Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 5
heimi beiskra tára áfalla, sorgar og haturs. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, þar sem hann sat og tottaði pípuna sína. Og hvar skildi hún vera núna þessi vera sem var hluti af honum í svo mörg ár. Ár sem áttu að vera upphaf að ein- hverju stóru en voru í raun ekkert nema froða. Hann minntist þess að hafa rifið all- ar ljósmyndirnar af henni þegar hún hvarf úr lífi hans. Bara að hann hefði gert hið sama við þær huglægu, þá hefði kvölin trúlega orðið minni: Hvað var annars svona merkilegt við hana? Hvers virði var hún þér? Þú sem átt- ir svo mikið. Hvers vegna öll þessi tár? Hvers vegna allur þessi sársauki, gremja og hat- ur? Allar þessar taumlausu brjáluðu hugsanir, sem engin leið var að hemja, en tóku þess í stað völdin í sínar hendur. Gengu berserksgang og möl- uðu allt mélinu smærra. Allar hugsjónirnar, alla draumana, allan kjarkinn og sjálfstraust- ið. Alla löngun til að lifa og njóta jarðneskra unaðssemda, með gleði og trú á lífið. Alla líkamsstarfsemina. Hún var eins og varnarlaus maður í fellibyl, gat enga björg sér veitt. Hver lítil hugsun var sem nöðrubit, eitur sem streymdi með blóðinu um all- an líkamann og lamaði hann gjörsamlega gagnvart öllum utanaðkomandi áhrifum. Gerði hann mótstöðulausan og varnarlausan. Það sem áður reyndist leikur einn var nú orðið að þrekvirki. Litli hóll- inn fyrir utan gluggann sem lítið bar á áður var nú orðinn að fjalli, stóru og miklu, sem teygði toppa sína hátt til him- ins og þú varst eins og agnar- lítið rykkorn við fjallsræturn- ar. Hvað skeði? Var það hún? Eða var það kannski eitthvað annað? Ánnað og meira en lít- il skólastelpa sem vissi ekki hvað hún vildi. Hann var á móti líkams- ræktar- og íþróttafríkum, vildi frekar vera væskill. Kannski var það ástæðan fyrir því að hún fór frá hon- um. Ef til vill hefur henni fundist hann of mjór og ræf- ilslegur í útliti. Vantaði þetta kraftalega útlit, aðaleinkenni karlmennskunnar. Hann var reyndar mjög uppreisnargjarn í eðli sínu, var alltaf í and- stöðu við meirihlutann. Trú- lega hefur það ráðið úrslitum að hann hafði enga strengi sem hún gat togað í. Og svo voru það öll þessi nútímasjón- armið: Prófaðu allt, ekki missa af neinu, láttu ekki traðka á þér, „njóttu" lífsins, þú lifir aðeins einu sinni, hugsaðu fyrst og fremst um sjálfan þig o.s.frv. Veraldlegu gæðin metin ofar öllu. Glam- urlífið er það sem gildir, að velta sér upp úr skítnum og ógæfu annarra og láta sér á sama standa. Og við fáum uppskriftina framborna á silf- urfati inn á stofugólf í gegn- UPPGJÖRIÐ Smásaga og mynd eftir Jón Þór Gíslason Það var snjór yfir öllu. Hús- unum, bílunum, bátunum, fjöllunum, klettunum og öllu landinu svo langt sem augað eygði. Allt hvítt. Milljónir lít- illa agna sem stöðugt héldu áfram að svífa hljóðlaust til jarðar áttu sökina. Kristaltær, svo smágerð og yfirlætislaus kepptust þau við að kljúfa loftið og ná niður á yfirborðið þar sem þau tengdust hvert öðru og mynduðu samofna heild. Þetta var vefstóll árs- tíðanna að verki, sem óf án af- láts dúnmjúka hvíta ábreiðu. Klæði vetrarins. Fólkið í hús- unum horfði út um gluggana og blótaði þessari vinnugleði. Bílarnir sátu fastir í snjó- sköflum hér og þar um bæinn með öskureiða bílstjóra inn- anborðs. Bátarnir létu sér fátt um finnast, töldu sig hafa reynt annað eins. Fjöllin tóku sig vel út snævi þakin og heill- uðu augu landslagsmálara og ljósmyndara sem ruku óhræddir út í ófærðina til að ná sem bestum myndum á jólakortin. Og klettarnir drógu sig í hlé; létu fara vel um sig undir þessu nýofna klæði og fannst ágætt að vera svona hvítir annað slagið. Á þessu ísakalda landi norður í Atlantshafi voru tvær mannverur að uppgötva hina einu sönnu ást og urðu því lítið varar við