Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 14
að dæma Gils Saurhöfðingja til þess að gista í hinu konunglega rasphúsi í Kaupin- havn inclusive í áttatíu ár því valla mun hann lifa lengur. Ég þarf ekki að erinda yður um fororðninguna af 1695 því ég hef heyrt yðar hávelborinheit lesa hana utanbókar. Ventandi eftir svari frá yður er ég bestandigt yðar hávelborinheita extraordiner collega, Brekku þann ..., sýslumaður. Þegar háyfirvaldið fær bréf þetta í hend- ur lítur hann á signetið og mælir: „Það er þá frá sýslumanninum á Brekku. Nú er ekki von á verra." Háyfírvaldinu hefír án efa þótt það skylda sín að svara þessu ágæta bréfí sýslumanns- ins því undir eins og hann er búinn að lesa það kallar hann á Pál skrifara og les honum fyrir á þessa leið: Velborni herra sýslumaður! Samstundis hefí ég tekið á móti bréfí yðar af 4. dato, innihald þess skil ég ekki. 1) Að ég megi láta yður dæma Gils Saur- höfðingja þurfíð þér ekki að spyija mig að, því sé hann dómsekur þá heyrir það yður til að dæma hann. 2) Fororðninguna af 1695 getið þér nú sjálfur skoðað og álitið svo hvort að hún muni eiga við efíii. 3) Ég fínn mig neyddan til að biðja yður hér eftir ekki að skrifa háyfírvaldinu þess- konar bréf sem hvergi eiga heima og sem menn kalla „absurdus“. Háyfírvaldsins skrifstofu þann ... Háyfírvaldið. Það mun auðsætt af bréfí þessu að háyfír- valdið ’nefír ekki viljað rita sýslumanni sínum embættisbréf eður víta hann harðlegar en gjört er í bréfí þessu og má hér af ráða að þeir hafí verið kunningjar. Sýslumaðurinn á Brekku hafði valið Björn sinn blátönn til að færa háyfírvaldinu hið fyrr um getna bréf sitt. Bjöm léttir ekki ferð sinni fyrr en hann er kominn heim að Brekku og færir hann sýslumanni bréfíð frá háyfírvaldinu. Sýslumaður brýtur upp bréf háyfírvalds- ins og les það þrisvar. Hann situr nú lengi í þönkum uns hann raknar úr rotinu og mælti: „Hvar ertu, Laga-Eysteinn? Kom þú nú og fáðu þér með mér hressingu. Oft er þörf en nú er nauðsyn." Oddný vinnukona kemur þá inn í stofuna og mælir: „Hann er kominn í himnaríki, sauðurinn." „Farðu bölvuð fyrir lygina, Oddný,“ mælti sýslumaður. „Það er þó ekki langt síðan að hann fór héðan í burtu.“ „Því var nú ver og miður," svaraði Oddný, „að þér rákuð garminn hann Laga-Eystein nokkum tíma á burtu; hefðuð þér ekki gjört það, húsbóndi góður, þá væri hann máské lifandi enn þá tetrið, og ekki kominn í himnaríki." „Farðu út, Oddný og láttu mig vera ein- samlan," mælti sýslumaður. Sýslumannsauminginn, sem orðinn var svo þreyttur af löngum embættisstarfa, vildi ekki eiga í illdeilum lengur, en hvað átti hann þá hér að gjöra? Sneypu sinnar varð hann að hefna á Gils, en hvemig? Til háyfír- valdsins var hann búinn að leita og fannst honum koma sér að litlu haldi. Annað hæli en háyfírvaldið átti sýslumannsauminginn ekki. Eftir það að sýslumannsauminginn á Brekku hafði velt lengi máli þessu fyrir sér leist honum það sennilegast að rita háyfír- vaidinu og bjóða því birginn. Sýslumaður ritar þá háyfírvaldinu svolátandi bréf: An þess að ég geti eiginlega fundið mig pligtugan að standa undir nokkru yfírvaldi nema mínum principali herra konunginum, vil ég þó ekki setja til síðu að rannsaka yðar réttferðugheit með því að anmoda yðrum að skipa einum af okk- ar collegum hér í amtinu að setjast niður og dæma Gils Saurhöfðingja fyrir ótérleg orð, er hann hefir brúkað við mig á