Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 3
people rely on the computer to do things that they used to do inside their heads, what happ- ens to their heads?) Time-verjar sjá fyllilega nauðsyn þess að tölvan heimski ekki manninn heldur geri hann vitrari, en, eins og áður segir, þá draga þeir ekki upp neina fram-. tíðarmynd af afleiðingum þess fyrra. Ef það byrjar með þessari tölvu að hún heimski, þá gæti það verið upphaf keðjuverkunar. Það koma fullkomnari tölvur og þá um leið heimskari menn og þá hefur ímyndunaraflið leyfi til að gera ráð fyrir að endirinn verði að maðurinn og vélin verði eitt. Við þurfum ekki beinlínis að heimskast til þess að þetta verði, heldur að skynsemi okkar haldi áfram að misþroskast, eins og mörgum finnst nú þegar votta fyrir. Stærðfræðileg hugs- un, sem uppfinning vélanna byggist á, er að hluta vélræn, a+b=b+a etc., og hættan getur legið í því að þetta skynsemis- svið mannsins haldi áfram að þroskast á kostnað annarrar heilastarfsemi. Það mætti kannski orða það svo, að við hefðum mest að óttast „vélina“ í höfði okkar. Það má ímynda sér að tengslin milli þessa vélræna skynsemissviðs mannsins og tölvunnar og fullkomnari af- komenda hennar, því enginn skyldi efa, að þeir fæðast, verði svo ríkjandi með manninum, að hann hætti að lifa því vitundar- lífi, sem greinir hann enn glöggt frá vélinni, svo sem fagurfræði, trú og heimspeki og ýmsar til- finningar, eins og ást og góð- leiki. Við mennirnir viljum hafa stjórn á einu og öðru, og leit- umst við á mörgum sviðum að halda jafnvægi í lífi okkar og umhverfi ogláta ekki eitt vaxa á kostnað annars. Líkast til væri nú ráð að fara að hyggja meira að skynsemisþroska okkar, þannig að hann yrði ekki allur í eina áttina, átt til vélarinnar. Það er ekki trúlegt að við finnum nokkurn tímann mann- inn í sjálfum okkur í stærð- fræðiformúlum og vélasmíð. Hins vegar gætum við líkast til týnt manninum svo rækilega í þessu hvorutveggja þetta, að vonlaust væri að leita hans framar. Ef sleppt er þvílíkum framtíð- ar vangaveltum, sem margur kallar eflauast óra eina um tölv- una og hugsanlegar afleiðingar afkomenda hennar á manngerð- ina, þá er vissulega engin bráð hætta á ferðum í sambandi við þá tölvu, sem nú er að ryðjast inn í mannheiminn. Hún er að vísu hin mesta reiknimaskína en hún fær ekki hugmyndir stærð- fræðingsins og lifir ekki mann- legu hugsanalífi, þótt hún vinni ýmis mannleg verk, heldur er hún dauður hlutur, þar til við komum og ýtum á takka, gang- setjum hana og tökum að vinna á hana. Það verður ekki á okkar tölvuöld, né næstu afkomenda sem maðurinn og tölvan verða eitt. Við þurfum að heimskast mikið og tölvan að vitkast mikið til að það verði, þótt í þessari vél kunni að leynast vísir að fram- angreindri þróun í óraframtíð. Við mennirnir munum, ef við ekki fyrirförum okkur, halda áfram að fá hugmyndir og hug- sjónir og berjast fyrir þeim og áfram lifir ástin og hatrið í brjóstum okkar, jafnvel með gervihjarta og gleði og sorg og misjafnt heilsufar og misjöfn öll okkar kjör og misjafnt í allan máta okkar hlutskipti og ekki tekur tölvan frá okkur dauðann og ekki tekur hún guð frá þeim sem á hann trúa. Hitt er ekkert efamál að tölv- an leggur undir sig skika af ver- öld okkar en skika, sem við þurf- um ekkert að sjá eftir og við skulum þá muna það, að við er- um að byggja okkar