Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 7
Dr. Sturla Guðlaugsson ingar og -túlkanir gamalla málverka nú á dögum. Hann birti eftir sig „Komedianten bij Jan Steen en zijn tijdgenoten “ („Skoppersónur hjá Jan Steen og samtíðarmönnum hans“) 1945; og „Daifilo en Granida“ í Burlington Magazine 1948—49 og 1953. Ritgerð, sem hann samdi um skjaldarmerki f sautjándu aldar hollenzkri skreytilist, hefur enn ekki verið gefin út. Skömmu eftir að hann fluttist til Hol- lands gerðist hann meðlimur í Rijksbureau fyrir listfraeðilega heimildaskráningu og var virkur í því vísindafélagi fram til ársins 1970 og var fórstöðumaður þess síðustu fimm árin. Einungis þeir, sem bezt þekkja til, vita hve mikið gagn Sturla vann Rijks- hureau-listfræðafélaginu og eins hve mjög hann sjálfur mat það starf, sem þar var unnið. Hann hafði viðað að sér gífurlega miklum listfræðilegum efnivið, lét mikið af því efni koma fyrir almenningssjónir og vann að því af sinni sfvaxandi þekkingu og öruggum listfræðilegum smekk. Sökum þessa hafði hann þó jafnan lítinn tíma af- lögu til rannsóknastarfa í eigin þágu og til að vinna að útgáfu eigin rita. Önnur, endur- skoðuð utgáfa hans á Baart de la Failles Catalogue raisonné um verk Van Goghs fól í sér mikið álag á Sturlu Guðlaugsson síðustu æviár hans, en það veitti honum djúpstæða gleði að sjá því mikla verki lokið með aðstoð hóps náinna samverkamanna hans. Það var honum raunar óblandin ánægja og dreifði mjög huga hans að vinna við og við að listfræðilegum verkefnum, sem lágu utan séráhugasviðs hans, 17. aldar hollenzkrar málaralistar. Það ber að harma, að bók hans um evr- ópska málaralist frá fyrri hluta 19. aldar, þar sem fjallað er alveg sérstaklega grannt um biedermeyer-tima.bi\\ð, var aldrei að fullu lokið. Þegar hann tók sér leyfi frá störfum, skoðaði hann jafnan mörg opinber listasöfn og listaverkasöfn f einkaeign. Hafði hann þannig safnað að sér feikilegu magni af efni í verk sitt, en hann lét eftir sig einung- is lauslega samantekt á megintexta í uppkasti að bókinni; sá undirbúningur reyndist hins vegar því miður vera of skammt á veg kominn til þess að unnt væri að gefa þetta verk út að höfundinum látnum. Hann hafði — og það var mjög ein- kennandi fyrir hann — kosið sér þetta viðfangsefni vegna þess, að það var honum alla tíð afar hugleikið. Vegna þessarar einlægu hrifni hans af ofangreidu tímabili listasögunnar, hefur vísindaleg ævisaga hans um Gerard ter Borch (Haag, 2. bindi, 1969-’60) orðið verk, sem skarar langt fram úr mörgum Jónas Guðlaugsson skáld, faðir Sturlu. öðrum einkar gagnlegum ritum, sem þó eru yfirleitt álitin sérstaklega mikilvæg og raun- ar fullnægjandi í listfræðilegu tilliti. Ýmsar ástæður hafa gert það að verkum, að hér í Burlington Magazine hefur enn ekki birzt nein grein helguð þessu verki Sturlu Guðlaugssonar, þótt bókin hafí vita- skuld ekki farið framhjá ritstjóra tímarits- ins, og hann hafi kunnað vel að meta gildi hennar. Hins vegar hafa hinir miklu kostir þessa verks hlotið verðskuldaða athygli ann- arra aðila, og það oftar