mann- talsþingi í vor er var. Enda þótt að ég sjálfur hafí fullan rétt til þess að dæma meinvættið vil ég þó heldur að annar gjöri það. Vilji nú háyfírvaldið ekki taka notis af þessari minni klögun mun ég alleina halda mér til míns principals, konungsins. Herra collega undirteiknar. Brekku þann ..., sýslumaður. Að þetta sé frumlegt embættisbréf. In fí- dem. Bjöm blátönn. Jón Kelli mín. Að hins vegar tveggja heiðursmanna und- irskrift ,sé rétt og lögmæt staðfestist hér með. Brekku þann .... sýslumaður. Háyfírvaldið ritar þá sýslumanninum á Brekku eftirfylgjandi bréf: í dag hefí ég sett herra sýslumanninn H. til þess að rannsaka mál ukkar Gils Saurhöfðingja sökum þess að mér virðist bein nauðsyn á að mál þetta ekki niður falli. Háyfírvaldsins skrifstofu þann ..., háyfírvaldið. Bréf háyfírvaldsins til sýslumannsins á F., herra H. hljóðaði svona: Sökum þess að herra sýslumaðurinn á Brekku á í töluverðum þrætum við Giis (svonefndan Saurhöfðingja), þá tilsegist yður hér með tafarlaust að rannsaka mál þetta hið allra fyrsta skeð getur. Háyfírvaldsins skrifstofu þann ..., háyfírvaldið. Sýslumaður H. var enginn vitsmunamað- ur enda var hann ekki annað en vagnmaður konungs (en dansk kudsk). Lengi hafði H. verið erlendis en ekki var það einungis vegna bókiðna heldur til þess að sýna sig og sjá aðra, og var hann því erlendis kallaður „Lord“ (stórhöfðingi). Þegar sýslumaður H. er búinn að fá bréf- ið frá háyfirvaldinu eins og áður er getið hleypur hann til handa og fóta til þess að gegna þessari háu skipan. Byijar þá sýslu- maður H. ferð sína og kemur hann að Brekku síðla kvölds. Sýslumaðurinn á Brekku fagnar vel embættisbróður sínum og biður hann velkominn. Lætur nú sýslumaður búa hina bestu veislu og skortir hvorki mat né vín á Brekku þetta kvöld. Og gjörast þeir nú embættis- bræður ölvaðir. Sýslumaðurinn á Brekku innir þá til máls við embættisbróður sinn: „Hvemig eig- um við nú að dæma fjandann hann Gils Saurhöfðingja?“ „Ég hefí nú verið að velta því fyrir mér,“ svaraði sýslumaður H. „En betra væri þó að prófa máiið til þess að ná öllum upplýs- ingurn." „Hvem fjandann varðar okkur um aðrar upplýsingar heldur en það sem að ég segi,“ svarar sýslumaðurinn á Brekku. „Ég veit nú svo mikið í lögum að þegar annar eins ólærður dóni og hann Gils er, sem þorir að tala æruleysisorð vjð eitt konunglegt yfír- vald eins og mig, þá er hann sjálfdæmdur." „Þetta var nú svona í gamla daga,“ svar- ar sýslumaður H. „En eftir hinum nýju fororðningum er það öðru vísi.“ „Mig varðar §andann um allar fororðn- ingar,“ svarar sýslumaðurinn á Brekku, „nema norskulög, hina konunglegu húsaga- refsingu, Tyró júris lagabálkinn og tvö önnur placöt sem að ég nú vel ekki man hvað innihalda. Hér að auki er Gissurar statúta einhver hin áreiðanlegasta bók í allri Norðurálfunni til þess að hegða sér eftir í allskonar skammamálum." „Ekki ætla ég að það muni vera gott að dæma þvílíkt mál eins og ég á nú fyrir höndum eftir fororðningunum sem þú taldir áðan, lagsmaður," svaraði sýslumaður H. „0g munum við betur þurfa að rifja upp hin nýju lög ef háyfírvöldunum á að líka enda eru nú konungar og ráðin utanlands strangari heldur en þau voru í gamla daga.“ an. „Fái ég Gils Saurhöfðingja ekki dæmdan eftir vilja mínum mun ég appelera öllu sam- an, depónera hundrað ríkisdölum í réttinn og tafarlaust begera útskrift af actinum því eftir lagabálkinum er þetta öldungis rétt.