Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 13
Af hinni tæru snilld í eldhús- byggingum og íþrótta- fréttum tnauroæiura eianusi rramKvæmaastoTnunan • Val Brazy, Fram. var •tigahæati leikmahur mðtains meh 10» «tlg. Þá Bob Star McGuire 1S meft 92, Stew Johnson KR 83 og Slmon OIaí.»on Fram einnig meft 83st I “ s g-8- i*S e> 3 g-g 3- 3 3 -■ í£ CTO 2 S. us o» Þess minnist ég, að einhvern- tíma á dögunum hringdi fullorðin kona — ein af þessum góðhjörtuðu konum í fullkominni sátt við lífið og tilveruna — og vildi vekja at- hygli á því, að þessir rabbpistlar væru einatt neikvæðir. Menn not- uðu tækifærið til að vera með að- finnslur, eliegar þá að þeir helltu úr skálum reiði sinnar. Seisei jú — ekki stoðaði annað en kannast við þetta; rabbhöfundum sem öðrum er í mun að bæta sitthvað, sem þeir telja að miður fari í þjóðfélag- inu og kannski verður bara úr þessu margradda nöldurkór. Síðan hef ég verið að hugleiða, hvort ekki væri hægt til smá til- breytingar að hrósa einhverju — og þegar betur var að gáð, reyndist svo margt til fyrirmyndar, að ég get aðeins drepið á fátt eitt hér. Oft er að því fundið, að stjórnun sé laus í reipunum hjá opinberum stofnunum; þar skorti stefnufestu. Frá þessu er þó markverð undan- tekning, sem er sjálf Fram- kvæmdastofnun ríkisins, sem alls ekki hefur verið prísuð sem skyldi. Þar standa kempur sem bogna lítt i byljunum og hlusta ekki á væl um gersamlega ófæra tækja- snauða og hættulega flugvelli, og annað ámóta. Þeir vita, að fyrst þarf maður að fá almennilega að éta, áður en hægt er að ráðast í að bæta flugvelli — þessvegna þarf ekki að koma neinum á óvart þótt mannsæmandi eldhús í stofnunina sjálfa yrði forgangsverkefni. Það gladdi á sínum tíma hjörtu vor, þegar stofnunin fékk þak yfir höfuðið við Rauðarárstíginn. Síðar kom í ljós, að nægilega framsýni skorti, þegar húsið var byggt; þar var aðeins gert ráð fyrir sæmilegu eldhúsi. Auðsætt ætti þó að vera, að menn þurfa geysilega mikið og gott að borða, sem svo að segja standa með sjóðina á herðunum að stýra jafnvæginu í byggð landsins. Og nú er komið í Ijós, hvað bless- aðir mennirnir máttu þola árum saman: Þeir fengu í hádeginu að- sendan mat utan úr bæ og fáa hef ég skilið betur en talsmann þeirra, sem sagði, að þesskonar matur væri leiðigjarn. Þegar ég maula brauðbitann minn í hádeginu og fær mér stundum appelsínu með, þá reikar hugur minn til verka- mannanna í víngarði Fram- kvæmdastofnunar og ég fyllist meðaumkun, þegar ég sé þá fyrir mér borðandi þennan aðsenda mat utan úr bæ. Þau gleðitíðindi bárust þjóðinni í upphafi skammdegis, að búið væri að bæta úr þeim kotungs- hætti, sem fyrir var: Nýja eldhúsið orðið prýði og stolt stofnunarinnar og svo frábærlega er staðið að matseld þarna, að maturinn ku kosta 33 krónur, þegar sambæri- legur málsverður kostar 100 krón- ur á vertshúsum. Allur sá sparnað- ur er að þakka framúrskarandi stjórnunarhæfileikum. Fyrstu fregnir hermdu, að til nýja eldhússins mundi stofnunin aðeins splæsa 600.000 krónum, eða svo sem íbúðarverði — og þótti þá mörgum, sem óþarflega væri skor- ið við nögl. Nýjustu fregnir herma þó, að milljón — eða 200 milljónir gamalla króna — hafi orðið nær lagi, og það gleður mig og að- dáendur stofnunarinnar sannar- lega. I framhaldi af þessu hafa þó læðzt að mér áhyggjur um það til dæmis, hvort