Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 9
t J 1 Um Sven Havsteen-Mikkelsen, sem sýndi athyglisverd verk í Norræna húsinu í vorf er að hálfu íslenzkur og stendur nú á sjötugu. Hann nær í málverki sínum þeim andblæ, sem var einkennandi fyrir norræna myndlist á tímabili — merkilegt skeið, sem ekki hefur verið metið að verðleikum. Eftir Ole Wivel. Séra Ágúst Sigurðsson þýddi. bundið, en í ljósfyllingu himins og hafs, krefst samsemdar hins einfalda og hljóða í nákvæmri afmyndun hins blæbrigðaríka litaspils. Myndskreytingar á höfuðverkum í danskri bókagerð Þegar málarinn var kominn heim til Danmerkur að nýju 1948, settist hann að ásamt fjöl- skyldu sinni í Troense á eynni Tásinge suður af Fjóni. Sér þar yfir fjörð og til skipa og sigl- inga, sem beindu huga hans í norðurátt, til Noregs, Færeyja og íslands. Fór hann á hverju sumri norður á bóginn, en sat heima um vetur og vann að nýj- um verkefnum. Sven Havsteen- Mikkelsen heimsótti að nýju Jo- hannes Larsen í Kerteminde og nam tréskurð af hinum gamla snillingi, en leikni í bíldskurði varð honum notadrjúg, er hann tókst á hendur myndskreytingu höfuðverka í danskri bókagerð- arlist þeirrar tíðar. Án efa er Ormur og Týr eftir Martin A. Hansen þekktasta verkið á því sviði, en þar segir frá hinni dönsku sveitakirkju á miðöldum og því lýst, hversu hin kristna trúskoðun á rætur sínar í norrænni heiðni. Sven Havsteen-Mikkelsen gerði 150 tréskurðarmyndir í þessa bók, frábærlega áhrifaríkar að frum- legri hugmyndaauðgi og minni- legum einfaldleika, enda þótt lögun tréspjaldanna gæfi ekki færi á beinni afþrykkingu, held- ur yrði að nota myndamót við prentunina. Slíkan millilið varð hann einnig að notast við í gerð tveggja annarra bóka: Moby Dick eftir Hermann Melville og Bræöurnir sjö eftir Alexis Kivi. Efniviðurinn í hinni fyrrnefndu er sóttur til hvalveiða á rúmsjó, en í þeirri síðarnefndu segir frá finnsku alþýðulífi. Báðar bæk- urnar eru höfuðverk norrænna og engilsaxneskra Ijóðsögulegra bókmennta. Mýndskreytingarnar í Orrni og Tý mótuðust á ferðum víða um Danmörku og Suður-Slésvík, þar sem listamaðurinn skoðaði sveitakirkjurnar á öllum árs- tímum, en þó einkum að vetrar- lagi, þegar snjór lá í plógfari og tré stóðu nakin umhverfis kirkj- urnar. Þegar Sven Havsteen- Mikkelsen gerði frumdrög tré- skurðarmynda sinna teiknaði hann það bezta, sem enn gaf að líta í landinu, fornmannadys og kuml, hauga frá bronzöld og víkingatíma, bæi og byggingar — að ógleymdri auðlegð róm- anskra forngrýtishöggmynda og eldgamalla kalkmálverka kirkjuhúsanna. Á þetta svið færði hann til frásagnar eigin þjóðsögulegar hugmyndir: Aft- urgönguna, líkið á gálganum, Heljarbleik, vættir í fuglslíki, sem elta uppi mann í hvalshami, eða ættardísir, hinar svart- klæddu konur, sem vega þiðr- anda í mannhelgi á heimahlaði í mánaskini. Snertir kjarna sem við finnum og skiljum Það fór víst framhjá æði mörgum — ogjafnvel þeim sem eitthvað fylgjast með myndlistarviðburðum — að góður gestur var í Norræna húsinu síðla í maí ogfram í júníbyrjun. Sven Havsteen- Mikkelsen er danskur en þó hálf-íslenzkur að uppruna og verk hans bera með sér blæ löngu liðinna daga. Þau