Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 14
Þórður kakali Sína ögnina hafði hann frá hverjum Frh. af bls. 7. hörkuna í skapgerð þeirra bræðra allra til vígaferla, og þeir voru ekki grimmir í sér. Þórður sækir tilfinningasemina og sjálfsagt mest sitt hugsanalíf í föðurættina og það orðið hon- um erfiðast. I móðurættina var Þórður kakali Ásbirningur og Hauk- dæli. Halldóra, móðir Sighvats- sona, var dóttir Ásbirningsins Tuma Kolbeinssonar og þeir voru því systkinasynir, Kol- beinn ungi og Þórður kakali. Kolbeinn var sonur Arnórs Tumasonar. Þuríður, móðir Halldóru, var dóttir Gissurar Hallssonar Gissurarsonar bisk- ups. Þeir voru því skyldir að öðrum og þriðja Gissur Þor- valdsson og Þórður, þar sem Gissur Hallsson var afi annars en langafi hins. Þórður kakali var þannig skáldaættar úr Dölunum, víga- manna- úr Skagafirði og spak- vitringa- úr Haukadal og sækir sitt Iítið til hverra. Hann var blandaðastur allra Sturlunga. Hann hefur ofsann, baráttu- hugann og hermennskuna frá Ásbirningum líkt og Sturla bróðir hans, nema Sturla má heita allur í móðurættina, og var mjög líkur Kolbeini unga frænda sínum, ekki sízt um grimmdina. Þó bregður fyrir til- finningu hjá Sturlu úr föðurætt- inni. Sturlu hefur verið talið það til glópsku að taka ekki Gissur af lífi í Apavatnsför en ummæli hans daginn fyrir Örlygsstaða- bardaga benda til þess, að það hafi ekki komið til álita fyrir honum að drepa Gissur. Þegar Sturla reið í þyngstum þönkum og Gissur hélt hann væri þá að brjóta heilann um hvort hann ætti að drepa Gissur, en það hefur ekki verið, heldur líklega hvort hann ætti að meiða hann eins og Órækju frænda sinn, sem Sturla einnig sleppti lífs. Seint þótti þeim nóg aö gert í íslendingasögu segir svo: „Leið svo fram vikuna til frjá- dagsins (daginn fyrir orrust- una). Þá var Sturla að Valla- laug. Var þar margt talað og mest um það, hvort Kolbeinn myndi sunnan koma. Og er menn töluðu þetta, tók Sturla til orða: „Mun ætla ég þess með okkur frændum, hvern veg það er gefið. Ef þeir hafa vald á mér, frændur mínir, þá hygg ég, að mér sé dauðinn einn ætlaður. En það veit guð með mér, þó ég ætti vald á þeim, að einskis þeirra blóði skal ég úthella." Sturla hefur sem sagt þá linkind úr föðurættinni, að hann vill ekki rjóða hendur sínar í blóði nán- ustu frænda sinna, heldur stinga úr þeim augun eða gelda þá eða meiða á annan hátt ein- hvern; það var líka í tízku á Sturlungaöld að handhöggva menn en mikil gæðablóð voru þó þessir forfeður okkar hjá karlin- um Khomeini og þess ber jafnan að gæta að sagan er mest af þeim, sem grimmastir voru og hermdarverkin eru tiltölulega fádæma miðað við þá óöld sem var í landinu. Sú hugsun hvarfl- aði ekki að Kolbeini unga né heldur Gissuri að hlífast við að drepa Sturlu. Það er annars undarlegt með Gissur, þennan stillta mann, eins og hann var oftast, hvernig hann brjálast í grimmd, þegar hann gengur í orrustu. Áðfarirnar einmitt við að drepa Sturlu lýsa því bezt. Það er eiginlega merkilegt sál- fræðilegt viðfangsefni, hvernig unnið var á Sturlu. Þeir hamast á höfðinu á honum, saxa það allt í sundur. Sturla var manna fríð- astur, bar langt af öðrum mönnum segir sagan, og það mætti halda að óvinum hans hafi ekki verið það öfundarlaust og haft sérstaka ánægju af því að spilla andliti hans, þegar hann var fallinn, en því er svo lýst í íslendingasögu: „Húnröður ... lagði spjóti í hægri kinn Sturlu og nam í beini stað. Hjalti biskupsson lagði í vinstri kinn honum og skar spjótið útúr tungunni og var sárið beinfast. Böðvar kampi, sonur Einars nautbæl- ings, lagði spjóti í kverkar Sturlu og renndi uppí munninn. Gissur hjó með breiðöxi í höfuð Sturlu vinstra megin fyrir aftan eyrað, mikið sár og hljóp lítt í sundur ... Klængur Bjarnason lagði í kverkar Sturlu í það sár, sem þar var áður og uppí munn- inn. Var allt sárið svo mikið að þar mátti stinga í þremur fingr- um ... Naddaður hét maður