eigin heim og það var alltaf meiningin að losa sig við þessi verk, sem tölv- an vinnur, því að þau tilheyra gamla heiminum. Tölvan ætti að geta reynzt okkur góður þræll, ef við reynumst henni góðir hús- bændur, þar sem hún er bæði afkastamikil og vandvirk og ekki þurfum við að burðast með samvizkubit af þrælnum. Þá er það, að auk þess að vinna hin verstu verk er þrællinn sagður geta verið skemmtilegur. Það er nú aldeilis ekki til að skæla yfir að eignast vélþræl, sem fækkar mannlegum þrælum. Máski los- ar okkur alveg við þrældóm og auk þess gaman að honum. Hvort maður hefði ekki þegið svona þræl á togurunum ígamla daga. Setið með hann niðri í lúk- ar og stimplað inn á hann öll verstu og erfiðustu verkin á dekkinu, og farið svo upp í koju og látið sig dreyma um, að mað- urinn væri upp í hjá Marylin Monroe, eða var það Diana Durbin á mínum árum, ég man þetta ekki lengur, enda langar mig ekkert upp í til þeirra, þar sem þær eru nú. Þá hefur íslenzkt náttúrspekt talað, sem henni líkaði í bili og gefur nú Time-verjum orðið — efnislega.] Tölvan og draumurinn (Úr inngangi Roger Rosen- blatt’s, New World Dawns) — Hafið þið hjónin nokkurn tímann séð nokkuð þessu líkt? Hafið þið aldrei snert á Commo- dores, Timex Sinclairs, Osborne LS, TRS-80IIs., já eða Apple? Þið virðist vera tortryggin eins og þið væruð bóndahjón ofan úr afdölum. Ég ætla nú samt að selja ykkur eitt þessara tækja, því að ég veit að ykkur vantar það sárlega. Þið komizt ekki af án þessarar litlu elsku í kassan- um þeim arna, sem er komin hér til að telja fyrir ykkur og halda búreikninga, og geyma fyrir ykkur allt sem þið viljið muna og eitthvað getur kannski talað fyrir ykkur, og hver veit nema einn daginn kyssi þessi heimil- isvinur fyrir þig konuna, hús- bóndi góður. Nei, nei, þetta er alls engin sneið til þín, frú, held- ur er ég að telja fram það sem þessi heimilisvinur getur gert nú og gæti gert innan tíðar, ef hann er beðinn. Já, og hugsið um tímann, góðu hjón, sem hann getur sparað ykkur. Þurf- um við ekki öll á þeim tíma að halda, sem við getum með ein- hverju móti sparað? — Þú getur ekki drepið tím- ann, nema skaða eilífðina, sagði Thoreau. Mikill Bandaríkjamað- ur, Thoreau. Eigum við ekki orð- tækin: Tíminn flýgur og tíminn er peningar? — Enn eitt tækið til að spara tíma, segið þið, höfum við ekki verið að finna upp tæki til þess alla þessa öld og aldrei haft minni tíma en nú. Mikið rétt. Þetta fór ekki alveg eins og ætl- að var, hvorki með tímann né landið, við ætluðum nefnilega líka að leggja undir okkur land- ið með dálítið öðrum hætti en raun varð á. Kerran hans Fords átti bæði að spara okkur tíma og sigra vegina, en við fórum nú að búa á þeim. Járnbrautirnar áttu að færa okkur í sveitasæluna og þær byrjuðu að æða yfir landið fyrir 150 árum, spúandi þykkum kolamekki út í tært sveitaloftið, hræddu skepnur í högunum og þar fór sælan, en þær færðu okkur lýðveldið. Nú er ekkert eftir af sveita- dýrðinni nema nokkrir skikar, svonefndir þjóðgarðar. Flestir Bandaríkjamenn eiga sér þó enn sama drauminn um landið og forfeðurnir: græn grös, blá vötn og heiðan himin. En nú hafa þeir bara ekki tíma lengur til að láta sig dreyma þennan draum, hvað þá að hann uppfyllist. Vél- arnar hafa eytt fyrir þeim tím- anum til að láta sig dreyma. En það þýðir ekki að hugsa um það, landið er okkur að eilífu