Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 11
ÞÚ Málarans hönd hefir myndina dregið: Höfuð, sem krýnt er kranzi úr þyrnum. Á kinninni situr eitt silfurhjart tár, — eitt tár. í Borgarspítalans biðsal er barn með ótta í augum. Það vill lulla og hvílast með höfuð við móðurbarm. Á kinn þess glitrar eitt gullfagurt tár, — eitt tár. Krýnd er þyrnum vor þjáða jörð, vökvað af dreyra er dagsins líf. Á vorgrænum vanga er djúpblátt daggartár, — eitt tár. Lítið strá líður um geiminn með jörðina alla í öðrum endanum — ekkert í hinum. 1 Linda Vilhjálmsdóttir INN- RÁS ÚT- RÁS / nótt komu hauslausu mennirnir stormandi. Innrás, hugsaðir þú og í sömu mund skall myrkrið á. Og þögnin. Undir sænginni sástu hringina, óteljandi og marglita. Hringina sem lýstu upp æskuna þegar einhver hafði slökkt ljósið, skyndilega. Og rigningin úti. Þú heyrðir dropana falla, taldir þá uns þeir breyttust íhjartslátt sem þú vildir ekki telja, ekki heyra. Þögn! Þögn. Og biðin. Á morgun ætlar þú út. Enn rignir og þú flýtir þér inná ímyndað kaffihús og pantar einn kaffi, takk. Þú færð þér sæti við dyrnar. Höfundurinn er ung Reykjavíkurstúlka og hefur stundað ýmis störf. Ljóð hafa áður birzt eftir hana í Lesbók og Tímariti Máls og menning- ar. RMÍ2 Nokkur orð um Storð Tímarit koma og fara. Einkum hefur það orðið hlutskipti bókmenntatímarita að eiga skamma ævi. Fyrir vönduð, alhliða tímarit er þó alltaf einhver grundvöllur eins og dæmin sanna og nægir að benda á Iceland Review, sem á orðið langa lífdaga að baki. Ennþá eldri er Samvinnan, sem hefur þó þá sérstöðu að þurfa ekki endilega að gera í blóð sitt — ogyngri eru til dæmis Gestgjaf- inn og Líf, nútímaleg heimilisblöð. Við sjá- um í erlendu tímaritaflórunni, að heilmikill grundvöllur virðist fyrir vönduð tímarit um sérstök áhugamál: skíðasport, golf, bíla, húsbúnað, tölvur, Ijósmyndun og margt fleira. Þetta myndar til samans það sem stundum er nefnt „sóffaborðsbókmenntir“ ogþarfalls ekki að vera niðrandi. Nafngift- in er dregin af því, að falleg tímarit sjást oft á sóffaborðum; það er gluggað í þau, stundum jafnframt því sem fólk talar sam- an, myndirnar skoðaðar — en kannski fer minna fyrir lestrinum; fólk er víst að mestu hætt að lesa. Þó skiptir vitaskuld mestu máli, hvað á boðstólum er. Þeir sem fá öll helgarblöðin inn úr dyrunum, hafa nóg með að fletta og öll helgin færi í að lesa öll þau ágætu viðtöl oggreinar, sem berast sjálfkrafa uppí fang- ið á manni. Svo það liggur í hlutarins eðli, að alhliða tímarit verður að hafa töluverð- an slagkraft til þess að detta ekki uppfyrir og verða bara eitt blaðið í bunkanum. Nýjasta viðbótin á sóffaborðið — og von- andi síðar í bókaskápinn — er STORÐ — heimur í öðru ljósi — eins og stendur þar og kemur út fyrir sameiginlegt átak Haraldar J. Hamars og Almenna bókafélagsins. Með Iceland Review er Haraldur búinn að margsanna, að hann kann tökin á að gefa út tímarit með menningarsniði, þar sem jöfn áherzla er lögð á texta, Ijósmynd- ir, útlit og prentun. Allt verður þetta að haldast í hendur ef vel á að fara. Af sam- starfi Haraldar og Almenna bókafélagsins má mikils vænta og dálítinn smjörþef höf- um við nú fengið með fyrsta tölublaðinu — en Storð er annars ætlað að koma út árs- fjórðungslega. Þetta fyrsta hefti hefur tek- izt afbragðs vel og ástæða er til að óska þjóðinni og útgefendunum til hamingju. Þó er rétt að hafa þann fyrirvara, að ævinlega er varlegt að dæma blað eftir