Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 4 K UPP- ÓCRD tlCA- Kvew- ■ i<A LÍK- 5K£k«J —> L Æ T U R > r A R A Y A 3 U K C.K.U fuuF' K E L 1 m. Ml©l V 1 1 ILL- rtt ll T A R T A R i ih1A- 5ÁtuR 5 K E L i 5vcta- uo Uml- AR. NAfH A R N A R i* K £ T 1 L L i/Ard V>OT r i T 1 L ■ A teiTA fotilH A <1 N /.eriwiK PÚKI 1 3 l U A í> A Kvorn Æ N A R HfWMR 'A N ÍHHHi. >KoO U N L A U 5 T ÝFA A U Æ> 5 Æ R futlHA TiAt 'A n A A jPltDA VCIFA 1 B l Ck U R E R 1 L L 1 tm ir* R 'O A R Á«ÍTA CÝB. A /V) 1 N N A E 1 A * A R K A R KÖ5JS. L«f»t M 'O N M.xta* ’A S T i N 'I Ol»AW WsntA f A N N A 5ÉKDI LCJ2L riu A R 1 VWTA Uv (x u «5 ’l /V) A ** F íkKM » 1» íuc T A b £> 5 fOUM tfr* I 1 IfeTUR Ievta H 'A Nl A R S K R Ci í> U R GRE/H IK I N Al 1 |s?v 'A L A R ÍMif- pý'írt) 'A T A M V. A U F I N V ) |í V HimÞR- l|M r'an- FULI' /A3N 'i VAFA UN1 Iwmam-H HÚSSP iÞveúi /MN WA- NÁL öv \LD HFKOM- ÉNDUR ÍÁRAS L'iK- AMít- Hmri toe.n - D'ÝR IÐ HUCC UAJ- AREFNI LilLi j0 / o & \° -* 1 m L'lKi )MU WAtirts- //afH StfoTT + FISKAR / Q 1 Lerict- IHC. + Mi€>l é Samhlt Kozhs ELOUR R/-ILI <:A)fl <r un SKtP- 1® <SLAf>- AM évit89ú mammí Kafns ffeWLLT- AN Ktaft- UR. Hús Astrauh /N M sr ÍWÁ- 6CK-PA5T |l-fl FoR- C€i>A SPIL ÓHR- eiH ka V£io5R- Rl ■ ilUMAR D’tfeno ATHUCA TEW HEIM- 5katt- RVC- fÆ. R\ Btarta 5KRÚFA ÚAN&li; 5am- Fdmu V£»TA ÉFriB.- r ö A ÍERSKUR \£LUR. BuyúR Tunc, l ukK'NW VÉINA ■ I u o r A R ■ þfúAR 5ár EHVt l 5KítlFuÐ m HÖC.L F^feTTA- ÍTöFA aA ir || m 4 LÚTA HÖFi>| PeN- /NúAR Denys Lesdun Frh. af bls. 11 utanverðu við gangstígakerfi nágrennisins. þaðan er stór- fenglegt útsýni yfir Thamesá. Talin ein merkasta leikhúsbygging heimsins Utlit byggingarinnar er mjög vandvirknislega útfært, og fer húsið mjög vel í umhverfinu. Hefur Lasdun tekizt að mynda mjög skemmtilega tengingu milli árinnar og hærri bygginga í bakgrunninum. Einnig tengist innri hluti byggingarinnar útliti hennar á sannfærandi hátt, og þannig eru leiksalirnir byggðir á sömu grundvallarhugmynd- inni um jafna stígandi og sann- færandi heildarsvip. Sams kon- ar steinsteypuáferð er að utan sem innan, og eru gróf mótaför- in látin halda sér. Aðalfordyrið er hjarta byggingarinnar, og úr því er meðal annars gengið inn í stóru leiksalina tvo, en sérstak- ur inngangur er fyrir Cottes- loe-leiksalinn. Húsið var opnað með mikilli viðhöfn árið 1976, og var þegar viðurkennt sem ein merkasta leikhúsbygging heims. Eftir að byggingu þjóðleik- hússins lauk hefur stærsta verkefni Denys Lasduns og fé- laga verið bygging aðalstöðva Fjárfestingabanka Evrópu í Luxemborg, sem úthlutað var lóð í næsta nágrenni bygginga Evrópuþingsins og Evrópudóm- stólsins í talsverðu hlíðardragi. Hafizt var handa við teiknivinn- una árið 1975. Er byggingin formuð eins og fjórarma kross, 16 en álmuásarnir eru þó ekki sammiðja. Álmuendarnir eru stallaðir, en með því tekur bygg- ingin upp halla landsins og tengist því vel. Lasdun hefur hlotnazt margvísleg viðurkenn- ing og var hann m.a. aðlaður fyrir fáeinum árum. Kóngur milli tveggja drottninga Frh. af bls. 5 fanga. Vopnaðir verðir gæta fanganna. Vistmennirnir verða að klæð- ast svörtum fötum og bera nafnskilti á barmi. Á jakka piltsins stóð: „Kortsnoj, Igor, 1. deild." Um vistina þarna segir hann: „Eg var heppinn með vinnu í byrjun, því að mér var falið að vera bókavörður í skólabóka- safninu. I búðunum var ekki að- eins vinnuskylda, heldur var öll- um einnig skylt að stunda nám. Seinna var ég settur í bygg- ingarvinnu við nýja bragga, sáldaði sand og bar múrsteina. Síðan lenti ég i klæðaverk- smiðju búðanna og saumaði þar skólaföt og sumarklæðnað fyrir konur." Jafnvel meðal fanganna var stéttaskipting Flestir fanganna höfðu verið dæmdir fyrir afbrot og glæpi í venjulegum skilningi, en þarna voru nokkrir hópar þeirra, sem kúguðu hina, réðu yfir brenni- vínsmarkaði, vöruskiptaverzlun og vinnuskiptingu. „Foringjarn- ir