Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 15
er konan hans reyrð niður í hjónarúmið, nakin, og voru á ferðinni vinir fautans Adolph Karls. Newman skelfist við að- komuna og er síðar sömu nótt hótað í gegnum síma. Daginn eftir dregur hann vitnisburð sinn til baka en leggur á ráðin, með vini sínum og konu, að koma illmennunum fyrir katt- arnef. Æsast leikar og er ekki ráðlagt að tíunda efni þessa am- eríska reyfara frekar. HFtJlA m i'rri l-.lL Ronald Fraser: In hiding — The life of Manuel Cortes. Penguin Books. Þegar Manuel Cortes kom loksins fram úr fylgsni sínu eft- ir þrjátíu ára innilokun, þá hafði hann um það orð hve „túr- isminn" hefði farið illa með frændur sína á Suður-Spáni. Hann var útlendingur í eigin landi eftir þessa löngu inniveru. Þegar Franco hafði náð undir- tökunum í borgarstyrjöldinni spænsku, þá fór Cortes í felur vegna þess að hann óttaðist, að honum yrði ekki langra ævidaga auðið þar sem hann var bæjar- stjóri á dögum lýðveldisins og hafði að auki barist með lýð- veldissinnum. í þrjátíu ár fór hann aðeins tvisvar sinnum út úr húsi, í bæði skiptin þegar kona hans og dóttir fluttu bú- ferlum. í öll þessi ár fylgdist hann náið með innanlands- málum sem og alþjóðamálum, hann las blöð og hlustaði á út- varp. I sjónvarpi horfði hann einvörðungu á nautaat og þótti það tilkomulítið. In Hiding segir sögu Manuels, en ekki aðeins persónusögu hans, heldur einnig örlagasögu Spánar frá dögum Alfonsar þrettánda og allt þar til útlend- ingar tóku að flykkjast þangað til að sleikja sólina. í húsi í þorpinu Mijas sat Manuel í þrjá áratugi, og aldrei féll grunur á konu hans, að hún héldi mann sinn þar inni. Það var ekki fýrr en opinber yfirlýsing um sakar- uppgjöf var gefin út af stjórn- völdum þar í landi, að Cortes áræddi að koma fram í dagsljós- ið. Bók þessi er tæpar 240 síður og er að finna í henni margan fróðleik um Spán fyrir valda- töku Francos. Höfundurinn, Rónald Fraser, fæddist í Þýskalandi, menntað- ist á Englandi og í Bandaríkjun- um. Hann sat í ritstjórn New Left Review og hefur skrifað nokkrar bækur. Ein þeirra er Blood of Spain sem fræg hefur orðið um byggðina. í Reykjavík, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Hús Iðnaðarbanka íslands. Myndin er lýsandi dæmi um það hvað gerist þegar gömul hús eru rifín í eidri hverfum höfuðstaðarins eða þau brenna. Lóðum þeirra er umsvifalaust breytt í bflastæði. Enda þörfín mikil. Flest ef ekki öll þessara bflastæða eru vægast sagt nöturleg á að líta. Þau eru okkur til skammar. Á fjölförnum stöðum sem þessum ætti að kappkosta að gera umhverfíð eins aðlaðandi og efni og ástæður leyfa. Myndin hér að ofan sýnir hvernig bflastæðið gæti litið út. Betra umhverti - hversvegna ekki? Eftir Birgi H. Sigurðsson skipulagsfræðing og Stanislas Bohic garðarkitekt Þetta þarf ekki að líta UMNVISRH út eins og eyðimörk 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.