blessaðir mennirnir í Þjóðhags- og Framkvæmdastofn- un fái þá nægilega vönduð borð til að borða við. Og hvað með postul- ín, silfur og kristal og þesskonar, sem heyrir til mannsæmandi há- degismat? Ég vona líka sannar- lega, að Hótel Saga geti með tím- anum eignazt samskonar ofn og er í eldhúsi Framkvæmdastofnunar, en um það dreymir forstöðumenn hótelsins. En sem sagt: Innilegar hamingjuóskir. Þættir um íslenzkt mál í útvarp- inu erujafnan reistir á einhverju því, sem miður vel er sagt í blöðun- um. Það er gott og blessað, en dá- lítið einhæft fóður til lengdar. Hvernig væri, kæru fræðingar, að finna og lesa upp eitthvað, sem gæti talizt til fyrirmyndar og allir landsmenn gætu lært af? Eitthvað myndauðugt, safaríkt og snilldar- lega orðað — eins og íþróttafréttir dagblaðanna eru yfirleitt. Því mið- ur verður að viðurkenna, að Mogg- inn kemst ekki í hálfkvisti við Tímann og DV-ið í hinni tæru snilld íþróttafrásagna, en það er eins og í sportinu, að ekki geta all- ir verið númer eitt. Jónas frá Hriflu ráðlagði mér ungum að lesa Sturlungu, ef ég ætlaði að skrifa eitthvað að ráði. Ég hef nú gert það annað veifið, en er alveg hættur því og lúri þess í stað í íþróttafréttunum, sem fjalla að 99 hundraðshlutum um fótbolta og handbolta. Ég er líka alveg sammála blöðunum um að minn- ast ekki á aðrar íþróttir, enda er þar um að ræða eitthvert fratsport fyrir almenning. Aftur og aftur styn ég af ein- skærri ánægju, þegar ég les um kappana „á skotskónum“, eða þá sem voru „ekki á skotskónum", þvílík myndauðgi. Æsispennandi er að lesa um alla þá sigra, sem þessir menn vinna „í ljónagryfj- unni“ og uppá síðkastið hefur runnið upp fyrir mér, að ég og flestir aðrir íslendingar hafa ekki skilið sögnina að misnota. Ég vísa því til sönnunar á fjölmargar sorg- arsögur af köppum, sem „misnot- uðu vítið“. Ég nýt þess ofan í neglu að lesa um „taktana“ sem þeir sýna í knattspyrnunni; á hátíðlegum stundum verða það „snilldartakt- ar“. Það er að sönnu smá átak að komast í takt við svona snilld, ekki sízt fyrir sveitamenn, sem eru því vanir að taktar merki kæki. Ég hef líka lært að dást að strákunum, sem sitja einlægt á varamanna- bekk og eru samt ofurstirni, að ekki sé nú talað um hina, sem virð- ast svo til aleinir hafa sigrað fræk- in atvinnulið, samanber: Pétur og félagar hans unnu, — Ásgeir og félgar hans unnu. En þetta er samt ekki einsdæmi; Egill Skallagríms- son mun hafa komizt í viðlíka krappan dans og orti: Börðumsk einn við átta/ og við ellefu tvisvar — o.s.frv. Hitt er svo annað mál, hvort aðrir eins andans menn og íslend- ingar eigi að eyða tíma sínum til íþróttaiðkana. Mér lízt geysilega vel á þá nýju stefnu að manna keppnislið með útlendingum eins ogþeir gera í körfuboltanum til dæmis. Helzt eigum við að semja við svarta kynstofninn, sem er yf- irleitt spengilegri en við og vel til íþrótta fallinn. Þar með erum við yfir þetta hafin og þurfum ekki að taka töpin eins nærri okkur. Það er spurning, hvort ekki ætti að semja á einu bretti við Nígeríu- menn um að taka alfarið að sér íslenzkar keppnisíþróttir — eða Massai-þjóðflokkinn, sem er ennþá háfættari. Þá yrði nú fyrst fjör í ljóna- gryfjunni; kapparnir allir með snilldartakta á skotskónum og engin hætta á, að þeir misnotuðu vítin. Gísli Sigurðsson I 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.