Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 2
t Kálfamiklar starfsstúlkur steöjuöu um stofur og ganga, ábúöarfullar þó bjartsýnar í andlitinu og öllum hnútum kunnugar. Slopparnir þeirra féllu þétt aö lendunum, strukust viö undirkjól- ana í hverju spori svo þaö kom skrjáf. Viö borö í dagstofunni sat gömul kona og tók háriö saman í hnút í hnakkanum. Þaö haföi ekki gránað aö marki. Hún staröi fram fyrir sig með svip blindingjans og reri fram í gráöiö. Halló, sagöi hún og dró seiminn á óinu. Vill engin koma til mín? Halló. Röddin var djúp og þaö var í henni rósemi, kannski uppgjöf. Hallóiö hennar hljómaöi eins og vögguvísa, sem enginn getur sofnaö undir, kveö- andi úr öörum heimi, þar sem gilda önnur rök en viö höfum vanist um hríö. Ég vil vera hjá þér Kristbjörg mín, sagöi stúlka á hvítum hálfsokkum og klossum. Hún lagði aöra höndina á öxl Kristbjargar og klappaði henni vin- gjarnlega á kinnina meö hinni. Gamla konan greip hönd stúlkunn- Hvítasunna ar meö báöum sínum og þrýsti hana. Hendur Kristbjargar voru dökkar og | grannar meö blettum ellinnar, sem viö r kvíöum öll, og húöin strengd á bein og ; sinar, líkt og pappírinn, sem ungir > drengir líma utaná flugmódelin sín. Skyldi þessi kona hafa veriö póst- meistari og símstöðvarstjóri, meöan hún var og hét? Þannig hugsuöu , stundum gestir, sem komu aö heim- sækja ættingja sína. Þaö geröi þetta langdregna halló. Hún haföi kannski búiö afskekkt, langt úti á landi meö vont samband. Sumum ókunnugum r var hugraun aö hlýöa á þetta söngl. [ Halló. í hægindum, í laginu eins og bókstafurinn L, og stóöu í horni stofunnar meö borö á milli sín og pottablóm, sátu hjón. Hún var aö heimsækja mann sinn og haföi komið í fylgd meö syni þeirra, uppkomnum manni. Hér haföi aö síðustu oröiö aö vista bóndann, þegar hann var hættur að geta farið á klósettiö hjálparlaust. En konan mátti enn heita í fullu fjöri, gat meö nokkrum rétti kallast blómleg og var aö prjóna eitthvert fat í ákafa, leit þó stundum snöggt uppúr verki sínu og horföi meö velþóknun á soninn, sem var að skeggraka föður sinn. Þaö kom myndarleg froða, þegar hann sápaöi kjálka fööur síns, líkt og þegar sauöfjárbóndi rakar sig á sunnudagsmorgni undir messu í út- varpinu. Þessi maöur var dálítiö eins og rakari, sem er nýhættur aö skyrpa framaní viðskiptavininn, þótt vanti meiri bleytu í löðrið, kannski af bakteríuástæöum, en kann að ööru leyti sitt fag. Svo dró hann hnífinn yfir kinnar fööur síns, ofan yfir hökuna og niöur á hálsinn. Hann skóf af ítrustu gætni kringum barkakýliö. Síöast rakaði hann efri vörina. Þaö var eins og hann væri aö raka sjálfan sig, nema bara aö hann bölvaöi ekkert. Svo brá hann sér frá aö skola áhöldin. Þaö heyröist skrúfaö frá krana einhvers staöar frammi. Frá prjónum móðurinnar heyrðust þessir lágværu smellir, sem án þeirra væri þögnin oft nokkuö djúp. Sonurinn kom aftur meö rakspíra, hellti sopa úr lituöu gieri í lófa sér og bar aö andliti gamla mannsins. Hann kyssti pabba sinn stuttum, kelnum kossum, á kinnar, munn og enni, svona til aö milda sviöann. Móöir hans hallaöi sér aö manni sínum, gaf honum olnbogaskot af ætt endurminningarinnar og sagði: Hann gerir þetta ekki meö rass- hendinni, elskan. Laglegasta gangastúlkan hét Alma. Hún var Ijóshærö meö stutt nef og rjóöar varir. Hún var ávöl í laginu og hvítir sokkarnir, sem eru einkennis- búningur á elliheimili, fóru vel. Guö er hjá þér, Kristbjörg mín, var Alma vön að segja viö gömlu sífru- skjóöuna viö boröið. Og hún lagði báöar höndurnar yfir axlir gömlu konunnar og stundum kinn viö kinn. Vonandi hyggur enginn, aö lífiö í svona dagstofu og nærliggjandi her- bergjum hafi mikinn hraöa. Hann er þó nógur til þess, aö einlægt er eitthvaö aö gerast. Engir stórviöburð- ir, kannski, en þaö er nú allt eftir því hvernig á þaö er litið. Gamall maöur meö tóbaksbauk milli hnýttra handa rekur kannski upp snöggt, skerandi óp, sem mundi vel sóma sér á mynd eftir Munch, en hverfur aö öðru leyti upp í hvítmálaö loftiö einsog spurning. Og þarna fer nú til dæmis hann Sveinbjörn gamli venjubundna hraö- ferö sína um stofur og ganga meö höndurnar á kafi í buxnavösunum, lítill og grannur og álútur með rugl í auganu. Fífliö, segir hann. Góöur maöur, Guö. Fífliö. Og Gísli reykingamaður er kominn undir teppiö á rúminu sínu og hefur togaö þaö upp fyrir höfuö. Kyrrðin yfir þessari mynd á skylt viö eiltföina, þar sem