Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 15
Erró hefur fálift teikna og byggja sérstakloga fyrir sínar þarfir hús á eyjunní Formentera. skammt frá Ibiza. Þar hefur hann atgert næði á trekar afskekktum stað og þar vinnur hann hfuta úr árinu. .. það er ekki gott að útskýra hana svona meö orðum. Abstraktiö er nú aö heita má búið; nema hvaö þessir gömlu, sem uröu frægir, eru í því ennþá — karlar eins og Pierre Soulage. Hann er nú reyndar innan við sextugt og indælismaöur. En hann málar alltaf eins. En nú er sagt aö sé að koma upp einhverskonar nýrómantík; þaö er þá öllu fremur lýsing á andrúmi og raunar er þaö í ætt viö abstraktið. En þaö er mjög sætt og minnir á Monet, sem hefur alltaf átt fylgi aö fagna, ekki sízt í Ameríku. Húsiö hans hefur staöið í umhiröuleysi rétt utan við París, en amerískar kellingar hafa víst tekið að sér að gera það upp og garöinn með vatnaliljunum, sem hann málaöi stundum. “ Við ræddum um það, hvernig menn eru gerðir frægir nú til dags; um bísnisþefinn á bak við þetta allt og samkeppnina, þar sem mikill fjöldi er kallaður en fáir útvaldir. Erró: „Þessi fínu gallerí taka stundum að sér að gera menn fræga. Þá er ekkert til sparaö, keyptar greinar í blöð og allskon- ar auglýsing. Samt tekst þaö ekki alltaf — Þaö þarf meira tii en þeninga. En þetta eru hroöalegir samningar; galleríin hiröa kannski 50— 70% af því sem selst. En að vísu sjá þau um allt sem gera þarf. Ég er steinhættur aö koma nálægt svona milliliðum — sem beint viö mína kaupendur sjálfur og dettur ekki í hug aö fara aö láta eitthvert gallerí plokka mig. Þá held ég frekar sýningu á íslandi; já kannski maður reyni aö sýna þar, — en ekki stórt. Ég er alveg upþgefinn á svona sýning- um eins og haldin var á Kjarvals- stöðum og eins í Japan. Ég nenni ekki aö standa íþví. Ég sýndi líka í Ameríku og þaö gekk furöu vel, en þaö er eins og aö reka sig á vegg aö komast eitthvaö inn fyrir þröskuld þar. Kanarnir eru ágætir og mér fellur að mörgu leyti betur viö þá en Fransmenn — já, Fransmenn geta verið alveg svakalegir. En maöur kemst ekk- ert áfram hjá þeim fyrir vestan. Þeir eru alveg gallharðir í að láta ekki einhverja gauka frá Evrópu gera stóra hluti innan landhelg- innar. Þeir þykjast sjálfir menn til þess. En Japanir hafa veriö helvíti góöir og voru að ganga frá kaupum á mynd eftir mig núna nýlega. Hún er um Che Guevara. “ „Nú er almennt taliö aö París hafi misst það frumkvæði og forustuhlut- verk í myndlist, sem hún hafði framan af öldinni. Hvað er það þá sérstaklega, sem dregur þig að borginni? Hversvegna viltu frekar búa þar en til dæmis í London, Róm eða Amsterdam?" „Ég tel, að sú staöhæfing standist ekki, aö París sé búin aö missa forustuhlutverkiö. Ef grannt er skoöaö, þá kemur í Ijós, að í London, Róm eða Mílanó er ekkert meira að gerast. Aftur á móti virðist vera hreyfing í Amst- erdam að ég held, og íslenzku listamennirnir, sem búa þar, eiga sinn þátt íþví. Þiö ættuð að veita þeim vinnulaun aö heiman; þeir eru vel þess virði. En ef viö lítum á París sérstak- lega, þá er hún miöpunktur í Evrópu. Um 80 myndlistarsýn- ingar eru opnaðar þar í viku hverri og frönsku söfnin fá fleiri gesti innúr dyrum á ári en öll kvikmyndahúsin í Frakklandi samanlögð. Við sjáum af þessu, aö þaö er líf í tuskunum og New York er sennilega eina borgin, sem er að þessu leyti ennþá líflegri en París. Þar er geysileg sala í myndum og ýtt undir þaö meö ákvæöi í skattalögum. Setj- um svo að þú kaupir málverk á 1000 dollara. Þú gefur verkið einhverju safni og færö í staðinn kvittun, sem hljóöar uppá 10.000 dollara og sú upphæð kemur til frádráttar á næsta skattaframtali. En það merkilega viö New York sem listaborg er, að galleríin þar hafa algerlega hætt aö sýna eftir listamenn frá Evrópu; þar eru lokaöar dyr gagnvart öllu, sem gert er hérna megin Atlantshafs- ins". „Nú ert þú einn hinna útvöldu, Sjá næstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.