Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 6
Geng ég urti með gráan lokk Mér hefur verið bent á að vísa sem hér kom fyrir nokkru og ég hélt að væri ævagömul og höfundur týndur væri eftir núlifandi Borgfirðing, og hæstaréttardómara meira að segja, Björn Sveinbjörnsson. Þar að auki var hún ekki alveg rétt hjá mér, fullyrti annar góður Borgfirðingur, sem vissi um höfundinn. Þó að valda- maður eigi í hlut og undir högg kunni vera að sækja, leyfum við okkur að birta vísuna á ný og nú rétta. Stelum svo í leið- inni annarri vísu eftir sama höfund: Góður sopi geðjast mér, glaöur klappa ég á stútinn. lVleðan dropi eftir er engan tappa læt í kútinn. Geng ég um með gráan lokk, geðstirður að vonum. Nú hef ég stofnað nýjan flokk, nú er ég einn í honum. Ekki veit ég hvenær eða hvaðan eftirfarandi vísur mér hafa borist í hendur. Valla- bakkar í Skagafirði koma hér við sögu. Líklega er hér verið að tala um golfmót. Höfund þekki ég ekki. Fjölgað er nú hjúum hjá Haraldi á Völlum, hefur trúi ég tugi þrjá af traustum vinnuköllum. Eru þeir sífellt úti að slá þótt ekkert stráið felli, og ekkert liggi eftir þá á þeim heyjavelli. Fram á kvöld til klukkan tólf þeir keppast um að vinna, herða sig og hlaupa um gólf og holurnar sínar finna. Þarna sérðu þjóðin mín þann inn nýja háttinn, hvernig blessuð börnin þín bjarga sér um sláttinn. Nokkur söfn með ljóðum eft- ir skáld og hagyrðinga úr ein- stökum landshlutum hafa komið út. Mig minnir að Þing- eyingar hafi þar riðið á vaðið 1946. Þórarinn Sveinsson bóndi í Kílakoti var meðal þeirra, sem lögðu efni til þeirrar bókar. Þar var þessi ágæta vísa, sem var orðin landsfleyg en fáir vissu fyrr hver ort hafði: Örðugan ég átti gang, yfir hraun og klungur. cinatt lá mér fjall í fang frá þvi ég var ungur. Þessi mannlýsing er eftir sama höfund: Hefur sjónlaust hugarfar helgar krónum stritið. Klakahrjónur heimskunnar hafa skónum slitiö. Svo mælti hann og eftir samferðamann: Skarðan drátt frá borði bar barn að háttum, glaður. Völl hann átti, en hann var enginn sláttumaður. Slæ svo botninn í tilvitnun með þessari: Minningar um æskuást ævi langa geymast, einkanlega ef hún brást, en æskubrekin gleymast. Það eru fimmtíu höfundar í þessari bók. Ég ætla að þessu sinni aðeins að vitna í tvo. Kristján Ólason var skrif- stofumaður á Húsavík. Löngu seinna en þetta var kom út eft- ir hann vísnakver hjá Menn- ingarsjóði. En hér eru þessar vísur: Hríms og mjalla hvitalín hylur kalinn svörðinn. Hún er að búa um sárin sín svona blessuð jörðin. og Hallar degi, haustar að, hliöum vindar strjúka. Viðir sölna, visnaö blað verður að fjúka — fjúka. Skógarblöðin bleik og hrum — blærinn meðan fumar — dreymir máski einmitt um ódauðleikans sumar. Þessi vorvísa er líka eftir Kristján Ólason: Sólin yljar mó og mel, mönnum léttir sporin. Svellin gráta sig í hel, — sárt er að deyja á vorin. Báðir voru þessir höfundar fæddir nokkru fyrir aldamót og nú fallnir í valinn. Indriði Helgason frá Skóg- argerði var lengi rafvirki á Akureyri og rak raftækja- verslun. Hann var faðir Mar- grétar fréttastjóra. Hann þótti stundum nokkuð fátalaður og kannski