Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 11
Prentstofan í Viö- ey — fyrsta prentsmiðja á Suðurlandi — leit þanníg út sam- kvæmt teikningu Jóns Helgasonar biskups. A loftinu var bókbands- stofan. Magnús Stephensen flutti prenstsmiðjuna til Viöeyjar. Viðeyjarstofa að innan. Engin furða var, þótt almenningur á 18. öld kallaði þetta „slot“, enda var og er hátt til lofts og umbúnaður dyra og á lofti sést þarna í upprunalegri mynd. Ein dóttir Skúla giftist Bjarna Pálssyni, sem síðar varð fyrsti landlæknirinn; hann bjó í Nesi við Seltjörn og byggði Nesstofu. Þegar þeir Bjarni og Eggert Ólafsson unnu að ferða- bók sinni, lögðu þeir drögin í Viðeyjarstofu, þar sem þeir sátu á vetrum. Síðar skráði Sveinn Pálsson náttúrufræðingur, sem kvæntur var dótturdóttur Skúla, ferðabók sína að verulegu leyti í Viðeyjarstofu. En þegar Skúli tók að eldast, komu boðaföllin hvert á fætur öðru. Steinunni konu sína missti hann 1785 og Jón sonur þeirra féll frá fyrir aldur fram fjórum árum síðar. Bæði urðu Skúla mikill harmdauði. Þau Jón Skúlason og Ragnheiður kona hans áttu einn efnisson, sem nefndur var Jón Vidö. Hann var nýorðinn stúdent, þegar Skúli sendi hann ásamt tveimur geymsluföngum í sendiför til Reykjavíkur. Skyldu þeir ná í föng í erfidrykkjuna eftir Jón Skúlason. Svo virðist sem fang- arnir hafi orðið ósáttir á leið- inni, líklega drukknir, og féllu allir útbyrðis og drukknuðu. Ein raunin bættist á aðra, fráfall sonar og Sonarsonar, fjárþrot og embættismissir tengdasonar, hugsanleg refsing fyrir van- gæzlu á föngunum og hótanir stiftamtmanns átti hann yfir höfði sér. En Skúli barst af karlmannlega og mælti þegar hann spurði dauða sonarsonar síns: „Goldið hef ég nú land- skuldina af Viðey.“ Lá í þeim orðum að ýmsir hafi öfundað Skúla af þeirri kostajörð, sem Viðey var orðin vegna dugnaðar hans. Flestum varö star- sýnt á hann í fyrstu í bók sinni um Skúla Magn- ússon lýsir Jón Jónsson Skúla svo: Að ytri ásýndum bar Skúli Magnússon eigi mjög af öðrum samtíðarmönnum sínum, en nokkuð hafði hann við sig, það er ósjálf- rátt vakti athygli manna og eftirtekt, svo flestum varð starsýnt á hann í fyrstu. Hann var með hærri með- almönnum á vöxt, réttvax- inn, sívalur og hvelft brjóstið, handsmár og vel- limaður, kvikur mjög í hreyfingum, skinnræstinn og hörundsbjartur, togin- leitur og bólugrafinn mjög, varamikill og þó eigi munnljótur, fráneygur og svarteygur, svipmikill og stórhöfðinglegur og svipur- inn nokkuð áhyggjufullur. Hann var flestum mönnum hvellrómaðri, en seinmælt- ur og var sem hann biti á vörina er hann talaði. Eng- inn var hann sérlegur burðamaður, en þolinn, þrautseigur og heilsugóður. Varð honum því nær aldrei misdægurt fyrr en nokkuð á efstu árum sínum, og má það furða heita um mann, er átti jafn erfiða og ónæð- issama ævi. Viðhafnar- og skartsmaður var hann að sönnu, þótt eigi bærist hann mikið á hversdags- lega, hvorki í klæðaburði né öðru. Hann var maður hreinlátur og reglufastur og hinn kurteisasti í lát- bragði, að meðallagi glað- lyndur og heldur fálátur og þögull hversdagslega, en þó veitingasamur, einkum við vini sína. Þessi kempa, sem brugðið hef- ur stórum svip á Viðey meira en nokkur annar maður, átti um það er lauk að baki 20 siglingar út til Kaupmannahafnar. Blind- ur var hann síðustu árin eftir ígerð, sem hann fékk í hægra auga, — og svo fótkaldur, að hann batt dúnkodda um fætur sér. Hann andaðist úr landfar- sótt í Viðeyjarstofu og hafði þá þrjú ár um áttrætt. Stiftamtmannssetur í Viðey Enda þótt Viðey yrði ekki landfógetasetur eftir Skúla, hélt hún reisn sinni og sæmd. Annar höfðingi flutti í Viðeyjarstofu: Ólafur Stefánsson, stiftamt- maður, „tók þar ríki“, næst á eftir Skúla — og hefur honum ugglaust sýnzt, að fekki væri þörf á frekari jarðabótum. Að vísu var farið að falla á glansinn á síðustu árum Skúla; samt bar Viðey af. Ólafi tókst raunar að halda þar uppi þeim höfðings- brag, að hvergi var hann meiri á landinu öllu. Jón biskup Helgason segir svo um Ólaf í Lesbókargrein sinni 1939: Auk þess sem hann var mestur valdamaður hjer á landi um sína daga, þá var höfðingslund hans við- brugðið og göfuglyndi við hvern sem í hlut átti. Hann var mesti dugnaðarmaður til allra embættisstarfa, menntaður vel, eftir því sem gerðist úti hjer á þeim tímum, hinn skemtilegasti í allri umgengni ogyfirleitt mikill gleðimaður. Var því