“ „Hvað sýnist þér nú mátulegt fyrir Gils?“ spurði sýslumaður H. „Að dæma hann alla sína lífstíð á spinn- eður rasphúsið í Kaupinhöfn," svarar sýslu- maðurinn á Brekku. „Þá má hann hafa mikið syndgað," svar- ar sýslumaður H. „því að nú á dögum er það ekki siður að dæma svona hart nema stórglæpir séu í frammi hafðir." „Þú ætlar þá undir eins að fara að vægja honum Gils,“ svarar sýslumaður. „Og mun ég ekki lengi akkorera við þig því sjálfur get ég dæmt hann og er ekki forleginn fyr- ir aðra eins aula og þú ert.“ „Enda þótt að þú kallir mig aula,“ svarar sýslumaður H., „þá var ég ekki kallaður það erlendis. Og það má ég segja, án þess að ég hrósi mér, að meira hefí ég lesið í nýjum lögum heldur en þú sem að citerar allt vitlaust og lest lögin álíka og andskot- inn Biblíuna." „Þorir þú að tala við mig svona, fantur- inn þinn?“ spurði sýslumaður. „Þú ert þó ekki nema réttur og sléttur danskur kúdsk- ur og gamall slarkari úr Kaupinhöfn." „Já, hvað ert þú annað en kúdskur sjálf- ur?“ svaraði sýslumaður H. „Og þar að auki hefir þú aldrei litið neitt í bók því hann faðir þinn hefír að líkindum keypt það að þú nokkum tíma komst til embættis. En hvemig hefír þá líka farið fyrir þér með embættisfærsluna þína?“ „Ég fer nú bráðum að sýna þér í tvo heimana," svaraði sýslumaðurinn á Brekku. „Og fangajám á ég og vona ég að jámagey- in geti haldið utan að öðmm eins ketti og þú ert.“ „Valla mun þér of gott að setja mig í jám eður fjötur," svaraði sýslumaður H. „Og vita máttu það að ég hefí frægari kappa að velli lagt heldur en að þú ert.“ Hrópar þá sýslumaður á Bjöm blátönn og Jón Kelli mín og komu þeir á augnabliki að boði húsbónda síns, bauð þá sýslumaður þjónum sínum að taka embættisbróður sinn og draga hann út eður að öðrum kosti að binda hann. Bjöm varð fyrir svörum og mælti: „Mega menn nokkum tíma binda sýslumann? Mig minnir að ég hafí heyrt að enginn mætti binda, lemja eður dæma yfirvöldin nema sjálfur kóngurinn. Eins og heldur enginn má ávíta kónginn nema sjálfur keisarinn." „Hvaða fjandans vitleysa er í þér Blá- tönn?“ svarar sýslumaður. „Hana nú! Tak þú undir eins þrælinn, segi ég.“ _„Æ, guð hjálpi mér,“ svaraði Kelli mín. „Ég þori ekki að snerta á honum, ella dæm- ir hann mig undir eins. Eður má hann ekki dæma eins og þér?“ Sýslumaðurinn á Brekku verður nú afar reiður og greiðir sinn kinnhestinn hvomm þeirra pilta. Sýslumaður H. hafði ávallt þagað meðan þeir félagar töluðu við hús- bónda sinn og hafði hann hina mestu skemmtun af öllu þessu. Síðan mælti hann við þá: „Mikið er á ykkur að láta mannfylu þessa níðast á ykkur með höggum án þess að borga honum það ekki aftur.“ „Guð fyrirgefí yður að tala svona,“ svar- ar Blátönn. „Sýslumaðurinn er orðinn svo reiður að hann veit ekki hvað hann talar," sagði Kelli mín. Sýslumaðurinn á Brekku verður þá embættisbróður sínum svo reiður að hann týkur að honum og fleygir honum samstund- is niður. Sýslumaður H. kemst skjótt á fætur aft- ur og nær hann í kápu embættisbróður síns og rífur hana niður að endilöngu. Gjörast nú hinar mestu ryskingar þar í stofunni og veitti ýmsum betur uns að þeir báðir voru orðnir mjög móðir en lítið sárir. Sýslumaður H. gengur þá út, og er honum vísað til rekkju. Morguninn eftir hittast þeir sýslumenn og eru þá hinir bestu vinir. Sýslumaður H. tekur þannig til máls: „Það virðist mér ráðlegast að við báðir ríðum á fund Gils og tökum rannsókn í máli ykk- ar og mun ég þá dæma hann eftir kringum- stæðum." „Það er fáheyrt að hafa það svoleiðis," svarar sýslumaðurinn á Brekku. „En mátu- legast væri þó að þú hefðir dæmt hann héma því varla mun gott að yfirheyra Gils og satt að segja þá er ég hálfvegis hræddur við hann.