Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 3
Bodil Begtrup var ambassador Dana á íslandi eins og margir muna og óhætt að segja, að hún var bæði mikils virt og vinsæl í því embætti. Hún rifjar upp ýmislegt úr „Hvíta húsinu" við Hverfisgötuna og fleira í samtali við Pétur Pétursson útvarpsþul. ® [ö] [H [o] 0 ® [H [D] [a] [d] [8] [[] ® [s] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Þúsund- þjalasmiður Ole Kortzau er kominn í heimsókn og heldur sýningu í Norræna húsinu. Hann er arkitekt en þar að auki myndlistarmaður og hannar og skreytir allt mögulegt, textíl, umbúðir, innréttingar, leikföng og póstkort. Geðsýki hafa menn lengi talið að mætti lækna með kunnáttu í líffræði og um það fjallar grein eftir Joseph Alper. Virtir geðlæknar, þar á meðal Sigmund Freud, hafa talið að sumir geðsjúkdómar eigi sér líffræðilegar rætur. Forsíðan er af málverki Svavars Guðnasonar, Stuðlabergi, 1949, sem verður meðal margra annarra verka málarans á yfirlitssýningu hans í Norræna húsinu. Sýningin er haldin í tilefni Listahátíðar og hefst eftir viku, laugar- daginn 14. júní. Bragi Ásgeirsson skrifarum Svavar af þessu tilefni og er grein hans í þessu blaði. Jóhannes úr Kötlum Brúðurin blárra fjalla Þið trúiðþvíaldrei, hve langur var tíminn sem leið og löngvnin sár. með ástina í hjartanu sat ég við sjóinn og beið ísjö hundruð ár. Egsat þarífjötrum — og stormamir stóðu um mig vörð við stjamanna skin. Og oft fannst mér ég vera einasta veran á jörð, sem átti engan vin. Égbeið eftirhonum. Migdreymdi hann dagsetrin hljóð, hinn dýrðlega mann. Ogfávís ogeinmana orti égsögu eða Ijóð — ogalltafum hann. Þá kraup hann ídraumnum með kærleiksrík augu og blá og kyssti mig heitt. Eg vaknaði síðan í vetrarins myrkri — ogsjá: það var ekki neitt. En ást mín varsöm: hversu órætt sem var um minn hag og angrið mig sló, ég vissi, að loks myndi brúðguminn birtast einn dag á brimhvítum jó. Ognú erhann kominn, hinn eilífi elskhugi minn. Ogokið um háls af aldanna þunga mig snertir í síðasta sinn — ogsvo er ég frjáls. Að baki ernóttin. Um morgunsins glóbjarta geim ferguðssólin heið og mænir í undrun á manninn, sem kominn erheim til mín, sem hans beið. Jóhannes úr Kötlum er þjóökunnugt skáld, fæddur á Goddastööum í Dalasýslu 1899 og dáinn 1972. Hann var kennari að mennt og kenndi bæöi vestur i Dölum og i Reykjavik, þar sem hann bjó lengst af. En í Hveragerði bjó hann i 19 ár. Auk Ijóöa samdi hann smásögur og leikrit. Að drepa einhvern sérstakan Umdeilt er það að vonum, framtak Reagans Bandaríkjaforseta, að gera loftárásina á Líbýu. Hér verður ekki lagt orð í þann belg, ekki beinlínis, heldur bent á smáskringilega aukadeilu sem sprott- ið hefur af árásinni. Ætlaði Reagan að bana Khaddafi? Um það er hann sakaður af meðhaldsmönnum Khaddafis, og ekki stend- ur á því að hann og hans menn vísi þvílíkum aðdróttunum öldungis á bug. Fyrr mætti nú vera. Nú mætti í rauninni hugsa sér þetta alveg á hinn veginn. Hugsum okkur, að Banda- ríkjamenn hefðu afsakað sig með því, þegar í ljós kom að börn og annað óviðkomandi fólk hafði beðið örkuml og bana í árásinni, að þeir hafi verið að reyna að hitta þjóðar- leiðtogann og ekki komist hjá því að stofna öðrum í hættu um leið; því miður. Arabar hefðu auðvitað ekki trúað því, heldur kallað Reagan hryðjuverkamann sem engu skeyti hvern hann drepi, og hafi markmið hans einungis verið að svala blóðþorsta sínum, án þess að neitt „hernaðarlega mikilvægt" fórnarlamb hafi verið sérstaklega í sigti. En svona gekk það sem sagt ekki til, heldur þvert á móti. Báðir málspartar eru bróðurlega sammála um það