Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 2
HORFT Á HEIMINN eftir Gabriel Laub Flugránið mitt Nú kemst ég varla hjá því að ræna flugvél. Það er naumast önnur lausn til á þeim vandamálum sem ég á við að stríða. Það er nú einkum þetta tvennt: Síbyl vill mig ekki og ég er svo skuldugur. Það er að segja, ég veit ekki alveg hvort hún Síbyl vill mig. Hef aldrei spurt hana. Þykist samt vita að hún mundi hafna mér ef ég færi á flot með þetta. Er það ekki líka von? Skuldirnar eru vegna pöntunar á þijúhundruð flöskum af rínarvíni af sjötíu og eitt árgangnum. Það er að segja, þetta vín ætla ég mér að panta, kemst eiginlega ekki hjá því, og mundi þurfa að taka lán fyrir þessu ef pöntunin yrði gerð. Nútildags er flugvélarrán eina lausnin á svonalöguðum vandamálum. Ég keypti mér flugfarseðii þama í Frankfúrt. Útaf fyrir sig var mér sama hvaða flugvél þetta væri og hvert hún mundi fljúga; bara það væri hvorki ísraelsk né arabísk vél. ísraelar láta nú ekki stela sér og færi ég að ræna arabískri vél fengi ég gjörvalla Evrópu uppámóti mér. Menn færu þá kannski líka að skjóta á mig — Evrópuþjóðimar em til alls vísar þegar olían er annars vegar. Olía var það heldur ekki sem mig vantaði — íbúðin mín hituð með gasi og ég bfllaus. Mig vanhagar ekki um nokkum skapað- an hlut nema hana Síbyl og þetta vín. Svo valdi ég mér þessa Swissairflugvél. Svisslendingar em fyrirmyndarólk og sérlega viðræðugóðir. Eftirlitið á flugvellinum varð mér engin fyrirstaða, það fann ekki hjá mér nokkurt vopn. Enda var ég heldur ekki með nein vopn. Útlistaði það líka fyrir Zwárgli flugstjóra þegar vélin var komin á loft. „Sjáðu nú til,“ sagði ég við hann, „ég er friðelskandi maður og kann ekkert með vopn að fara. Gæti sem hægast skaðað einhvem, og það var nú aldrei meiningin. Og þú ferð varla að láta mig gjalda þess þó ég sé enginn ribbaldi, þannegin séð. Kröfur mínar varia neitt sérstakar heldur. Bara þetta: að Svissair borgi fyrir mig vínið og svissneska stjómin komi henni Síbyl til við mig.“ Flugstjórinn skildi þetta mætavel. Vildi allt fyrir mig gera, en var þó með einhveijar skrúbblur: „Ég veit nú varla,“ sagði hann, „fyrst þú kemur svona gjörsamlega óvopnaður... hef- urðu ekki svomikið sem leikfangabyssu ellegar hnífkuta?" „Nei,“ svaraði ég, „heiðarleiki minn bannar mér að ráðast á þig með leik- fangabyssu, það væm tómar sjón- hverfíngar. Þú hefðir allan rétt til að móðgast yfír slíku." Ég var með þónokkuð oddhvassan smekkláslykil í vasanum. Okkur kom saman um það að segja að ég hefði beinlínis hótað að stinga úr honum augun með þessum lykli. En svo fékk Zwárgli flugstjóri einhveija bakþanka með þetta, að það væri naumast alveg frambærilegt. „Gætirðu samt ekki sýnt af þér dálít- ið meira ofbeldi." Ég hugleiddi málið. „Gottovel," sagði ég. „Hvemig væri það ef ég nú knúskyssti flugfreyjuna, þessa ljós- hærðu?" „Ekki sem verst...,“ sagði flug- stjórinn og varð órólegur. „Þú veist náttúrlega að þær svissnesku eru fjarskalega siðsamar. Annaðhvort marglemur hún þig utanundir ellegar þú verður að giftast henni. Nema hvortveggja verði uppá teningnum." Það varð svo endanlega að samkomulagi að ég reif af honum einkennishúfuna og kastaði henni í gólf- ið. Það hlaut að vera nægjanlegt ofbeldi. „Þá er það fengið," sagði flugstjórinn. „Og frekari hótanir. Ég þarf að tilkynna þær gegnum talstöð- ina.“ Þetta var reyndur flugstjóri. „Segðu þeim að verði kröfum mínum ekki sinnt þá muni ég hella appelsínusafa og kóladrykkjum héma úr eldhúsinu útum alla flugvél, og loka fyrir hitann svoleiðis að farþegamir kvefíst. Ég muni hætta að borða svissneskan ost og breiða út fregnir um það að kýmar í Sviss séu allar mannýgar og stangi einkum túrista." Þessar kröfur þínar em varla nógu pólitískar, mér er það til efs að við sleppum með þetta,“ sagði flugstjórinn áhyggjufullur. „Ég var nú að segja þér að ég væri þessi hæglætis og sómamaður. Pólitík kemur mér eiginlega ekki við. En kröfur mínar eru pólitískar. Þetta eru mannréttindakröfun ég tel mig hafa fullan rétt á því að njóta ástar og drekka úrvalsvín. En gottogvel — ég gæti heimtað að hann Alúas héma Holpritter frá Ahrensburg yrði gerður að Aðalritara Sameinuðuþjóðanna. Flestum er vonandi sama um það hver er Aðalritari Sameinuðuþjóðanna, og ekki veitir honum Alla nú af sæmilega launaðri stöðu svo hann geti skrifað ljóðin sín í næði.