Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 10
Fine Arts Squad, Art Workers Cooperative, Chicago Mural Group o.s.frv. Stundum voru það nokkrir listamenn, en hitt hefur einnig margoft átt sér stað, að einn listamaður væri einskonar verkstjóri, og hefði með sér alls óskólað áhugafólk úr nágrenn- inu. Eftir að hafa komizt að niðurstöðu um myndefni, teikn- aði listamaðurinn það á vegginn og síðan gekk heill hópur í að mála og lagði hver af mörkum eftir getu. Hliðstæðir hópar hafa starfað í London, til dæmis Greenwich Mural Workshop. Svipmót alþýðumálverksins á mörgum götumyndum í Banda- ríkjunum, einkum í Kaliforníu, er til komið vegna þátttöku amatöra eins og áður er að vikið, en einnig vegna þess að höfund- unum er umhugað að minna á þjóðfélagslegt óréttlæti og bág- indi sumra minnihlutahópa. Bersýnilegt er, að oftast er mál- að á venjulegan hátt beint á múrstein eða steinsteypu og yrði sá frágangur fljótur að lúta í lægra haldi fyrir ágangi veðra á voru landi. En í Kaliforníu, þar sem lárétt slagviðri er óþekkt, getur útimálverk ugglaust stað- ið æði lengi. Evrópa: Fagmennska í fyrirrúmi í Evrópu er mjög fagmann- lega staðið að götumálverki og í bók sem út hefur komið og fjall- ar sérstaklega um þetta fyrir- bæri, eru skemmtileg dæmi þar um frá Bretlandi, Frakklandi, Niðurlöndum og Þýzkalandi. Samkvæmt því, sem kynnt er í bókinni, er götumálverk í þess- um löndum unnið af vel skóluð- um listamönnum og alls enginn svipur alþýðulistar á því. Stund- um er bersýnilega stefnt að því að koma á óvart; láta vegfarand- anum bregða eða reka að minnsta kosti upp stór augu. Til dæmis um það má nefna götu- mynd frá París, útfærða sam- kvæmt raunsæisstefnunni, sem sýnir veggmálara í þeirri vondu aðstöðu, að vinnupallurinn hef- ur dottið undan honum og sjálf- ur hangir málarinn í reipi, sem hefur haldið pallinum uppi. Skuggarnir, sem falla á vegginn af manninum og lafandi vinnu- pallinum eru svo eðlilegir, að vegfaranda sem kemur á fart- inni fyrir horn og sér þetta, hlýtur að bregða — og vonandi ekur hann ekki aftan á næsta bíl. Gamansemi og dómsdagsspár í evrópskum götumálverkum bregður fyrir gamansemi, sem minna virðist um í Ameríku. Til dæmis: Gluggaraðir eru málað- ar á vegg, sem í raun er glugga- laus, og vegfarandinn sér mis- munandi en mjög blómlegt ásta- líf í gegnum hvern einasta glugga. í Dússeldorf er mynd á gafli fjölbýlishúss, sem gæti heitið „Stóri bróðir sér þig“ og er af feiknarlegu auga, sem nær yfir allan gaflinn. Á öðrum gafli er jafn stórt eyra — og væri þessi utanhússlist komin austur fyrir járntjald, mætti segja, að hún hefði táknræna merkingu. 10 Enda þótt vettvangur af þessu tagi sýnist kjörinn fyrir póli- tíska list, eru aðeins sárafá dæmi um það í áður nefndri bók. Frekar að um sé að ræða friðar- boðskap eða óbeit á kjarnorku- vígbúnaði. Af því sauðahúsi er geysistór mynd í London: Nuc- lear Dawn: Kjarnorkudögun, þar sem dauðinn kemur vaðandi yfir Lundúnaborg, sveipaður bandaríska og sovézka fánanum og að baki hans springur sprengjan; tákn hinnar hinztu eyðingar. Einhverjum finnst kannski, að heldur sé óskemmti- legt að hafa þesskonar vegg- skreytingar fyrir augunum; hitt er þó stórum uggvænlegra að sá dómsdagur, sem myndin sýnir, skuli vera eins og hangandi Demoklesarsverð yfir heimin- um. Götumálverkið hefur ekki náð til íslands og liggja veðurfars- legar ástæður til þess, að menn reyna það ekki svo heitið geti. Margir húsgaflar í höfuðstaðn- um væru vel fallnir til þess arna — og ekki væri vanþörf á að gera eitthvað fyrir augað. Lík- lega