Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 14
Með andstæðum forteiknum Hamsun - Laxness frh. af bls. 5. samfélagi á mörkum sjávar og sveita norður undir heimskauts- baug; Halldór úr Mosfellssveit og Hamsun úr Hamarey á Norð- urmæri. Báðir horfðu upp á heimaland sitt taka stakka- skiptum, sjá fábrotna landbún- aðar- og sjávarhætti víkja fyrir stórtækari framleiðsluaðferðum kapítalismans. í bókum sínum, einkum i Tvennir tímar og Seg- elfoss by, tregar Hamsun forsjá landsfeðra, hinna síðustu léns- herra, stóreignamanna af gamla skólanum, sem hvort tveggja hugsuðu um hag sinn og undir- sáta sinna. í stað þeirra sér hann rísa upp stétt óprúttinna og plebeiískra peningamanna, sem studdir af bankavaldi og stórfyrirtækjum hugsa um það fyrst og fremst að mata eigin króka. Og í skjóli þeirra blómstrar útvötnuð borgamenn- ing og fólkið nærist á dósamat meðan fiskurinn verður elli- dauður úti í fjörðum. Svipaða drætti má sjá í ýmsum sögu- persónum Halldórs Laxness, einkum í þeim bókum sem ger- ast við sjávarsíðuna. Þannig er Jóhann Bogesen í Sölku Yölku á vissan hátt staðarhaldari upp á gamla móðinn, sem og vænti ég etatsráðið sem svo oft er vísað til í Heimsljósi. Angantýr Boge- sen, Steinþór Steinsson og Pétur þríhross í öllu sínu afkáralega veldi eru aftur á móti menn hins nýja tíma, atorkusamir og ófyr- irleitnir. Þó er það alltaf fjarri Halldóri að setja gyllta fortíð til höfuðs lítilfjörlegri nútíð, eins og Hamsun gerir oft á tíðum. Það er kannski eilítið kald- hæðnislegt að Salka Valka, sag- an af sjávarplássinu Óseyri við Axlarfjörð, minni fyrst og fremst á Konurnar við Vatns- póstinn, bókina sem Halldór hafði ráðist svo hatrammlega á tíu árum fyrr. Það er ekki ein- göngu sögusviðið, sjávarþorp í mótun, sem er svipað, heldur líka persónur og leikendur og ýmis tímanna tákn. Konurnar við vatnspóstinn lýsir litlu norsku sjávarþorpi. Yfirstétt þorpsins mynda út- gerðarmaður og kaupmaður, mæddur og kaldlyndur læknir, póstmeistari með hugann við sálnaflakk o.s.frv. Til lágstétt- arinnar teljast sjómennirnir, járnsmiðurinn, trésmiðurinn og aðrir slíkir. Valdamesti maður- inn í þorpinu er útgerðarmaður- inn „Johnsen paa Brygga", mað- ur gamals tíma sem stýrir sínu fólki eins og réttlátur og voldug- ur faðir. En váleg tákn hnignun- ar og úrkynjunar eru skammt undan: „Nei, hinn gamli góði andi ríkti ekki lengur á jörðinni. Allt var að verða sama flatn- eskjan, mörkin voru þurrkuð út, menn byrjaðir að þrengja sér inn á hann, vildu gerast jafn- ingjar hans.“ Eins kvartar Jó- hann Bogesen: „Þessi nýi upp- reistar og stífsinnisandi á öllum sviðum, — þessi aflægisháttur í þjóðfélaginu." Sonur Johnsens gamla er Scheldrup, kaupsýslumaður af 14 því lakara taginu sem áður var minnst á. Þeir Angantýr Boge- sen eru menn af svipuðu sauða- húsi — atorkusamir og ófyrir- leitnir og hafa báðir drukkið í sig nýjar hugmyndir í útlönd- um. Eins minnir Ágústa Boge- sen á Fíu, dóttur Johnsens. Þær eru báðar viðkvæm blóm, fikta við listir og listamenn og nýjar tískur úr útlöndum. Holdgervingar hug- mynda og hagsmuna En samanburðurinn nær heldur ekki mikið lengra. Sögu- hetjur Hamsuns eru „geldingar og skækja", eins og Halldór komst að orði í Morgunblaðs- greininni 1921, þau eru utan- garðsfólk og olnbogabörn, án