en einu sinni. Þannig hlaut bókin t.d. sérstaka viðurkenn- ingu hér í Hollandi, þegar henni var veitt Karel van Aíanden-verðlaunin árið 1960. Það ætti því að vera nægilegt fyrir mig að benda á, að þessi ævisaga Ter Borchs, byggð á rannsóknum dr. Sturlu Guðlaugssonar, hef- ur í reynd orðið klassískt viðmiðunarrit í listfræði, og er ágætt dæmi um fullkomið samræmi á milli listræns innsæis, skyryunar höfundar á sögulegu samhengi, vel skipu- lagðs rannsóknarstarfs og einkar vandaðrar málnotkunar. 1 þessu verki má á mörgum stöðum glöggt sjá, hve náin tengslin eru á milli ævisögurit- arans og listamannsins, til dæmis þegar höfundur skrifar: „Tiginmannlegt fas var frá upphafi og fram til hins síðasta eitt af megineinkennum Ter Borchs, en hann var mjög svo frábitinn hvers kyns taumleysi og glánaskap í háttum_____hafði til að bera yfírvegaða, tiginmannlega afstöðu borgar- ans. Þrátt fyrir þær markalínur, sem slíkir fyrirmannlegir hættir setja mönnum, urðu þeir meistaranum samt aldrei að neinum þvingandi klafa, heldur veittu honum jafn- vel nægilegt frjádsræði til að láta hvergi blekkjast, þegar hann varð þess áskynja í fari samborgara sinna, að slOct fas var þeim í reynd nokkur þvingun; þeim viðbrögðum mætti hann jafnan með hljóðlátu spotti. í vitund hans táknaði tiginmannlegt fas aftur á móti skylduga hlýðni við innra lögmál, visst fálæti íframkomu, sjálfsögun, yfírveg- aða tillitssemi gagnvart rétti annarra til að tjá sínar skoðanir. “ Mér er mjög til efs, að nokkur annar gæti hafa skynjað þetta á gleggri hátt, né heldur orðað betur. Dr. Sturla Guðlaugsson gerði sér glögga grein fyrir þeim. sessi, sem Ter Borch skip- ar meðal annarra raunsærra þjóðlífsmálara, og geðri sér einnig vel ljóst, að slík stöðluð stefna innan málaralistar fyrri tíma er ekki sérlega mikils metin á mælikvarða nútím- ans. Þannig má til dæmis lesa ummæli hans um Vermeen „í list Vermeers verður hljótt um alla löngun, og í beztu verkum sínum dró hann sig í hlé í sjálfsafheitun og lét sér einbera skoðun nægja; íþessari afstöðu sinni er hann sérstaklega nærri nútíma viðhorf- um, en þó um leið utan seilingar í göfugum listrænumm tærleika;“ og hann segir um það breiða bil, sem aðskilur okkur nútíma- menn frá fastmótaðri, raunsærri þjóðlífs- málaralist fyrri tíma: „Ef til vill er jafnvel íþessari fjarlægð fólginn veigamestiþáttur- inn í töfrum hennar.“ íþessu leggurhann aftur höfuðáherzluna á fjarlægðina, sem var einmitt svo snar þáttur í skapgerð Sturlu Guðlaugssonar. Hann var sannarlega laus við fordóma gagn- vart nýjungum, en hélt samt vissri fjarlægð f afstöðu sinni til manna og málefna. í aug- um vina hans voru persónutöfrar hans sennilega ekki hvað sízt fólgnir í fálæti hans gagnvart öllu háværu, uppáþrengjandi og framhleypnu. í sambandi við bók hans um Gerard ter Borch væri óréttmætt að minnast ekki sérstaklega á meðfylgjandi catalogue raisonné. í þeirri skrá er að fínna ábendingar um liti, athugasemdir um ástand og aðstæður, klæðnað og skýringar á merkj- um, svo og hinar viðteknu skýringar á einstökum atriðum