þessa inn- reið vetrarins. Tími og rúm hættu að vera til, skiptu ekki máli lengur. Heimurinn var lokaður úti og öllum vanga- veltum og skynsemi gefið frí. Öll tilveran virtist hafa tekið á sig nýja mynd í ferskum framandi tilfinningum. Hann sat með krosslagða fæturna á sófanum hennar og horfði í þessi yndislegu augu sem ljómuðu af gleði og sakleysi. Honum fannst það í rauninni ótrúlegt að hann væri eitthvað sem hún elskaði, ef til vill meira en allt annað í þessari veröld. Það var svo sannarlega skrýtið að hugsa til þess. Tón- listin sem hljómaði frá hátöl- urunum var öll um ástina og honum fannst eins og hver einasta lína í textanum hefði verið samin sérstaklega fyrir þau. Hún tók um hendur hans og hallaði sér upp að honum. Hann óskaði þess að þau gætu legið svona að eilífu og þyrftu ekki að gera neitt annað. Þau voru bara þarna tvö ein í rauðri lýsingu og nutu ilmsins af reykelsinu og hlýjunnar frá hvort öðru. Herbergið var mettað af tónum og reyk. Andrúmslofti sem hentar ást- inni vel. Sælan var ólýsanleg. Augu þeirra beggja sindruðu af hamingjuljóma. Án sektar, ábyrgðar og ótta. En þess í stað full gleði sem var sönn í sakleysi sinu og vanþekkingu. Gleði sem stoppar stutt í um tæki sem flytur okkur ljóslifandi myndir af fólki sem er hin fullkomna ímynd þess sem við eigum að vera. Og hverjir hafa svo skapað þessa ímynd? Hverjir eru það sem banka upp á hjá okkur á hverjum degi og selja okkur eitt stykki hamingju í mjúkum fókus sem leikin er í moll. Skiptir það máli ef við erum nógu vitlaus til að láta glepj- ast? Ætti ekki að vera nóg að skella bara hurðinni á nefið á þessum hamingjusölum? Trú- lega, en við viljum alltaf vera að horfa á fjöll í fjarska og halda því fram að þau séu blá. Sjónhverfing eða veruleiki? Skilin þar á milli gerast æ óljósari með hverjum deginum sem líður. Menn eru hættir að greina á milli þess sem er og þess sem er ekki. Myndir úr sjónvarpi, kvikmyndum og blöðum spila orðið svo stórt hlutverk í lífi okkar að við getum verið í vafa um hvort atvik sem við minnumst frá í gær hafi verið í sjónvarpinu, síðdegisblaðinu eða við pulsu- vagninn niður í miðbæ, þegar við vorum að kaupa 1 matinn. Og í svefninum dreymir okkur myndir sem eru samansafn af því sem við sjáum í okkar daglega lífi og því sem við höf- um numið frá hinum ýmsu miðlum fjöldans. Það fylgdi því viss vellíðan að draga að sér tóbaksreykinn úr pípunni og láta eiturefnin draga úr spennunni. Þegar lík- aminn var búinn að ánetjast þessu efni gat hann ekki verið án þess lengi í einu. Kannski var ástin einmitt þannig. Eitthvað sem maður ánetjast og getur ekki verið án þó að maður viti að það sé að éta mann upp til agna. Ástin er eigingjörn. Og það er þessi eigingirni sem veldur mestum sársauka. Að ætlast til að aðr- ir gefi allt en þú ekkert er nokkuð sem aldrei getur geng- ið upp. Hvað ætli séu mörg ódæðisverkin í heimssögunni sem rekja má til hinnar hold- legu ástar? Hundruð, þúsund- ir, ef ekki milljónir atburða. Hún vildi hann ekki og hann lét það bitna á heiminum. Og hvað skildi svo valda því að maður og kona byrja að elska hvort annað og heita hvort öðru tryggð til æviloka. Var það vegna þess að hann pass- aði svo vel við lýsinguna á draumaprinsinum í ástarsög- unum sem hún las á heitum sumarnóttum undir súðinni. Eða var það vegna þess að hún hló svo skemmtilega sem hann féll fyrir henni. En hvað skildi þá verða um draumaprinsinn eftir síðasta orðið í hinni eld- heitu ástarsögu og hvað skeð- ur þegar henni finnst ekkert fyndið lengur. Raunsæi er nokkuð sem við getum ekki ýtt til hliðar hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er nokkuð sem við verðum að lifa við og sætta okkur við. Raunsæið er varanlegra en Framhald á bls. 10. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.