Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 12
Nokkur aðskota- orð í íslensku Sigurður Skúlason magister tók saman. Þessi þáttur er síðastur í röðinni. SEKKÍNA, ítölsk og tyrknesk gullmynt, svip- uð dúkati að gildi (OM). Hún heitir zeccino á ítölsku. Það orð er komið af zecca, nafni myntsláttustaðarins í Feneyjum. Orðið sikka í arabísku merkir: mynt. D. zechin. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1841 (OH). SEÓLÍT, geislasteinn, zeolít (OM). Oröið er komið af zeein (sjóða) + lit í grísku. Fr. zéol- ithe og zéolite, e. og d. zeolit. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1943 (OH). SINK, frumefni, hvítur málmur (Zn), til margs konar nota (OM). Fr. og e. zinc, þ. Zink, d. zink. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1794 (OH). SINNÓBER, fagurrauð steintegund, sam- band kvikasilfurs og brennisteins, hráefni til kvikasilfursvinnslu (OM). Orðið er aettað úr persnesku. Gr. kinnabari, lat. cinnabaris, þ. Zinnober, d. zinnober og cinnober. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1968 (OH). SÍONISMI, sú stefna aö sameina alla Gyö- inga til landnáms í ísrael (Palestínu) (OM). Orðið er myndað af heiti borgarinnar Zion. Fr. sionisme, e. Zionism7~t>r Zionismus, d. sionisme og Zionisme. Dönsku orðmyndirn- ar benda til franskra og þýskra áhrifa. Ekki er mér kunnugt um aldur þessa orðs í ís- lensku, en orðmyndin síonisti finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1968 (OH). ETER, vatnstær, eitraður vökvi sem mynd- ast við áhrif sýru á alkóhól (OM). Þ. Áther, d. æter. Ekki veit ég um aldur þessa orðs í íslensku, en ég heyrði það af vörum læknis á öðrum tug aldarinnar. TÖFFARI, harðjaxl, náungi sem getur verið erfiður viðfangs. Oröiö er komiö af lo. tough í ensku sem merkir m.a.: erfiöur viöfangs. Þetta er ungt aðskotaorð í íslensku, en heyr- ist einatt í talmáli, einkum ungs fólks. Ekki er mér kunnugt um aldur þess. Lo. töff finnst hins vegar í ísl. ritmáli frá árinu 1901 (OH). Úr hinu fróölega riti Guðsteins Þengils- sonar læknis: Læknisfræði í ritrööinni: Al- fræði Menningarsjóðs, Rv. 1978 hef ég leyft mér að velja fáein orö. Birti ég þau hér í stafrófsröð ásamt skýringum höfundar, merktum G.Þ., en reyni síðan aö rekja feril þeirra að vanda. ANTABUS, lífrænt efni, sem nú er þekktast af notkun þess í baráttunni gegn ofdrykkju (G.Þ.). Orðiö er komið af ant sem merkir: gegn og er stytting á anti og abus sem er stytting á abusus er merkir: misnotkun. Þetta latínska orð varð antabus í dönsku. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1968 (OH). ARNIKA, lyf unnið úr vissri plöntutegund (arnica montana) sem vex í Evrópu og vest- urfylkjum Bandaríkjanna (G.Þ.). Af þessu sést að lyfið heitir eftir þessari hálendisjurt. D. arnika. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1884 (OH). ARSENIK, egl. frumefni úr hópi málmleys- ingja ... (G.Þ.). Orðið er komið af arsenikon í grísku. Lat. arsenicum, þ. Arsenik, d. ars- enik. