Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 12
Upphaf kvikmyndaiðnaðar í Bandaríkjunum 3. hluti Eftir Jakob S. Jónsson Á fyrstu árum þessarar aldar var allt, sem á annað borð var tal- ið áhugavert eða skemmtilegt, hæft til kvikmyndunar. Kvikmyndahúsagestir tóku öllu fegins hendi og stóö á sama um efnistök og gæði. Hins vegar fór ekki hjá því að áhugasamir kvik- myndaframleiðendur og sýningar- menn gerðu sitt tii að endurbæta útbúnað sinn, og smám saman varð tæknin frambærilegri; og gæði myndanna bötnuöu einnig með því að sérhæfing komst á inn- an kvikmyndaframleiðslunnar, eins og áður hefur verið vikið að. Störf kvikmyndaleikstjóra, kvik- myndatökumanna, handritshöf- unda og leikmyndahönnuða litu dagsins Ijós — og ekki má gleyma leikaranum, framkvæmdastjóran- um eða framleiðandanum. Edison haföi tak- markaöan áhuga Kvikmyndaverin komu til skjalanna, enda gerðu lengri myndir ráð fyrir ekki aðeins úti- tökum, heldur einnig innitökum; gamlar verksmiðjubyggingar voru ákjósanlegar til þeirra nota. Hins vegar var allur fjöldi kvikmyndafyrirtækja smár að vöxtum og flest þeirra lifðu stutt. Það gefur því auga leið, að allar hefðbundnar og áður þekktar viðskiptavenjur gáfust misjafnlega. Markaðurinn laut í raun sínum eigin lögmálum, þótt fyrirtæki Edisons reyndi sem fyrr að festa einokun sína í sessi. Það tókst þó ekki sem skyldi. Bæði var, að Edison sjálfur hafði afar takmarkaðan áhuga á þessari uppgötvun sinni, þótt hann vildi auðvitað halda í sín einkaleyfi; en and- spyrnan var bæði mikil og sterk, því margir framleiðendur höfðu komið fótunum vel undir sig á skömmum tíma. Jafnfætis Edi- son stóðu að minnsta kosti tvö fyrirtæki„sem framleiddu álíka margar myndir og Edison hvort um sig, Biograph og Vitagraph, en auk þeirra var Lubin í Fíla- delfíu og New York, William Selig í Chicago — en hann var einn harðasti andstæðingur ein- veldis Edisons — og margir, margir fleiri. Max Aaronson, leikari, sem síðar varð þekktur undir nafninu G.M. Anderson, stofnaði fyrirtækið Essanay ásamt George K. Spoor í Chi- cago, George Kleine var aðal- hvatamaður að stofnun Kalem- fyrirtækisins — en það fyrir- tæki vann sér meðal annars til frægðar að kvikmynda Ben Húr, einnar spólu filmu, sem kostaði nokkur hundruð dollara í fram- leiðslu og olli málaferlum milli handhafa leiksviðsréttarhafa og erfingja Lew Wallace, höfundar bókarinnar. Fram að þessum tíma höfðu kvikmyndaframleið- endur stolið og stælt að eigin geðþótta, enda voru kvikmyndir ekki nefndar í höfundarréttar- lögum þeirra tíma, en Hæsti- réttur Bandaríkjanna lét dóm sinn falla, þess efnis að kvikmyndaframleiðendur skyldu að sjálfsögðu virða allan slíkan rétt. 12 Fyrsta kvikmyndastjarnan kemur Mary Pickford — fyrsta stjarnan í sögu kvikmyndanna og í alíkum metum, að hún hafði 10—20 föld laun á við aðrar leikkonur, unz það varð alltof lítið og henni voru tryggðir milljón dollarar á ári. Það má því ljóst vera, að menn kepptust fyrst og fremst að því að ná sem mestum gróða á sem skemmstum tíma. Magnið skipti mestu, og ef einhver kvikmyndin var betri að gæðum en önnur, var yfirleitt um hreina tilviljun að ræða. En þegar kvikmyndirnar urðu lengri, allt að fjórtán mínútna langar, fylgdi ekki allur áhorf- endaskarinn þeirri þróun. Fjöldamargir undu sér sem fyrr við stuttu kíkjukassamyndirnar. Aðrir gleyptu þó við lengri myndunum og fylgdust vel með nýjungum á sviði kvikmynda- gerðar. Þessi áhorfendaskari varð kvikmyndagerðarmönnum án efa hvatning eins og sú stað- reynd, að