Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 13
j Til þess að varpa skýrara Ijósi á starfsemi I heilans er nauðsynlegt að hafa fullkomnari rafeindanemum á að skipa, en fyrir þremur árum tókst Henry N. Wagner, sérfræðingi í kjamalækningum við John Hopkins-stofn- unina, og samstarfsmönnum hans, að búa til nema sem hægt er að tengja þeim svæð- um heilans þar sem dópamín er að finna og nota síðan PETT til að skrásetja hvemig niðurröðun dópamínsins er háttað. William Potter sem er lyíjafræðingur við Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna telur að neminn muni afla mikilsverðra upplýs- inga um hlutverk dópamíns þegar tilfínn- ingatruflanir em annars vegar. Hins vegar álítur hann að vísindamenn ættu fremur að beina athygli sinni að innbyrðis tengslum boðefnanna en að leita uppi mismun á magni einstakra boðefna, s.s. dópamíns, þar sem breytingar á einu boðefni hafi áhrif á starf- semi annarra. Reglubundnar Dægursveiflur Tilfinningatruflanir er einnig unnt að tengja því er frávik verða á hinum innri dægursveiflum. AUan sólarhringinn eiga sér stað reglubundnar breytingar í líkamanum. Sem dæmi má nefna líkamshitann sem nær hámarki snemma á kvöldin og lágmarki snemma á morgnana. Upp úr miðnætti er hormónið kortisól á lágstigi, en stigið fer hækkandi á ný um fjögur-leytið á morgnana. Hormónið melatónín fer hins vegar hækk- andi á nóttunni en fer að lækka um það bil sem dagur rís. Eftir því sem á daginn líður sljóvgast það minni er tekur til nýlið- inna atburða en um leið skýrist minnið þegar um áður liðna eða löngu liðna atburði er að ræða. Við skipulagningu hringferlis af þessu tagi kemur erfðafræðin til skjalanna. Ferlið stjómast af heiladyngjubotninum sem er kirtill við miðheilann og fær örvun frá honum. (Sumir telja að margvíslegar ákom- ur sem orsakast af tilfínningatruflunum eigi upptök sín í miðheilanum). Kirtillinn hefur stjóm á þeim vökva sem flest hormón gefa frá sér. í honum era framur sem saman virka líkt og gangráður. Þær taka við boðum frá umheiminum og nota til þess örfínan taugavef sem festur er við sjónhimnuna en hún breytir ljósi í taugaboð. Tilraunir með heilbrigða sjálfboðaliða hafa leitt í lós að dægursveiflur mannsins taka í raun og vera næstum því 25 klukku- stundir fái þær að hafa sinn gang án skila- boða sem fram koma með breytingum á lík- amshita. Þessar tilraunir hafa líka sýnt að það era a.m.k. tvö taktbundin ferli sem stjóma atferli mannsins. Annað hefur áhrif á svefn og vöku en hitt á líkamshitann. Hvora um sig stjómar kerfi sem líkja má við gangráð. Undir venjulegum kringum- stæðum era þessi kerfí samvirk en þegar einstaklingurinn glatar tímaskyni sínu geta þau orðið óháð hvora öðra. Einhver starf- semi sem tekur til gangráðakerfanna og taugatengsla milli auga og heila hlýtur að eiga sér stað, þegar á þetta er litið, til að samstilling kerfanna geti átt sér stað og síðan aðlögunin að þeim sólarhring sem telur 24 stundir. Tilraunir Thomas Wehr, Frederick Goodwin o.fl. við Geðheilbrigðis- stofnunina sem hófust 1978 benda til þess að starfsemi þessi sé afbrigðileg í fólki með þunglyndis- eða oflætiseinkenni. Dægur- sveiflur þeirra víkja langt frá hinu eðliiega 