Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 12
SUÐ- Erró viö vinnu- borðið innundir súðinni: Langir listar yfir óunnin verkefnj, sem spanna ' myndraðir fró skopmyndum um Hitler til jap- anskra ástarbréfa. ; "V'*' Tíl hægri: „Minar myndir eru oft eins og myndasögur, það má rekja í þeim atburðarás". Hér er Erró með eina nýja úr flokki um vísindamenn og fjallar um líf Madame Curie. GENGUR ALLT A FULLU í heimsókn hjá ERRÓ í vinnu- stofu hans f 400 ára gömlu húsi í Latínuhverfinu í París, þar sem hver krókur og kimi er nýttur undir myndir og veröur aö rúlla þeim saman til aö koma þeim niöur hrörlegan stigann. En þarna undir súö- inni er starfaö af eldmóöi og viöfangs- efnin eru þúsund og eitt og rúmlega þaö. Eftir Gísla Sigurðsson LATÍNUHVERFIÐ í París er í nánd viö Svartaskóla og þykir hafa sér- staka töfra, svo þeir sem fara að búa þar, flytjast þaöan ógjarna. Þó eru húsin eldgömul og forhliðar þeirra virðast allavega skekktar og fá merki um nútímalegar umbætur. Göturnar eru víðast svo þröngar, að þar er ekki hægt að leggja bíl og þeir sem búa í Latínuhverfinu kjósa víst flestir fremur aö vera án bíls. En þaö sem úrslitum ræður um töfra Latínuhverfisins er þó framar öðru mannlífið sjálft; iðandi og margbreytilegt framá nætur — svart fóik, gult fólk og hvítt, en flest ungt og að öllum líkindum viö nám í einhverjum af skólunum þarna. Innanum og samanviö eru kynlegir kvistir og glæsikonur aö kíkja í búðargluggana á Boulevard St. Germain, þar sem hátízkuvarning- urinn er allur í vínrauðu eöa fjólubláu þessa stundina. Gang- stéttarveitingarhúsin mynda næst- um samfellda röð við þessa breið- götu, en í mjóu þvergötunum er að finna urmul af litlum veitingahús- um, sem oft eru sérhæfð f sérstakri matseld, t.d., grískri, ítaiskri eða kínverskri. Fyrir utan tízkubúðir og veitinga- hús, eru bókabúðir sérstakt fyrir- bæri í París og þar eins og alls staöar annars staðar er krökkt af fólki; einhvers staðar verða þær að vera þessar 9 milljónir sem hafa kosiö aö búa í París. í bókabúöun- um virðist víöast vera lögð áhersla á geysilegt úrval listaverkabóka með sérlegri áherzlu á frönsku impressjónistana, sem gerðu garð- inn frægan fyrir rúmum 100 árum. Það viröist sumsé endalaus mark- aður fyrir glæsiútgáfur af þessum gömlu byltingarmönnum í listinni, en minni áherzla lögö á þá, sem láta til sín taka í nútíðinni. í bókabúðinni La Hune við St. Germ- ain var aðeins stillt út í glugga einni bók um nútíma listamann: ERRÓ. Að sjálfsögðu gleður sú viður- kenning hvern íslending, sem fram- hjá fer. Þar að auki er slík áherzla á Guðmund okkar Erró vel til fundin á þessum stað, því hann hefur kosið sér bólfestu og vinnustað örskammt frá. Gatan hans heitir Rue de Buci og liggur í boga inní Latínuhverfið frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.