Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 7
tímum sem mörgum fínnast vera ógnvekj- andi. Margir kannast við sænska málarann Carl Larsen. Hann náði auga samtfðar sinnar. Mjmdir hans endurspegluðu öryggi, friðsælt heimilislíf, sólskin og birtu og urðu sænsk þjóðareign. Ole KortzaU snertir svip- aða strengi í bijóstum fólks. Hann leysir úr læðingi þörf manna fyrir áhyggjulausa frið- sæld, líf í jafnvægi í skærum litum sem stafa frá sér sólskini og gleði. Og það er ekki aðeins í Danmörku sem hann vekur þennan endurhljóm í bijóstum manna. Lífsgleðin í verkum hans höfðar til fólks um allan heim eins og best má sjá af því að sýningar hans skipta nú orðið tugum og það er sama hvort hann sýnir heima fyrir eða í Bandaríkjunum, Japan, Englandi, Frakklandi eða Svíþjóð. Alls stað- ar flykkist fólk á sýningamar. Silfurskál sem Ole Kortzau hefur haanað fyrir Georg Gensen. Og nú er röðin komin að okkur að kynn- ast verkum þessa fjölhæfa iistamanns og má með sanni segja að það hefði mátt vera fyrr. En betra er seint en aldrei. Við eigum þess líka kost að hafa kynni af listamannin- um sjálfum, því að hann hefur verið hér við að setja sýninguna upp og verður hér fyrstu sýningardagana. Og hann geislar af danskri „hygge" ekki síður en verk hans. Ekki kemur á óvart að hann segist ferðast mikið um Danmörku. Þegar litið er á það sem eftir hann liggur sér maður fyrir sér önnum kafínn mann, sem sífelit er á ferð og flugi. En Ole Kortzau á ekki einu sinni bíl. Honum lætur best að fara ferða sinna um Danmörku á reiðhjóli. Og ekki þarf að skoða myndir eftir hann ýkja lengi til að sjá að reiðhjólið er honum kært viðfangsefni. A hveiju sumri hjólar hann um land sitt, í seinni tíð ásamt bömum sínum tveimur. Og á bögglaberan- um er alltaf kassi með vatnslitum og pappír. Ole Kortzau heldur því fram að reiðhjólið sé eina samgöngutækið sem hægt sé að nota, vilji menn halda tengslunum við nátt- úruna óslitunum. Við íslendingar myndum kannski vilja benda honum á hestinn. Og hver veit nema hann eigi eftir að kynnast íslenska hestinum, meðan á dvölinni hér stendur. Og kannski verður hann þá með vatnslitakassann i hnakktöskunni. Að minnsta kosti væri nógu gaman að sjá hveijum augum þessi fjölhæfi og viðfelldni danski listamaður litur islenska náttúru. E.P. Ole Kortzau Listrænn þúsund- þjalasmiður sýnir í Norræna húsinu Ole Kortzau. Líklega þekkja fæstir íslendinga þetta nafn. En nú gefst fólki færi á að kynnast manninum sem ber þetta nafn eða öllu heldur verkum hans. Og það er ómaksins vert þvi að Ole Kortzau er einn af kunnustu listamönnum og listhönnuðum Dana og eiga þeir þó marga afreksmenn á því sviði. Verk Ole Kortzau verða sýnd í sýningarsölum Norræna hússins í Reykjavík frá 24. mai fram til 8. júní. Og þar kennir margra grasa, þvi að Ole Kortzau er ótrú- lega fjölhæfur í listsköpun sinni. A þessari sýningu verða lithografíur og vatnslita- myndir, silfur- og postulínsmunir, leikföng og húsgögn og margt fleirá. Eiginlega er Ole Kortzau þó hvorki graf- íker né leirkerasmiður og þaðan af síður silfursmiður, þótt hann hafi látið til sín taka á þessum sviðum öllum og raunar fleirum. Hann er arkitekt að mennt, en hefur ekki verið við eina fjölina felldur í list sinni fremur en svo margir aðrir arkitektar. Nám stund- aði hann við Arkitektaskóla Kúnstakadem- íunnar í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 1966 en frægð sína á hann að þakka viðfangsefnum úr öðrum listgreinum. Um Ole Kortzau hefur verið sagt að hann sé gegnumdanskur í list sinni. Hann er ekki þjakaður af alvöruþyngslum, gengur ekki með allar heimsins þjáningar á herðunum. Hann miðlar okkur af náttúrulegri lífsgleði sinni. Léttleiki, litagleði og bjartsýni ein- kenna list hans. „Geðjist fólki að því sem ég geri þá verð ég glaður," segir hann sjálfur. Og ekki verður annað sagt en fólki geðj- ist að því sem hann gerir. Hann hefur hannað margs konar listmuni fyrir mörg kunnustu listiðnaðarfyrirtæki í Danmörku, Konunglegu postulínsverksmiðjuna, vefnað- Skartgripir hannaðir fyrir Georg Jens- en. arfyrirtækið Kvadrat, Silfursmiðju Georgs Jensen og mörg fleiri. Hann hefur lagt mikla stund á grafík og vefnað. Póstkort eftir hann eru í nánast hveiju húsi í Danmörku. Fjölhæfni hans er með ólíkindum. Fatnaður, húsgagnaáklæði, leikfóng, grafík, plaköt, postulínsmunir, silfurgripir, skartgripir, skreytingar á umbúðir og þannig mætti lengi telja. Honum virðast engin takmörk sett. Og ekki hefur staðið á því að hann yrði vinsæll meðal almennings, ekki síst vegna grafíkverka sinna og plakata. Hvers vegna? Svörin við því eru auðvitað margvísleg en ætla má að veigamikil orsök sé það sem vikið er að hér að ofan, það er að hann Ijallar um það sem gleður auga og sinni á Ole Kortzau ásamt nokkrum silkiprentuðum plakötum sem hann er höfundur að oghafa orðið mjög vinsæl íDanmörku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7.JÚNI1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.