er hjó á barka Sturlu. (Hann hefur sennilega ekki hitt.) Það dettur sem sé engum þeirra í hug að höggva til Sturlu nema í höfuðið fyrr en Markús Marðarson bar að og hann lagði spjóti í kvið Sturlu hægra megin uppfrá nafla. Sturla var að vísu í brynju en lítilli og hún var orðin sködduð; hann var búinn að fá áður en þessir tóku að vinna á honum þrjú sár á brjósti í bardaganum, svo að þessum hetjum, sem unnu þarna á honum liggjandi, var auðvelt að leggja í brjóstið eða kviðinn og altjent að höggva af honum höfuðið eins og þeirra feður gerðu tíðast á söguöldinni. Grimmd af þessu tagi bregður ekki fyrir hjá Þórði kakala og hann er ekki haldinn neinni grimmd á borð við frænda sinn Kolbein. Sú grimmd, sem bregð- ur fyrir hjá Gissuri, er ekki eðli hans, heldur gerist það, sem oft er um þá sem eru jafnaðarlega og að eðlisfari stillingamenn, að þeir brjálast, ef þeir reiðast og það er svo um Gissur. Hann er stilltur og friðsamur en missir alla stjórn á sér, ef hann reiðist. Þórður kakali sleppur sem sé við verstu grimmdina úr móður- ættinni, en erfir úr Ásbirninga- legg baráttuhuginn og her- mennskunáttúru. Frá Haukdæl- um hefur hann þau stjórnmála- hyggindi sem koma fram hjá honum, þegar hann fer að stjórna landinu og eins að hann beitir þrátt fyrir geðofsa sinn oft yfirvegaðri hugsun meðan á baráttunni stendur og úr Hauk- dælum hefur Þórður trúhneigð- ina. Það hefur náttúrulega kostað átök í sálarlífinu að hugsa eins og Snorri, berjast eins og Kol- beinn ungi og trúa eins og Giss- ur biskup. Var furða þótt mað- urinn drykki ef hann hafði ekk- ert fyrir stafni. Ein er sú hugs- un, sem Þórði hefur aldrei gleymzt á mestu baráttuárun- um, þótt hún hafi ekki hamlað því að hann gekk allur upp í bar- áttunni. Þórður veit, að sigurinn verður ekki hans að síðustu, heldur Hákonar konungs. Það kann að vera, að þar megi finna öðrum þræði orsökina fyrir því hversu lítið eða ekki hann gyllir fyrir mönnum sínum sigurinn. Baldinn hirðmaður Þórður hafði verið fimm ár úti við hirð Hákonar konungs og þótt hann væri enginn trúnað- arvinur konungs, nema síður væri, þá hefur það ekki farið framhjá Þórði, að konungur beitti þeirri aðferð til að ná und- ir sig íslandi að styðja íslenzku höfðingjana á víxl í innbyrðis valdabaráttu þeirra eftir því sem honum fannst þessi eða hinn líklegur til að reynast sér bezt. Altjent hefur Þórði verið kunnugt um hvaða hlutverk Sturlu bróður hans var ætlað eða falið. Ótryggur hefði þó Sturla áreiðanlega reynzt Há- koni. Það bendir ekkert til þess, að konungur hafi rætt það neitt við Þórð, þegar hann loks veitir honum fararleyfi til íslands, til hvers hann ætlast af Þórði, enda þarf hann þess ekki. Þórður veit vel af hverju honum allt í einu er veitt fararleyfi. Þórður var baldinn hirðmaður og ekki Hákoni að skapi og með- an konungur sér ekki, að hann muni þurfa á Þórði að halda til að reka erindi sín á íslandi, þá gerir hann Þórð nánast útlægan frá hirðinni, án þess þó að sleppa honum og lætur sig engu skipta, þótt Þórður sé kominn á vonarvöl. Svo skipast þannig málum á íslandi, að Sturla, sem konungur hafði treyst á, fellur fyrir Kolbeini unga, en á honum hefur konungur engin tök, og Kolbeinn nær undir sig meira en hálfu landinu. Hákon konungur veit, að Gissur muni ekki duga á Kol- bein, hann hvorki geti né vilji hrekja Kolbein úr sessi. Það er ekki aðeins gott með þessum nánu frændum, heldur er allt eins líklegt að þeir hafi verið sáttir við báðir, að skipta með sér landinu eins og orðið var og hugsað sér að hafa það þannig til frambúðar. Gissur var hirð- maður konungs, vinur og frændi, og konungur kallar hann út til sín og gefur um leið Þórði, erkióvini Kolbeins og fullum hefndarhuga, fararleyfi til að hefna sín á Kolbeini. Framhald síðar. Hefur framleitt íslenzk húsgögn síðan 1955 — og lagt í kynningarbækling sambærilegan við þá erlendu — Hjá Emil Hjartarsyni í TM-húsgögnum, sem hefur staðið