Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 16
I Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu fTT f . , íriruA ÖAtACA' HÁ® Ró y--' m ma t -> E> ’A T A R 'l 4* H o F N " '. J T 1 £ R 1 L Ftall flLFA* e 5 T A 5vik Lofas L Æ 'h Kdóri \Jío weiNrtt 1 N N fi«A»lL SOMfTI V t K A' F R \ £> Haf- (xOL A Ú T R N A V£«K- au1. SKVCO AK R. E K U R HLTÓMI BTO’ D n I FÍFL- M r R ú £> A R N 1 R R A M M T • <d« 0* yfT 4 A A N- FVRR MtLT- . ’A í> U K MKUIL N 'o A JELUR þvrt u SAtO- teni;- E F JllTN- -AR R D F N A R Stiak M)VIÐ H 'lL’AT Kusk T R D Ck U m i F 5 £FA HLJÓM R 'o A k íía StfoTT H A L A K ú Ð »WKKJ« fvOA R > N A R N R H rj>i ’o £> 1 R KcMHST Full El Hí> A T 'o M R FliMR /V L 1 R S'JÍLL- U«lUN N*S)I 1 £> A N '~T> R Ú HÁVAÐI Aula ú N Ý R SSl PVCTT- “« N b T K«*rA Ó«IA K R ’A HLT- bí>A« 3 L ítani* ’A A RfeTT KlfAÐ 5 A T T trAO/r, 'o ú A Ewd- INA D ilMi- KVR. rz K i N u K U S A ICN- AÐA«- MMUÍ 5 \ •£) U R 5 8ÚM.R R A Ð 1 R u R T U N A om F 1 P N jj á Á Ú •’ . TxU^ 0L» ■kiM5N’S- ■NÁFdS tm- HLT. ■ ■ ■ trtlR NHHMmcnKik'A ÞTcma FLTót Ksr't TtKósAár / m- l/*v HRÓP5- PE fi- INWR. uR aul- At~SA 5TREW? KvCN- d-ýR YONDR- AR N t MLÐ TÖLU r ÖSVCUNDt MTÚka St),\iar- Dr'Rie Lorih\ HTÁ- KÞH- 11« NA? DREIFA 3>Bl*í IfROPP- IÐ M?ÁL- AOI F£R- 1 Ll SvELL- URINlN úAMíiA 3 eins KÁTUf? Kvkrd mi- 1R. K\\Ys\l 1APA£>I MVKINI Duú- LEáuR £ Nö- úofi PÁÚTIÐ 5tÁ UM riSbT- UÞÓ LAND ÍAfN Tv£l« EINS 5TR'i£> V/ítlaR. elsk,- AÐ\R 5KEL- /N |5V|Pf\Ð + JEVtt . PÍPUNA Tala ISH- FÖT ÍÍE/NIR HflNCi' le^ J=±L HwsdPr. elska DAN 5 TÓK £EIÐ 5eita HLT. Cleþi 1 -V l£DL| 4 MlNH- IST A Haf ■KLUVtK- |AM + |M£MN - Um íslenzkan listvefnað fyrr á öldum Frh. af bls. 3. Svíar nefna dukagáng, en er þó frábrugöinn honum í því hvern- ig munsturbandinu er brugðið um uppistöðuþræðina. Kann munurinn að stafa af því að þeg- ar glitað var í vefstaðnum — og síðar einnig í vefstóli hér á landi — sneri rétthverfan að vefaran- um, en við dukagángsvefnað snýr hún frá honum. Textíla, glitaðra eða með glit, er getið í heimildum þegar á 14. öld, en ekki er kunnugt um glitvefnað svo öruggt sé fyrr en á seinni hluta 18. aldar, þótt hins vegar sé til dæmi um orðið glitsaumur þegar fyrir miðja 16. öld. Við glitvefnað í vefstað voru notuð tvö hafaldasköft, einskeftuskaft og munsturskaft, sem nefnt var glitskaft. Glitvefnað má finna á sessuborðum og rúmábreiðum — sjá til dæmis mynd af ábreiðu Jóns Sigurðssonar á ís- lenska fimmhundruð króna seðl- inum — en algengastur er hann á söðuláklæðum kvenna sem notuð voru fram eftir síðustu öld. Er hann ævinlega á svörtum grunni, en munstrið margvís- lega litt oftast nær. Munstrin i 16 glitvefnaði eru reitamunstur, nær undantekningalaust rósa- uppdrættir sem yfirleitt eru tvískiptir þvert yfir mitt klæðið og þá samhverfir. Oft er nafn eiganda eða fangamark og ártal á klæðinu. Ull er ávallt bæði í grunni og munstri, og er að sjá sem nokkuð hafi tíðkast að nota útlent garn í munsturband. Salúnsvefnaöur Salúnsvefnaðar mun fyrst vera getið á fyrri hluta 18. aldar, en orðið salún má í íslenskum heimildum rekja aftur til önd- verðrar 14. aldar, oftast í merkingunni rúmábreiða svo sem verið hefur fram á þennan dag. Ekki verður þó sagt hvort salún hafi frá upphafi eða hve lengi verið með þeirri gerð sem enn er við það kennt og fram kemur í handritinu úr Viðey. Munstrið í salúnsvefnaði bygg- ist á hinni svonefndu salúnsrós, en hægt er að vefa af því marg- vísleg afbrigði. Þrjú hafalda- sköft voru höfð við vefnaðinn í vefstað, einskeftuskaft og tvö munstursköft. Salúnsábreiður voru ýmist bekkjóttar með ein- skeftubekkjum og salúnsbekkj- um á víxl, eða símunstraðar; mun fyrri gerðin vera talin