Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 10
Fyrir þig munu augu sólar gráta fegins tárum Sólarljóðin eftir Elytis komu út á þeim tíma þegar þyngst horfði, á myrkum tíma þegar Grikkland var hertekið af Þjóðverjum og Itölum. Elytis var spurður hvemig í ósköpunum hann gæti ort svona björt ljóð á svona myrkum tímum. Þá svarar hann að það sé ekki sögulegir við- burðir aidarinnar sem hann fjalli um í ljóðum sínum heldur þær tilfmningar sem þurfi að næra til að mæta þessum viðburðum, stand- ast þá, rísa yfir þær raunir. Þannig sprettur vonin af sorgum og þunglyndi. Við innrás ítala 1940 var Elytis í fremstu víglínu, og var liðsforingi. Sú reynsla hans átti eftir að breyta róttækt skáldskap hans, þó allnokkru síðar kæmi fram. Grikkland féll á skömmum tíma 1942 þegar Þjóðverjar réðust inn í landið gegnum Júgóslavíu með ógrynni Iiðs, þungum vopnastyrk og miklum flugflota sem sáldraði vígasveitum til jarðar í fallhlífum svo ekkert fékk staðizt þrátt fyrir hetjulega vöm hinnar litlu stoltu þjóð- ar. Ahrifin voru svo ægileg að um sinn þótti Elytis sem hann gæti ekki ort framar. Það var ekki fyrr en hann hafði gefið út sólarljóð sín að hann gat horfíð aftur í helheima stríðsreynslu og farið að yrkja sig frá þeim áhrifum ógnar og skelfingar og dauða. Þá yrkir hann hetju- og harmljóð Um gríska skáldið Elytis Síðari hluti EFTIRTHOR VILHJÁLMSSON Elytis liðsforingjans sem týndist í Albaníuherferð- inni. Þetta er mikil ljóðasvíta með óskaplegri myndauðgi, sem fyrr með súrrealísku bragði, og lýsir dauða hins unga manns sem liggur nár hinn hvíti sveinn hins hvíta skýs á herkápu sinni með kúlu milli augabrýnna; lítill beiskan brunn, fingurfar örlaga; hinn bjarti sveinn sem fyrr lék í lundi, og klóraði sól á hnakksæti tveggja laufgaðra greina fyrrum, með hrufluð hnén og snoðaðan koll; fætur með krosslögðum akkerum, furuörm- um og fisktungu; litli bróðir skýsins frá dögum hamingjusælu fegurðarinnar forð- um, í sólgullnum lundum eða á vindstrokinni strönd; sem allýsti sól. Hetjusöngurinn táknar annað skeiðið í skáldskap Elytis. Mér finnst það jaðra við óhæfu að hugsa um skáldskap í óhugnaði stríðsins, segir hann. Og minnir á ummæli Brechts: Hver getur ort um tré á þessum myrku tímum? Og Hölderlin segir: Wozu Dichter in dúrftiger Zeit. Gegn Ógn Stríðsins En Elytis sannfærist þó um að aldrei sé brýnna að beita mætti ljóðsins, að efla sannan skáldskap en þá, tefla honum gegn ógn stríðsins og skelfíngu með náfnyknum og eyðingunni. Og beita í þágu sinnar þjóðar hinu goðhelgaða vopni sínu. Hann tekur upp þjóðlegan hefðbundinn bragarhátt með 15 atkvæða línum, og víkur frá frjálslegu myndstreymi súrrealismans; ölvaðri rás úr djúpunum vitundar með hinum frjálsa lífsglaða hætti, og fer að lýsa nýjum veruleika, nýju sviði sem sól gisti forðum; en nú nístir vetur merg, og svartar aldir bera beinagrind hunds móti skelfilegri þögninni. Unglingurinn sem fyrrum dansaði í Eyja- hafssólinni úthellti blóði sínu svo sólin mætti skína eftir, hann glímdi við dauða á þreskipalli