“ Meðan á þessu gekk vorum við komin langleiðina til Zii'rich. „Hvert á ég þá að fljúga eiginiega?" spurði flugstjórinn. „Ég verð að tilkynna það í flugtuminn." „Við skulum fljúga til Ztirich," sagði ég, „úr því við erum komin langieiðina... mér leiðast endalaus ferðalög." „En það er nú varla neitt flugrán," hrópaði Zwárgli flugstjóri uppyfír sig. „Þetta héma er flugið til Ztirich og þú ert með farseðil til Ztirich". Ég varð að gefa þetta flugrán mitt uppá bátinn. Hvert gat ég heldur svo sem flogið? Varla mundi neitt Arabalandanna taka við mér sem einni hetju, ég sem vil ekkert nema hana Síbyl og vínið sem harð- bannað er að drekka þama í Múhameðstrúarlöndunum. Svo átti ég heldur enga peninga til að borga farið heim aftur úr Qarlægu landi. Varð aukinheldur að fá lánaða hundrað franka hjá Zwárgli flugstjóra tilað kaupa mér farmiða til Hamborgar aftur. 0g það meiraaðsegja á öðru fanými. Síbyl fyrirlítur mig. „Nútildags getur hvaða veslingur sem er rænt flugvél," segir hún, „og þú ræður ekki við þetta einusinni." Hún er bæði sár og vonsvikin og búin að gera það upp við sig að vera manninum sínum trú það sem eftir er. Um höfundinn Gabriel Laub er háðfugl sem tístir melódíumar sínar með einkar ljúfum hætti. Hann er nú búsettur í Hamborgar- kaupstað nyrst í Þýskalandi vestanverðu, en þaríbæ hóf Flosi Ólafsson einmitt tannlæknanám fyrir einum 35 árum, Ienti raunar seinnameir í öðrum og mikilsverðari stúderingum einsog háð- fugla er siður. Ástæðumar fyrir því að Gabríel flutti til Hamborgar eru þó fleiri en bara áhugi mannsins á Geirfuglinum. Gamansemi hefur, einhverra hluta vegna, löngum verið innflutningsvara í Þýskalandi. Uppúr 1968 kom þessi ljúfí háðfugl semsé frá Prag þarsem hann var hafður í búri seinustu mánuðina. Hætti þá að syngja. Strax og Þjóðveijar opnuðu búrið hans fór Gabríel að kvaka þeim gamansemi á þýsku og náði fljót- lega hreinni tónum en flestir aðrir útúr því tungumáli. Um þetta hefur Gabríel sagt: „Við sem forðum vomm svo ung, falleg og heimsk. Nú erum við því miður bara ung.“ Og þetta segir maðurinn án þess að hafa kjmnst þeim Birtingsmönn- um einu sinni. Fæddur var hann í Brochníu (á pólsku landsvæði) árið 1928. Frá 1939 til 1946 taldist hann sovétþegn, fór síðan til Prag í Tékkóslóvakiu og lærði þar blaða- mennsku, stjómmálafræði og félagsvís- indi og var farinn að skrifa gamanpistla á tékknesku uppúr 1960. Eftir 1969 syngur hann á þýsku eins og fyrr er sagt. Hann fæst nú eingöngu við ritstörf. I bréfí sem hann skrifaði Þórði frænda sínum í Prag áður en hann fór burtu úr þeirri borg segir: „Athugaðu það, kæri frændi, að ritstörf eru þau einustu afbrot þar sem glæpamaðurinn leggur verulega uppúr því að skilja eftir sig spor.“ Og við þýska gagnrýnendur segir hann, fullur af skilningi (og bjór): „Þið bók- menntafuglamir kunnið skil á þessu: gamanhöfunda má aldrei taka alvar- lega.“ Samt er Gabríel Laub nú tekinn svolítið alvarlega. Það geri ég að minsta kosti. Þættir eftir hann munu birtast í Lesbók á næstunni. Þýðandinn Prentvillupúkinn í Úlabrók í síðustu Lesbók gefur að líta smásöguna „Úlabrók" eftir undirritaðan. Þar koma fyrir nokkrar prentvillur, fremur meinlausar — nema ein, sem ekki verður komist hjá að leiðrétta. Seint í sögunni stendur þessi klausa: — Það mætti færa rök fyrir því að „Úlabrók" sé nafli tilverunnar, króbúla er eins og hver önnur alþýðuskýring á fyrir- brigðinu, sett saman úr orðinu „úlabrók" og „fabúla". Niðurlagið á að líta svona út: — „króbúla" er eins og hver önnur alþýðuskýring á fyrir- brigðinu, sett saman úr orðunum „krón- íka“ og „fabúla". Eftilvill mætti virða mönnum til vorkunn- ar að villast dálftið á þessum orðum í erli dagins, enda er „úlabrók" orðið til úr „krób- úlu“ með stafarugli, en það er önnur saga. Oddur Björnsson. Leiðrétting Því miður hefur fallið niður rúm lína úr handriti mínu í setningu á síðustu grein um Ara fróða og pólitíkina hér á landi um 1120. Óstyttur er textinn á þessa leið, en undir- strikaður sá hluti, sem féll niður: „Sumarið 1121 lá við borð að þingheimur við Öxará berðist, eins og frægt er í sögum. Foringinn mikli, Gissur biskup, var fallinn, en nú reyndi á hveiju hinir nýju menn fengju orkað. Þorlákur biskup gekk með klerka sína milli stríðandi fylkinga," Vinsamlegast, gjörn Þorsteinsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.