Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 6
Drekalandiö Bhutan — 3. og síöasti hluti — Eftir dr. Sturlu Friöriksson Meé fjallagarpimm Terning í námunda vtö Mmnt Evemt Að fylla ekki landið af iðjulausum menntamönnum Skólahald hefur einnig veriö á miöalda- stigi fram aö þessu. Vegna hinna einstak- lega torveldu samgangna reynist erfitt aö senda börn í skóla og eru aðeins 5% þjóðarinnar talin vera læs og skrifandi. Hefur barnaskólum þó fjölgað á síðari árum, þangaö er ef til vill sent eitt barn úr fjöiskyldu, en ekki er nein almenn skóla- skylda. Æðri menntun er helzt aö fá í hofunum og einstaka ungmenni er sent til náms í erlendan skóla. Er þá leitaö til Indlarids, Japan, Ástralíu og Bretlands. Okkur var tjáö, aö árlega væru innan viö tíu nemendur valdir til framhaldsnáms. Þeir vilja fiýta sér hægt meö aö mennta þjóöina. Nemendur, sem hafa veriö erlendis viö nám, eru meö háar hugmyndir um framfar- ir, og þykir hollt aö láta þá, fyrst eftir heimkomuna, hefja landbúnaöarstörf um tíma, tii þess aö koma þeim aftur í samband viö sitt gamla umhverfi. Forráöa- menn segjast ekki ætla aö fylla landiö af iðjulausum menntamönnum eins og gerzt hafi á Indlandi. Slíkir menn munu aðeins leiöa vandræöi yfir þjóðfélagiö. Verkfræð- ingar vilji grafa jarögöng, byggja flugvelli og vélvæöa landbúnaöinn og taka til þess stórlán úr alþjóðabönkum, en forráðamenn telja þjóöina ekki muni veröa hamingju- samari við þær framkvæmdir. í landi þeirra sé ekkert atvinnuleysi og enginn skortur á matvælum, en véla- og olíuinnflutningur mundi aöeins auka þjóö- arútgjöld, sem yröi að mæta meö aukinni skattlagningu og meö því aö ganga á skógana eöa fylla landiö af feröamönnum. Benda þeir á að í Nepal séu feröamenn að eyöileggja hiö gamla heföbundna þjóölíf, og sé þaö ekki eftirsóknarvert. Nepalbúar hafa rutt skóga landsins meira en hér er gert enda er áberandi hvaö lítiö ber á vatnsrofi í bhutönskum fjailshlíöum, og eru landsskemmdir ekki eins áberandi hér og í Nepal. Tenzing talar um förina á Everest Eitt kvöldiö er samkvæmi í gistihúsinu. Ungur Bhutan-búi, sem verið hafði í Japan í skóla, flytur erindi og svarar spurningum um landið. Einnig heldur fjallagarpurinn Tenzing erindi um ferðalög sín í Tíbet og lýkur því meö frásögn af ferðinni aö hátindi Mt. Everest þegar þeir Hillary klifu tindinn fyrstir manna 1953. Síðan hefur Tenzing farið nokkrar ferðir á tindinn, sem leiösögumaöur, og kann hann frá mörgum ævintýrum aö segja. Heillandi er aö hlusta á frásögu hans af snjómanninum, sem þeir nefna Jetti. Telja fjallamenn sig hafa fundið risaför í snjónum, sem líkjast stórum apa- eöa ofurmanna-sporum. Sherparnir, sem eru fjallabúar, trúa því aö förin séu eftir einhvern stóran loöinn snjómann, sem dvelji í óþekktum dölum Himalajafjalla. Viö vorum svo lánsöm fyrr í þessum leiöangri að fá aö ferðast upp í hlíðar Mount Everest-fjallsins undir leiðsögn Tenzings. Fórum viö í lítilli flugvél frá Kathmandu í Nepal og lentum á flugbraut í brattri fjallshlíö í dalverpi vestan viö fjöllin. Jakuxarnir söðlaðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.