Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 13
David Wark Griffith er fyrsti stóri leikstjórinn — valinn úr röóum ungra leikara — hér með gjallarhornið, sem á þessum tíma var ómissandi hjálpartæki. Það var Griffith sem uppgötvaði Mary Pickford. starfaði hjá frá fimm ára aldri, og hún hafði leikið bæði á leik- ferðalögum og á Broadway. Fyrsta kvik- myndastjarnan Biograph tók fegins hendi við Mary Pickford. Ekki af því að vantaði svonefndar „stjörnur" — þær voru ekki til á þessum tíma.Ahorfendur vissu aldrei nöfn þeirra leikara, sem léku í kvikmyndunum, ólíkt því sem nú er. En Mary Pickford átti stærstan þátt í að þetta breytt- ist. Pyrstu hlutverk hennar voru af ýmsu tagi, en fljótlega festist hún þó í sessi sem hin hrein- lynda og einlæga stúlka — og sem slík vann hún hug og hjörtu kvikmyndaáhorfenda, sem sótt- ust eftir því að sjá kvikmyndir með „Biograph-stelpunni" eða „Little Mary", Maríu litlu. Það er fyndið að hugsa til þess, að áhorfendur skuli hafa orðið á undan kvikmyndafyrir- tækjunum til þess að gera grein- armun á kvikmyndum D.W. Griffiths og annarra, og upp- ;ötva fyrsta „stjörnuleikarann" áður en fyrirtækin höfðu hugs- un á því. En kannski er þetta Tertan í andlitið — óbrigðult aðhlátursefni frá fyrstu áratugum kvikmyndanna. seldar eftir fetamáli, og enginn kvikmyndaframleiðandi lét sér til hugar koma, að sívaxandi fjöldi kvikmyndaunnenda léti sig dreyma um betri kvikmynd- ir. Þetta er kannski ekki undar- legt, þegar það er haft í huga, að viðhorf málsmetandi manna gagnvart kvikmyndunum voru á þá lund, að hér væri fyrst og fremst um ómerkilegt barna- gaman að ræða; handritahöf- undar voru yfirleitt fyrrverandi blaðamenn, en ekki skáld, og kvikmyndaleikararnir nutu hvorki virðingar né atvinnuör- yggis á leiksviðum leikhúsanna. Kvikmyndaframleiðslan bar það með sér, að um nýjabrum var að ræða. Kvikmyndagerðarmenn höfðu ekki öðlast fullkomið vald á hinum nýja fjölmiðli, og gaml- ar hefðir voru fótumtroðnar, bæði á sviði lista og viðskipta. Kvikmyndaiðnaðurinn var því alls ekki traustur á að sjá eða trúverðugur á þessum bernsku- árum sínum; samt — og kannski einmitt þess vegna — féll hann alþýðu manna í geð, þandist út á ógnarhraða og varð einhver mesti iðnaður sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þeir, sem höfðu átt þátt í upphafinu, gerðu sér svo sannarlega enga grein fyrir því, hvernig málin myndu þróast. Griffith kemur til sögunnar En það var um þetta leyti, á árunum 1908—’IO, að Biograph veitti einum af hinum ungu leik- urum sínum tækifæri til að leikstýra kvikmynd — hann hafði að vísu ekki starfað í nema tæpt ár hjá fyrirtækinu, en þörf þess fyrir leikstjóra var mikil og þessi ungi leikari fékk að sýna hvað í honum bjó. Honum tókst bara bærilega, og var innan tíð- ar farinn að leikstýra myndum; hann varð aðalleikstjóri Bio- graph, og það varð hverjum kvikmyndahúsagesti smám saman ljóst, að myndir frá Biograph báru af myndum keppinautanna. Þetta var David Wark Griff- ith. Hann náði á undraskömm- um tíma afar góðri fótfestu inn- an kvikmyndaiðnaðarins; það var ekki nóg með að hann léti lönd og leið „gamlar“ venjur um einn og í mesta lagi tvo töku- daga og notaði þann tima sem hann taldi sig þurfa til undir- búnings kvikmyndanna, heldur greiddi hann einnig starfsfólki sínu hærri laun en áður þekkt- ust og fékk þannig úrvalsfólk til liðs við sig. En meðan D.W. Griffith átti þátt í örri þróun kvikmynda í því er að gæðum laut, átti annað fólk þátt í annars konar þróun, sem var kannski ekki eins skemmtileg — enda þótt að- stæður byðu þeirri þróun heim. Um svipað leyti og D.W. Griff- ith fór að fást við kvikmyndir, komst hann í kynni við unga ekkju, Charlotte Smith, og hríf- andi dóttur hennar, Gladys Mary Smith — sem varð síðar fræg undir nafninu