24-stunda ferli og jafnvel þegar skilaboða- kerfið sem stjómast af líkamshitanum starf- ar rétt gerist það óháð gangráðakerfunum. ÓEÐLILEG LÍFFRÆÐILEG VlÐBRÖGÐ VlÐ Á LAGI Það kemur eflaust að því að vísindamenn geta útskýrt samhengi dægursveiflna og boðefna þegar þunglyndi og geðhvarfasýki era annars vegar. Slík úttekt gæti haft í för með sér tímamót í sögu geðlækninga og skila þeim áleiðis að því markmiði að skýra í heild efnafræðilegar orsakir þessara geðtraflana. Goodwin og Potter telja báðir að lykilatriði í lausn ráðgátunnar hljóti að vera f því fólgið að óeðlileg líffræðileg við- brögð við álagi eigi sér stað. í fyrsta lagi er vitað um tímabundnar breytingar á dægursveiflum þegar álag verður mikið. Tímabundið svefnleysi er ein staðfestingin á því. í öðra lagi verður álag oft til þess að stytta þann tíma sem líður milli þunglynd- iskasta um leið og það fjölgar geðhvarfa- sveiflum í sjúkleika sem er tvískauta. Líf- efnafræðilegar niðurstöður rannsókna á dýram styðja mjög þá kenningu að beint samband sé milli álags og tilfínningatrafl- ana. Potter getur sér þess til að erfðagallar dragi úr mótstöðuafli kerfísins með því að breyta starfsemi lífefna sem eiga þátt í að framleiða framuhimnur og sjá um viðhald þeirra þannig að þær geti gegnt hlutverki sínu almennilega. Sífellt álag á æviskeiði einstaklings gerir það loks að verkum að kerfið lætur undan og kemur af stað tilfinn- ingatraflunum. Elliot Gershon stjómar hópi sérfræðinga við Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sem hefur það verkefni að leita uppi einskonar vörður, eða leiðarvísa, þ.e. lífefnafræðilega eðlisþætti, en talið er að návist þeirra eða fjarvera kunni að bera vott um það hvort einstaklingur er haldinn geðsýki eða ekki, og einnig hvort hann beri með sér það sem nefnt er kon, og veldur því að sjúkdómur gerir vart við sig. Slíkur leiðarvísir gæti gert mönnum fært um að þekkja úr einstaklinga sem sérstaklega er hætt við geðsjúkdómum. Til þess að slíkir leiðarvísar geti komið að raunveralegu gagni verður að vera tiltölulega auðvelt að bera kennsl á þá og þeir þurfa að vera til staðar í einstaklingnum á öllum æviskeiðum en einkum þó þegar hann er ekki sjúkur. Leiðarvísirinn ætti einnig að samsvara ein- stökum traflunum. í sjónmáli er einn álitlegur leiðarvísir af þessu tagi. Þegar sameind úr boðefni fer yfír taugamót frá einum taugungi til annars gengur hún í samband við ákveðna formgerð á yfirborði áfangastaðarins sem kallast boðnemi. Gershon og félagar hans hafa komizt að þeirri niðurstöðu að boðnemi boðefnisins asetýlkólíns sé viðkvæmari í fólki sem hefur átt við tilfinningatraflanir að stríða en í fólki sem hefur ekki átt við slíkt að búa. svo sem heilahol þyrftu ekki að vera sjúk- dómseinkenni heldur aukaverkanir sjúk- dómsins sem jafnvel gæti stafað af langvar- andi lyfjameðferð. Hins vegar kom í ljós í niðurstöðum rannsókna sem Weinberger lauk við 1983 að stækkuð heilahol eru til staðar þegar fyrstu einkenni geðklofasýki koma í ljós. Enn hefur ekki verið upplýst hv'að það er sem veldur því að vefur rýrnar í heila aðeins eins hóps geðklofasjúklinga. Enda þótt enginn erfðavísir sem felur í sér geðklofasýki hafi fundizt, gefa