verður það að bíða betri tíma, þegar búið verður að þróa tækni og efni, sem standa af sér veðrahaminn. Gísli Sigurðsson — Uppgjörið Framhald af bis. 5. rómantíkin. Rómantíkin er leið til að skoða veruleikann frá öðru sjónarhorni sem get- ur verið kitlandi og þægilegt en er í raun ekkert nema draumur. Draumur sem getur snúist út í martröð. Og hvað var hún, þessi stúlka sem hafði leikið hann svo grátt, annað en draumur sem snérist út í martröð. Eða var hún kannski sandur sem stráð hafði verið í augu hans og gerði hann blindan um tíma? Var það kannski eitthvað í lík- ingu við dyr sem gleymdist að opna. Dyr sem alltaf voru til staðar en hann var svo upp- tekinn af líðandi stund að hann veitti þeim ekki athygli þar til hann týndist í myrkr- inu og leitaði skelfdur að út- gönguleið. Þá sá hann hana. Og um leið þyrsti hann að vita hvað að baki var í von um að finna leið út úr ógöngunum. En þegar hann þrýsti húnin- um niður leystist úr læðingi orka svo mikil að hún þeytti hurðinni upp og bar hann yfir og á allt sem fyrir var án allr- ar miskunnar. Var það ef til vill þannig? Þurfum við að þekkja myrkrið til að vita að Ijósið er til? Það hljómar rökrétt. Veruleikinn er kaldur og miskunnarlaus þegar hon- um sýnist svo að vera og þá verða menn að geta staðið af sér storminn. Villuráfandi leitum við ljóssins og þurfum stundum að spyrja til vegar. Hann hafði reyndar gert það og það voru margir sem vildu hjálpa honum þó að þeir bentu ekki allir í nákvæmlega sömu átt. En hann vissi samt sem áður að hver og einn af þeim hafði sannleika fram að færa og var því hlýtt til þeirra allra. Skilningurinn er harður skóli og lýtur lögmálum sem engin getur sneytt hjá. Hann sló úr pípunni í ösku- bakkann á borðinu. Hann skyldi ekki alveg hvað fram hafði farið en honum leið bet- ur nú en áður. Það var eins og einhver breyting væri í ná- lægð. Eitthvað sem hann kom ekki auga á, gat ekki snert eða gert sér fyllilega grein fyrir, en var samt sem áður til stað- ar. Hann fann fyrir henni. Það var eins og fargi væri létt af honum, eins og hann væri að vakna eftir hræðilega martröð í svitakófi með hjartslátt og hugsaði: „Þetta var bara draumur." Eins og að vakna eftir langa dimma nótt og uppgötva að dagurinn er til. Hann tók í annað gluggatjald- ið og dró það örlítið frá glugg- anum. Það var bjart úti, svo bjart að hann pírði augun. Það voru þýðir vindar sem léku um hann og báru með sér angan vorsins. Jón Þór Gíslason ÚB MiMU l-ICRNI Þetta er framhald síðasta pistils, sem fjallaði um bókina Nýgræðingar í ljóðlist 1970—’81, sem Eysteinn Þorvaldsson hefur sett saman. Ég endaði hann á þessum orðum, að ég ætlaði að hugsa mig um. Satt að segja var ég búinn að margfara yfir kvæði bókarinnar, áður en ég ritaði það, sem þegar er prentað af þessum hugleiðing- um mínum. Og ég var líka búinn að velja stuttar tilvitnanir. Ég spurði sjálfan mig: Er maður ekki með þessu að búa til 36 smáljóð úr misjafnlega löngu efni eftir jafnmarga höfunda? Ljóðið er viðkvæmt form þar sem engu orði má halla. Þess- vegna er hætt við rangtúlkun, þegar nokkrar setningar eru hrifsaðar úr sínu eina rétta sam- hengi. En í stað þess að kasta í ruslakörfuna öllu því, sem ég hafði þegar ritað, eins og að mér hvarflaði, ætla ég að láta slag standa og birta framhald grein- arinnar, eins og ég hafði upp- haflega frá henni gengið. Ég vildi nefna alla sem i bókinni eru og ekki gera þar neinn manna- mun. Bið lesendur, og þó fyrst og fremst skáldin, að afsaka hve naumt rúm er skammtað og hve lítið sýnishornin geta sagt um ljóðin. Bið