varðandi upprunalega gerð verkanna, endurgerð mynda, eftirlík- ingar o.s.frv. Þama er um að ræða ótrúlegt magn upplýsinga, vandlega valdar og safnað saman í þessa skrá. Hinn fyrsta júní 1970 var dr. Sturla Guðlaugsson skipaður forstjóri Mauritshuis, og hefur skipun í þessa stöðu sjaldan verið samþykkt af öllum hlutaðeigandi jafn ein- róma og heilshugar. Hann hlakkaði mjög til að takast á við þau verkefni, sem biðu hans í þessu nýja starfi, og hann hafði gert nákvæmar áætlan- ir þar að lútandi. Við væntum mjög mikils af honum í þessari stöðu, enda mundi hann án efa hafa fest kaup á listaverkum, sem hann valdi af sérþekkingu og öruggum smekk og mundi einnig vafalaust hafa gef- ið út frábæra safnskrá og viðhaldið í hvívetna þeim góða orðstír, sem Maurits- huis nýtur meðal listasafna. Honum auðnaðist að bæta einu málverki við safn listaverka í Mauritshuis: Skógar- landslagi með hópi veiðimanna eftir Jan Hackaert, en sú mynd var eitt sinn í einka- eign fyrsta forstjóra Mauritshuis-safnsins, J. Steengracht van Oostcapelle. Við erum öll þakklát dr. Sturlu Guðlaugs- syni fyrir allt það sem hann var okkur og fýrir allt, sem hann eftirlét okkur. Það er okkur mikill og sár harmur, að hann skyldi vera kvaddur burt frá okkur svo snemma. Dr. Sturla J. Guölaugsson lézt 57 ára gamall árið 1971. Greinin er eftirmæli eftir hann. JÓN HILMAR MAGNÚSSON Aftur kemur vor Vorið blíða völl og hlíðar vefur skarti yndisjurta, upprís fold og ilmar moldin eftir vetrarbál og hretin. Láfnar allt, er lífíð kallar, lofgjörð tæra Guði færir. Hvílir jörð í hljóðum tárum, hjartaklökk um nætur bjartar. Lífíð streymir lfkt og flaumur ljúfra vatna. Þar sig hjúfra ungir sprotar, og þá langar alla til að klæða völlinn. Flæðir, ólgar fjör í æðum, fögnuð heitan öllum veitir, dáðir vilja drýgja bráðir, djarfír vel til heillastarfa. Sunna vor og sumar færir sjálfum Guði frá með gleði og sem móðir eys úr sjóði elsku sinnar, sem ei linnir. Vermist jurt í vorsins birtu. Veður mildast, svo að kaldar fannir vikna. Feigðin bliknar fyrir báli Iffs og sólar. Hýr og fjúfur himinblærinn hlakkar nyukum til að strjúka fíngrum yfír fagurt lyngið, fagna björk hjá skógarstígnum, hlýða á lindarhjalið blíða, heljarfoss f gljúfri þylja, anda blækyrr út á sundin, yrkja í lognið vorsins fögnuð. Ljómar storð f loga dýrðar Ijós um kveld við himinelda. Streymir gull í fjarðarfullið, flæðir mjúkt um barma græðis. Minnist láð við munarblíðan morgunroðann, er hann boðar Drottins sumardýrð og komu dags, til hans að lofa fegurð. Fuglasöngur, fylltur angan, fagur ómar þýtt um geiminn. Ljóðar heiðalóan blíða lof og dýrðir Guði færðar. Svanur fríður syngur tenór, samið lag við dýrðarbraginn. Vítt er sviðið: himinn, hauður. Hljómsveit stjómar Guð og kómum. Hnígur Ifknsól, himinn bliknar, hljóðnar söngur trega þrunginn. Kemur haust með kuldaþjósti, kallar vetur á með hretum. Hann ei tefur, hörðum sefa hylur landið snjóaböndum. Valdafíkinn valtur ríkir, veit sem er, að aftur vorar. Höfundur býr á Akureyri. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.