eru samt síung, eins oggóð myndlist verður alltaf og úr- vals dæmi um myndlist, sem þróaðist á Norðurlöndum fyrir hálfri öld og er í innsta kjarna sínum ákaflega nor- ræn. Myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins komst alveg réttilega að þeirri niður- stöðu, að þessi sérstaka norræna myndlist frá því fyrir mörgum áratugum hafi ekki verið metin svo sem vert væri. Þar er við Norður- landabúa sjálfa að sakast. Þessar gamalgrónu menn- ingarþjóðir hafa burðazt með komplexa gagnvart stærri og suðrænni þjóðum og það nýjasta frá París var alltaf mikilvægara en rækta sinn eigin garð. Ótti við nesjamennsku hefur staðið Norðurlöndum fyrir þrifum í flestum listum á síðustu ára- tugunum. Sú list, sem hér um ræðir, átti líka sýnar augljósu fyrirmyndir sunnar í álf- unni; bæði í þýzkættuðum expressjónisma og síð- impressjónisma. Einkum virðist Cézanne hafa verið talinn verðug fyrirmynd í akademískri kennslu á Norð- urlöndum áður fyrr. Norræni arfurinn var nú samt ekki svo þunnur, að hann gæti engin áhrif haft. Þar kom margt til; bók- menntahefð og miklu ríkari tilfinning fyrir því mystíska en hjá Evrópubúum yfirleitt, sérstök birtuskilyrði og norrænt geðslag, sem oft er með þunglyndislegu yfir- bragði. I nútíma myndlist virðist þessi arfur hafa glat- azt að mestu, en hann var mjög vel við lýði framan af öldinni, þegar nokkrir ís- lenzkir málarar leituðu sér menntunar í Kaupmanna- höfn og Osló. Þetta sérstaka svipmót er nefnilega einnig fyrir hendi í verkum þeirra Jóns Stefáns- sonar, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínar Jónsdóttur, Gunnlaugs Scheving og Jóns Engilberts. Færeyingarnir Mykines og Ingálfur af Reyni hafa tileinkað sér það bezta úr þessum skóla að því viðbættu, að þeir lögðu áherzlu á að mála sitt eigið umhverfi. Það gerðu þessir fyrrnefndu íslendingar einn- ig og þessvegna snerta verk þeirra einhvern kjarna, sem við finnum og skiljum. Sven Havsteen-Mikkelsen er eins og einn úr þessum hópi. Hann er norðurhjara- maður með margar ferðir til Færeyja, íslands og Græn- lands að baki. Og það er eng- in tilviljun, að verk hans minna bæði á Jón Stefánsson og Engilberts. Eins og þeir báðir var Mikkelsen í skóla hjá Axel Revold í Osló — raunar einnig hjá Per Krogh. Og áður hafði hann verið við nám hjá Rostrup-Boyesen í Kaupmannahöfn og Oluf Höst. Þá þótti góð latína að hafa „stof“ í litnum eins og Danir sögðu og það er svo sannarlega hjá Mikkelsen. Ég ætla að flestir málarar séu sammála um, að þarna sé á ferð ákaflega gott mál- verk, einhverskonar ex- pressjónismi, sem alveg er sprottinn úr sínu umhverfi og laus við alla þá þynnku og náttúruleysi, sem oft ein- kennir þann nútíma ex- pressjónisma, sem kallaður er Nýja málverkið. Mikkel- sen er aftur á móti málari mikillar náttúru og athygl- isvert dæmi um mann, sem heldur sínu striki hvað sem á dynur og synti á móti straumi, þegar flestir gengu til liðs við framúrstefnu — þótt hún sé nú löngu fyrir bí. Norræna húsið á þakkir skildar fyrir þessa sýningu; ég held að það hafi verið ágæt lexía að sjá verk Sven Ha vs teen-Mikkelsens. Gísli Sigurðsson 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.