Gísli liggur þarna á miöjum sauöburöi og sólin teiknar langan, ferhyrndan flöt á ullarteppið hans. Góöur maöur, Guö, segir Svein- björn gamli á mikilli hraðferð. Hann staldrar viö rúm Gísla reyk- ingamanns og horfir á þústina undir ábreiöunni meö rugl í auga. Góöur maður, segir hann. Segiröu ekki allt gott, Gísli? Er ekki allt gott aö frétta? En Gísli segir ekkert undan tepp- inu. Og þaðan er ekkert sérstakt aö frétta. Og þegar Sveinbjörn gamli reynir aö svipta ábreiöunni ofan af honum, tekur hann sterklega á móti og heldur henni fastri meö báöum höndum. Góður maöur, Guö, segir Svein- björn gamli mæöulega og gefst upp á því aö stofna til sambands viö Gísla reykingamann. En svo kemur Gísli til hans eftir svolitla stund, úfinn og meö línurnar eftir svæfilinn í andlitinu og segir: Attu sígarettu? Kristbjörg gamla haföi veriö kaup- mannsdóttir í æsku sinni, faöir hennar bóndi og kaupmaöur í plássi, sem þjónaöi bændum í heilli sýslu. Fjaran niöurundan kaupmannshús- inu var furöuheimur. Sandurinn var mjúkur og það var ilmur í lofti marga sumardaga, angan af þangi og þara. Og þaö var hægt aö tína skeljar, bæði hörpudisk og kúskel og ööu og krækling og kuðunga og stundum fannst meira aö segja ígulker. Og þaö gaf aö lita undarlegar smábyggingar í sandinum, sem maökurinn reisti sér, en hurfu óöara er féll aö. Krakkarnir hrintu stundum bátskel á flot og reru nokkur áratog frá landi, svona á móts viö bryggjusporöinn, þar sem máfurinn sat og gaf lífinu auga og þaö var eins og allt silfur heimsins væri fariö aö glitra á sjávar- fletinum. En þau máttu ekki fara langt út, því aö þaö var bara óhætt aö fara stutt, en þaö var líka alveg óhætt, af Smásaga efftir séra Gunnar Björnsson því að þaö var svo grunnt uppi viö landið. Og þau geröu sér margt til gamans, eins og til dæmis aö safna fjöörum og líma í stílabók og skrifa viö fjöörina nafn fuglsins. Eða þau tóku dag- blaöapappír, rifu í snepla og sökktu í hveitilím og settu á fjöl og bjuggu til úr þessu lönd og eyjar. Þegar þaö þornaði var auövelt aö mála þaö meö vatnslitum og þá var blátt, þar sem var haf, grænt, þar sem var tún og svart, þar sem voru klettar. Og þau tálguðu sér agnarlítil hús og settu í túniö og tegldu dálítil skip meö rá og reiða og létu þau liggja fyrir stjóra á himinbláum víkum. Faöir þeirra geymdi brjóstsykurinn í stórum, sívölum blikkdúnkum, og þegar þau komu inn á skrifstofuna hans, þar sem hann sat yfir reikning- um og faktúrum og nótum og kvittun- um, umvafinn bláum vindlareyk, þá báöu þau hann um mola og hann svaraöi: Þiö megið fá þrjá. Halló, sönglaöi Kristbjörg gamla. Vill enginn koma til mín? Ha, jújú, Kristbjörg mín, sagði kálfamikla starfsstúlkan, af því Alma var ekki á vakt. Hún reyndi aö losa höndur sínar úr greip gömlu konunn- ar. Og góöa Kristbjörg mín, hættu nú þessu hallói. Þú ert aö gera okkur brjálaðar meö þessu stööugra sífri. Svo var komin hvítasunnan, rétt einu sinni. Kirkjukórarnir voru næst- um búnir aö ná hvítasunnusvörunum: „Hann, sem einn gjörir miskunnar- verkin.“ En unga fólkiö fékk fiöringinn og tók sig saman um aö fara eitthvert burt úr bænum. Og Aima haföi slegist í för meö dönskum sjúkraþjálfa, stúlku, sem ætlaöi heim til sín til Danmerkur eftir hátíöina. Þaö fóru líka fleiri stúlkur og einhverjir strákar. Og einn þeirra bar ástarhug til Ölmu. Þau ætluðu á fjöll í góöa veðrinu. En út um gluggann á dagstofunni blasti viö Reykjavíkurhöfn meö mörg skip inni og sólin skreytti hafflötinn mörgum smáum djásnum, sem skinu giatt þennan hvíta morgun í borginni. Þetta voru skip meö andblæ fjarlægra hafna, án þess þó aö láta of mikið uppskátt. Sum fóru hringinn í kringum landiö, þar sem þeldökkir verkamenn svitnuöu viö aö afferma þau og bölvuöu á framandi tungum. Á miðvikudaginn komu dagblöðin, ilmandi og slétt, eins og nýuppbúin rúm, sem enginn hefur ennþá sofið í. Blööin höföu svolátandi frétt aö flytja: „Nokkur ungmenni komust í hann krappann á annan dag hvítasunnu. Þau ötluðu yfir Tólfmannaháls, þegar skall á blindhríð og versta veöur. Er komiö var aö Hávöröu, voru stúlkurn- ar í hópnum orðnar lémagna. Tvær þeirra létust úr kulda og vosbúð. Önnur var dönsk, hin hét Alma Jónsdóttir.“ Áttu sígarettu? spuröi Gísli reyk- ingamaöur. Góöur maöur, Guö, sagöi Svein- björn gamli á mikilli hraöferö. Halló, sagði Kristbjörg gamla. Febrúar1981.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.