Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 14
tók telpurnar með sér. Það var okkur mikið áfall og framundan var erfiður tími. Ég þurfti vit- anlega að vinna og jafnframt sjá drengnum fyrir fóstri. Líf okkar gekk brösuglega í nokkur ár, en svo tókst mér að fá vinnu sem öryggisvörður í stórri versl- anasamstæðu. Þar vann ég á nóttunni og gat verið heima hjá drengnum á daginn. Hann starf- ar í kolanámu í Doncaster um þessar mundir. Dóttir okkar Höllu er nú búsett á Norðfirði, en dóttir Höllu býr í Englandi." — Fred, hefurðu hugmynd um hversu oft þú hefur komiö til íslands síðan þú komst hingað fyrst árið 1942? „Ég held að ég hafi komið hingað á að giska 35 sinnum síð- an þá.“ — Hvers vegna hefur ís- land svona mikið aðdráttarafl fyrir þig? „Fyrst og fremst dró konan mig hingað og svo tengslin við fjölskyldu hennar. Foreldrar hennar voru mér alla tíð af- skaplega góðir og reyndust mér framúrskarandi vel. Ég heim- sótti tengdamóður mína á Norð- firði í hvert sinn er ég kom til íslands. Síðustu árin, sem hún lifði, dvaldi hún í sjúkrahúsinu á Norðfirði. Mér er minnisstætt er ég heimsótti hana í síðasta sinn. Heilsa hennar var tekin að bila og var mér sagt að ég skyldi ekki láta mér bregða er ég sæi hana, svo mikið hefði henni far- ið aftur frá því er ég hafði síðast séð hana. Hún reykti, gamla konan, og var ég vanur að færa henni karton af sígarettum og dálítið af súkkulaði þegar ég kom í heimsókn. Mér var bent á að hún sæti inni í dagstofunni. Þegar ég gekk inn, sat þar göm- ul kona við gluggann. Ég hugs- aði með mér: Drottinn minn, getur eitt ár í raun og veru breytt einni manneskju svo mik- ið? Hugsaðu þér, ég þekkti ekki mína eigin tengdamóður. Svo settist ég hjá henni, lagði sígar- etturnar og súkkulaðið í kjöltu hennar og fór að tala við hana. Hún sýndi hins vegar engin merki þess að hún þekkti mig og enga gleði yfir gjöfunum sem ég hafði fært henni. Þetta var henni ólíkt og mér varð mikið um að sjá breytinguna á bless- aðri gömlu konunni. Eitt andar- tak flaug í gegnum huga minn: Þetta getur ekki verið hún. Ég sé ekki betur en tognað hafi úr henni síðan ég sá hana síðast. Er ekki algengara að gamalt fólk sígi saman? í sömu andrá var komið með tengdamóður mína í dyrnar. En hún var reið yfir því, gamla konan, að hin skyldi hafa þegið sígaretturnar, „því að hún reykir ekki einu sinni“, sagði hún. En eitt var dálítiö undarlegt við þetta allt saman. í ljós kom nefnilega, að þessi fullorðna kona sem ég hafði tekið í mis- gripum fyrir tengdamóður mína, reyndist vera önnur systr- anna frá Veturhúsum við Éski- fjörð. Sú sem hlynnti að okkur bresku hermönnunum þegar við vorum dregnir inn í litla bæinn nær dauða en lífi fjörutíu árum áður. Annað erindi hef ég átt til ís- lands. Ég hef ávallt komið að gröfum félaga minna sem létust hérna á stríðsárunum. Ég veit ekki hvers vegna. Og þó. Ég er nefnilega haldinn áráttu sem á ensku nefnist „morbid interest". Ég hef alltaf haft ódrepandi áhuga á öllu sem tengist liðinni tíð. Ég elska allt sem er gamalt, gamlar kirkjur og gamlar bygg- ingar. Ég hef lesið allar bækur sem ég hef komið höndum yfir sem skrifaðar hafa verið um heimsstyrjöldina síðari. Þegar ég kem til Reykjavíkur, reika ég meira að segja tímunum saman um Fossvogskirkjugarð og les á legsteina þeirra hermanna er greftraðir voru hér á stríðsárun- um.“ — Þú ert afar minnugur. Skrifarðu hjá þér minnis- punkta? Fred hlær og bendir á höfuð sitt. „Ég þarf ekkert að skrifa. Ég geymi það allt hérna inni og það fer ekkert burt. Minnisblöðum gæti ég hins vegar auðveldlega glatað." — Er gott að búa í Englandi í dag? „Atvinnuleysið þar er hörmu- legt og margt fólk býr við sára fátækt. Efnahagsmálin eru í molum.