Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 4
Prógrömmun tölvunnar Það er ekki erfitt að átta sig á hinum ýmsu hlutum tölvunnar. Þeir eru skrúfur og boltar og ör- smáir kubbar. En það gegnir öðru máli um tölvuefnið (soft- vare). Kannski er auðveldast að sækja líkingu í sjónvarpið. Tölvan sjálf og þeir hlutar sem hún er samansett af má hugsa sér eins og sjálft sjón- varpstækið en tölvuefnið eins og það, sem sýnt er ísjónvarpinu og kallað sjónvarpsefni. Það er eins um tölvuefni eins og sjónvarps- efni, að það er búið til af mönnum fyrir hið dauða tæki. Tölvuprógrömmin eru líkt og sjónvarpstextinn, skrifuð. Samt ekki á venjulegu máli heldur eru allar skipanir gefnar á hrogna- máli sem er mismunandi eftir gerðum tölvanna. Basic, til dæm- ari“ sýnist engan veginn óbrúk- legt um þá menn, sem lærðir eru til að forrita tölvur. Þegar þú prógrammar tölvu, þá er náttúrlega fyrst að ákveða, hvaða verk tölvan á að vinna, á hún að spila 21 við þig, leiðrétta texta, færa upp tölur? Þegar verkefnið hefur verið ákveðið, þá færir tölvuritarinn sig stig af stigi í verkefninu. Þú getur hugsað þér þetta eins og matar- uppskrift. Uppskrift fyrir spilið 21 gæti verið eitthvað á þessa Ieið: „Taktu spilastokk, stokkaðu spilin, láttu hvern spilamann hafa tvö spil (hérlendis er aðeins gefið eitt spil á mann). Spurðu hann í forhöndinni hvort hann vilji þriðja spilið. Er hann sprunginn, fór hann yfir 21 ? Ef ekki, spurðu þá hvort hann vilji með það verk sitt að rita skipan- ir inn á tölvuna og prófa, hvort þær komi rétt út. Það er nefni- lega vissara að ganga úr skugga um það jafnharðan, því að jafn- vel prógramm að því einfalda spili 21 getur orðið mörg hundr- uð línur og hver lína þétt setin merkjum, táknum og tölum og samanþjöppuðum skipunum. Ef eitt merki, tákn eða stafur er ekki á sínum rétta stað í þessum hundruðum lína, er líklegt að allt forritið sé ónýtt verk, ekkert vit í því, sem tölvan hefur sent frá sér. Þessir læmingjar eru nefndir „bugs“ á enskunni ogþað getur tekið margar vikur í viða- miklum forritum að finna læm- ingjann. Einn slíkur kom sér fyrir í AT & T-prógrammi og lokaði fyrir allt langlínusíma- is, er það hrognamál sem flestar skrifstofutölvur eru þræddar til að skilja. (Þið vitið náttúrlega að tölvan er eitt voðalegt víravirki örfínna þráða.) Fyrir þann tíma sem nú er, þurftu þeir, sem áttu tölvur eða unnu við tölvu, að vinna sjálfir allt efni í hana, prógramma hana. Nú er það lið- in tíð, því á markaði eru nú þús- undir tölvuprógramma og af margvíslegu tagi, allt frá barna- leikjum til vísindaverkefna. Það er ekki meira vandaverk að setja tölvudisk á disksnælduna en setja grammófónplötu á fóninn eða snældu í myndband. Þú finn- ur þér bara rétta diskinn, lætur hann á disksnælduna og styður síðan á takka. Á örfáum sekúnd- um er tölvan prógrömmuð, og reiðubúin til að skila sínu verki, hvort sem það er nú einhver barnaleikur eða bókhaldsverk- efni ellegar leita uppi rit- villu. Að búa til prógrömmin er aft- ur á móti enginn barnaleikur, ef þau eru margbrotin og við það fást sérfróðir menn í gerð pró- gramma. Og nú lendum við Is- lendingar í dálitlum vandræð- um, sem eflaust leysast, hvort orðið sem við notum prógrömm eða forrit. Við eigum að vísu orð- ið „símritari“ og orðið „tölvurit- fjórða spilið..." Þegar ritarinn hefur komið saman uppskriftinni, tekur hann til að gefa tölvunni skipanir á máli sem hún skilur. Dæmigerð skipun gæti hlóðað svo: „Prenta: Viltu annað spil?