kvikmyndaunnendum fjölgaði í sífellu með tilkomu kvikmyndahúsa á afskekktustu stöðum. William Selig varð meðal fyrstu kvikmyndaframleiðenda til að gera myndir um kúreka og velklæddur herramaður birtist á sjónarsviðinu og fékk tertuna í andlitið. Líkamleg áföll og virðingarmissir höfðu um langt árabil verið konungleg skemmt- an fjölda fólks, og var það áfram eftir að kvikmyndirnar komu til skjalanna. Og það má að síðustu nefna ferða- og fréttamyndir, undanfara heimildamyndanna, sem nutu einnig vinsælda, en að vísu í mun minna mæli en spennumyndirnar og farsarnir. En fljótlega vildu unnendur löngu myndanna fá fjölbreytt- ara úrval mynda. Spennumynd- irnar fullnægðu þeim ekki leng- ur, og sú hætta var yfirvofandi, að kvikmyndaframleiðendur misstu vænan spón úr aski sín- um; en einhvernveginn slömpuð- ust þeir þó áfram, þar til þeir duttu ofan á rómantíkina. Þar með var eltingarleikurinn búinn að fá nýtt markmið, að minnsta kosti um sinn kossinn — og kon- an, eða réttara sagt stúlkan, var tíl sögunnar indíána, og auk þess gerði hann æsilegar myndir þar sem villt dýr fóru með aðalhlutverk ásamt hinni fögru Kathlyn Williams, sem átti oft fótum fjör að launa andspænis villi- dýrunum. Essanay-fyrirtækið framleiddi einnig myndir, sem sögðu frá villta vestrinu og kú- rekanum Broncho Billy — og í myndunum um þennan mæta kúreka var tvífara í fyrsta skipti beitt í æsilegustu atriðunum, en aðalleikarinn notaður í nær- myndatökum eingöngu. ein aðalstjarnan í mörgu ást- arævintýrinu, sem fest var á filmu; og ekki leið á löngu þar til farið var að sameina spennu- myndirnar og ástarævintýrin, og sitt lítið af hverju var að finna í hverri mynd: barátta kúrekans gegn indíánunum var spennandi, og hann hlaut stúlk- una að launum, svo dæmi sé nefnt. Og allir áhorfendur fengu eitthvað við sitt hæfi — og auð- vitað kvikmyndaframleiðend- urnir líka. Mary Pickford í hlutverki sínu í Interception 1912. Rjómaterta í andlitið: pottþétt aðhlátursefni Myndirnar fjölluðu mest- megnis um flótta og svaðilfarir og hraði og spenna réðu ríkjum í frásögninni, en léttmeti af farsatagi var einnig afar vin- sælt meðal áhorfenda: öruggt aðhlátursefni var t.d. þegar maður gekk undir stiga og fékk málningarfötuna í höfuðið, eða þegar þjónn henti rjómatert- unni að félaga sínum, sem beygði sig niður í sömu andrá og Vestrar og ösku- buskusögur Ein vika hjá dæmigerðum kvikmyndaframleiðanda fólst fyrst og fremst í gerð vestra — en sú nafngift varð fljótt á hvers manns vörum — enda urðu þeir gríðarlega vinsælir, og náðu há- marki á árunum 1909—’lO.Að auki voru myndir þá mestmegn- is sem hér segir: melódrama, sem sagði afar hjartnæma sögu og lagði áherslu á laun dyggðar- innar þrátt fyrir margvíslega erfiðleika . aðalsöguhetjanna; ævintýri; öskubuskusagan var einnig sögð á marga vegu og iðu- lega afar hjartnæm; ferðir og ferðalög nutu nokkurra vinsælda; farsar og kómedíur þóttu gulltrygg framleiðsla, og þessi gerð breyttist seint, þótt farið væri í auknum mæli að láta konur leika í þeim í sam- ræmi við tíðarandann; en það var ekki óalgengt að sæmilega stætt fyrirtæki framleiddi átján myndir af annarri gerð en vestra-gerðinni á einni viku. Kvikmyndatakan mátti helst ekki taka meira en einn til tvo daga, og annað var eftir því. Menn höfðu svo sem ekkert á móti gæðum, en þau máttu ekki kosta neitt. Enda gerðu áhorf- endur sig ágætlega ánægða með kvikmyndirnar eins og þær voru. Þær voru framleiddar og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.