“ — Hvað segir þú sem fyrr- verandi hermaður um þann stríðsótta, sem víða rfkir og ekki að ástæðulausu? Finnst þér hugsanlegt að einhver meiriháttar styrjöld yrði háö án þess að gripið yrði til gereyð- ingarvopna? „Óttinn við afleiðingar kjarn- Vika 1 West End Frh. af bls. 7. London," sagði vinur minn og leið- sögumaður, Erlendur. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, en rauk af stað og hafði samband við um- boðsmenn, sem selja leikhúsmiða og spurði, hvort þeir ættu til góða miða á Cats. Það er uppselt á all- ar sýningar á þessum nýjasta söngleik Andrew Lloyd Webber fram í janúar á næsta ári, en for- sjálir umbar hafa tryggt sér miða og selja fyrir ívið hærra verð. Umbar verða líka að lifa, og sá fyrsti sem spurður var vildi lifa flott. Hann bauð miða á Cats á tæp þrjátíu pund. Okkar vegna mátt sá umbi svelta í hel og við þökkuðum pent fyrir okkur og fórum. Á endanum fengum við miða á skaplegu verði hjá H.J. Adams. Hann seldi miða á um fimmtán pund, sem telst víst sanngjarnt. Ég fór að sjá Cats. Það var skrýtið að sjá þennan margfræga og dásamaða söngleik. Mér fannst ég að sumu leyti vera að horfa á siðustu leiksýningu í heimi, því svo tæknilega fullkom- in var hún að mér þykir ótrúlegt að annað eins verði gert í bráðina. London New Theatre er splunku- ný leikhúsbygging og sumir segja að þar sé á ferðinni tæknilega fullkomnasta leikhús í heimi. Og það má án efa segja um söngleik- orkuvopna mun forða leiðtogum þjóðanna frá því að nota þau. Eins og málum er háttað í dag og með þeim vopnum sem Rúss- ar ráða yfir, geta þeir hæglega vaðið í gegnum Évrópulöndin eitt af öðru. Vilja þjóðirnar sætta sig við þann kommúnisma sem Rússar nauðga þeim til að búa við? Getur þú nefnt mér eitthvert land sem Rússarnir hafa ráðist inn í og horfið aftur á brott? Nei, það er rétt. Ekki eitt einasta. Ég held að vestræn- ar þjóðir muni áður en langt um líður skerast í leikinn og reyna að hefta þennan yfirgang." — Þú sagðir samt að þú værir sósíalisti. „Já, ég er það. í frjálsu landi getur hver maður haft sína skoðun á stjórnmálum. En sé skoðunum þröngvað upp á fólk eins og gert er í Sovétríkjunum og þeim löndum öðrum sem Rússar ráða yfir þá eiga þeir ekki mína blessun. Tvö síðustu árin hef ég ekki neytt atkvæðisréttar míns. Mér ofbýður heimtufrekjan í verka- lýðsforystunni í Bretlandi. Hún stundar niðurrifsstarfsemi með því að vera sífellt á móti öllu því sem gert skal til bóta. Sífellt er krafist hærri launa og styttri vinnutíma, þannig að í dag heimta menn laun fyrir vinnu sem ekki er innt af hendi. Einn þeirra, er'sæti eiga í bresku rík- isstjórninni úr Verkamanna- flokknum, kallar sig sósíalista. Hann er milljónamæringur. Veistu hvað gerðist eftir upp- reisnina í Ungverjalandi? Allir sem áður kölluðu sig kommún- inn Cats að hann reyni svo um munar á hverja rá og hvern reiða í þessu flaggskipi London-leikhús- anna. Einn leikarinn sprettur ofan úr lofti, annar skýst upp úr gólfinu þrefalda hæð sína í loft upp án þess maður taki eftir gólfhleranum (sem hlýtur að hafa verið) og í upphafi og við lok sýn- ingarinnar má segja að leikhúsið hafi allt verið á iði; svo yfirþyrm- andi voru áhrifin af tæknibrellun- um. Og allt þetta gerir að verkum, ásamt með tónlist, söng og leik að ógleymdum bráðsnjöllum vísum T.S. Eliot um jellicle-kettina, að það er vonlaust að ætla sér að ná öllu, sem gerist í sýningunni. Tengslin milli sviðs og salar En hvað sem allri hrifningu yf- ir tækni og atvinnumannsbrag þeim, sem óneitanlega er á