Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 13
Fred tók þátt í lokabaráttunni við þýzka herinn í Evrópu og þá var oft skammt á milli lífs og dauða. Hrikalegt var þegar félaginn við hliðina á manni lá allt í einu fótalaus og með iðrin úti vegna jarðsprengju — og ekkert hægt að gera annað en stytta kvalir hans með byssukúlu. orðnir slitnir, þeir voru einfald- lega ekki til. Við seldum reyndar allt sem við gátum losað okkur við til að verða okkur úti um skotsilfur. Algengt var að sjá óbreytta borgara klæðast yfir- höfnum sem gerðar voru úr hin- um gráu værðarvoðum her- manna. Allt gengur kaupum og sölum í stríði. Fransmennirnir seldu jafnvel dætur sínar eða eigin- konur fyrir sígarettur. Ég sé á svipnum á þér að þú trúir mér ekki, en þetta er dagsatt. Eins og ég hef sagt þér áður var fleira af skornum skammti en sokkar. Fæðið var bæði lítið og lélegt. Bretarnir voru svo fátæk- ir í þessari styrjöld. Okkur var skylt að tilkynna að kveldi um sérhvern fallinn félaga. Það var gert til að spara matinn. Ef tuttugu menn höfðu fallið, var hart gengið eftir því að mat- arskammtur tuttugu hermanna væri dreginn frá strax næsta dag. Bandaríkjamenn voru hins vegar ekki eins harðir á þessu og Bretarnir. Þeir bjuggu við margfalt betri kost.“ — Heldur þú enn sambandi við einhverja af félögum þínum síðan á stríðsárunum? „Ég hef oft verið spurður að þessu. Svo einkennilegt sem það kann að virðast held ég að það sé sjaldgæft. Tvo af félögum mínum hef ég hitt síðar á lífs- leiðinni fyrir tilviljun. Menn sem berjast saman í stríði verða geysilega samhentir, en þeir þekkjast nánast ekki neitt. Þeir spyrja hverjir aðra aldrei per- sónulegra spurninga. Þess vegna gætu félagar þínir verið aðal- bornir menn, þjófar eða morð- ingjar. Nöfn manna og persónu- einkenni hverfa. Nöfn þeirra verða númer og númer þeirra nöfn. Sé ég í dag spurður um húsnúmer mitt, þarf ég að hugsa mig um, en númer mitt í hern- um, 4693421, hverfur mér aldrei úr minni.“ — Misstirðu sjónar á stúlk- unni þinni meðan þú barðist í Evrópu? „Nei, aldrei. Ég skrifaði henni stöðugt. Ég lá niðri í skotgröf- unum og skrifaði henni bréf. En ég hugsaði aldrei um framtíðina því að á vígvöllunum er ekkert til í huga þínum sem heitir framtíð. Ég fékk mig ekki lausan úr herþjónustu fyrr en níu mánuð- um eftir að styrjöldinni lauk. Einasta hugsun mín var að kom- ast til íslands og kvænast Höllu. Það hvarflaði aldrei að mér að nokkuð gæti verið breytt. Það var ólýsanleg tilfinning að vera laus úr hernum. Ég hékk ein- hvern veginn í lausu lofti. Ég var án fótfestu og vissi ekki hvað ég átti að taka mér fyrir hendur. Erfiðasta verkefnið var að taka sjálfum sér tak og byrja á því að finna sjálfan sig. Allt var breytt. Fjölskyldan hafði breyst, sumir voru horfnir og aðrir komnir í staðinn. Þeir, sem ég hélt mig hafa þekkt, voru ekki lengur hinir sömu og áður. Ef til vill hafði ég sjálfur þó breyst mest. Halla hafði skrifað mér og sagt mér að hún hefði eignast barn meðan ég var í burtu, hvort ég vildi nokkuð með sig hafa úr því að svo hefði farið. Ég skrif- aði til baka og sagði henni að ef ég gæti gengið með barn, væru mörg fædd eftir veru mína í Evrópu á stríðsárunum. Það er eitt af því sem stríðið gerir mönnum. Núið er það sem gild- ir. Þú heldur kannski að þetta sé bara til í bíómyndum. Nei, mín kæra. Þannig er þetta í stríði. Þá gilda allt aðrar reglur en á friðartímum. En hvert vorum við komin. Jú, níu mánuðir voru liðnir frá stríðslokum. Ég var kominn til Hull og ætlaði að freista þess að komast um borð í íslenskan tog- ara, en enginn togari reyndist hafa