Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 13
Orð á íslandi til um allt Ul? MINU sem hugsað er MCRNI ájörðu Það hefur teygst meir en ég gerði ráð fyrir úr umfjöllun minni um ný- græðingana hans Eysteins Þorvalds- sonar, en bók hans kom út seint á þessum vetri. í síðasta pistli nefndi ég fjórtán ungskáld úr bókinni. Það voru þau, sem fædd voru á árunum 1942—49. Hér koma svo álíka stuttorð- ar tilvitnanir í ljóð hinna tuttugu og fimm, sem eftir voru. Sá elsti þeirra er fæddur 1950 og hinn yngsti 1962. Til- vitnanir í ljóð eru oft bjarnargreiði við skáld og kannski fer svo að þessu sinni. En ég hef slegið marga varnagla í þessu sambandi og gef nú skáldunum orðið: Steinunn Sigurðardóttir - 50: Gæturöu hugsað þér að verða sextíuogfjögurra ára með mér? Eignast gleraugu og staf ... að eignast sextíuogþrjú börn með mér? Allt ljóshærða stráka. Ragnhildur Ófeigsdóttir - 51: á tröppum gömlu grænu kirkjunnar réttum við hendurnar inn fyrir dyrnar og presturinn stráir sykri í naglförin og hylur þau plástrum. Birgir Svan Símonarson - 51: svo slokknar neistinn í auganu ... eftir standa tölur frá hag- stofunni um velheppnaða útrým- ingarherferð ... nú er helvíti lokað vegna hráefnaskorts og mennirnir hrökklast útí blindandi dagsbirtuna Þórdís Richardsdóttir - 51: Er ekki betra að láta skera úr sér hjartað en gráta lifandi bíðandi eftir einhverjum kóngs- syni ... í glerkistu sofandi svefni vanans ... Reyndu heldur við veiðimanninn. Jóhanna Sveinsdóttir - 51: með slagbrandi skaltu byrgja inni ótta þinn með naglbít skaltu rífa út fleininn ... og stökkva svo steinolíu á einsemd þína. Pjetur Hafstein Lárusson - 52: Gegnum klaka frystiklefans höggvum við okkur leið að hjarta ýsunnar ... Flökum félagar óskir okkar og þrár, rétt okkar ... Sonja B. Jónsdóttir - 52: ungar og hraustar konur eiga að eignast börn konurjá en hún var bara stelpa ... þeir áttu dropann sem frelsi hennar drukknaði í ... Ragnheiður Erla Bjarnadóttir - 53: og gróðurinn, sem eitt sinn átti hlutdeild í öllum mínum draumum fellur lið fyrir lið ofan í moldarhauga raunveruleikans ... Magnea Matthíasdóttir - 53: einu sinni gerðurðu þér hús íhjarta mínu bjóst vel um þig og hengdir jafnvel upp myndir ... halló þú með döpru brúnu augun og kaldan vegg í kringum þig ... einusinni slógu hjörtu okkar í takt í hlýju myrkri ... Stefán Snævarr - 53: 1 nótt eru atlot þín annars ... Ég sit hérna og yrki í kapp við faðmlög ykkar og kossa ... Einhversstaðar í þessari borg brosir þú úthvíld með ástvini þínum. Olga Guðrún Árnadóttir - 53: þá vill mér til happs að til er fólk eins og þú sem málar minninguna rauða og augu mín blá ... Jóhannes Sigurjónsson - 54: Túnið bíður á nástráum síðasta hálmstráið fallið fyrir hrímsigðum. Grýlukerti er rekið í brjóst blómarósar líkið sett í ískistu. Einar Már Guðmundsson - 54: þegar ég æpti einsog kristur á krossinum hví hefur þú yfirgefið mig sagðirðu: ég held að við eigum ekki nógu vel saman. Einar Kárason - 55: hinn óbreytti heilbrigði alþýðumaður með vinnulúnar hendur göfugt hjartalag og heilbrigða skynsemi ... En þú munt hanga negldur á kross- inum meðan þeir eru til ... Elísabet Þorgeirsdóttir - 55: / flýti læðist þú frá mér við eigum ekkert vantalað ... Fegin breiði ég sængina upp fyrir haus og hlusta á fótatak þitt niður stigann. Anton Helgi Jónsson - 55: Skemmtiferðaskip flatmagar á ytri höfninni en farfuglar tjalda íLaugardal ... Inn eftir Hverfis- götunni kjagar malbikunarvél með ungahóp og stoppar umferð bifreiðanna. Guðbrandur Siglaugsson - 56: langaði bara að segja ykkur að fortíðin er fangelsi okkar og framtíðin er frelsi okkar og nútíðin okkar eini sjónarhóll. Bubbi Morthens - 56: Inní tækjasal bólugrafnir unglingar skipa út þúsund kössum meðan verkstjórinn gengur um gólf líkt og könguló í pössun. Álfheiður Lárusdóttir — 56: Kæru starfssystur íþvottahúsi ... Hörð barátta. Kaldir svitadropar og þreyttir bólgnir fætur ... Uti bíður fólk eftir vinnu ... Sveinbjörn I. Baldvinsson - 57: Ljósblá blússa dregur ýsur upp úr pottinum og rennir fatinu á ská inn rauðköflóttan dúkinn. ... í fréttunum þetta helst. Elísabet Jökulsdóttir - 58: Konurnar niðri í Amason skera af sér annað brjóstið til að geta skotið af boga ... við stritumst við að sitja við sama keip ... Sjón - 62: Orðin sum orðin gufa upp jafnharðan og hverfa en hin þorna og sitja föst á andlitinu eins og börkur á tré. Eysteinn segir í formála: „Ljóðstíll nýgræðinganna er að sumu leyti sérstæður og framsetning þeirra er með athyglisverðum nýjung- um. Ytra form ljóðanna hefur ekki tekið teljandi breytingum miðað við