Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 12
.14, j; ;.Á«I A,. —ivl liT því skyni að létta sjúklingi sambúðina við sjúkdóm sinn. Öll lyf verka þannig að þau orsaka ein- hveijar lífefnafræðilegar breytingar en notkun lyfja gegn geðsjúkdómum hefur komið til sögunnar á undan skilningi á því í hveiju slíkar breytingar eru fólgnar og hveijar þeirra ráða úrslitum. Vísindamenn hafa fyrst og fremst öðlazt vitneskju um lífefnafræðilegar ástæður geðsjúkdóma um leið og þeir hafa sleitulaust unnið að rann- sóknum á áhrifum lyQanna á heilann. Til- raunir á þessu sviði hafa alið af sér kenning- ar sem orðið hafa forsendur nýrra rann- sókna og enn fleiri kenninga. Þeir geðsjúkdómar sem mest vitneskja er um eru þunglyndi og geðhvarfasýki sem geðlæknar skilgreina sem „tilfinningatrufl- anir“, þar sem helztu einkennin eru langvar- andi og djúpstæðar truflanir á geðsmunum. Þeir sem einungis þjást af þunglyndi („ein- skauta veilu“) festast í órökrænum og þrál- átum dapurleika en hjá geðhvarfasjúkling- um („tvískauta veila“) skiptist á þunglyndi og oflæti. Oflæti án þunglyndis er afar sjaldgæft fyrirbæri. Eitt svið rannsókna á tilflnningatruflun- um beinist að því hlutverki sem ákveðin eftii er nefnd eru boðefni gegna í stjómun geðsmuna. Boðefnin eru litlar sameindir sem gera taugunum tjáskipti möguleg. Taugung- ar, eða taugafrumur, snertast ekki heldur eru þeir aðskildir með holrúmum er kallast taugamót. Til þess að efnafræðileg taugaboð geti borizt frá einum taugungi til annars verða þau að komast yfír taugamótin en þar er það sem boðefnin gegna hlutverki sínu sem einskonar farartæki. Amín-boðefniOg Tilfinningatruflanir Vitað er um ríflega tuttugu boðefni en af þeim tilheyra þijú flokki efna sem kallast einu nafni amín. Það eru nóradrenalín, serótónín og dópamín en talið er að til þeirra megi rekja orsakir tilfinningatruflana. Kenningin um þátt amína í þunglyndi og oflæti gerir ráð fyrir því að skortur á þessum boðefnum hafí í för með sér þunglyndi en of mikið af þeim hafí í för með sér oflæti. Fyrstu sannanir sem studdu þessa kenn- ingu komu fram eftir 1960 en þá komu í ljós efnafræðileg áhrif þessara lyfrja á heila í tilraunadýrum sem annars vegar höfðu fengið efni sem framkölluðu þunglyndi í monnum og hins vegar efni sem dró úr þunglyndiseinkennum. Það kom á daginn að efni sem ollu þunglyndi lækkuðu amín- stigið í heilanum á meðan þau efni sem drógu úr þunglyndiseinkennum urðu til þess að hækka það. Síðan hafa slíkar tilraunir verið endur- teknar með þeim hætti að taugafrumur hafa verið ræktaðar í grunnum glerskálum þar sem auðveldara er að fylgjast með því sem fram vindur. Niðurstöður hafa orðið á sömu lund. Eina lyfíð sem virkar ekki í samræmi við þessa reglu er lítíum. Með hvaða hætti það virkar er ráðgáta enn sem komið er en það sem þó er vitað styður amín-kenninguna um leið og það er til marks um annmarka hennar. Tilraunir á dýrum hafa leitt það í ljós að lítíum setur boðefnunum skorður. Samkvæmt kenningunni ætti lítíum að slá á oflætiseinkenni og það gerir þetta efni reyndar, en í samræmi við hana ætti lítíum líka að auka á þunglyndiseinkenni. Reyndin er þó sú að efnið leiðréttir einnig þann þátt í því tvískauta ferli sem á sér stað. KvikmyndAf lífefnastarfseminni Árum saman var helzta hindrunin í vegi fyrir því að rannsaka mætti boðefni til hlítar sú einfalda staðreynd að eina leiðin til að komast að því sem á sér stað í heila lifandi manns var að kryfja heila dýra eða manna sem voru ekki lengur í lifenda tölu. Nú er