marmarans, þessu foma sviði helgiathafna á hátíðum vínuppskeru sem síðar varð að miklu útileikhúsi; marmara- gólfið sjálft óumbreytt þó um aldir. Með hinum breytta bragarhætti og ljósu formi beinir skáldið auðlesið máli sínu til þjóðar sinnar allrar, og gerir hinn unga fallna liðs- foringja að tákni fyrir fóm þjóðar sinnar um aldir alda; og lætur hann rísa upp frá dauðum í furðubirtu sem forklárar allt með blæ og í bjarma af grískri páskahátíð, og ákallarfrelsið. Grikkir vísa veginn úrmyrkri: FRELSI fyrir þig munu augu sólar gráta fegins tárum. (Axion Esti) Og Elytis lætur liðsforingjann rísa „alein- an í bragandi birtu“ svo ölvaðan af ljósinu að hjarta hans skín og ljómar gegnum mynd hans. 0g hann segir í bréfi til þýðanda síns á ensku Kimon Friar og vitnar í glæst- an forföður sinn: Ég er feginn að segja að hvað sem líður tízku sem ríkir þá kæri ég mig ekki um þá guði sem éru tignaðir í myrkri. Næsta áratug endurskoðar Elytis afstöðu sína, finnur að hánn nær ekki lengra en þegar hafði náðst, ekki lengra í sömu áttina; og kveður með söknuði heim æskudrauma. Næstu tíu árin birtist fátt skáldskapar eftir hann þó vitað sé að hann hafi ort mikið af Ijóðum á því skeiði, þá mun hann hafa fargað því öilu. Hann skrifaði þó um marg- vísleg efni, og hafði sig í frammi á ýmsum sviðum, fjallaði mikið um myndlist, og gagnrýndi bókmenntir; og blandaði geði við ýmsa meðal fremstu skáldbræðra sinna á meginlandi Evrópu, einkum hinna frönsku; og skrifaði merkar greinar um hugstæða og stefnumótandi myndlistarmenn sem umbyltu öldinni hver með sínum hætti eins og gjörðu Picasso og Matisse, ellegar um einfara eins og Giacometti. Hann gegndi margvíslegu forystuhlutverki í skipulagn- ingu menningarlífsins bæði á alþjóðavett- vangi á útivistarárum, flakkandi með ból- stað þó í París; og svo heimkominn eftir 1952. Það er ekki fyrr en 1959 sem næst kemur ljóðabók eftir hann: Axion Esti sem þýðir Lofaður veri, og síðan aftur 1961: Sex iðrunarljóð himinsins og eitt til; það eru hvorttveggja Ijóð frá skeiðinu 1953 til 1958, og kveður nú mjög við annan tón. Blær Harmsins í iðrunarljóðunum er harmsins blær yfir öllu. En skáldið tekst fullhuga á við ógnina sem fyrr og öflin eyðingar, mætir ótrauður váboðum, meðan hrægammar steypa sér niður úr þrútnu lofti að slíta nái hinna hugprúðu hetja sem voru markaðar hel; þó lifir hetjan áfram, í eilífum tíma; og velur hlutunum aftur hin réttu nöfn, af nýju. Og gyðjan Arete sem er tákn Grikklands, móðurmoldar ýmist eða Maríu meyjar, eða bæði í senn, tákn þess sem er gott: mjósleg- in stúlka sem gerir kraftaverk kemur hér mjögviðsögu. Nú er himinn dimmur og mengaður sem áður var síblár og heiður, hið illa ógnar hinu góða; allt mannkjm berst um víða veröld, í alheimi við eilífðarfjendur; stein- guðir hafa sprottið fram með þrumum og eldingum. Heimurinn hefur rotnað, fúlnað, sökum fáfræði og voðaverk verið framin, hin verstu ódæði. Samvizkubit heijar á skáldið þegar hér kemur sögu; iðrun; sektar- kennd vakir, angrar. Þó er skáldinu