“ „Og varla mun ég hræðast þorparann," svaraði sýslumaður H. „Og látum okkur fara." Halda þeir nú félagar leiðar sinnar. Og er ekki getið um ferð þeirra fyrr en að þeir koma á þingstað Gils og taka gistingu hjá presti. Sýslumaður H. lætur þá hreppstjóra Jón stefna Gils og kom hann á tilteknum tíma á þingstaðinn. Sýslumaður H. setur þá rétt og tekur að spyija Gils á þessa leið: „Þú hefír talað ósæmileg og ærumeiðandi orð við yfirvaldið þitt.“ „Heyrðu þér það?“ spurði Gils. „Enda þótt að ég ekki heyrði það sjálfur þá eru svo mörg vitni tii þess,“ svarar sýslu- maður. „Ég reiði mig nú lítið á vitnin ykkar yfír- valdanna," svarar Gils. „Og var það nú héma um árið í málinu sýslumannsins á Brekku á móti honum Steini, þið hafið ekki heyrt þess getið.“ „Haltu kjafti, Gils,“ segir sýslumaðurinn á Brekku. „Ég virði orð yðar að engu,“ segir Gils, „en bið þingvottana að minnast að þér kall- ið eitthvað sem nálægt er mér kjaft. En hvemig á ég að halda um í eður á verk- færi þessu? Það má segja um yður að flest er yður til lista lagt, þér emð einn hinn mesti hugvitsmaður." „Hveiju viljið þér nú svara,“ spyr sýslu- maðurinn embættisbróður sinn. „Ég vil biðja réttinn að dæma Gils í hið konunglega rasphús í sjálfri Kaupinhöfn, og af sök þessari allan löglegan leiðandi kostnað." „Ég vil biðja réttinn að dæma sýslumann- inn á Brekku frá embætti fyrir ólöglegan dóm er hann dæmdi mig á seinasta mann- talsþingi, hvar nóg vitni em til,“ sagði Gils. „Sökum þess að ég er nú að fullu búinn að rannsaka mál þetta," sagði sýslumaður H., „þá segi ég rétti þessum slitið í nafni konungs." „Ég segi og vitna í mínu eigin nafni að réttarhald þetta er ólöglegt,“ svarar Gils. „Respect for Retten," segir sýslumaður- inn á Brekku. „Réttinum er slitið í nafni konungs og allir formála réttir," svarar sýslumaður H. „Það er hveiju orði sannara," svarar Jón hreppstjóri. „Þú hefír nú betur vit á að ganga um hreppinn, hreppstjóri Jón, og sníkja ofan í þig brennivín heldur en að dæma um hvað rétt sé eður rangt í málaferlum," sagði Gils. „Viltu svara svona hreppstjóranum?" spurði þessi. „Já, með bestu samvisku," sagði Gils. „Má Gils láta svona við mig?“ spurði hreppstjóri Jón sýslumennina. „Það er óhæfa," sagði sýslumaðurinn á Brekku. „Klagi þér hann, hreppstjóri góður,“ svar- ar sýslumaður H. „Já, það skal ég,“ mælti hreppstjóri, „en hvemig á ég þá að ná rétti á honum?" „Ég skal dæma hann fyrir yður, hrepp- stjóri minn,“ svarar sýslumaðurinn á Brekku. „Og er það ágætt að hann komist í sem mest vandræði." Út af áður sögðum vandræðum þeirra sýslumannanna og Gils Saurhöfðingja hófst mikil deila og málsóknir. Gils skaut máli þessu til dómstólanna og urðu þau úrslit að sýslumanninum á Brekku var veitt sú uppreisn að hann skyldi laus allra mála við Gils og þaðan í frá ekki þurfa að dæma hann eður rannsaka mál þau er Gils eftirleið- is kynni að verða viðriðinn. Varð sýslumað- urinn á Brekku þessu svo feginn að hann gaf Bimi blátönn svið og hreifa af þremur selum og kvað það vera í áheitingarskyni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.