fjöl- skyldurannsóknir til kynna að geðklofasýki kunni að ganga í ættir, en sjúkdómurinn kann jafnframt að hluta til að eiga sér orsakir sem er að finna í umhverfinu. Sannanir eru um það að cytómegaló- veiran, eða önnur herpes-veira, eigi sinn þátt í því að orsaka suma geðklofasjúkdóma. Þessa tilgátu er þó ekki unnt að staðfesta á meðan yeiran sjálf finnst ekki í heila geðklofasjúklings sem hefur verið krafinn. Fyrir örfáum áram hefði verið nánast óhugs- andi að reyna að bera kennsl á slíka veira í heilanum. Nú er sú tækni sem gerir mögulega endurröðun á DNA hins vegar komin á það stig að unnt er að beita henni við framleiðslu á efnafræðilegum nemum til að rannsaka erfðaefni í veirum. Ef veira flnnst vaknar sú spuming næst hvort geð- klofasýki orsakist af endurteknum sýking- um sem leiðir af sér afturför í tengslum við sjúkdóminn eða hvort um sé að ræða afleið- Vísindamenn telja að með orðinu skizofreníu sé lýst keðju af veilum. Hjá sumum lýsir sjúkdómurinn sér í aðal- atriðum þannig, að jákvæð einkenni eru yfirgnæfandi, en úr slíkum einkennum má stór- iega draga með geðlyfjum. Neikvæð einkenni eru yfir- gæfandi hjá öðrum, en við þeim eru engin lyf. GEÐKLOFASÝKI — KEÐJA Af Veilum Miklu minna er vitað um geðklofasýki en um þær tilfinningatraflanir sem hér hafa verið ræddar. Geðlæknar líta svo á að geðklofasýki (skizofrenía) sé skilvitlegur sjúkdómur, þ.e. sjúkleiki sem hefur áhrif á skilning, dómgreind, minni og rökhugsun fremur en geðsmunina. Þetta er margslung- inn sjúkdómur sem hefur í för með sér röð Jákvæðra" eða virkra einkenna (ranghug- myndir, ofskynjanir o.fl.) en einnig röð „neikvæðra" einkenna (ráðvillu, stefnuleysi, skort á tilfinningum í garð annarra og fé- lagslega einangran). E. Fuller Torrey sem stundar geðlækningar og rannsóknir í Washington D.C. telur að oftast komi geð- klofasýki fram í fólki þegar það er á aldrin- um 15—25 ára. Án læknismeðferðar fer sjúklingi ört hrakandi. Gamla þjóðsagan um að fólk sem haldið er þessum sjúkleika hafi klofínn persónuleika á ekki við rök að styðj- ast. Vísindamenn telja að með orðinu skizofre- níu sé lýst keðju af veilum. Hjá sumum lýsir sjúkdómurinn sér í aðalatriðum þannig að jákvæð einkenni era yflrgnæfandi en úr slík- um einkennum má stórlega draga með geðlyfjum. Neikvæð einkenni era yflrgnæf- andi hjá öðram, en við þeim era engin lyf. Þótt slíkar skilgreiningar hafí komið fram eftir að fylgzt hefur verið með hegðun sjúkl- inga er síðan komið í lós að þær endurspegl- ast í efnafræði heilans. Taugageðlæknirinn Daniel Weinberger og samstarfsmenn hans hafa nýlega kortlagt samsetningu heila geðklofasjúklinga með annarri nýrri tækni- aðferð sem kallast CT, eða tölvusneiðmynd- un (computer tomography). PETT hefur það hlutverk að skrásetja lífefnafræðiieg við- brögð en CT tekur myndir af vefjum. Gagn- stætt röntgen era myndir úr CT þrívídd. Weinberger komst að raun um það að hol- rúm í heilanum sem nefnd era heilahol hafa stækkað í sjúklingum með ómeðfærilega geðklofasýki en era eðlileg í þeim sem unnt er að hjálpa eða era haldnir annars konar geðveilu. Þegar heilaholin eru óeðlilega stór er heilinn farinn að rýrna. í fyrstu virtist ingar einnar sýkingar