Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 6
Úr blaðaheiminum: Fyrir hverja er þetta skrifað? Því er einatt haldið fram, að blöð hafi verið betri fyrir margt löngu — og því til sönn- unar eru taldir upp þjóðkunnir og pennafærir blaðamenn eins og Jónas Jónsson frá Hriflu, Valtýr Stefánsson, Magnús Kjartansson og Jón Helgason. En það vill gleymast í hita og þunga dagsins að snjallir blaðamenn eru sem betur fer enn við lýði — og eins hitt, að í þá gömlu og góðu daga var líka rusl í blöðunum innanum og samanvið ekki síður en nú. Það er þó áhyggjuefni, bæði fyrir blöðin og blaðamanna- stéttina, að rusl sem ber með sér bæði menntunarskort og þröngsýni, verður óþægilega fyrirferðarmikið stundum. Eg ætla að þetta stafi af þeirri stefnu sumra blaðanna, að ráða bráðunga og reynslulausa blaðamenn, sem ætla sér enga framtíð í starfinu — og spara með því nokkrar krónur í launagreiðslum. Af einhverjum ástæðum ber mest á vanköntum af þessu tagi í DV-blaðinu og er lítið gleðiefni fyrir gamla refi í blaðamennsku að sjá, þegar ekki er hægt að skrifa einfalda frétt án þess að úr því verði klaufaskapur. Þó versnar fyrst í því, þegar þarf að setja fram skoðanir. Tækifærin til þess eru að vísu ekki mjög mörg en eiga sér þó stað — til dæmis þegar einhverjum blaðamönn- um blaðsins er falið að setjast niður fyrir framan sjónvarps- skjá og síðan eiga þeir hvað sem það kostar að hafa skoð- anir á sjónvarpsþáttum um sundurleitustu efni. Og þar fer í verra. Oftsinnis hef ég verið gátt- aður á því sem líklega er kall- að sjónvarpsgagnrýni í DV. Maður undrast hvað talið er boðlegt þar og spyr sjálfan sig, fyrir hverja þetta geti verið skrifað. Er það skrifað sér- staklega fyrir einhverja hugs- anlega imba — og eru þá fengnir einhverjir til verksins, sem sérstaklega geta höfðað til þeirra? Af þessu má einnig álykta sem svo, að blaðið hafi ekki mjög mikið álit á lesend- um sínum. Varla er hægt að komast að annarri niðurstöðu eftir að hafa lesið sjónvarpsgagnrýni í DV þriðjudaginn 7. júní sl. — og ástæðan fyrir svo gamalli dagsetningu er sú, að Lesbók er unnin þrjár vikur fram í tímann. Kvöldið áður hafði sjónvarpið sýnt víðfrægt leik- rit Svisslendingsins Max Frisch, Biedermann og brennuvargana, í . leikgerð finnska sjónvarpsins. Asamt Andorru er þetta höfuðverk Max Frisch og var á sínum tíma leikið hjá Leikfélaginu Grímu og vakti þá mikla at- hygli. Verkið fjallar um hrika- lega alvöru í farsaformi: And- varaleysi borgarans, sem allt- af hefur trúað því að hættan væri annarsstaðar en hjá hon- um sjálfum og vaknar svo upp við þann vonda draum, að óvinurinn er kominn inná gafl; já uppá hanabjálka — og það með benzíntunnur. Þetta verk er til dæmis ágæt lexía til handa þeim, sem telja að okkur muni svo bezt farnast í þessum miskunnarlausa beimi, að við höfum alls engar varnir. f því sambandi má benda á aðra grein hér í blaðinu um örlög Suriname, fyrrum Hol- lenzku Guineu, þar sem brennuvargurinn komst held- ur betur inná gafl, Bieder- mann að óvörum. En hvað hefur Sigurður Þór Salvarsson, blaðamaður á DV, að segja um verkið í sjón- varpsgagnrýni sinni. Gefum honum sjálfum orðið: „Það síðasta sem ég reyndi að fylgjast með á dagskrá sjónvarps ígær var sænska leikritið Biedermann og brennuvargarnir. Ég segi reyndi, því mér fannst þetta endaleysa frá upphafi til enda, ef svo má komast að orði. Finnst mér ein- hvern veginn að peningum sjónvarps væri betur varið til einhverrar innlendrar framleiðslu. Til dæmis mætti taka slatta af fund- um Alþingis upp yfir vetr- artímann og senda út á sumrin, enda