komið þangað lengi. Þá lagði ég leið mína til Fleetwood og komst þar um borð í togar- ann Venus. Það var ægilega vont í sjóinn og ég ældi eins og múkki alla leiðina til íslands. Þetta gerðist í janúar árið 1946. Ég hafði aldrei komið til Reykjavíkur áður. Þarna stóð ég á hafnarbakkanum um miðja nótt, peningalítill og var kominn til íslands til að kvænast. Engan þekkti ég og ætlaði að komast inn á hótel. Spurði til vegar og var vísað á Hótel Borg. Sem bet- ur fór var allt upptekið þar, ég var hvort eð var svo blankur. Það var þokuloft þessa nótt, rakt og kalt. Ég ráfaði áfram án þess að vita hvert ferðinni væri heitið. Rakst ég á gistiheimili Hjálpræðishersins, en því miður var allt upptekið hjá þeim líka. Ég spurði hvort ég gæti ekki fengið að sitja á stól þar í and- dyrinu um nóttina. Það reyndist ekki auðsótt og ég gekk aftur út á götuna. Þá kom á eftir mér kona, sem ég vissi síðar að var háttsett í Hjálpræðishernum, kafteinn Ruby var hún kölluð. Hún bauð mér gistingu í íbúð sem hún hafði til umráða og dvaldi ég Jaar uns úr rættist fyrir mér. Ég get sagt þér, og ég tala af reynslu, að starfsfólk Hjálpræðishersins er upp til. hópa besta fólk sem til er. Ég sá mörg dæmi um það á stríðsár- unum. Alls staðar var starfsfólk Hjálpræðishersins í fremstu víglínu þegar starfsfólk annarra hjálparstofnana hörfaði undan. í Englandi hef ég líka séð þetta fólk vinna fórnfúst starf. Kon- urnar sem selja Varðturninn ganga inn á ölstofur innan um dauðadrukkna menn og bjóða málgagn sitt. Það abbast ekki einn einasti maður upp á þær vegna þess að jafnvel meðal rudda eiga þær virðingu. Ég segi um starfsfólk Hjálpræðishers- ins: They believe in what they are. Þetta fólk er aldrei að sýn- ast. En áfram með smjörið. Und- arleg röð tilviljana, sem of langt yrði að rekja hér, réð því að ég komst ekki til Norðfjarðar fyrr en mánuði seinna. Þann tíma lifði ég á kaffi og kökum. Það var ódýrast." — Hvernig leið þér þegar þú hittir unnustu þína eftir fjögurra ára aðskilnað? „Þegar ég yfirgaf hana var hún ung og óþroskuð stúlka, en nú er ég hitti hana aftur var hún orðin fullþroska kona. Mér þótti hún svo falleg að mér varð um og ó. En það var svo undarlegt að eins og ég var búinn að hlakka til þessarar stundar og upplifa hana aftur og aftur í draumum mínum, þá loksins er við hittumst var eins og við þekktum ekki hvort annað. Svona villir tíminn um fyrir manni. í huga mínum var hún óbreytt eins og myndirnar af henni sem ég hafði borið á mér allan tímann. Ég hafði hugsað mér endurfundina allt öðru vísi og var fyrstu dagana satt að segja ekki viss um til hvers ég hafði komið. En ísinn á milli okkar reyndist þunnur og brotn- aði skjótt. Þremur vikum síðar vorum við gefin saman í hjóna- band.“ — Fluttust þið þá beint til Englands? „Já. Ég hafði dvalarleyfi hér í þrjá mánuði og langaði helst til að setjast hér að, en Halla vildi búa í Englandi og það varð ofan á. Við fluttumst til heimabæjar míns, Woodlands nálægt Don- caster. Þar starfaði ég í bakaríi um skeið. Síðan vann ég við málmsteypu sem var betur laun- að starf. Þar var ég í átta ár. Eftir það hélt ég aftur til starfa á þeim vinnustað þar sem ég hafði byrjað minn starfsferil, í kolanámu. Um stundarsakir dvöldum við á íslandi og ég starfaði á Keflavíkurflugvelli. Héðan snerum við aftur til Englands og enn fór ég niður í námurnar. Við höfðum eignast eina dótt- ur saman. Dóttur Höllu ólum við upp og seinna tókum við systurson hennar í fóstur. Halla yfirgaf mig og drenginn þegar hann var fimm ára gamall en SJÁ NÆSTU SÍÐU 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.