sem komi þó ekki fram fyrr en löngu síðar. Sé um endurteknar sýkingar að ræða má ætla að efni sem væntanlega munu vinna á veiranum geti komið að gagni í meðferð geðklofasýki, jafnvel þannig að unnt verði að lækna sjúk- dóminn í sumum tilfellum. Nákvæmar Skilgreiningar Vantar Það hefur háð mjög líffræðirannsóknum á sviði geðlækninga að nákvæmar skilgrein- ingar vantar þegar um er að ræða þung- lyndi, geðhvarfasýki og geðklofasýki. Tvær fyrstu útgáfur helzta uppsláttarrits geð- lækna — Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, sem Ameríska geð- læknasambandið gaf út 1952 og 1968 — hafa aðeins að geyma ógreinilegar lýsingar á algengustu þáttum geðsjúkdóma og komast margar þeirra fyrir í einni máls- grein. Geðlæknir sem leitaði fanga í þessum útgáfum gæti t.d. hafa sjúkdómsgreint sjúkling sem haldinn var stöðugum sársauka sem mjög þunglyndan. í ofanálag var tak- markaðar leiðbeiningar að fínna í DSM um það hvemig ætti að gera greinarmun á sjúk- legu þunglyndi og réttri og sléttri vansæld. Frá sjónarmiði sjúklings hefur röng eða ófullkomin sjúkdómsgreining það að segja að ekki er að vænta árangurs í meðferð og jafnvel er við því að búast að honum hraki. Frá sjónarmiði vísindamanns valda brigðular forsendur sjúkdómsgreiningar því að erfítt eða ómögulegt verður að túlka þær upplýs- ingar sem úr er að moða. Einhver mikilvæg- asta grandvallarregla í vísindum er endur- tekning tilrauna, en hvemig eiga vísinda- menn að endurtaka tilraunir án þess að geta treyst því að um sama kvilla sé að ræða í öllum þeim tilfellum sem rannsóknin tekur til? Og hvemig eiga þeir að fara að því að mynda kenningar og prófa þær þegar skilgreining á viðfangsefninu er afar óljós? Líffræðilegri geðlæknisfræði miðaði nokkuð á veg þegar þriðja útgáfa DSM kom út árið 1980. Þar er að fínna afmarkaðar forsendur (grundvallaðar á aukinni þekk- ingu geðlækna, studdar niðurstöðum endur- tekinna tilraunagreininga fjölmennra hópa sjúklinga sem hafa verið rækilega endur- skoðaðar af sjúkrahúslæknum).Aherzla er lögð á nauðsyn þess að ákveðnar forsendur séu fyrir hendi áður en kveðinn er upp úr- skurður um að tiltekinn sjúkdómur sé fyrir hendi. Að sögn Roberts L. Spitzers geðlækn- is sem hafði umsjón með þriðju útgáfu DSM er vísindamönnum þar í fyrsta skipti gefínn kostur á því að geta verið sæmilega vissir um að þeir séu að fást við nægilega skil- greindan hóp veikra sjúklinga, eins og hann orðar það. Stuðst Við Upplýsingar Úr R annsóknarstofum Þrátt fyrir þessar endurbætur í DSM er eftir sem áður hætt við því að viðsjárverð atriði í geðsjúkdómagreiningu verði alvar- legar hindranir í rannsóknum á tengslum líffræði og meiriháttar geðsjúkdóma. Á öll- um öðram sviðum læknisfraeði er stuðzt við upplýsingar úr rannsóknarstofum til að staðfesta eða mótmæla úrskurði læknis. Til dæmis mundi það vekja gransemdir læknis um sykursýki ef sjúklingur kvartaði um svengd, stöðugan þorsta og þróttleysi, en slíka sjúkdómsgreiningu mundi hann vilja fá staðfesta með því að senda sjúklinginn í rannsókn í blóðsykurþoli. Þótt engin próf séu til sem viðbót við þær upplýsingar, sem geðlæknir aflar með viðtölum við sjúkling, eru slíkir möguleikar til athugunar. Eitt