siðgæðismat, að það hefði verið miklu ljótara að sækjast eftir lífi eins forseta (sem þar að auki er nú ekki talinn fínasti pappír í heimi), en að drita sprengjum bara svona sakleysislega hippsumhapps yfir mannabústaði. Þetta er einkennilegt. Þarna var herveldi að beita mætti sínum í því skyni að stuðla að stefnubreytingu í öðru ríki. Sem sagt að fá Khaddafi til að breyta um stíl, eða öllu heldur að lokka einhveija aðstoðannenn hans til að skáka honum frá. Fyrir þennan tilgang, sem út af fyrir sig er góðra gjalda verður, var fólk drepið með sprengjukasti. Og deila menn nú um það, eðlilega, hvort tilgangurinn helgi svo beiskt meðal. Setjum nú svo, að hann teljist gera það; að það teljist réttmætt að sálga þessum Trípólíbúum, af því að aðgerðin auki líkurn- ar á því að Líbýa skipti um stjórn og stefnu. Hefði það þá ekki verið miklu réttmætara að fórna nokkrum mannslífum, ef Khaddafi sjálfur hefði verið þeirra á meðal, og þannig öldungis tryggt að nýir menn tækju við stjórn, sennilega með eitthvað aðra stefnu? Eitthvað svipað má raunar heimfæra upp á flestar hernaðaraðgerðir. Þegar á annað borð er farið að beita mannvígum til að þvinga leiðtoga ríkja til að ganga að ein- hverjum skilmálum, er þá ekki réttast að snúa mannfallinu sem mest á hendur þess- um leiðtogum sjálfum? Hlýtur ekki þeirra eigin lífshætta að hafa mestan sannfæring- arkraftinn og leiðtogavíg að hafa jafn kröft- ugan verkan og bani miklu fleiri óbreyttra undirtylla? Og er ekki, af tvennu iilu, skrárra að valda bana fárra en margra? (Hryðju- verkasamtök hafa sum hver reynt að lifa eftir þessu, drepið öðrum fremur frægt fólk og voldugt, en yfirleitt ekki hlotið neitt sér- stakt lof fyrir.) Nei, það hefur víst aldrei verið siður í stríði, eða a.m.k. alls ekki þótt góður siður, að sækjast sérstaklega eftir lífi þjóðarleið- toga, ekki einu sinni hershöfðingja. En hvernig ætli standi á því? Ekki veit ég hvort mikið er til í þeirri skýringunni sem þó er óneitanlega nærtækust: að þetta sé bara samtryggingarkerfí höfðingjanna, sem þannig vilji friðhelga sína eigin stétt. Það er nefnilega önnur hlið á málinu. Mannslífið er sem sé mismikils metið eftir því hvort í hlut á einhver sérstakur eða bara einhver. Og þarf ekki styijöld til. Við finnum t.d. muninn á eiginlegum slysavörn- um og hins vegar björgunarstörfum. Með- an um það eitt er að tefla að afstýra bana einhverra ótiltekinna manna einhvem tíma í framtíðinni, þá má hugsa sig um, athuga kostnaðinn, athuga andúð og óþægindi, gera áætlun og framkvæma hana svo á sín- um tíma, ef ástæða þykir til. Þannig getum við rökrætt og skeggrætt um sleppibúnað gúmbáta, um bílbelti, um tilkynningaskyldu ijúpnabana; um allt mögulegt sem varðar hugsanlega lífshættu einhverra manna. Það er allt annað þegar eitthvert ákveðið fólk er komið í lífshættu. Þá er brugðið við skjótt, ekki horft í kostnað eða erfiði, jafnvel stofnað í hættu lífi hjálparmanna. Og það er réttilega gert. Helgi mannslífsins kemur þá fyrst fyllilega fram þegar einhver sér- stakur á í hlut. Eins er þetta í stríði. Þá á að vera allt í lagi fyrir hermann að kasta sprengju eða skjóta af fallbyssu á eitthvert ótiltekið fólk. Hann á líka að geta skotið óvinahermann í návígi, ef af þessum óvini stafar sérstök hætta. En að skjóta einhvern mann, bara af því að það er hann, það er allt annað mál; það er að drepa einhvem sérstakan. Og það er það sem Reagan segist ekki hafa ætlað að gera. Samt veit ég ekki hvort það hefði verið neitt verra. HelgiSkúli Kjartansson IESBÖK MORGUNRJ AÐSINR 7 Jl'INl 1986 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.