utan við sig. Um það er þessi vísa: Indriða ég inna vann: Hvað er nú þessi pottur dýr? A öörum degi ansaði hann: Átta krónur sjötíu og þrír. Akureyri er og hefur lengi verið mesti ferðamannabær landsins. Þangað virðast allir eiga erindi yfir sumartímann, a.m.k. ef hátíðahöld eru í Vaglaskógi eða á Austfjörðum liggur leiðin um Akureyri. En heimamenn smitast gjarna af þessu og eru oft sjálfir mikið á faraldsfæti. Einhverju sinni um góða sumarhelgi mætti kunningi Jakobi Ó. Péturssyni sem lengi var ritstjóri íslend- ings á förnum vegi. Undraðist sá að ritstjórinn skyldi ekki hafa fylgt straumnum úr bæn- um. Jakob var fljótur að yrkja ef svo bar undir og svaraði í þetta sinn með eftirfarandi vísu: Heima er best að halla sér, hætta að vaða elginn. Vargöld mesta virðist mér verslunarmannahelgin. JGJ Þættir úr sögu sagnfræöi og söguritunar 6 Eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing GAIUS JÚLÍUS CÆSAR útflúraði ekki frásögnina með óþörfu orðskrúði Óhætt mun að fullyrða, að þeir sem stunduðu nám í ís- lenskum menntaskólum fram undir 1970 hafi kynnst Júlíusi Cæsar meira og betur en flest- um fornaldarmönnum öðrum. Saga Rómverja, og þá um leið Cæsars, var þá enn ósmár þátt- ur sögunáms og í latínu var hluti rits Cæsars um Gallastríð- in fastur þáttur í námsefninu. Nú er þetta allt breytt, því miður myndi margur segja. Fornaldarsaga þykir nú ekki lengur verðugt námsefni í ís- ienskum menntaskólum og lat- ínu læra aðeins örfáir, sem á því hafa sérstakan áhuga. Þetta er þó ekki ástæða þess, að um Cæsar er fjallað hér; hans hlýtur að verða getið þá er rætt er um sagnaritun Rómverja. Höfuðrit hans, Gallastríð, . er eitt mesta sagnarit fornaldar og höfundurinn í hópi sérstæðustu sagnaritara allra tíma. Cæsar var, sem kunnugt er, mikilhæfur herforingi og vold- ugur stjórnmálamaður og þegar hann samdi Gallastríðin hafði hann ekki í huga að setja saman sögurit til fróðleiks síðari kyn- slóðum. Hann var að rita skýrslu um her- og landstjórn sína í Gallíu í þeim tilgangi að réttlæta gerðir sínar fyrir öld- ungaráðinu í Róm. I ritinu er hins vegar að finna svo mikinn fróðleik um Galla og Germani, að síðari tíma mönnum hefur reynst það nær ótæmandi þekk- ingarbrunnur. Og svo góða lat- ínu ritaði Cæsar, að rit hans þótti í nær 20 aldir kjörið náms- efni í málinu. Hér er ekkert rúm til að rekja æviferil Cæsars, enda geta þeir lesendur, sem áhuga hafa á því að kynna sér hann, fundið upp- lýsingar um herforingjann og stjórnmálamanninn Júlíus Cæs- ar í flestum almennum ritum um sögu fornaldar. Þess skal að- eins getið að Cæsar fæddist árið 100 f. Kr. og féll fyrir morð- ingjahendi 44 árum fyrir Krists burð. Hann var af tiginni róm- verskri ætt og komst ungur til mikilla áhrifa. Á stuttri ævi gegndi hann flestum mikilsverð- ustu trúnaðarstörfum í Róma- veldi og var ræðismaður árið 59 f. Kr. Næstu átta árin eftir að ræð- ismannstímabilinu lauk var Cæsar landstjóri í Gallíu, sem tók yfir nyrsta hluta Ítalíu, allt núverandi Frakkland, Belgíu, mestan hluta Hollands, Sviss og þann hluta Rínarlanda, sem liggur vestan fljótsins. íbúar þessara landa lutu