fyrstu útgáfu þess. Aðdragandinn er venjulega nokkuð langur og meðgöngutími Storðar var þar ekki undantekning. Þessi langi aðdragandi er notaður til að taka á honum stóra sínum, því fyrsta útgáfan þarf að slá í gegn — og gerir það oft, því fólk kaupir hana af ein- skærri forvitni. í þessu tilviki hef ég engar áhyggjur af því, að ekki takizt að halda uppi dampinum, þótt vera kynni að ekki reki á fjörurnar svo frábært og sérstætt efni sem grein Hjartar Pálssonar um Kristján Eldjárn í heimsókn á æskuslóðir norður í Svarfaðardal. Ég hygg að það geti naumast kallast viðtal, enda þótt Kristján hafi orðið á löngum köflum. En það skiptir ekki máli. Sérstakt verðmæti verður greinin vegna þess sem menn vissu ekki þá, að þetta var síðasta för Kristjáns heim til sín að Tjörn og að hann átti þá aðeins fáar vikur ólifaðar. „Seinasti sunnudagurinn heima“ er spariefnið í þessu fyrsta hefti Storðar og er ástæða til að geta lofsamlega um Ijósmynd- ir Páls Stefánssonar sem raunar prýða fleiri greinar. Mynd hans af Kristjáni, þar sem hann stendur á hlaðinu á Tjörn og bendir út eftir dalnum, hefði ég fremur haft á forsíðunni en andlitsmyndina af Ragn- hildi grýlu, því Storð á væntanlega ekki að vera pönk-blað og pönkarastíllinn á Ragn- hildi fær nokkuð mikið vægi með því að setja hana á forsíðu. Blað getur alveg verið nútímalegt og með á nótunum, þótt það leggi ekki höfuðáherzlu á dægurflugur, popp og pönk. En Grýlurnar eru góðar þarna til mótvægis. Storð gefur okkur innsýn í tvo afskaplega ólíka þætti íslenzkrar menningar: annars vegar það forna bændaþjóðfélag, sem Kristján kynntist í æsku og segir frá, — og hins vegar poppheim dægurlagaframleiðsl- unnar, sem enginn kemst hjá að verða var við, hvort sem hann vill eða ekki. Kristjáni Eldjárn var tamara að tala um annað en sjálfan sig og honum verður tíð- rætt um forfeður sína í Svarfaðardal ogþau vinnubrögð sem heyrðu til hestaverkfæra- öldinni og margoft hafa verið rakin. Hann segir að vísu frá myrkfælni sinni, hversu eftirminnilegt var að fá fyrsta orfið, að búskaparstörf áttu vel við hann og að það var faðir hans, en ekki hann sjálfur, sem tók ákvörðun um að hann gengi menntaveg- inn. En ég skaljáta, að mér þótti miður að Kristján skyldi ekki segja fleira af sjálfum sér á uppvaxtar- og unglingsárunum á Tjörn. íslenzkur nútími birtist ekki bara í Grýl- unum, heldur einnig um borð í skuttogara, þar sem Illugi Jökulsson lýsir lífi og störf- um skipverja á Guðbjarti frá ísafirði af skemmtilegum næmleika. Það er tímanna tákn, að vídeóið er oftast ígangi um borð og hefur gengið af flestu dauðu, sem menn tóku sér áður fyrir hendur í frístundum. Og 200 árum eftir Eld er við hæfi að minnast Skaftárelda. Greinin eftir dr. Sig- urð Þórarinsson hefur ugglaust verið með því síðasta, sem hann setti á blað og þess- vegna lesum við hana með sérstakri lotn- ingu eins ogfrásögn Kristjáns. Jón úr Vörá þrjú Ijóð, sem eru blaðinu og skáldinu til sóma og þá er aðeins eftir að óska Storð langra lífdaga — sú fróma ósk fylgir einnig með, að tímaritið megi hafna til frambúðar í bókaskápum fremur en á sóffaborðum, innbundið í skinn — og verða jafn ágætur aldarspegill og fyrsta heftið. En það gildir um blaðaútgáfu eins og maraþonhlaup: betra að ætla sér af og fara ekki svo geyst af stað að maður springi á limminu og verði að slá af eða hætta. Ognú er að sjá hvað setur. Gísli Sigurðsson. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.