slíkt próf var kynnt í Chicago árið 1983. Það er fólgið í mælingum á styrkleika þvags í efnasamsetningunni phenyl-asetat. Efnið verður til við upplausn 2-phenyl-ethylamíns sem er að finna í heilanum, en í ljós hefur komið að stig þess er mjög lágt í þunglyndis- sjúklingum. Onnur hindran sem stendur í vegi fyrir líffræðirannsóknum á sviði geðlækninga er sú að áhugi á þeim hefur verið takmarkað- ur. Til skamms tíma sinntu taugasérfræð- ingar (Iæknar með traflanir á taugakerfínu sem sérgrein) þeim í mjög litliim mæli. Vís- indamenn sem fremur einbeita sér að rann- sóknum á taugakerfinu en þvf að veita læknishjálp, hafa heldur ekki veitt geðsjúk- dómum mikla athygli. Að undanförnu hafa framfarir þó orðið örari í líffræðirannsóknum á sviði geðlækn- inga. Um leið og geðlæknar fá fræðslu um þátt líffræðinnar verður þeim ljóst hversu mörgum spumingum er ósvarað. Auk þess er vísindamönnum í öðram greinum — taugafræði, veirafræði, næringarfræði o.s.frv. — að verða ljóst að þekkingar þeirra, hugmynda og þjálfímar, er þörf innan líf- fræðilegrar geðsjúkdómafræði. ÓÆSKILEGAR Aukaverkanir Helzta markmið rannsókna á þessu sviði er árangursíkari meðferð og jafnvel lækning þegar um geðklofasýki og tilfínningatrafl- anir er að ræða. Því fer fjarri að lyflameð- ferð sé nægilega fullkomin. Geðlyf koma að miklu gagni þegar um það er að ræða að draga úr jákvæðum einkennum geðklofa- sýki og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig, en hafa ekkert að segja í sambandi við neikvæðu einkennin. Auk þess hafa þessi lyf óæskilegar aukaverkanir. Alvarlegasta aukaverkunin er „tardíf dyskínesía" sem einkum lýsir sér með stirðleika og ósam- ræmdum og ósjálfráðum hreyfíngum en slík einkenni koma yfirleitt í ljós eftir nokurrá ára lyfjameðfeið. Um þau lyf sem hafa áhrif á tilfínningatraflanir er það að segja að lítíum hefur ekki í öllum tilfellum hemil á þunglyndisköstum og lyf sem ætluð era við þungljmdi og létta lundina geta komið af stað sturlun í geðhvarfasjúklingum. Samuel J. Keith sem veitir forstöðu geð- ‘ klofarannsóknarstofnuninni við Geðheil- brigðisstofnun Bandaríkjanna telur vanda- málið fyrst og fremst fólgið í ónákvæmni lyfjanna. „Þau lyf sem er verið að nota eru of víðtæk. Þau virka af þvf að þau breyta margvíslegri og mismunandi efnastarfsemi í heilanum. Ein afleiðingin er sú að skaps- munir eða atferli verður eðlilegra, en aðrar afleiðingar era aukaverkanir sem stafa af því að lyfin hafa áhrif á fleira en ætlazt er til,“ segir Keith. Framfarir í sameindalíffræði og mynd- greiningu hafa veitt vfsindamönnum aðgang að heilanum sem áður var enginn kostur á. Þekking þeirra á grandvallaratriðum eykst óðfluga. Margir vísindamenn álíta að upp- lýsingar sem nauðsynlegar era til að setja saman lyf er einungis hafa áhrif á sjúkdóma en láti heilann afskiptalausan að öðra leyti séu á næsta leiti. Þegar til lengri tíma er litið má gera sér vonir um að þegar í ljós kemur hvemig tengslum sameinda og þeirri hugarstarfsemi sem stjórnar atferli manna er háttað, fáist úr þvf skorið hveijar séu orsakir geðsjúkdóma. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7. JÚNl 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.