Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 7
ungum og gróinn hatursmaður Kolbeins unga. Gísii var í Ör- lygsstaðabardaga en komst und- an uppí fjallið og þaðan yfir til Eyjafjarðar. Hann hafði neitað að sverja Kolbeini eiða, svo sem flestir af Sturlungaflokknum neyddust til eftir ósigurinn á Örlygsstöðum. Þessi synjun hefði vafalaust kostað Gísla líf- ið, ef vinur hans, Eyvindur prestur Ragnheiðarson, hefði ekki fundið ráð sem dugði. Ey- vindur átti son sem Kolbeinn hét og var þá barn að aldri og gat því vel kallazt Kolbeinn ungi, og Gísli sór Kolbeini unga eið- inn og vissu ekki aðrir en hann og Eyvindur prestur, hverjum svarinn var eiðurinn. og er þar góður hvor sem upp kemur“ Þórður ræddi fyrst við Gísla og þá við alþýðu manna og sagði að saman færi sinn skaði og al- þýðunnar í þessum sveitum og því sami það, að hann sé fyrir- maður í málunum, en þeir veiti honum eftirgöngu. „Mun þá annað hvort af bragði,“ sagði hann, „að vér munum rétta vorn hlut eða falla á fætur frændum vorum, og er þar góður hvor sem upp kemur.“ Þarna gyllir Þórður dauðann fyrir mönnum og jafnar honum til sigursins. Það er margdæma í Islend- ingasögunum og öðrum fornum sögum, að menn vilja ekki lifa við hvort tveggja sorg af missi ástvina og þá skömm að geta ekki hefnt þeirra. Dauðinn var þá lausn undan hvoru tveggja, sorginni og skömminni. Dautt hjarta var sorglaust hjarta og heiðrinum var bjargað, ef mað- urinn féll við að hefna og það var ekki lítilvægt á þessum tíma, þegar menn vissu að orð- stírinn lifði, þótt allt annað dæi. Eins og horfurnar voru fyrir Þórði, þegar hann heldur tölu sína í Haga yfir alþýðu manna, hefði ekki verið óeðlilegt, að honum yrðu döpur orð af munni. Hann er nýkominn frá Sturlu þar sem hann hefur fengið álíka svör og hjá Hálfdáni, báðir telja hans mál svo vonlítið, að þeir víkjast undan liðsemd við hann. Þórður hlaut að taka mark á þessum vitru mönnum, sem voru honum kunnugri um ástandið i landinu, og fyrst að þeir höfðu svo litla trú á sigrinum, hvers var þá að vænta af alþýðu manna. Nú var það svo um Þórð, eins og önnur mikilmenni sem ráðast af hugmóði í baráttu sem flest- um sýnist vonlítil, að hann átti daprar stundir og honum kynni því að hafa flogið í hug, eftir árangurslitla liðsbón hjá þeim, sem hann vænti sér mest af, að það væri bezt fyrir sig að hafa skamman á að leysa sig undan sorginni og skömminni og hætta að hugsa um sigur heldur það eitt að falla með sæmd og hann hafi því haft sjálfan sig í huga l'remur en þá menn sem hann var að tala fyrir, þegar hann sagði „hvorn góðan sem upp kæmi“ dauðinn eða sigurinn. Það hefur þó eflaust ekki ver- ið sú hugsun, sem réði orðum Þóröur átti í haröri baráttu viö sjálfan sig, enda stóöu aö honum þrjár ólíkar ættir og ríkar kynfylgjur: Sturlungar, sem voru skáld og sagnamenn, fésýslumenn en litlir hermenn. Baráttuhuginn og hermennskuna haföi hann frá Ásbirningum og spaklegt vit frá Haukdælum. En bak viö allar hans geröir trónir Hákon gamli Noregskonungur, sem Þóröur veit aö veröur endanlega sigurvegarinn. Þórðar. Það gætir aldrei hug- sýki í tali hans, þegar hann þarf að hvetja menn til stórræða. Einfaldasta og líklegasta skýr- ingin á þessu orðafari er sú, að Þórður telur, eftir reynslu sína af Hálfdáni og Sturlu, vonlaust að gylla fyrir mönnum sigur- vonina og þau laun sem sigrin- um fylgi; hann fái engan mann til að trúa á sigur og eigi því annars kost en hamra á þeirri skömm, sem þeir menn búi við, sem misst hafa frændur og eign- ir fyrir Kolbeini og séu kúgaðir af honum. Það geti enginn al- mennilegur maður lifað við þetta og því sé þeim það góður kostur og álitlegur að falla á fætur frænda sinna við að hefna þeirra og bjarga þannig sæmd sinni. Hann klifar jafnan á þessu nær sem hann talar fyrir mönnum, skaðanum og skömm- inni. Heiftin til Kolbeins sauð í mörgum og harmar þeirra vökn- uðu upp og heift þeirra magnað- ist við fortölur Þórðar og þessi áróður hans var það sem aflaði honum liðs í fyrstu líkt og Hálf- dán hafði spáð þegar hann ráð- íagði Þórði að halda rakleitt vestur í Dali og á Vestfjörðu. „Vestra eru margir þeir menn, er harma sinna eiga að rétta við Kolbein og Sunnlendinga og þeir munu gjarnari til ófriðar en ég og mínir menn.