lengur en stætt er og haldið uppi merki innlendrar framleiðslu í sífellt vaxandi straumi innflutnings á hús- gögnum. Eins og flestum mun Ijóst er þessum stuttu húsgagnaþáttum Lesbókar ætlað að kynna les- endum sitthvað af hinu fjöl- breytta úrvali sem kaupendum stendur til boða á húsgagna- markaði. Við nánari athugun kemur fljótt i ljós að framboö á húsgögnum, bæði innlendum og erlendum, er allt að því ótrúlega fjölþætt á ekki stærra mark- aðssvæði en hér er. Vissulega er ekki nema gott eitt um það að segja, að íslenskir kaupendur hafl frjálst val í þessum efnum. Og að því er stefnt í þessum þáttum að ná til sem flestra fyrirtækja sem framleiða og selja húsbúnað. Hér hefur áður verið vikið að því, að ánægjulegt væri þegar tækifæri gæflst til að kynna góða íslenska húsgagnaframleiðslu. Reynslan sannar að þar er úr mörgu að velja, sem vert er að kynna húsgagnakaupendum. Hins vegar höfum við rekið okkur á að fáir íslenskir hús- gagnaframleiðendur hafa hand- bæra mynda- og kynningarlista yflr framleiöslu sína og standa því illa að vígi í auglýsinga- og kynningarsamkeppni við hin inn- fluttu, erlendu húsgögn. Af því leiðir að erfltt reynist að gera íslenskum húsgögnum sömu skil í þessari lesendakynningu og þeim innfluttu, en með þeim er auðfengið fjölbreytt og glæsilegt úrval litmynda og kynningar- lista. Á þessum vandkvæðum hjá íslcnskum húsgagnaframleið- endum eru þó nokkrar undan- tekningar. Vegna þessa aðstöðumunar til að kynna íslensku húsgögnin og þau innfluttu náðum við tali af Emil Hjartarsyni í TM-húsgögn- um, en hann gefur út glæsilega myndskreyttan kynningarbækl- ing yfir vörur fyrirtækisins. Spurt var um álit hans á mikil- vægi þess að kynna íslensku húsgögnin til jafns við hin inn- fluttu en jafnframt um reynslu hans af því að framleiða hús- gögn í nær því þrjá áratugi. Segja má að Emil Hjartarson hafi nokkra sérstöðu á þessu sviði. Hann stofnaði Trésmiðj- una Meið eða TM-húsgögn 1955. Umsetningin hefur verið að aukast jafnt og þétt, þrátt fyrir sí-harðnandi samkeppni við inn- flutt húsgögn og ýmsa óáran í íslenskum húsgagnaiðnaði. Hjá honum starfa um 60 manns í húsgagnaverksmiðjunni og tveimur verslunum fyrirtækisins, sem báðar eru við sömu götu, Síðumúla númer 4 og 30. Tré- smiðjan Meiður mun vera af- kastamesta húsgagnaverksmiðj- an hérlendis, sem framleiðir al- hliða húsgögn til heimilisnota. En einfaldast er að gefa Emil sjálfum orðið: „Við höfum undanfarin ár einbeitt okkur að því að fram- leiða húsgögn til heimilisnota fyrir íslenskan markað. Harðn- andi samkeppni höfum við mætt með samstilltu átaki, lagt harð- ar að okkur að koma til móts við kröfur kaupenda með því að framleiða vönduð húsgögn á samkeppnisfæru verði. Árang- urinn hefur oriðið sá að húsgögn okkar seljast vel. Sá hópur fer ört vaxandi sem kemur til okkar og lýsir ánægju sinni yfir því, að sjá að okkar íslensku húsgögn standast fyllilega samanburð við þau erlendu að verði og gæð- um. Við höfum lagt áherslu á að hafa fjölbreytt vöruúrval og ábyrgst gæði og vandaða vinnu og nú er í undirbúningi að láta 10 ára ábyrgðartryggingu fylgja húsgögnum okkar. Stóran hluta framleiðslunnar seljum við svo í tveimur verslunum okkar. Um útflutning er ekki að ræða svo heitið geti. Til þess liggja ýmsar ástæður, óhagstæð gengisskrán- ing og fleira kemur þar til. Jafn- vel þótt maður eigi vöru, sem er vel samkeppnisfær á erlendum mörkuðum, þá er það afmarkað verkefni út af fyrir sig að koma þeim viðskiptum á og verður að taka það upp sem nýjan þátt í starfseminni. Við leggjum aðal áhersluna á innanlandsmarkaðinn. Þar er samkeppnin geysilega hörð. í því sambandi má hafa í huga, að við verðum að keppa við allt að 50 aðila, sem flytja inn erlend húsgögn frá nágrannalöndun- um, þar sem jafnvel er offram- leiðsla á húsgögnum og verðlag á þeim hagstætt af þeim sökum. Svo jafnvel þótt íslenskir hús-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.