eitt ódýrasta skemmtiefni sem völ er á og aðalleikarar í hverju hlut- verki. Glápið á sænska vanda- málaleikritið tók svo mjög á kraftana ..." og svo framvegis. Þá ættu lesendur DV að hafa það á hreinu: Biedermann og brennuvargarnir er „sænskt vandamálaleikrit" og þar af leiðandi alls ekki eftir Max Frisch — og að sjálfsögðu al- veg óviðkomandi finnska sjón- varpinu. Þeir lesendur DV, sem ekki sáu sjónvarpsleikrit- ið, en lásu þetta, vita nú að þeir misstu ekki af miklu, því úrskurðurinn er klár: „enda- leysa“. En þeir sem sáu — og lásu einnig — hafa líklega ef- azt um, að blaðamaðurinn hafi nokkuð horft á sjónvarpið þetta kvöld. Og verið gæti, að þeir hafi spurt eins og ég: Fyrir hverja í ósköpunum er þetta skrifað? Gísli Sigurðsson DV. ÞRIÐJUDAGUK 7. J0NI1983. I gærkvöldi fyrir böm Emalli I miklar pft ráfti paöur kfæri bum hann heffti mátt klippa niftur í fimm mínutur. En Bjarna er ekki alls vamaft, hann dró úr pússi sinu nokkrar gamlar lummur meft Asgeiri Sigur- vmssyni og þegar maftur sér taktana harmar maftur það mjög aft Asgeir skuh ekki sjá sér þaft fært aft leika her uppi á skerinu fyrir Islands hönd. Þaft síftasta sem ég reyndi aftfylgj- ast með á dagskrá sjónvarps í gær var sænska leikritift Biedermann og brennuvargamir. Eg segi reyndi, því mér fannst þetta endaleysa frá upphafi til enda, ef svo má komast aft orfti. Finnst mér einhvern veginn aft peningum sjónvaips væri betur variö til einhverrar innlendrar fram- leiftslu. Til dæmis mætti taka slatta af fundum Alþingis upp yfir vetrar- tímann og senda út á sumrin, enda eitt ódýrasta skemmtiefni sem völ er á og aftalleikarar í hverju hlutverki. Glápift á sænska vandamálaleikrit- ift tók svo mjög á kraftana aft ég nennti ekki aft glápa á Möggu Thatcher og co, enda finnst mér kerl- ingin þrautleiftinleg. Sigurftur Þór Saivarsson. Eins og milljónir annarra fagnaði ég kynlífsbyltingunni á sjöunda og áttunda áratug ald- arinnar. Eftir margra ára — já, margra alda bælingu og útskúf- un, opnaðist frelsið til að tala um kynferðismál að báðum kynjunum viðstöddum. Auðvelt varð að nálgast fræðslu um þetta reynslusvið og lifa út kyn- ferðislegar fantasíur og óra í fé- lagi við maka sinn. Trúlega hefur aldrei orðið á jafnskömmum tíma jafnmikil breyting á afstöðu til feimnis- mála og fordóma. Við héldum okkur vera á leiðinni til hins erótíska fyrirmyndarlands, þar sem uppfræddir einstaklingar gætu með gagnkvæmu sam- þykki lifað út kynhvatir sínar án fordæmingar samfélagsins lausir undan oki persónulegra sektarkennda. — En það stóðst nú ekki alveg. Það kom eitthvað fyrir á þessum vettvangi, sem gleymdist að taka með í reikn- inginn. Það er hægt að lesa tugi nú- tímalegra fræðslurita og bóka um þessi mál án þess að rekast á orðið ást. Og sérfræðingar í fremstu víglínu, sem héldu því fram, að líta bæri á sex sem hvert annað náttúrlegt fyrir- bæri í daglegu lífi manna, virt- ust hafa tilhneigingu til að taka það úr sambandi við þjóðfélags- legar og siðgæðislegar forsend- ur. Þetta elur á þeirri skoðun, að erótískar athafnir okkar séu í engum tengslum við allt annað í lífi okkar og séu þannig nánast aukaatriði. Án tengsla við ást og mannlega sköpun Að draga þannig úr mikilvægi erótískra kennda og athafna kemur hvað ljósast fram í „tómstundasexi" þar sem sam- farir verða að einhvers konar íþrótt, án tengsla við ást og mannlega sköpun, sálufélag, umhyggju, eðlislægt siðgæði, ábyrgðarkennd og stundum jafnvel almenna kurteisi og til- litssemi. Samt er tómstundasex- ið ekki aðallega misheppnað vegna skorts á siðgæði, heldur