söng- leiknum Cats og verður til þess að gera sýninguna að ógleymanlegu upplifelsi — ég gat ekki varist þeirri hugsun að líklega væri allt þetta spektakel helst til fullkom- ið, einum of vel æft. Það vantaði sem sagt hið mikilvæga samband milli sviðs og salar, sem verður að vera til staðar í hverju sönnu leikhúsi. Og það ætti þar með að vera óhætt að slá því föstu, að Cats sé ekki síðasta leiksýning í heimi — og vissulega er ástæða til að láta þetta leikræna ævintýri ekki framhjá sér fara (en menn skyldu vara sig á allri sölu- mennskunni, sem þrífst kringum Cats-fyrirtækið; það er vel hægt að vera án Cats-bols eða treyju, plakata og póstkorta og annars slíks glingurs, sem hefur verið framleitt til að auglýsa sýning- una). ista hurfu skyndilega eins og jörðin hefði gleypt þá. Og eftir innrásina í Tékkóslóvakíu? Þau blöð, sem áður höfðu tilheyrt kommúnistum, hurfu af sjón- arsviðinu en komu síðan aftur fram í dagsljósið undir öðrum nöfnum. Vitanlega eru þetta kommúnistar þótt þeir feli sig á bak við grímur. Þeir breytast ekki fyrir það. Ég get sagt þér, að þegar ég hef horft á fréttatímann í sjón- varpinu hérna, hef ég veitt at- hygli stjórnmálamanni sem oft birtist á skjánum. Ég spurði kunningja minn að því, hvort þetta væri ekki kommúnisti og það reyndist rétt til getið. Þú þarft ekki að skilja tungumálið sem þeir tala. Þeir eru alls stað- ar eins.“ — Ert þú trúaður maður, Fred? „Ég held að trúhneigð mín hafi verið kæfð í æsku. Amma mín var strangtrúuð kona og við systkinin vorum neydd til að sækja messu fjórum sinnum hvern sunnudag. Þetta varð trú minni ofraun. Það er ekki hægt að þröngva trú upp á nokkra manneskju fremur en stjórn- málaskoðun. En ég er samt sem áður á því að allir séu trúaðir þegar dauðinn er á næsta leiti. Það hef ég sjálfur sannreynt. Menn sem í mín eyru höfðu af- neitað trúnni, voru hinir fyrstu til að falla á kné og ákalla Guð þegar þeir stóðu frammi fyrir dauðanum. Sjálfur er ég ekki trúaður eins og ég sagði. En ég er ekkert frábrugðinn hinum þegar til alvörunnar kernur." En nóg um það; síðasta daginn fórum við að sjá tvær sýningar, sem voru merkilegar hvor á sinn máta. Another Country (Annað land eða Annar heimur) eftir Julian Mitchell var gríðarlega vel samið og áhrifaríkt leikrit, en viðfangsefnið býsna enskt: Það gerist á dæmigerðum breskum heimavistarskóla fyrir drengi á fjórða áratug aldarinnar og sýnir, hvernig öll skólun og uppeldi mið- ar að því að undirbúa afkvæmi bresku yfirstéttarinnar undir hlutverk sín í „kerfinu" — og jafnframt að öll uppreisn gegn þessu kerfi er dauðadæmd, hvort sem hún kemur frá vinstri og er meðvituð, eða er ómeðvituð og felst í því að viðurkenna hómó- sexúalisma. Og Decadence, eða Úrkynjun eftir Steven Berkoff í leikstjórn hans sjálfs var býsna skondið tilraunaleikhúsverk, sem byggir á verulegu leyti á leik með mál og látbragð; hvorug þessara sýninga held ég að séu til þess fallnar að hafa ofan af fyrir venjulegum ferðamönnum, þótt þær séu hvor á sinn hátt ágætlega gerðar — og þá geng ég út frá þeim fordómi, að venjulegir ferðamenn hafi meira gaman af gamanleikjum og músíkölum og stjórstjörnusýningum á ferðum sínum um heiminn. En það þarf auðvitað ekki að vera rétt. Það er auðvitað tilgangslaust — og raunar vonlaust eftir aðeins eina viku — að láta frá sér fara einhver almenn orð um leikhúslíf í London. Aðeins látið nægja að segja, það er virkilega skemmti- legt að eyða viku í West End- leikhúsunum. Ég er þegar farinn að hlakka til þess að komast aftur til London og sjá fleiri leiksýn- ingar... _ jsj.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.