síst ófyrirsynju um hann kveðið af bónda einum sem sótti hann heim: Ekki sá ég hann iðja par, á sem væri snilli; hann var að strjúka hendurnar og hló svo dátt á milli. Allur heimilisbragur var eins og hann getur bestur verið, enda segir Magnús konferenzráð um hjóna- band foreldra sinna, Ólafs stiftamtmanns og Sigríðar Magnúsdóttur (amtmanns Gíslasonar), að það hafi verið „í stuttu máli sann- kallað himnaríki á jörðu“. Mun þá líka mega segja, að Ólafur Stefánsson ætti óvenju skjótan og glæsi- legan frama sinn meðfram að þakka því kvonfangi, sem honum hlotnaðist, þar sem var amtmannsdóttirin frá Leirá. Sjera Páll skáldi kallar hana í einhverju Ijóða sinna „sjaldgæft um- gengnis raritet“. Þó segir sagan, að sú hin ágæta kona hafi verið fastari á fje sínu en bóndi hennar. Fylgir það sögunni, að eitt sinn kæmi fátækur bóndi til amtmanns og beiddi hann hjálpar í mikl- um matarskorti sínum. Á amtmaður að hafa gefið honum hestburð af mat og lánað honum einn af hest- um sínum til að flytja á matinn heim. Þegar frúin heyrði hve örlátlega bóndinn hefði verið leystur út með mat- gjöfum, á henni að hafa þótt nóg um örlætið og spurt bónda sinn hví hann hefði ekki gefið hestinn líka. Hafi þá stiftamtmað- ur hlaupið út og kallað til mannsins: „Maturinn er frá mjer, en konan mín segir, að þú megir líka eiga hest- inn.“ Eftir það hafði frú Sig- ríður aldrei amast við ör- læti bónda síns, enda hjelst það í fari hans til dauða- dags. Þeir erlendir gestir, sem eitthvert mannsmót var að, tóku það sem sjálfsagðan hlut að heimsækja Ólaf Stefánsson í Viðey; rómuðu þeir gestrisni hans og höfðingsskap. I ferða- bókum má lesa lýsingar á við- tökum í Viðey og er sannast sagna, að þar var höfuðstaður þjóðarinnar þá í augum er- lendra vísindamanna og höfð- ingja. Óöal Stephen- senanna Það þótti eðlilegast af öllu á þessari tíð, að nokkur festa væri í stéttaskiptingunni og sonur tæki við af föður; hvort heldur það var embætti eða ættaróðal, nema hvorttveggja væri. Nú gerðist það, sem ekki gat orðið eftir Skúla Magnússon, að sonur Ólafs stiftamtmanns tók þar við ríki: Magnús Stephensen dóm- stjóri og merkasti maður sinnar samtíðar á margan hátt. Titill Magnúsar var raunar: „Kon- unglegrar hátignar jústitsráð og jústitiarius í þeim konunglega íslenska landsyfirrétti11. Þar að auki var hann oft kallaður Magnús konferenzráð. En Magnús Stephensen var einnig og ekki síður einlægur hugsjónamaður. Trúlega stóð hann föður sínum framar að ýmsu leyti, til dæmis að gáfum og lærdómi, að ekki sé talað um eldlegan umbótahug. Mitt í verzlunar- og veraldarvafstri og Jörundarmálum hundadagakon- ungs, var „upplýsing lands- manna“ hugsjón hans. I því skyni var stofnað til „Hins kon- unglega íslenska landsuppfræð- ingarfélags", sem hvíldi á Magn- úsi og þótti hann þar sem víðar „höfði hærri en lýðurinn“. Hitt var þó víst orða sannast, sem um hann var ritað á 100. ártíð- ardegi hans, að „fáum af forvíg- ismönnum sínum hafi þjóðin unnað minna fyr og síðar“. Um búskap Magnúsar í Viðey er fátt kunnugt annað en það, að hann þótti sitja jörðina með prýði. Á fardögum 1812 fékk hann Viðey til ábúðar, en líkaði miður að vera landseti. Eftir talsverða tregðu fékk hann Við- ey til kaups fjórum árum síðar og var Viðey síðan í eigu niðja Magnúsar allt fram til 1903. Prentsmiðja! hnappagatið Viðey eignaðist eina viðbót- arrós í hnappagatið í tíð Magn- úsar Stephensen sem var prentsmiðjan. Ekki vitum við nú, hvernig þar var innanstokks, en samkvæmt teikningu sem til er af prentsmiðjuhúsinu, hefur það verið ofur venjulegur torf- kofi með einni viðarklæddri burst og þremur smárúðóttum gluggum. Prentsmiðjan stóð aft- an við Viðeyjarstofu. Forsaga málsins var sú, að Magnús bjó áður á Leirá og stóð þá fyrir því, að þar voru samein- aðar prentsmiðjurnar á Hólum og í Hrappsey. Þessi nýja og sameinaða prentsmiðja Lær- dómslistafélagsins var fyrst í Leirárgörðum og síðan á Beiti- stöðum, unz Magnús flutti hana með sér til Viðeyjar. Á teikning- unni má sjá þrjá örlitla kvist- glugga á þaki og báru þeir birtu í bókbandsstofuna, sem var á loftinu. I aldarfjórðung, eða til 1844 var þessi einasta prent- smiðja landsins þarna til húsa, unz hún var flutt til Reykjavík- ur vegna endurreisnar Alþingis. Konferenzráðið andaðist í Viðey 17. marz 1833. Framhald í næsta blaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.