komin til sögunnar tölvutækni sem gerir það mögulegt að bregða upp mynd af heilan- um. Þessi aðferð sem í daglegu tali nefnist PETT („[Kisitron-emission transverse tomo- graphy") gerir gæfumuninn. Liður í PETT er notkun sameinda sem merktar eru með geislavirkri aðferð í því skyni að fylgjast með lífefnafræðilegum breytingum um leið og þær eiga sér stað í heilanum. Með rönt- gengeislum framkallast síðan negatíf mynd af samsetningunni hið innra en PETT lætur síðan í té kvikmynd af lífefnastarfseminni sem fram fer. Ein fyrsta tilraunin sem gerð var eftir að PETT kom til sögunnar var mæling á efnaskiptum blóðsykurs í heilanum. í ljós kom að verulegur munur er á slíkum efna- skiptum í þeim sem haldnir eru þunglyndi og geðhvarfasýki og heilbrigðu fólki. Ekki er þó vitað hvaða merkingu þessi mismunur hefur eða hvers vegna hann er fyrir hendi. Líffræði og geðsýki Sú hugmynd er ekki ný af nálinni að öðlast megi skilning á alvarlegu þunglyndi, geðhvarfa- sýki og geðklofa með aðstoð líffræðinnar og margir virtir geðlæknar, þar á meðal Sigmund Freud, hafa látið í ljósi það álit, að sumir geð- sjúkdómar kunni að eiga sér líffræðilegar rætur EFTIR JOSEPH ALPER ndanfarinn áratug hafa rannsóknir í sam- eindalíffræði og nýjar læknisfræðilegar að- ferðir við að skoða mannslíkamann haft það í för með sér að mannsheilinn hefur orðið vísindamönnum mun aðgengilegri en áður var. í þessari grein, sem upphaflega birtist í tímaritinu The Atlantic, gerir Joseph Alper, sem að staðaldri skrifar um vísindi, grein fyrir þeim framförum sem orðið hafa að undanfcirnu og gera vísindamönnum kleift að athuga í samhengi efnafræði heilans og alvarlegar geðtruflanir. Á þessu sviði hefur náðst árangur sem vekur vonir um að unnt verði að fínna orsakir geðhvarfasýki, þar sem sjúklingur þjáist af oflæti og þunglyndi á víxl, geðklofa og þunglyndi, svo dæmi séu nefnd. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni að öðlast megi skilning á aivarlegu þunglyndi, geðhvarfasýki og geðklofa með aðstoð líf- fræðinnar. Sigmund Freud, Emil Kraepelin og nokkrir aðrir virtir geðlæknar í Evrópu, sem áttu bágt með að sætta sig við vanmátt sinn á sviði geðlækninga, voru í hópi þeirra sem fyrstir létu í ljós það álit að sumir geðsjúkdómar kynnu að eiga sér líffræðileg- ar rætur. Það er þó ekki fyrr en á síðasta áratug sem vísindamenn hafa séð hilla undir þá óeðlilegu efnastarfsemi sem kemur fram sem geðsýki. Lyfjameðferðin Dregur Drýgst Reyndar kom líffræðileg geðlæknisfræði — þ.e.a.s. rannsóknir á tengslum hegðunar og heilastarfsemi — ekki fram á sjónarsviðið fyrr en eftir 1950. Þá höfðu verið fundin upp lyf sem megnuðu að draga úr ýmsum einkennum sem fylgdu geðsjúkdómum og enn þann dag í dag er lyfjameðferð helzta aðferð í geðlækningum. Sálgreining þar sem sjúklingur og geðlæknir taka hundruð klukkustunda árum saman í það að reyna að leysa sálarflækjur sjúklingsins er ekki aðferð sem skiptir verulegu máli í meðferð alvarlegra geðsjúkdóma, heldur er henni fyrst og fremst beitt ásamt lyfjum og í Þeir geðsjúkdómar sem mest vitneskja er um eru þunglyndi og geðhvarfasýki, sem geðlæknar skilgreina sem „tilfinningatrufl- anir“ þar sem helztu einkennin eru langvarandi og djúpstæðar truflanir á geðsmunum. Þeir sem einungis þjást af þunglyndi (einskauta veilu) festast í órökrænum og þrálátum dapurleika, en hjá geðhvarfasjúklingum (tviskauta veila) skiptist á þunglyndi og oflæti. Oflæti án þunglyndis er afar sjaldgæft fyrirbæri. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.