ykkur að taka viljann fyrir verkið. Þetta verður allt að vera í belg og biðu. Fæðingarár er við höf- undarnöfnin. Það sem kemst ekki fyrir að þessu sinni verður í næsta blaði og þar lýkur hug- leiðingum mínum. Ingibjörg Haraldsdóttir — 1942: Leitaðu með mér félagi að þessu sem við týndum sem við misstum út í svartan tómleikann þegar allir fóru að kaupa... Geirlaugur Magnússon — 1944: kúlan brenndi mark sitt á enni þeirra oddurinn saug blóðið úr brjóstum þeirra ... aðeins eitt get ég fært ykkur systur bræður vantrúna á vopnið. Jórunn Sörensen — 1944: og þegar þú leikur þér að eldinum skaltu forðast hugsanir um að þú getir brennt þig... Megas — 1945: blíðum í blænum brosir hún við oss hin margfrægða miðnætursól bíddu mín blóminn kvenna á bekknum steinsteypta við styttuna uppá arnarhól... Ólafur Haukur Símonarson — 1947: væri ég spurður mundi ég líkja ljóð- inu við fuglinn áður hann flaug en eftir að hann sat á greininni. Pétur Gunnarsson — 1947: þetta er mitt land og þarna á ég heima, einhversstaðar í öllu þessu grjóti á ég heima og þarna er hlátur minn oggrátur spurn mín og svar. Aðalsteinn Ingólfsson — 1948: Gamall dropóttur kjóll bærist á snúru fyrir sumarvindi ... gott efni, þunnt poplín: annað hefur ekki komið upp á milli okkar. Kristín Bjarnadóttir — 1948: í vélasal eru nokkrar löngu hættar að sjá hvort vélin sem þær stjórna heldur áfram eða gólfið og mér finnst ansi hart að hávaðinn nær miklu fljótar tökum á mér en fólkið... Kristinn Einarsson: Farið er á fjörur og gripnar hafmeyjar úr brimi hafsins eða af öldum tilfinninga... Vilmundur Gylfason — 1948: Frelsið við höfum gert það að skækju og við sofum hjá henni fyrir lítið verð. Sigurdur Pálsson — 1948: með svefnpoka undir augum höldum við ferðinni til streitu reimleikar bílsins halda hreyfingunni við vænsta kinnhest mundi ég gefa þér... Jón Daníelsson — 1949: Ljóð okkar eru hætt að föndra við lækjarnið hárlokka, fuglasöng og spaghetti... Heimskreppan ríður á þökum okkar og helsprengjan væntir sín í ágúst. Einar Ólafsson — 1949: og þeir tóku líkama Jesú ofan færðu hann í hreinan smóking og krossfestu aftur. Þórarinn Eldjárn — 1949: En Ari hann var ekki öldungis geldur og aðferðin þróaðist hratt: — Það sem sannara reynist það höfum við heldur ef hvorugt er satt. Engan dóm ætla ég að leggja á það, hvernig val Eysteins hefur tekist. Nokkurra nafna minnist ég þó, sem ég sakna. Það er til dæmis um gróskuna i ljóðagerð- inni umræddan áratug, að a.m.k. 73 bókarhöfundar frá þessu tímabili voru skildir eftir, en sjö sem ekki höfðu gefið út bók voru teknir með. Nýgræðingar er fallegt nafn, jafnvel tíu, átta eða fimm ára gróin frægðarskáld mega vel við það una. Sumir þeirra, sem utan- garðs urðu að þessu sinni, eiga eflaust eftir að láta skáldfákinn spretta eftirminnilega úr spori síðar, aðrir í hópnum, bæði í náð og vanmetnir, eiga eftir að sýna hvað í þeim býr. Enn aðrir hafa snúið sér að öðrum áhugaefnum. Sumir orðnir þingmenn, aðrir verða senn ráðherrar eða þá sparisjóðsstjórar á Fáskrúðs- firði, jafnvel sendiráðsritarar í París. Sumir halda áfram að yrkja, aðrir ekki. Við gömlu mennirnir í bransanum bjóðum sigurvegara orðsins velkomna í hópinn. Vissulega koma alltaf ný og góð skáld úr hópi hinna ungu, enginn hörgull á liðsmönnum í höll Braga. En mér sýnist að hann megi enn um stund sætta sig við það, sá góði gamli herra, að fæstir þeirra leggi rækt við fornar dyggðir rímsins. En það breytist aftur er tímar líða. Jón úr Vör Nýgræðingar er fallegt nafn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.