þess þó að Hamsun dragi nokkru sinni stærri ályktanir af stétt þeirra og stöðu. Slíkt vakir hins vegar fyrir sósíalistanum sem Halldór Laxness var á þeim tíma er hann skrifaði Sölku Völku. Hann er að lýsa grund- vallarátökum og -breytingum í þjóðfélaginu, þar sem flestar sögupersónurnar, auk þess að vera í ágætasta falli mannlegar, eru holdgervingar vissra hug- mynda og hagsmuna. Konurnar við vatnspóstinn skortir þannig að mestu leyti skýra „hug- myndafræði", aðra en heims- slita- og hnignunartrú milli- stríðsáranna, á meðan Salka Valka er þrungin merkingu í flestum greinum, jafnt sálfræði- lega og pólitískt. Það er fyrst og fremst sögusviðið sem er áþekkt með þessum tveimur bókum, sjávarþorp á norðurhjara, og því vart við öðru að búast en að sögupersónum svipi oft nokkuð saman. í Gerska ævintýrinu frá 1938 víkur Halldór orðum að Ham- sun og nú í nokkuð öðrum tón en í ritdómnum harðskeytta um Konurnar við vatnspóstinn. Til umræðu eru skapgerðar- og per- sónueinkenni í rússneskum og íslenskum bókum og segir meðal annars: „Ofvöxtur persónanna á sína paradís í hálfsiðuðum löndum ... I löndum þar sem siðmenn- ingin er mjög útbreidd og til- tölulega jafn-útbreidd, ósjaldan á kostnað sjálfrar menningar- innar, verða menn hver öðrum líkir, og ofvaxin persónuein- kenni sjaldgæf svo að almenn- ingur lítur ósjálfrátt á slíkar manngerðir sem kleppsmat og stendur stuggur af þeim. Sið- menning hefur ekki rúm fyrir hina ópkendu, ofstækisfullu áherslu sem einstaklíngur siðlít- ils þjóðfélags leggur í persónu sína, orð og gerðir." Halldór heldur áfram og segir að bókmenntir Norðurlanda „utan íslands (og Finnlands)" séu „snauðar að manngerðum að undanskildum Hamsún". Það er ekki að undra að Ham- sun hafi verið ofarlega í huga Halldórs á þessum tíma, og því síður stórkostlegar manngerðir. Tæpum þremur árum áður hafði hann lokið við að skrifa sagna- bálkinn um Bjart í Sumarhús- um og vonlitla sjálfstæðisbar- áttu hans, Sjálfstætt fólk. Bók sem að vissu leyti er eins konar „and-bók“ gegn Gróðri jarðar, frægustu skáldsögu Hamsuns. „Han er en Markbo í Sind ... Mörgum árum áður hafði Halldór reyndar skrifað aðra sögu, jafnvel fleiri en pina, undir megnum áhrifum frá Gróðri jarðar. Hann var þá innan við tvítugt og sveitasæla og frjáls- mannlegt líf í skauti náttúrunn- ar honum mjög ofarlega í huga. Eins og oft áður er Hamsun einn nærtækasti áhrifavaldurinn, einkum Rousseauismi og jarð- yrkjuheimspeki Gróðurs jarðar, bókar sem Halldór í margívitn- aðri Morgunblaðsgrein upp- nefndi bókina um „de velsignede Poteter ... “ en árið 1919 lét Halldór sig ekki muna um að velja einni smásögu sinni, Den tusindaarige Islænding, þessi einkunnarorð úr Gróðri jarðar, sem út vár komin tveimur árum fyrr: „Han er en Markbo í Sind og Skind og Jordbruker utan Naade. En Gjenopstanden fra fortiden som peker Fremtiden ut, en Mand fra det förste Jord- bruk, ni Hundrede Aar gammel og igjen Dagens Mand.