vegna þess að það er í rauninni þrautleiðinlegt. Þessu má þjappa saman í þrjár setningar: Piltur hittir stúlku. Piltur hefur samfarir við stúlku. Og þar með er það búið. Samanborið við þetta verður jafnvel einfeldnisleg gamaldags ástarsaga hreinasta hátíð. Ást- arsagan með sínum mannlegu þrám, hættuspili, örvæntingu, aðskilnaði og endurfundum, er stórum merkilegri að efni. Sama á við um raunveruleg og djúp kynni til lengri tíma, með sínum árekstrum, vaxandi mann- þroska og stundum hetjulegri aðlögun og andlegri umbreyt- ingu þeirra sem hlut eiga að máli. Sex sem íþrótt og tómstunda- gaman er aðeins hálfkærings- leikur. Það er hluti hins nútíma- lega daðurs við dauðann, þar sem lifandi fólk verður jafngildi dauðra hluta í vélgengri ómenn- ingu á leið til þess óskapnaðar, sem Aldous Huxley lýsir í fram- tíðarsýn þeirri, sem kemur fram í bók hans „Brave New World", þar sem sex er orðið að skyldu- athöfn, en orðið „ást“ er komið á bannlistann. Þetta, sem gengur undir nafninu sex, tröllríður fjölmiðlum okkar og viðskipta- lífi, daglegum samskiptum og heilbrigðishugmyndum. Sex er orðið að einhverju, sem talið er þurfa. Þú þarft að hafa bíl. Þú þarft að fá þinn mat, þú þarft að trimma, og þú þarft sex. Að setja eina af frumhvötum mannsins, innilegasta sam- bandsmöguleikann við aðra mannveru og athöfn, sem getur orðið upphaf nýrrar veru, þann- ig á bekk með venjulegum lífs- þægindum hlýtur að teljast há- mark misskilnings á eðli sjálfs lífsins. Mismunurinn á ópersónu- legum hugmyndum manna um kynþörf og á erótískri ást er himinvíður: Sex er oftast skil- greinanlegt athæfi manna. Ást- in er sérstök og óskilgreinanleg, eins fjölbreytileg og samböndin eru mörg. Sex gerir kröfu til að fá eitt- hvað ákveðið út úr því, sem ver- ið er að framkvæma. Ástin er skapandi undur, upphaf hins áð- ur óþekkta. Sex er í eðli sínu „ópersónuleg ást“, sem er þó rangnefni, því að í sjálfu orðinu ást felst persónuleg merking. Sex er sprottið af alhæfingum samkvæmt ytri skoðunarað- gerðum og kynlífskönnunum. Ástin er hvort tveggja í senn einhæf og alhæf, á upphaf í ein- staklingum en breytir allri ver- öldinni fyrir þeim, sem slíkrar reynslu njóta. Ein af blekkingum nútímans? Hvorki umræður né mannleg- ar kennisetningar geta markað henni bás, því að hún er fædd af hinum skapandi anda allífsins. Það þarf því ekki að undra, þó að margir séu farnir að spyrja sjálfa sig um það, hvort hið margauglýsta ágæti sexins sé ekki ein af blekkingum nútím- ans. Könnun sem gerð var með þátttöku 106 þúsund amerískra kvenna 1980 ber með sér, að hrein bylting hefur átt sér stað varðandi hegðun í kynferðismál- um. En það var líka eftirtekt- arvert, að flestar höfðu konurn- ar orðið fyrir vonbrigðum. Sam- kvæmt þessari könnun rituðu svo margar neikvætt um kyn- byltinguna og lýstu eftirsjón eftir hinum nánu samskiptum, sem felast í rómantískri ást, að . það lá í loftinu, að andbylting væri nú í uppsiglingu. Sama kom upp á daginn meðal þeirra, sem ég átti tal við um þessi efni. Vegna vonbrigða, sem sprottin eru af kynferðislegri tilrauna- starfsemi og opnum ábyrgðar- lausum samböndum, verður augljós þráin eftir ást, sem bor- in er uppi af sterkum og djúpum kenndum og ábyrgðartilfinn- ingu beggja. Merkir þetta þá afturhvarf til þeirra kynferðis- legu fordóma sem ríktu á tíma Viktoríu drottningar? Ekki álít ég það. Flestir nútímamenn eru samdóma um að léttir sé að því frelsi, sem sexbyltingin bar með sér. En hugsunarlítil lausung, sem ajlt að því virðist ætlast til 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.