Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 5
Korchnoi er öllu hýrari á svipinn hér — viö skákæfingar á stofuborðinu í sameiginlegri íbúð hans og sambýliskonunnar, Petru Leeurwik, í svissneaka fylkinu Aargau. Sonur „föðurlandssvikarans", eins og Viktor Kortsnoj var nú kallaður í Sovétríkjunum, faldi sig hjá vinum og vinkonum í Leningrad og Moskvu. „Ég vissi, að þeir myndu finna mig, þegar KGB gerði í alvöru leit að mér, en ég vildi vinna eins mikinn tíma og hægt var. Hefði ég farið í herþjönustu, hefði ég aldrei fengið leyfi til að fara til Vest- urlanda, þar eð mér væri kunn- ugt um hernaðarleyndarmál." Meðan sonurinn var í felum fyrir austan, vann faðirinn mikla skáksigra fyrir vestan. Sovézkum skákfrömuðum til hrellingar bar flóttamaðurinn sigurorð af stórmeisturunum Petrosian og Polugajevski og Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara. Nýir sigrar — ný kona Stóran þátt í þessari vel- gengni Kortsnoj átti ný kona, sem nú stóð við hlið hans: Petra Leeuwerik, hollenzkrar ættar, rösk og ákveðin kona, sem átti það sameiginlegt með Viktor Kortsnoj að hafa yndi af skák, en óbeit á Sovétríkjunum. Eftir síðari heimsstyrjöldina dæmdu Sovétmenn hana á hernáms- svæði þeirra í Austurríki til níu ára fangavistar fyrir „njósnir", og þann dóm varð hún að af- plána í hinum illræmdu þrælk- unarbúðum í Síberíu, Vorkuta. Þau Petra Leeuwerik og Kortsnoj höfðu kynnzt á skák- móti í Ziirich. Síðan bjuggu þau í Wohlen í Aargau-fylki í Sviss. Petra annast samningagerð, fjármál og rekstur sameiginlegs heimilis. Hún fylgdi svo Kortsn- oj til Baguio á Filippseyjum, þegar hann háði einvígi við Karpov um heimsmeistaratitil- inn í skák 1978. Hún vakti þar athygli ekki hvað sízt fyrir skartgripi þá, sem hún var hlað- in frá hálsi og niður að mitti. Þar sem mörgum umsóknum fjölskyldu Kortsnojs um farar- leyfi hafði ekki verið sinnt, beindi hann þeim tilmælum til Bresnévs fyrir einvígið, að hans nánustu yrði leyft að fara úr Sóvétríkjunum. Með því eina móti gæti hann beitt sér til fulls við skákborðið. Ella væru að- stæður keppendanna mjög ójafnar. En hann fékk ekkert svar. Aftur á móti fékk eigin- kona, sem heima sat, að lesa það í blaðinu „Sovjetskij Sport“, að maður hennar hefði í rauninni engan áhuga á því, að hún færi úr landi, því að hann væri fyrir löngu búinn að fá sér aðra, nefnilega þessa Petru Leeuwer- ik, sem aldrei viki frá honum. Einvígið milli erkióvinanna Kortsnojs og .Karpovs varð sögulegt og átakamikið langt út fyrir skákborðið. Kortsnoj taldi Sovétmenn hafa mann í salnum til að trufla sig með fjarhrifum, og mótleikur hans í því tafli var að ráða til sín tvo indverska jóga, sem hétu Didi og Dada. Fór Kortsnoj hinum verstu orð- um um hinn hundtrygga sovét- þegn, sem hann var að tefla við, og kallaði hann meðal annars fangavörð, sem hringlaði lykl- unum að fangelsinu, sem fjöl- skylda hans væri í. Einvíginu lauk með sigri Karpovs, sem hlaut sex vinn- inga, en Kortsnoj fimm. „Ég heyrði stígvélaþramm“ Syninum, Igor Kortsnoj tókst að fara huldu höfði í Sov- étríkjunum í 15 mánuði. En 13. nóvember 1979 var bjöllunni hringt stan^laust að dyrunum hjá vinkonu hans í Moskvu. Igor segir svo frá: „Ég heyrði stígvélaþramm á ganginum. Ég faldi mig í klæða- skáp. Þegar dyrnar voru opnað- ar, sagði einhver: — Þrjóturinn hlýtur að vera í þessari íbúð! Allt í einu var skáphurðinni hrundið upp, og lögreglumaður á stærð við björn kippti mér út úr skápnum og sneri upp á handleggina á mér fyrir aftan bak. Mér var þegar ýtt út á gang, þar sem margir borgara- lega klæddir menn voru fyrir, greinilega KGB-menn. Verðir voru við allar útgöngudyr fjöl- býlishússins, og alit í kring voru svartar Volgu-Iímúsínur með loftnetum." Eftir tveggja daga varðhald var farið með hann til Len- ingrad, þar sem mál hans var tekið fyrir 11 vikum síðar í hér- aðsdómi þar í borg. Nokkrir tug- ir vina voru í dómssalnum á áheyrendabekkjum, en þar höfðu KGB-menn dreift sér um sæti, áður en réttarhöldin hóf- ust. Móðir hans var boðuð þang- að sem vitni. Alla þá sjö tíma, sem réttarhöldin stóðu, snökti amma hans í vasaklút. Hann var ákærður fyrir að neita að gegna herþjónustu. Lokaorð hins ákærða voru á þá leið, að það væri ósk sín og móður sinn- ar, að fjölskyldan gæti samein- azt á ný á Vesturlöndum. „Ef það er glæpur, þá er ég sekur.“ Hann var dæmdur til tveggja og hálfs árs vistar í vinnubúð- um. Það samsvarar nokkurn veginn herskyldutímanum í Sovétríkjunum, sem er tvö eða þrjú ár, eftir því í hvaða deild hersins menn eru. Igor Kortsnoj var sendur til Kurgan, iðnaðarborgar í Vest- ur-Síberíu um 2.000 km frá Len- ingrad. Vinnubúðirnar eru utan við borgina við járnbrautarlínu. Hvítkalkaður múr og gadda- vírsgirðingar umlykja lága skála, en í hverjum þeirra eru fjórir stórir svefnsalir með hlaðrúmum fyrir 120—160 Inga Dóra Hjartardóttir ÞÖGNIN þögnin er sem óskráð örk þögnin er sem þögnin er sem ljúfur leikur rúmsins á tímans eilífu strengi þögnin er þögnin er lind þjáninga endalaus straumur tára í hljóðlausum gráti hlýtt myrkur sem hjúpar mig og breiða af dúnmjúkri mjöll og ... friðar Maj Lis Holmberg HÚNINN EINN Undir fótum manna grær grasið undir höndum manna blómgast jörðin — unz Attila kemur á stálblakki sinum: undir hófum Húnans visnar grasið undir hófum Húnans kremjast blómin. Undir hófum Attila troðast mennirnir og grösin og blómin til bana. Húninn einn á stálblakki sínum skal drottna yfir tómri jörðinni sem eyðzt hefur undir hófum hans. VIÐ ÓKUNNA GRÖF Gleym-mér-ei, gullstjarna, sóley — það gróa svo fögur blóm á þinni gröf. Þú hlýtur að hafa verið einhver, sem einhver færði ást að gjöf. — Það gróa svo fagrir þankar á þinni gröf. Sigurjón Guðjónsson þýddi. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.