendi á það með réttu, að hún hafi aldrei gerzt meðlimur NSDAP — flokks þýzkra þjóðemissinnaðra sósíalista — og hafi heldur ekki verið neitt ýkja hrif- ift af hugmyndafræpði nasista, þá játar hún samt, að hún hafí látið heillast af persónu- leika Adolfs Hitlers. Ástæðan, segir hún í æviminningum sínum, var ef til vill sú, að „ég var alla tíð á hnotskógi eftir því óvenju- íega, sífellt að leita uppi undur og leyndar- dóma lífsins." Hjá Núbum í Súdan Sams konar leit kemur greinilega í ljós f heimildarkvikmynd hennar um ólympíu- leikana í Berlfn 1936 „01ympia“, og einnig síðar á ámnum 1962—’77 í frábæmm ljós- myndum, sem hún tók af fólki af Núba- ættbálkinum suður í Súdan. Sú myndafrá- sögn birtist í bók hennar „Das Volk von Kau“ („Ká-þjóðin“), er út kom 1975. Fljótt á litið virðast þessi tvö listaverk, heimildar- myndin „ Olympia“, og myndafrásögnin um Núba-ættbálkinn, eiga fátt sameiginlegt, og ennþá erfíðara að sjá í þessum verkum nokkur tengsl við hina umdeildu „ Triump- h“-mynd hennar. En gagnrýnendur og jafnvel sumir af aðdáendum listakonunnar Leni Riefenstahl þykjast hafa greint í öllum þessum myndverkum djúpstæða, eðlislæga lotningu fyrir hinu máttuga og fyrir valdinu yfír hinum veikbyggðari og vanáttugri. Sjálfri fínnst henni þetta vera fáránleg gagnrýni og heldur því fram, að það hafi eingöngu verið fegurðin og hið stórbrotna, sem hún hafí viljað festa á fílmu í verkum sínum. „Afríka tók mér með opnum örm- um,“ skrifar hún. „Hún hefur opnað mér sýn til framandi vídda og frelsis — um alla framtíð." Þær hlýju og einlægu móttökur sem Leni Riefenstahl hlaut hjá Núba-ættbálkinum í Súdan í öll þau mörgu skipti, sem hún dvald- ist hjá þeim á áranum 1962 og fram til Undir náðaraól Hitlers: Leni Riefensthal að kvikmynda fyrir Foringjann á striðsárunum. Leni Riefensthal með endurminninga- bók sína, sem nýlega er komin út. 1977, hafa vafalaust snortið hana djúpt. Hún eignaðist þar marga, trygga vini og hefur sannarlega endurgoldið þá vináttu með frábærlega listrænni myndafrásögn um kynni sín af þessari litlu og lítt þekktu þjóð. LISTRÆNIR HÆFILEIKAR Ýtrasta Vandvirkni Það má marka áræði og lífsþrótt Leni Riefenstahls á þvi, að hún tók að æfa sig í að kafa á gmnnsævi sjötíu og tveggja ára að aldri, og skömmu eftir að hún hafði lok- ið við myndafrásögnina um Núba-fólkið, hóf hún að kvikmynda neðansjávar jurta- og dýralíf við kóralrif á jafn fjarlægum slóðum og við Maledive-eyjaklásann f Indlandshafí og á ýmsum stöðum í Rauðahafí. Kvikmynd- ir hennar af þessum slóðum hafa líka vakið óskipta athygli sökum ótvíræðs listræns handbragðs og mikillar vandvirkni við alla gerð myndanna. Það er þessi nostursamlega vandvirkni við hvert smáatriði, sem mjög hefur einkennt list hennar allt frá upphafí. Hún minnist sjálf eins og með dálftilli eftir- sjá á viðleitni sína til fullkomunar við gerð myndarinnar „01ympia“ frá árinu 1936, en þá vann hún ásamt aðstoðarfólki sínu í 18 mánuði samfleytt við að fullgera kvikmynd- ina úr 1,3 milljón fetum af áteknum fílmum: „Það kann að vera, að það skipti mig minna máli en aðra kvikmyndagerðarmenn, hve mikinn tíma taki að gera eina kvikmynd,“ segir hún. „Aðalatriðið er, að ná fram betri áhrifum." Leni Riefenstahl hefur lfka unnið að samningu endurminninga sinna af þessari sömu einbeitingu og vandvirkni. Hún segist hafa verið fímm ár að skrifa bókina, og að vinnuhandritið með innskotum og athuga- semdum hafi alls orðið 10.000 síður. í bókinni fer hún nokkmm orðum um ýmis gmndvallaratriði í vinnubrögðum sínum við töku kvikmynda — minnist meðal annara á nosturaamlegt val á réttri birtu til þess að ná fram sératæðri fegurð myndefnisins, en það verður oft á tíðum afar tímafrekt og mikið þolinmæðisverk; þá ræðir hún einnig beitingu kvikmyndavélarinnar neðanfrá til þess að sýna viðfangsefnið í tignarlegri stöðu eða menn frá sjónarhomi, er gefur þeim hetjulegt yfírbragð. ÍGóðuYfirlæti Á sínum efri ámm býr Leni Riefenstahl í fallegu en látlausu einbýlishúsi í Munehen; hún er mjög svo ungleg og þróttmikil að sjá, þótt hún sé orðin 85 ára, framkoma hennar er fáguð og tiginmannleg. Hún hef- ur tamið sér áberandi varkámi í umgengni sinni við ókunnuga og þykir yfírleitt lítt mannblendin. Um-margra ára skeið hefur hún búið með lífsfömnaut sínum, Horat Kettner, en hann var áður bifvélavirki og er ættaður frá Tékkóslóvakíu. Enda þótt Horat sé rösklega 40 ámm yngri en Leni, hefur sambýð þeirra reynzt haldgóð og áfall- alftil. Þau lifa kyrrlátu lffí og berast ekki á, en á síðari ámm hafa þau ferðast saman víða um heim og unnið af kappi við kvik- myndatökur, og þá einkum neðansjávar í suðlægum höfum. Heima í Miinchen fer mikill tími í að fullgera þessar myndir, og eftirspumin er líka stöðug, þegar um nýjar heimildarmyndir frá hendi Leni Riefenstahls er að ræða. Þær em sýndar bæði í þýzku- mælandi löndum og mjög vfða erlendis. Henni hefur þannig á efri áram tekizt að skapa sér á ný mikinn orðstír í kvik- myndagerð, og má segja að hún hafí þar með sem listamaður náð að hrista af sér það ámæli, sem hún lá lengi undir vegna snjallrar kvikmyndagerðar sinnar á tímum Þriðja ríkisins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.