Rómverjum að nafninu til, en þar ríkti sí- felldur ófriður og gerðu Gallar yfirboðurum sínum marga skrá- veifuna. Öldungaráðsmönnum í Róm þótti allillt að búa við óstýrilæti Galla og því var það að þangað norður voru gjarnan sendir til landstjórnar menn, sem höfðu getið sér gott orð sem herstjórar, en öldungaráðið vildi helst burt úr Róm. Og þannig var einmitt ástatt með Cæsar. Hann hafði orðið ræðismaður fyrir atbeina alþýðunnar og þótti mörgum stórhöfðingjanum erfitt að una við stjórn hans. Með því að senda hann til Gallíu þóttust öldungaráðsmenn aftur á móti öruggir um að hann hefði ekki afskipti af rómverskum stjórnmálum um sinn og ekki sakaði, að land- og herstjórn í Gallíu þótti háskalegri en í flestum öðrum skattlöndum Rómverja. Cæsar tók því á hinn bóginn fegins hendi að fara til Gallíu því þar þóttist hann í nægilegri nálægð við Róm og taldi sig geta haft þaðan meiri áhrif á gang mála í höfuðborg- inni en ef hann hefði farið til Afríku eða Austurlanda nær. í Gallíu reyndist Cæsar óvenju röggsamur landstjóri. Hann var kænn hershöfðingi og svo fljótur í förum með her sinn að undrum sætti. Tókst honum á landstjóratíð sinni að friða landið að mestu en fór jafn- framt herfarir til Bretlandseyja og gegn Germönum, sem bjuggu austan Rínarfljóts og áttu oft í ófriði við Galla. Varð dvölin í Gallíu til að auka enn á hróður Cæsars og þegar hann sneri þaðan var hann valdameiri en nokkru sinni fyrr. Ritstörf Cæsars Langsamlega þekktasta rit Cæsars er Gallastríð, eða Commentarii de bello Gallico, eins og það heitir á latínu. Ritið var, eins og áður sagði, upphaf- lega samið sem einskonar skýrsla eða varnarrit og segir Cæsar þar sem ýtarlegast frá landstjórn sinni í Gallíu, herför- um, kynnum af þjóðum Gallíu og nágrönnum þeirra. Er ljóst af frásögninni, að hann hefur verið einkar glöggskyggn á það sem einkenndi þjóðirnar, jafnt í stjórnarfari, trúarbrögðum og daglegum háttum. Frá öllu þessu skýrir hann í ritinu, en meginefni þess er þó frásögn af hernaðarátökum Rómverja og Galla. Þar vekur athygli af hve mikilli virðingu Cæsar talar um mótherja sína, en þá eins og nú var næsta sjaldgæft að menn létu andstæðinga njóta sann- mælis. Önnur rit Cæsars, sem varð- veist hafa, eru: Commentarii de bello civili, rit um borgarastríð þeirra Pompejusar á árunum 49—48 f. Kr., Duo Anticatones, einskonar háðsrit samið út af riti Cícerós, Um ellina, og De analogia, rit um málfræði og málhreinsun. Af þessum ritum er Gallastríð langstærst, alls 7 bækur. Ritið um borgarastyrj - öldina er 3 bækur, en hin tvö eru smákver. Einfaldleiki hefur jafnan þótt helsta aðalsmerki Cæsars sem rithöfundar. Hann á einkar auð- velt með að greina á milli aðal- atriða og aukaatriða, er gagn- orður og tekst einatt að segja mikla sögu í fáum orðum. Páll Sveinsson yfirkennari þýddi Gallastríð á íslensku og kom þýðingin út árið 1930. Páll hefur lýst ritstíl og frásagnar- máta Cæsars betur en aðrir menn hafa gert á íslensku og farast honum svo orð: „Sumum kann að fínnast frásögn hans svo einíold og llk því sem almennt er kallað og í 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.