fjarri að bugast. Heldur reynir það af megni að leggja Ijóssins öflum lið í harmleiknum mikla, þar sem beijast ljós og myrkur ákaft um lífið, og heiminn. í Ijóði frá þessum tíma segin Og þegar manninum hrakar, þegar hver slítur annars iður, og frá kynslóð til kynslóðar illskan ryðst framogbrýzt fram íofsa mitt í aleyðandi úrani. Svo segir í Ijóði sem nefnist Nói hinn. Og heldur svona áfram: Og þá munu hvítar sellur einsemdar minnar, sem hvirflast ofar ryði heims í rústum, hefjast til að réttlæta minn ofursmáa skerf af aðgát. Og, þegar þær hafa aftur safnazt, þá munu þær opna fjarlæga sjóndeildarhringa, svo eitt af öðrum mættu beizkleg orð marra á vörum vatnsins, miðlandi gömlum skilgreiningum mínum á örvæntingu. I fyrsta iðrunarljóðinu í þessum bálki segin „Fjarri forpestun borgarinnar dreymdi migégværi hjá henni í ósnortnu landi þar sem tárið hefurenga merkingu, og þar sem eina birtan kemur af eyðandi báli sem svelgir ísig alltsemégá. Öxl við öxl, bárum við saman byrði þess sem myndi verða, eiðsvarin til alkyrrðar þagmælsku og samveldis stjamanna. Rétt eins ogéghinn ólæsi skildi ekki að einmitt nákvæmlega þar, í algerðri kyrrð, væri að heyrðust hin hræðilegustu hljóð harksins. Og það líka hvemig á þeirri stundu þegar einsemdin varð óbærileg i hjarta mannsins, sundraðist hún ogsáði stjömum. Smíð Sem Gnæfir Hátt Mest bók Elytis er þó sú sem hér fer næst á undan; ljóðbálkurinn mikii Axion Esti. Þessi mikla smíð sem gnæfir svo hátt í okkar tíð, og spannar flest sem Elytis hefur ort fyrr. Þar nær hann þó enn mun lengra. Og hin ljóðin sem nú voru nefnd í þessu Iðrunarsöngvarnir væru æfingar undir þann mikla sinfón. Þama summar Elytis upp alla sína reynslu, ailan fyrri skáld- skap sinn, með svo margslungnum háttum og fjölbreyttu og dýru formi að hlýtur að standa sérstakt í samtíðarskáldskap heims- ins. Það er mál dómbærra manna sem kunna grísku að mál hans sé þar svo marghljóm- andi og fijósamlegt og ríkt að vart verði fundið annað sambærilegt á síðari tímum. Elytis setti sér hindranir og margháttaðar þrautir í forminu að leysa, til að skapa spennu með því að auka sér vanda, svo mætti neista af og elda undir hugmynda- fluginu, dýpka hugsun eftir því sem skáldið gerði sér leikinn erfiðari, og hefur tekizt svo undravel að leysa hvern vanda sem hann valdi sér að því hefur verið líkt við Mozartsinfóníu, frá síðari árum tónskálds- ins, að formi og inntaki, svo flókin smíð og margslungin og þétt í sér, en þó svo leikandi létt líka. Skáldið hefur farið langan veg. Og skáld- skapur hans hefur breytzt æðimikið frá upphafi, og haldið þó ýmsum megineinkenn- um sínum, meginþáttum persónuleikans frá fyrstu Ijóðunum sem urðu kunn. Þótt hann hafí haldið alþýðumálinu sem sínu hljóðfæri Demótíka hefur hann háð sér föng úr grísku máli allra tíma, og komið sér upp hljóðfæri sem hæfír ríklunduðu geði hans; hann hefur vaxið í hveijum áfanga að tækni efnisgripum og inntaki, hugviti og vizku, og hefur á hvetjum kafla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.