eldri. Salúnin voru yfirleitt með dökkum grunni eins og glit- áklæðin, og yfirbandið með margvíslegum litum. I þau var oftast nær höfð ull eingöngu, en eftir að bómullartvistur fór að flytjast til landsins til vefnaðar á síðustu öld var hann þó stund- um hafður í grunnvefnaðinn, en ævinlega ullarband í yfirbandið. Krossvefnaður Krossvefnaður er mun fágæt- ari en glit og salún, enda sein- unninn. Líklegt má telja að séra Stefán Ólafsson, skáld í Valla- nesi (d. 1688), eigi við krossvefn- að þegar hann yrkir um áklæða- vefnað þriggja dætra sinna; þó kann einnig að vera um glitvefn- að að ræða: Vefur þessi vandofinn vekur list með þrem systrum, þær ríða við rönd áklæðis rósabekk í dagsljósi; mætast henkur marglitar, mynduð sporin vel binda; þeim ægir, að auk sextíu ein er í staðnum hleina. Elstu þekktu heimildir að öðru leyti, frá fyrri hluta 18. aldar, benda til að krossvefnað- ur hafi upprunalega verið nefndur krosssaumsvefnaður, enda er allur íslenskur vefnaður af þessu tagi sem varðveist hef- ur unninn eftir reitamunstrum, þ.e. krosssaumsmunstrum. Af því kann hann að hafa hlotið nafnið, er síðar hafi styst í með- förum. Krossvefnaður er ein- skeftuvefnaður, áþekkur brek- ánsvefnaði að því leyti að ívafið hylur uppistöðuna, en seinlegt er að vefa hann sem fyrr segir, því að bregða verður öllu ívafi í skilin með fingrunum eftir því sem munstrið segir til um. Krossvefnaður var hafður í sessuborð og rúmábreiður. Munstrin voru með ýmsu móti, bæði flatarmunstur og bekkir, og enn fremur stakstæð blóma- munstur, eitt eða fleiri saman í ábreiðu. Þau voru að jafnaði unnin með marglitu bandi, en flest varðveittu krossvefnaðar- klæðin eru með dökkbláum grunni. Eru þau ýmist frá lokum 18. aldar, ofin í vefstað, eða frá 19. öld og þá ofin í vefstóli. Hringavefnaður Eins og áður er fram komið hafa engar leifar varðveist af hringavefnaði eins og honum er lýst í handritinu úr Viðey, en af fyrirsögninni þar er hægt að gera sér glögga grein fyrir vefn- aðargerðinni. Ofið var með fjór- um sköftum, einskeftuskafti og þremur munstursköftum, sem er mesti fjöldi hafaldaskafta sem vitað er um í vefstað og að- eins í sambandi við þennan vefnað. Eins og nafnið ber með sér hefur munstrið myndað nokkurs konar hringi. Sam- kvæmt heimildinni var vefnað- urinn hafður í rúm- og söðul- brekán. Hlýtur munsturbandið að hafa verið í öðrum lit en grunnurinn og kynni jafnvel að hafa verið með ýmsum litum líkt og í salúni. Hringavefnaði af þessu tagi virðist ekki vera lýst annars staðar, ekki heldur í íslenskum eða aðgengilegum erlendum vefnaðarbókum, en ekki hefur þó verið kannað til hlítar hvort hann þekkist utan íslands, enda er tiltölulega stutt síðan honum var veitt eftirtekt. Um aldur þessa vefnaðar hér á landi verður ekki heldur sagt með vissu. Frá hringofnum brekánum er greint í heimildum frá seinni hluta 17. og fyrri hluta 18. aldar, og gæti þar sem best hafa verið um þennan vefn- að að ræða. Á 15. og 16. öld er getið um hökul með hringum, hringahökul og hringofna dúka og handklæði, er höfðu, áður en vitnaðist um hringavefnaðinn í Viðeyjarhandritinu, sumpart verið talin úr innfluttum dúk- um, sumpart úr íslensku hringa- vaðmáli. Nú hefur þriðji mögu- leikinn bæst við og verður seint úr skorið. Ennfremur verður að nefna að á seinni hluta 14. aldar eru í máldögum fjögurra kirkna skráð tjöld með ferskeftu eða ferskeftur. Virðist liggja í aug- um uppi að dúkar þessir hafa verið með fjórskeftum vefnaði; hvort hann hefur verið sá sami fjórskefti og kenna má við Viðey á seinni hluta 18. aldar er óvíst, en ekki útlokað. Niðurlag í næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.