fyrri tímabil módernismans í ljóða- gerð okkar. En það er málnotkunin, beiting málsins til myndsköpunar og orðasamsetninga sem er eftirtektar- verð nýjung í ljóðforminu. Það er hlutverk skálda á öllum tím- um að auka málinu áhrifamagn, endurnýja það, gefa því vítamín- sprautu svo það ýti við fólki sem lifir í hugarværð venjutilverunnar. Þessi sköpunarmáttur, sem í málinu býr, er frumhvöt skáldskapar." Og í framhaldi af þessu nokkru síð- ar: „Orðfæri og málbeiting þessara nýju skálda hafa allskýr sérkenni. Þau reyna af verulegri dirfsku nýjar leiðir í málnotkun og hafa horfið frá hrein- tungustefnunni, sem ríkt hafði í ljóða- gerð með örfáum undantekningum allt frá dögum Fjölnismanna. Þau nýta oft slangur, óheflað hversdagsmál og slettur og leitast við að gera slíkt orð- bragð gjaldgengt í ljóðum sínurn." Hér þykir mér bókmenntafræðing- urinn helst til frjálslyndur. Slangur- mál og útlenskuslettur geta varla prýtt nokkurt ljóð þótt afsakanleg kunni að vera í leikritum og skáldsög- um. Ég leyfi mér enn að minna á hina fleygu setningu Einars Benediktsson- ar „að orð væru á íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu“. Ég held að þau séu enn í gildi. Jón úr Vör Erlendar bækur ROBERT MUSIL: THE MAN WITH- OUT QUALITIES Vol. I: A Sort of Introduction. The Like of It Now Happens (I). Vol. II: The Like of It Now Happens (II). Vol. III: Into the Millenium. (The Criminals). Secker & Warburg. Um tíma hafði Robert Musil það fyrir sið að lesa ekkert í stórum skömmtum. Hann las eina setningu, gekk út að glugga, haldandi á elspýtna- stokki ellegar penna, og starði út um gluggann í tíu mínútur eða tuttugu. Með þessum hætti þyrfti sá sem sest niður við The Man Without Qualities, að lesa það mikla verk. The Man Without Qualities gerist á einu ári (1913—1914) í Vínarborg. Ulrich er ungur maður sem flækist í net mann- legrar heimsku sem kemur fram í því að nefnd er sett á laggirnar til að halda hátíðlegt valdsaf- mæli Franz Jósefs Austurríkis- keisara. Ulric verður ritari nefndarinnar og á samskipti við ótrúlegar persónur þess vegna. Hann efast alltaf um réttlæt- ingu þess, að vera orðinn maður í stöðu. Inn í þessa sögu Ulrichs fléttast svo örlög kynferðisaf- brotamannsins Moosbruggers, en áhrif þau sem hann hefur á hugsanir manna í Vín þessa tíma, má helst líkja við það sem hér gerðist með hinu svokallaða Geirfinnsmáli. Allir eru með á nótunum þegar Moosbrugger berst í tal. Þetta viðamikla verk Musils er .seinlesið. Það kemur til af því að þráðurinn er oft og einlægt brotinn og inn skotið köflum í ritgerðarformi, eru þeir jafnan ósegjanlega hittnir. Sagan er uppfull af fyndni og vísdómi. Robert Musil —The------ Man Wthout Qudlities A Sort of Introduction ThcLikeof ItNow Happens (I) VOLUMEI Það er ógerningur að segja und- an og ofan af þessu riti svo vel fari, hver sem áhuga hefur á að kynnast „þýskum Joyce eða Proust" er bent á að lesa þetta verk Roberts Musils. Robert Musil fæddist í Aust- urríki árið 1880. Hann var lengst af svo til óþekktur utan þröngs hóps náinna vina og vandamanna sem lásu bækur hans. Hann gekk á herskóla og þjónaði i austurríska hernum í fyrra stríði. Þá þegar hafði hann fengið útgefna skáldsögu eftir sig: Die Verwirrungen des Zögl- ings Törless, auk smásagna- kvers. Hann hófst handa við að skrifa Der Mann ohne Eigen- schaften (The Man Without Qualities) strax að stríði loknu, og kom fyrsta bindið út 1930. Hann helgaði sig alfarið ritun þeirrar bókar fram í andlátið, og lauk ekki við hana. Hann yf- irgaf land sitt þegar Hitler náði völdum og bjó eftir það í Sviss. Hann var með eindæmum nat- inn rithöfundur og umskrifaði hverja setningu oft. Hann gat ekki framfleytt sér með skrift- um, en nánir vinir gaukuðu að honum peningum því þeir vissu sem var, Robert Musil var að skrifa eina mestu bók þýskrar tungu á öldinni. ROBERT B. PARKER: Wilderness. Penguin Books. Aaron Newman er rithöfund- ur. Til að forða því að hlaupa í spik skokkar hann fáeinar mílur daglega og hendir lóðum í loft upp á líkamsræktarstöð. Kvöld eitt þegar hann er á heimleið skokkar hann fram á Adolph Karl þar sem hann er að skjóta kvenmann meðal trjáa við veg- arkant. Newman bregður við, og eftir að hafa fullvissað sig um að konan sé látin, skokkar hann í síma og kemst í samband við lögregluna. Af honum er tekin skýrsla og hann þekkir morð- ingjann í myndasafni lögregl- unnar og bendir á fólið þegar hann er leiddur fyrir röð af I mönnum. Margur skyldi halda, að nú væri öllu lokið, en síður en svo. Þegar Newman kemur heim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.