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1783 (OH). ASPIRÍN, hvítt duft úr örsmáum krystöllum, sem í 3 aldarfjóröunga hefur haldið sæti sínu sem grundvallarlyf gegn liöagigt (G.Þ.). Orð- ið er komið af so. aspirare í latínu sem merkir: anda og táknar að menn geta átt auöveldara meö öndun ef þeir neyta þessa lyfs. Þ. Aspirin, d. aspirin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1920 (OH). GEN, erfðaberar, sem raðast margir saman í litninguna í frumkjarnanum (G.Þ.). Orðið er ættað úr grísku þar sem genos merkir: ætt og genes merkir: kominn af vissri tegund. D. gen. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1935 (OH). GLOBÚLÍN, flokkur eggjahvítuefna, sem eru óuppleysanleg í fersku vatni, en leysast upp í veikri saltupplausn (G.Þ.). Orðið er komið af globulus í latínu sem merkir: lítil kúla + in. D. globulin. Ekki er mér kunnugt um aldur þessa orös í íslensku. HISTAMÍN, efni sem myndast í líkömum dýra og plantna, bæði í svokölluðum mast- formum, sem eru sérstakar bandvefsfrumur, og víðar, t.d. í magaslímhúð (G.Þ.). Orðiö er komið af histos í grísku sem merkir: vefur + amin. D. histamin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1968 (OH). INDÍKASJÓN, indicatio, aöstæöur, sem gera það æskilegt eða nauösynlegt, aö til- tekinni meðferð sé beit gegn vissum sjúk- dómi (G.Þ.). Orðið er, eins og að framan greinir, komið af indicatio í latínu og merkir þar einatt: bending, yfirlýsing. Þ. Indikation, d. indikation. Ekki er mér kunnugt um aldur þessa orös í íslensku. INFÚSJÓN, infusio, veita, innveita, stungu- veita, hægt rennsli vökva inn í líkamann, venjulega um æð, en stundum undir húó eöa inn í endaþarm (G.Þ.). Orðiö er komiö af infusio í latínu. D. infusion. Það finnst í sam- setningum í ísl. ritmáli frá árinu 1858 (OH). KÓMA, djúpt meðvitundarleysi með þungum andardrætti (G.Þ.). Oröið er komiö af koma í grisku sem merkir: djúpur svefn. D. coma. Þetta orö heyrði ég í talmáli ólæknisfróðra íslendinga fyrir 16 árum. MORFÍN, lýtingur (alkalóið) úr ópíumflokkn- um (G.Þ.). Orðiö er myndaö af heiti gríska svefnguðsins Morfeus, en það er komið af morfe sem merkir: lögun, vera sem er skynj- uö í draumi. Fr. morphine, þ. Morphium, d. morfin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OM). Hér lýkur að sinni þessum greinaflokki mínum um aðskotaorö í íslensku sem birst hefur í Lesbók að undanförnu, en árið 1978 birti ég hér 5 greinar um sama efni. Að söfn- un þessara orða hef ég unnið um alllangt skeiö og er ætlunin aö sinna því starfi með- an mér endist þrek til. Vegna fjarvista minna hefur stundum orð- iö aö setja allmargar greinar í einu. Við þaö hefur stafrófsröð orðanna hnikast öllu meir til en ég gerði í upphafi ráð fyrir. Þrátt fyrir ágæt vinnubrögð og vandvirkni í prent- smiðju blaðsins hef ég rekist á fáeinar prentvillur eins og þegar í klausunni um KRJÁ- LÍN stendur: harpixolue í staö: harpixolíu. í klausu um orðið LEXÍA hefur prentast: lect- ico, en á að vera: lectio. Á þessu eru lesend- ur beönir afsökunar. Aftan af frásögninni um orðið LÚPÍNA (sjá 23. grein frá 7. nóv. 1981) féll niður hálf