Mary Pick- ford. Þegar þarna var komið sögu hafði hún þegar töluverða reynslu sem leikari á sviði, enda hafði hún komið fram með leikhópnum, sem móðir hennar ekki svo skrýtið, þegar allt kem- ur til alls. Kvikmyndin var upp- haflega ekki listgrein heldur tækninýjung, og það var tækni- nýjungin sem slík sem var í önd- vegi. Það skipti ekki máli, hverj- ir unnu við tækninýjungina og nöfn kvikmyndagerðarmanna eða leikara voru hvergi birt í upphafi eða endi myndanna. Nöfn fyrirtækjanna voru þar hins vegar, og þau urðu vegvisir fjöldans, þegar hann vildi nú leita uppi þær myndir, sem hon- um þótti bestar. Mary Pickford gerði sér fljót- lega grein fyrir vinsældum sín- um, og fannst kominn tími til að Biograph greiddi henni betri laun vegna þess hve vel hún féll í geð áhorfendum — en það þýddi auðvitað aukinn gróða fyrirtækisins, og það vissi Mary. Ekki sakaði heldur að hún naut dyggs stuðnings móður sinnar, og það hefur vafalítið haft sitt að segja gagnvart forstjórum kvikmyndafyrirtækjanna, að Charlotte Smith gekk fram fyrir skjöldu þegar um kaup dóttur hennar var að ræða og fór fram á upphæðir, sem aldrei höfðu verið nefndar fyrr innan veggja nokkurs bandarísks fyrirtækis, né annars staðar, þegar um laun var að ræða. Forstjórarnir voru í augljósri klípu: ef þeir vörpuðu Mary fyrir róða, gat farið svo, að þeir misstu stórgróða út úr höndunum. Og þeir kepptust um Mary, ekki eingöngu vegna gróð- ans þó, því samkvæmt þeirra tíma mælikvarða var Mary ágæt leikkona og varð gríðarvinsæll sakleysingi á hvíta tjaldinu. Hver býöur best í Mary Pickford Vinsældir Mary meðal al- mennings urðu til þess að fram- leiðendur fóru að bítast um hana. Carl Laemmle keypti hana til Independent Motion Pictures-fyrirtækisins fljótlega, síðan fór hún til Majestic-fyrir- tækisins og þaðan aftur til Bio- graph. Þá var það Adolph Zuk- or, sem fékk hana til sín, en fyrirtæki hans hét Famous Players, og hann hækkaði kaup við hana bæði hratt og vel; á tveimur árum jukust tekjur hennar úr 500$ á viku í 2.000$ — en algengt var að aðalleikarar kvikmyndafyrirtækjanna fengju milli 2—300$ á viku, ef vel áraði. En American Film Company bauð hærra en Zukor, og keypti Mary til sín fyrir 4.000$ á viku, en Zukor brá við skjótt; árið 1916 gerði hann tveggja ára samning við Mary Pickford, sem tryggði henni tekjur er námu alls vel yfir einni milljón doll- ara! Hann kom ennfremur á fót tveimur sérstökum fyrirtækj- um, er önnuðust gerð og dreif- ingu mynda hennar, en þá kröfu setti Mary sem skilyrði fyrir samningnum. En áður en lengra er haldið í frásögninni af kaupkröfum móður Mary Pickford, er kannski rétt að skoða lítillega þá þróun, sem átti sér stað í kvikmyndahúsunum. Eins og áður er vikið að, var kvikmyndin alþýðumannsgaman. Aðgöngu- miðaverðið var lágt, húsakynnin oft subbuleg, og það var trú manna, að ekki mætti við neinu hrófla, sem gæti haft í för með sér hækkað miðaverð; áreiðan- lega myndu þá áhorfendur hverfa, sýningarmenn fara á hausinn og kvikmyndaiðnaður- inn leggjast niður. En þó var einn maður, sem vildi láta reyna á þá hugmynd sína að hafa húsakynnin snyrti- leg og vel loftræst og láta sóma- samlegan píanóleikara leika undir myndasýningum í stað glamrarans, sem víðar var. Þessi maður var William W. Hodkinson. Hann var sannfærð- ur um, að fólk myndi hiklaust borga tíu sent í stað fimm senta áður. Og Hodkinson lét ekki sitja við orðin tóm, heldur keypti bíóhús, sem hann gerði upp og innréttaði — og öllum til mikillar undrunar setti fólk hið nýja og hækkaða verð ekki fyrir sig; innan skamms seldi Hodk- inson fleiri aðgöngumiða á dag en bíóhúsin í nágrenni við hann. Auðvitað fór svo á endanum, að aðrir bíóhúsaeigendur skildu muninn á ágóða og helmingi meiri ágóða! 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.