“ Tölvan fæst við hvert orð fyrir sig og hún þekkir fyrsta orðið prenta og einnig gæsalappirnar. Hún hefur verið þrædd þannig að hún getur tekið við skilaboð- um milli gæsalappa og hún ræðst nú á hvern staf fyrir sig í skipuninni með þeim tveimur stöfum, hún hefur til umráða, 0 og 1, og ryður úr sér talnarunu, sem síðan verða að samhljóða runu raftákna og þau raftákn eru send rafmagnsbyssu, sem komið er fyrir í tómhylkinu eða loftlausa hylkinu, öðru nafni (vacuum tube) á bak við skjá tölvunnar. Byssan skýtur runu af rafeindum á bakhlið skerms- ins, þar hitta þær fosfóragnir, sem þekja skerminn og við þessa skothríð rafeinda taka fosfór- agnirnar að lýsa og deplar þeirra mynda bókstafi og þá er það komið, sem beðið var um „ViJtu annað spil?“ Það er eins gott fyrir tölvurit- arann, að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af rafeindunum eða fosfórdepijnum, hann hefur nóg samband við Grikkland svo mánuðum skipti. Tölvuritarar Ma Bell’s ætluðu aldrei að finna villuna. Þegar tölvuforritarinn hefur prófað vandlega og leiðrétt verk sitt og orðinn viss um að það sé í lagi, þá tekur hann prógrammið upp á segulbandsspólu eða tölvu- disk, og geymir það með sama hætti og viðgeymum ræður, sem við viljum halda til haga. Kannski líka hann hafi gert svo fróðlegt eða skemmtilegt pró- gramm, að eitthvert þeirra mörgu fyrirtækja, sem selj a prógrömm vilji kaupa það. Þá er prógrammið tekið á tölvudisk og sent til verzlana, sem verzla með tölvur og prógrömm í tölvur. Þegar tölvunotandinn hefur fullgert 21-prógrammið og lætur prógrammdiskinn á disksnæld- una, þá byrjar hún að snúast með hundruðum snúninga á mínútu. Um leið og diskurinn snýst, færist „haus“ líkt og á grammófóni yfir diskinn og tek- ur upp allt upprunalega forritið nákvæmlega eins og það var og færir það í minni tölvunnar, þar sem það síðan geymist vandlega, hvort sem það er prógramm í prófarkalestri eða til að stemma af bókhald ellegar selja svín. 4 Hlutar almennings- tölvunnar Modem — miðill. Tengir tölvuna við aðrar tölvur með símalínu. Senditæki og móttakari. Printer — Prentari. Skilar á pappír, því sem fram kemur á skjánum. Joy Stick — Stillistöng notuð til stillingar á myndbandaleikja- táknum. Keyboard — Lyklaborð. Þaðan eru send boðin til tölvunnar. Stimpluð inn. Monitor — Skjár, þar sem birtist það sem vélritað er og síðan svör tölvunnar. Main System Board — Aðalstjórnkerfið. Þarna er komið fyrir rafeindakerfinu og í þessum tölvuhluta fer aðalverk tölvunnar fram, bæði unnið úr tölum og gerðar ályktanir. Ram — Breytilegt minni og ekki ætlað til geymslu. Rom — Stöðugt minni eða geymsluminni, sem ekki er hægt að breyta. Adaptor Cards — Viðbótar- og leiðréttingarminni á spjöldum. Disc — Diskar, plötur, ýmist linar eða harðar og á þeim geymdar upplýsingar. Disc Drive — Disk drif, snúningsmótor og það sem honum fylgir. Hann snýr diskunum eins og gerist á grammafóni. Minni tölvunnar er mælt í öreindaskömmtum, Bytes (bitar), sem jafngilda einu tákni eða staf á lyklaborðinu. Minnisgeta tölvunnar er venjulega gefin í K (Keys) en eitt K er jafnt 1.024 Bytes. Eins og að ofan greinir er minni tölvunnar tvenns konar, Rom og Ram. Rom er skammstöfun fyrir Read Only Memory, en það eru minnisatriði sem geymast í tölvunni, fyrir tölvuna sjálfa, til dæmis allt sem lítur að því hvernig hún er gangsett og vinnur síðan, en þau atriði eru prógrömmuð af framleiðanda og óbreyt- anleg. Ram er skammstöfun fyrir Random Access Memory og það eru minnisatriði, sem sá er vinnur á tölvuna vill að tölvan geymi til að leysa verkefni sitt, og getur því kallast vinnsluminni. Þessi minnisatriði eru stimpluð inn á tölvuna á lyklaborði ef þau hafa ekki verið geymd á tölvudisknum. Þessi minnisatriði þurrkast út, þegar slökkt er á tölvunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.