“ Þórður vissi þetta með Hálfdáni, að það var þá engin leið að fá menn til að berjast, ef ekki tókst, þegar vaktir væru upp harmar þeirra og hefndar hugur. Hann var mestur þegar baráttan var hvað erfiöust Gísli í Bæ var tekinn að gaml- ast, þegar Þórður kom í liðsbón á Barðaströnd haustið 1242. Hann vékst undan að fylgja Þórði sjálfur í herferðir, sagði sér mál að hætta ófriði, en fjóra syni sína skyldi hann fá Þórði til fylgdar og hvetja alþýðu til liðs við hann. Þetta sýnast nú mega teljast góðar undirtektir við liðsbón ekki álitlegri en Þórðar, en Þórði fannst það ekki og sagði sig ekki hafa grunað að Gísli vildi spara sjálfan sig, og kemur þarna fram sem oftar ofsi Þórð- ar, sem hann virðist hafa átt erfitt með að stilla, og þess var skammt að bíða, að honum yrði að skaða í liðsbóninni þessi skapgalli. Það skemmtilegasta við Þórð- arsögu kakala er að hugsa um manninn á bak við baráttusög- una. Og höfundur sér um að það sé hægt þótt engin bein lýsing sé á Þórði, hvorki útliti hans né annarri gerð. Höfundurinn lýsir svo skýrt háttalagi og viðbrögð- um Þórðar við hinar ýmsu að- stæður, að það fæst góð mynd af manninum í sögunni sé svip- myndum sögunnar raðað sam- an. Þórður kakali var maður bar- áttunnar, naut hennar, og var mestur þegar hún var sem erfið- ust og hann virðist ekki hafa þolað aðgerðaleysi. Þessi ferlegi drykkjumaður í aðgerðaleysinu úti í Noregi er aldrei orðaður við drykkju þau þrjú ár, 1242—45, sem hann stendur í hörðu hér uppi á Islandi. Þegar hann hinsvegar er setztur í ríki Kol- beins unga og mestu stórræðin að baki, þá fer hann til skips og kaupir bjór, mikinn bjór. Árið 1250 er Þórður orðinn allsráð- andi í landinu, þá segir sagan: „Kom Þórður í Vestmanna- i eyjar. Tók þar vin mikið er hann átti, en Svarthöfði hafði út flutt og skilið eftir í eyjunum." Fræg er svo andlátsdrykkja hans 1256, þegar hann á ný situr í aðgerðalitlu embætti úti í Nor- egi. Þórður hefur verið skapríkur og örgeðja og því ekki átaka- laust fyrir hann að hafa stjórn á sér, þegar honum var mótþægt. Það varð þó að gerast meðan hann var að afia sér fylgis og treysta stöðu sina. Þá er það einnig svo um Þórð að þótt bar- áttuhugurinn sé ríkjandi með honum og annað láti hann ekki uppi, þá sækir á hann hugsýki, sem lýsir sér ekki með orðum, heldur háttalagi, það er eins og hann sé stundum tregur til að forða sér undan Kolbeini og vilji helzt ganga undir vopn hans og binda þannig endi á baráttuna. Þá er og Þórður tilfinningasam- ari en gerðist yfirleitt um her- menn þessa tíma. Hann vill vernda hið veika kyn, konurnar, og leggur blátt bann við, að þeim sé nokkurt mein gert og hann er trúhneigður og ákallar guð og hefur mikla helgi á kirkj- um, það mátti engin spjöll vinna á þeim né rjúfa kirkjugrið. En jafnt þessum sveiflum í sálarlíf- inu og geðslaginu er Þórður gæddur kaldri skynsemi og reynist bæði klókur hershöfð- ingi og hygginn stjórnmálamað- ur. Þórður kakali hefur þurft að glíma við sjálfan sig ekki síður en óvini sína og það gerir ein- mitt feril hans áhugaverðan umfram flestra annarra höfð- ingja Sturlungaaldar. Ekki sízt fyrir það, að hann nær meiri árangri í baráttu sinni en nokk- ur annar, þrátt fyrir að hann er ekki heilsteyptrar gerðar, held- ur há honum ýmsir meinlegir gallar, sem þeim eru jafnan erf- iðir sem brjótast vilja áfram og keppa að einhverju tilteknu marki. Þrjár ólíkar ættir Að Þórði stóðu þrjár ólíkar ættir en ríkar kynfylgjur og Þórður er sá Sturlungi sem virð- ist sækja eitthvað í allar þessar ættir. Sturlungarnir, afkomendur Hvamm-Sturlu, voru skáld, sagnamenn og fésýslumenn en litlir hermenn, nema Sturla Sig- hvatsson, sem sótti það í móður- ættina. Sighvatur faðir Þórðar var skáldmæltur og spaugsamur en lika ágengur og frekur til fjárins líkt og Snorri bróðir hans. Hinir tveir bræðurnir voru heldur friðsamir bændur og vitrir menn. Það vantaði Frh. á bls. 14. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.