létu aðra vinna fyrir sig, og þeir, sem neituðu að bæta þann- ig við sig vinnu, hlutu ruddalega meðferð." Á kvöldin var allt það drukkið, sem eitthvað alkóhól var í, og ýmsum gat orðið meint af sumu, sem menn lögðu sér til munns. Þar sem Igor hafði ekki áður verið refsað, naut hann vissra hlunninda. Hann mátti skrifa eins mörg bréf og honum sýndist og móttaka einnig. Þá mátti hann einnig vera áskrif- andi að blöðum og fá senda mat- arpakka. Bella Kortsnoj fékk að heim- sækja son sinn níu sinnum, fjor- um sinnum í tvo daga og fimm sinnum í klukkutíma. „Við fyrstu heimsóknina grét ég mik- ið, en svo venst maður því að sjá son sinn í fangabúðum." Igor fylgdist með skákferli föður síns á Vesturlöndum gegnum móður sína og fréttir í blöðum, en einnig frá útvarps- sendingum að vestan með tæki, sem tæknimenntaðir fangar höfðu sett saman. í október í fyrra háði svo Viktor Kortsnoj annað einvígi sitt um heimsmeistaratitilinn við Anatoli Karpov og beið nú lægri hlut með meiri mun en í fyrra sinnið, 2:6. Það fór fram í Merano á Ítalíu, og gekk á ýmsu í sambandi við það, eins og mönnum er í fersku minni. Enn á ný krafðist Kortsnoj þess, að fjölskylda hans fengi að fara frjáls ferða sinna frá Sovétríkj- unum, og er lesendum Lesbókar vafalaust betur kunnugt um það mál allt, en lesendum STERN, sem birtir grein þá, sem hér er að mestu farið eftir. Loksins var hið lang- þráða leyfi veitt Igor Kortsnoj varð að afplána refsingu sína nákvæmlega sam- kvæmt dómi. Kl. 10 árdegis 13. maí 1982 var hann látinn laus úr fangabúðunum. Móðir hans sótti hann. „Ég gret,“ segir Bella Kortsnoj, „en í þetta sinn af gleði." Yfir hundrað vinir komu til íbúðar þeirra í Leningrad til að fagna heimkomu fangans. Það var haldin hátíð með víni frá Georgíu og Krím — og kaví- ar. Um miðjan júní voru þau mæðgin boðuð á skrifstofu borg- arstjórnar í Leningrad. Þar var þeim tjáð þeim til mikillar undrunar, að ef þau sæktu um brottfararleyfi úr landi að nýju, myndi án efa verða fallizt á þá umsókn. Þau höfðu þá sent fimm umsóknir sama efnis áður. „Ég var aldrei viss um, nema eitthvað kæmi í ljós, sem myndi hindra framgang málsins. Ég var ekki í rónni, fyrr en við vor- um búin að fá tollafgreiðslu á flugvellinum í Leningrad kl. 6 að morgni 4. júlí.“ I Aeroflot-vélinni voru á þess- um sunnudagsmorgni aðeins tvær fjölskyldur aðrar, sem einnig voru að flytjast úr landi. Á leiðinni ræddi fjölskyldan um framtíðina á Vesturlöndum. Ig- or talar ensku og hann langar að læra tölvutækni í Bandaríkjun- um eða Bretlandi. Ömmuna, Rósu Kortsnoj, langar til að heimsækja skyldmenni í ísrael. En eftir sex ára aðskilnað voru tilfinningar Bellu blandnar kvíða vegna væntanlegra endur- funda við mann sinn. „Ég vissi, að önnur kona var komin í spil- ið.“ Þegar fjölskyldan kom til Zúrich eftir millilendingu í Vín, var Kortsnoj ekki á flugvellin- um. Bella lét sér ekki bregða. „Ég veit, að hann er að tefla núna og verður að gera það. Það er nú einu sinni hans atvinna." Viktor Kortsnoj var þá að tefla fjöltefli á 40 borðum í Colmar í Frakklandi. Hann tefldi vel. Tapaði aðeins tveim- ur. „Ég var með hugann alla tíð mest við mín persónulegu vandamál,“ segir hann. Petra Leeuwerik var með Kortsnoj í Colmar. Hún segist ætla að halda í Viktor. „Við sjá- um til, það er ekki hægt annað en að bíða og sjá, hvað setur," segir Bella. Þetta var erfið skák hjá stórmeistaranum. Þegar hér var komið sögu, í júlí 1982, fór skák- in í bið. Það eru tvær svartar drottningar á borðinu, Viktor Kortsnoj á leikinn og hefur hvítt. — Sv.Ásg. — byggt á „STERN“. Útcerandi: Hf. Árvnkur, Kcykjavík Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson Kitstjórar: Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson Kitstj.ntr.: Gisli Sigurdsson Auglýsingar: Baldvin Jónsson KiLstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.