önnur lína. Frásögnin um þetta orö var því endurprentuö í upphafi 24. grein- ar sem birtist 5. des. 1981. Ég þakka ritstjórn og starfsfólki Lesbókar ánægjulegt samstarf. Einnig á ég þeim þakkir að gjalda er miðlað hafa mér fróðleik, svarað fyrirspurnum mínum greiölega eöa örvaö mig til starfs. Nefni ég í því sambandi fyrst og fremst starfsmenn Oröabókar Há- skóla íslands. Ég minnist einnig margra manna sem ýmist hafa skrifað mér eða rætt við mig um þessa oröasöfnun mína. Mér hefur lengi verið kunnugt um almennan áhuga íslendinga á ýmiss konar þjóölegum fróðleik, svo sem sagnfræði og bókmennt- um. Hitt vissi ég ekki fyrr en 1978 hve geysi- mikill og almennur áhugi er hér á oröum af þessu tagi og útskýringum á uppruna þeirra. Sú staöreynd hefur orðiö mér gleöiefni. Sigurður Skúlason 12 Lausnir á verðlaunagátum 'X “W mm ■ • U,N í r 'o L ,4 s V £ / N « N £ J> \,f. r L' N A £ i jl A F A R A s 'o M 1 R f A L A R © F R u M A N .Kfll T A T A (/< •R A Ll p V R í> i N N 'l s K u v . A U R 1 M N U L L K A N l W4M ?r," 'o 5 K A S T Nl A ú N A L A T A N N •& L A f> K A N KtÍ«uv F 1 N N .... A R 1 ír«v«r K u -R Ú KT- A ToV K Æ S A jAUtCA 1 N i — UK N i F N A R R i DV« o r u R 3 U R K N A A r 6 H H U- V o K A £> »{«K |n«i T A N a l R O S T A N K 1 'o 3 O R 1 N N A > ÍKXP ó E f> l L I. ÍSSr A N D R '1 K u R r' 5 K R A U V H 'A 1 Sr0«„« N ’O T A L L A A R 'A r A ' N 1 H N U s L A R i„ftr R A S 1 R i N U N N —r- > T A ÓÞoík- N px- J) W’ A J> A M 21*“* N Ú L L NflOuK 'A T A N F ITA »»■«« V A R A L I r U R Sfe A a N S FÁT<tK L Æ R A S,V., A ÞoLfl u M £ R A 'A N A ‘ ■ -• SKakki B 1 £> E s '/ 5 A R TAIA N y rrsiM M O R F £ 1 Þour F R í Æ) U R 1 N N iB, A s K A .V ■R 'o a T R 1 s S A F R H A A 6, up K E 1 M Æ K X 'o A Ek N E 1 N 4 A - F u L L R 1 A Fr Nl A A D R A N 1 ulT' vi) •frrl* 5 K A © 1 w A R F 1 IVOfJD íbr«K>- 1 L L i U F A á N A A R T úW r b F £ £> Ú H R £ T r* L A A L A K A R R 1 T y R K H 'o A N A ►rru* E F A £> ! R 1 Ð /V fc.K-T' r A L E N T A # M A n 5 A á 1 «K< A L U K T (V N |RfC.k iá R V TFrSr A R á S T R £ N á U R 6 n A L A rH T f«»ir A F L L 'A r $ L A R £ F I K <.'■ SK9AU r 1 N A U N 4 L 1 'N ú U K WW' Ó A U R A 'ZiL. y L 4 (? A N i K "A N A R A ú A F 'A A R u R R A py- u, N 4 r’ 1? 1 S U F L U á u 'E L tí !.. s £ N LOHL s N A R A ír,* 3 N Æ J> h b £> A L S A |r' Ý 1 £> A L L STuit R b R VERÐLAUNA- KROSSGATA Dregið var um verðlaunin, og þau hlutu: Kr. 2.000.-: Helga Steinars- dóttir, Hvoli, Saurbæ, Dalasýslu. Kr. 1.500.-: Bergþór Jóhannsson, Hringbraut 48, Reykjavík. Kr. 1.000.-: Stefanía Halldórsdóttir, Úthaga 11, Selfossi. Ráðningin er því: Gerum við íslendingar okkur Ijóst að verðbólgan keyrir allt í strand áður en varir verði ei endi bundinn á það hálfkák, er til þessa hefur ráðið ferðinni. Dregið var um verðlaunin, og þau hlutu: Kr. 2.000.-: Tryggvi Þorsteinsson, Hjallalandi 29, Reykjavík. Kr. 1.500.-: Marta Sigtryggsdóttir, Smáragrund 7, Sauðárkróki. Kr. 1.000.-: Kristinn Finnsson, Hamragerði 29, Akureyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.