týnt. En heimur er meira en grasi gróið land, blá vötn og heiður himinn. Heimilisvinurinn, sem ég ætla að selja ykkur, hann opnar ný og ókunn svæði. Jörð- in, landið, var aldrei, hvort eð var, okkar eiginlegi vettvangur. Það var aldrei nema draumur. — Hugsjónaríkasta þjóðin finnur upp flestar vélarnar, sagði D.H. Lawrence. Mikill Bandaríkjamaður í sér, D.H. Lawrence. Evrópumenn hafa í 200 ár þótzt yfir okkur hafnir og skemmt sér við að velja okkur nöfn, en það skiptir okkur engu máli. Við vitum bezt sjálfir, Bandaríkjamenn, hver okkar hlutur er. Nú lifum við í hug- sjóninni um svæðið óendanlega, himingeiminn. Þeirri hugsjón megum við ekki glata. Far vel jörð, halló geimur. Tunglið og stjörnurnar bíða heimsóknar okkar brosandi og bukkandi sig. Hvernig hefurðu það, herra Júp- iter? Heimilisvinurinn hérna í kassanum, færir okkur ekki landið á ný heldur geiminn og hann færir okkur aukið frelsi og jafnrétti og hann getur látið vél- arnar, sem tóku tímann frá okkur, taka til að spara okkur tíma með því að hugsa um þær fyrir okkur. Þá fáum við nógan tíma til að láta okkur dreyma, drauminn, sem aldrei rætist um grösin græn, vatnið blátt og himininn heiðan. Og í þeim draumi finnum við sjálf okkur á ný. (Bjartsýnn maður, Rosen- blatt.) Jæja, hjónakorn, ætlið þið ekki að slást í hóp 4ja milljóna Bandaríkjamanna, sem nú eiga sér þennan nýja einkavin á heimilum sínum eða skrifstof- um. Sólin rís í vestri og það eld- ar af nýjum heimi. Sjáið þið ekki að barmann af dagsroðan- um leggur hér inn í eldhúsið. Alheimskreditkort hefur ver- ið útgefið og uppáskrifað (en það er eftir að innleysa það). Tölvan gengur í hús þitt (Úr grein Otto Friedrich: The Computer moves in) Tölvumenn segja, að brátt verði skynsamlegra að spyrja: „Hvað getur tölvan ekki gert? en: „Hvað getur tölvan gert?“ Það er orðið svo margt sem tölv- an getur, ef við erum með góða tölvu og kunnum á hana. Miklu fleira verður það þó innan tíðar. Sumar almenningstölvur, þótt litlar séu, sem nú eru að koma á markaðinn, geta sent fyrir þig bréf með hraða ljóssins, sjúk- dómsgreint hundinn og eitthvað sjálfan þig, samið fyrir þig tryggingaráætlun, leiðbeint þér um arðvænlega fjárfestingu, skilgreint eitt og annað fyrir þig, sem veldur þér heilabrotum og meira að segia framkvæmt fyrir þig ýmsar flóknar athafn- ir. Prestur nokkur, séra Ron Jaenisch í Sunnyvale í Kali- forníu, útbjó hjónavígslupró- gramm fyrir tölvuna sína. (For- rit er ágætt orð en einhvern veg- inn finnst manni prógramm eðli- legra. Það sakar að minnsta kosti ekki að eiga tvö orð.) — Tölvan vann sér það létt að gefa saman hjón með pomp og pragt og öllum seremoníum kirkjunn- ar. Fyrir nokkrum mánuðum sýndu saman í Las Vegas eitt þúsund tölvufyrirtæki stór og smá. Fyrirtækin sýndu þarna apparöt sín af ýmsum stærðum og gerðum og einstaka hluta þeirra, sem kallast einu nafni hardvare á amerískunni [og verið þýtt vélbúnaður sem er ágætt orð, en við getum einnig talað um tölvuhluta, sbr. vélahluta. Softvare kalla Bandaríkjamenn Framhald á bls. 16. Á ári hverju kýs fréttaritið Time mann ársins. Á síðastliðnu ári var þó enginn maður valinn, heldur VÉL ÁRSINS, sumsé The Personal Computer eins og vélin heitir á ensku og greinarhöfundur kýs að nefna almenningstölvu. Myndin er eftir bandaríska listamanninn Segal. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.