“ í smásögunni segir Halldór frá Helga, karlmannlegum, þöglum og hugprúðum bónda- dreng, sem vissulega er „Markbo i Sind og Skind“ og „íslending- urinn, sonur ísa og elds, skilget- ið náttúrunnar barn, enda að náttúrufari hinn sami og hans eigið land“. Kannski má heim- færa þessa mannlýsingu upp á Bjart í Sumarhúsum, en þá er aðeins brot sögunnar sagt, því Bjartur er líka þrjóskur, skeyt- ingarlaus, maður svo staðfastur að stappar nærri sturlun, og haldinn þeirri óraunsæju sjálfstæðishugsjón sem flestu grandar öðru en sauðkindinni. „Ómissandi á jörðinni“ Sjálfstætt fólk og Gróður jarðar fjalla báðar um land- nema, nýyrkja. ísak, söguhetja Hamsuns, brýtur sér land upp undir heiðum, jú, vissulega er hann sjálfstæðismaður eins og Bjartur — „alveg eins og lurkur í sköpulagi, trjádrumbur. Hann gengur í heimagerðum fötum, ullin er af hans eigin kindum, stígvélin af hans eigin kálfum og kúm. Hann gengur berhöfð- aður í guðrækni meðan hann sá- ir, efst í hvirflinum er hann sköllóttur, en hefur annars gríð- arlegt hár, þetta er eins og hjól af hári og skeggi um hausinn á honum. Þetta er ísak, mark- greifinn." Vissulega steðja ýmis vanda- mál að ísaki og hans fólki. Nýi tíminn raskar lífi þeirra með iðnaði og koparvinnslu, en það líður hjá og á eftir eru menn ekki verr staddir, þarna er hinn eilífi búandkarl í ríki sínu, and- stæða allrar fordildar borgalífs- ins, og í lok bókar er hann ávarpaður með svofelldum orð- um: „ ... þið eruð ómissandi á jörðinni, það eru ekki allir sem eru það, en þið eruð það: ómiss- andi á jörðinni. Þið viðhaldið líf- inu. Frá kynslóð til kynslóðar eruð þið til, í einskærri frjósemi, og þegar þið deyið tekur hinn nýi gróður við. Það er þetta sem átt er við með eilífu lífi. Hvað fáið þið í staðinn? Tilveru í réttlæti og krafti, tilveru í ein- lægri og réttri afstöðu til alls.“ Trúin á sauðkindina Landnám Bjarts er af öðrum toga og allt frá upphafi lítt væn- legur málstaður. Bjartur trúir á sauðkindina og þykist hafa allt til alls handa sér og ómegð sinni ef hann aðeins er sinn eigin herra og jarðar sinnar. Hann er reiðubúinn til að fórna öllu þessum mikla guði sjálfstæðis- ins, sjálfum sér, fjölskyldu sinni, ástvinum. Allt hans bú- hokur og stríð við ofurefli manna og náttúru fæðir ekki annað af sér en þjáningu og kvöl, en samt skal áfram haldið „ ... einyrkinn kemst ekki úr kreppunni um allar aldir, hann heldur áfram að vera til í hörm- úng, eins leingi og maðurinn er ekki mannsins skjól, heldur versti óvinur mannsins. Líf ein- yrkjans, líf hins sjálfstæða manns, er í eðli sínu flótti undan öðrum mönnum sem ætla að drepa hann. Úr einum nætur- stað í annan verri. Ein konúngs- fjölskylda flytur búferlum, fjór- ir ættliðir af þeim þrjátíu sem hafa borið uppi líf og dauða í þessu landi í þúsund ár — fyrir hvern? Að minsta kosti ekki fyrir sig né sína. Þau voru líkust flóttamönnum í herjuðu landi þar sem geisað hafa lángvinn stríð, griðlausir útilegumenn — í landi hverra? Að minsta kosti ekki sínu landi. Það er til í út- lendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í land- inu. Heiðin; meiri heiði." (524) Sveitasæla ísaks og baslið á Bjarti Það er líkast því að þetta brot úr niðurlagi Sjálfstæðs fólks sé skrifað sem andsvar við áður til- greindum kafla úr Gróðri jarð- ar. Hin dæmalausa sveitasæla ísaks á fátt skylt við nöturlegan veruleika íslenska heiðabónd- ans. Veröld ísaks er alla tíð nán- ast óháð þjóðlífinu í kring, hans eini herra er náttúran, stundum gjöful, stundum hörð — stór- bændur, kaupmenn og síðast kaupfélagamenn sitja hins veg- ar á svikráðum við sjálfstæðis- hugsjón Bjarts í Sumarhúsum. Allar kúvendingar efnahags- málanna ráða óafturkallanlega lífi smábóndans — „verðlagning landbúnaðarafurða, uppgangur- inn í fyrri heimsstyrjöldinni, bánkalánin sem voru svo örlát- lega veitt eða beinlínis troðið upp á menn, verðfallið og hrunið — allt eru þetta staðreyndir, sem hafa hin dýpstu áhrif jafn- vel á hinu afskekkta heiðarbýli Sumarhúsum," svo vitnað sé í Pétur Hallberg (Hús Skáldsins 1.222). í lok bókar knýja svo nýj- ar stefnur frá útlöndum dyra, Bjartur lendir í félagsskap verk- fallsmanna í þorpinu og heyrir þar sagt frá byltingunni rússn- esku og smábændunum í austur- vegi sem tekið hafi höndum saman við verkalýðinn í borgun- um til að skapa „nýtt þjóðfélag, þar sem enginn getur grætt á annarra manna vinnu". En það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og slíkt tal berst Bjarti of seint til eyrna til að fá hann til að hvika frá sínu kotbónda- hlutskipti. Þannig er þjóðfélagsskoðun þessara tveggja sveitalífssagna gjörólík — í krafti róttækra sósíalískra viðhorfa kveður Halldór harðan dóm yfir allri sveitarómantík, hún sé í raun ekki annað en tæki hinna efn- aðri stétta til að falsa ljótan veruleikann og sætta kotbændur við aum kjör sín. Hjáróma málpípa sveitamærðarinnar, talsmaður svipaðra viðhorfa og liggja til grundvallar Gróðri jarðar, er Rauðsmýrarfrúin sem „aðhyltist stórskáld heimsins" — ekki síst Hamsun, mætti ætla. Spurt sömu spurninga Gróður jarðar var mikil kjör- bók þýskra á árum þriðja ríkis- ins og gefin út þar í risaupplög- um, enda fjallar bókin um harð- gerðan norrænan stofn, óspillt líf í skauti náttúru — þau efni sem voru kjarninn í „Blut-und- -Boden“-hugmyndafræði nas- ismans. Hvort þarna er ástæða til að sakast við Knut Hamsun? Vissulega var hann afturhalds- maður, íhald á gömlum merg, maður sem alltaf átti erfitt með að henda reiður á stjórnmálum eftir fyrra stríðið, eins og vikið var að í upphafi. Honum var ætíð betur lagið að fjalla um heimsstríð einstaklingsins og hin smávægilegu vandamál hans heldur en vandamál þjóð- félaga og meginlanda. Af sjón- arhóli nútímans er Gróður jarð- ar að mörgu leyti barnaleg bók, en jafnframt tortryggileg í ljósi þess sem á daga hennar hefur drifið — margir íslenskir sam- tímamenn Halldórs Laxness hrifust af Gróðri jarðar, rithöf- undar skrifuðu og stjórnmála- menn töluðu í anda hennar; því er ekki að furða að Halldór hafi fundið sig knúinn til að and- mæla. Setjum punkt, en aðgætum fyrst hvað Halldór Laxness hef- ur sjálfur sagt um skyldleika Sjálfstæðs fólks og Gróðurs jarðar. Vitnað er í formála að annarri útgáfu Sjálfstæðs fólks: „Því hefur verið haldið fram að Sjálfstætt fólk væri að nokkru leyti stælt eftir Ham- sun, Markens gröde. Það er að því leyti rétt sem hér er spurt sömu spurninga og í Markens gröde, — þó svarið sé að vísu þveröfugt við svar Hamsuns. Ég er ekki að segja að allar þjóðfé- lagsniðurstöður — eða aðrar — í Sjálfstæðu fólki séu réttar, en sinn þátt í samníngu bókarinnar átti sú vissa mín að þjóðfélags- legar niðurstöður Hamsuns í Markens gröde væru yfirleitt rángar. Þessar tvær bækur eiga það sameiginlegt, einsog reynd- ar þúsund bækur aðrar, að þær fjalla um bændamál; en þær eru bersýnilega með andstæðum forteiknum."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.