Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 5
leiöa okkur á réttar brautir. Við höfum hins vegar séö aö ýmist leiðir efling stjórnmálastarfs og ríkisvalds til einræöis, kúgunar og illvirkja, ellegar til upplausnar og stjórnleysis. Allsstaðar hefur þessi efling leitt til þess, aö hver og einn glatar skilningi á og tilfinningu fyrir ábyrgö sinni og hlutverki og hvergi hefur hún leitt til þess ávinnings í veraldlegum gæö- um og mannlegri hamingju, sem menn höföu gert sér vonir um. Þessar staöreyndir blasa nú hvar- vetna viö. Stjórnmálamenn eru meira að segja farnir aö vinna kosningasigra á grundvelli þeirrar stefnu aö draga úr valdi og afskipt- um ríkisins. Þó eru menn undarlega tví- stígandi. Menn skilja, en skilja þó ekki, vilja en vilja þó ekki. Annars vegar eru menn orönir því svo vanir aö einblína á pólitískar leiöir og á ríkisvaldið, sem þann lykil, sem öllum dyrum upp lýkur, aö mönnum veitist öröugt aö koma auga á neitt annaö. En gagnstæðrar tilhneigingar gætir jafnframt, tilhneigingar til þess aö telja, aö ríkisvaldið geti engu heilbrigöu hlutverki þjónaö og sé að öllu leyti af því illa, en stjórnmál séu trúðleikir einir. í þessu efni gegnir þó svipuöu máli og í þeim efnum, sem við áöur höfum minnzt á. Ríkisvaldið á sínu hlutverki aö gegna og stjórn- mál eru nauðsyn. Hvernig til tekst er undir okkur sjálfum komiö. Þaö erum viö, sem veröum aö finna, hvaöa hlutverki viö hver og einn gegnum bezt og hvaöa ábyrgö viö veröum aö taka á okkur sjálfa, og hvaða hlutverki viö veröum aö gegna í félagi og hvaöa ábyrgö viö þurfum aö taka sameiginlega. Þaö er einnig okkar aö komast aö raun um hvaöa mál viö verðum aö fjalla um á enn breiöari grundvelli en þjóöríkiö myndar og hvaða ábyrgö verður að flytjast yfir á slíkan vettvang. Mér hefur lengi virzt, aö vandi kirkjunnar hér á landi og í næstu nágrannalöndum okkar, sé aö hluta til þáttur þessa víötæka máls, af- stööu okkar til ríkisins og hlutverks þess. Er þaö ekkert undarlegt, aö þrátt fyrir þau miklu ítök, sem kristin trú á í hugum þjóöarinnar, skuli staöa kirkjunnar hér á landi vera eins veik og raun ber vitni? Er þaö tilviljun, aö kirkjan viröist ná mestum árangri í þeim löndum, þar sem hún er annað hvort í beinni andstööu viö ríkisvaldið eöa í lausustum tengslum viö þaö? Er kirkjan undanþegin þeim almennu lögmálum mannlegra stofn- ana, sem segja okkur aö í kjölfar ríkisrekstrar og mikilla ríkisafskipta fylgi hægfara lömun og dauði? Náin tengsl ríkis og kirkju hér á landi og í öörum löndum Norður- Evrópu byggöust á sérstökum sögu- legum aöstæöum. Þau urðu til þegar bæöi þjóöríkiö og mótmælenda- kirkjan voru ungar og veikar stofn- anir, sem gátu leitað styrks hvor hjá annarri. En eru þessir tímar ekki löngu liönir, þessar aöstæöur ekki löngu horfnar. Er í rauninni von til þess, aö kirkjan geti gegnt hlutverki sínu, aö viö hver og einn viljum taka á okkur þá ábyrgö, sem til þess þarf að leysa þetta hlutverk af hendi, á meðan viö lítum á kirkjuna sem hluta ríkisins og finnst, aö ríkiö en ekki viö beri ábyrgö á, hvernig henni vegnar? Á þessum staö og á þessari stund er okkur hollt aö minnast þess, að sú kirkjubygging, sem hér hefur risiö aö nýju og sá staður, sem hér er í endurreisn, er árangur framtaks og starfs margra manna, erlendra jafnt sem innlendra. Jil þessa fólks stönd- um viö, allir íslendingar, í mikilli þakkarskuld. Fyrir allmörgum árum síðan, sagði danskur maður, mikill vinur lands okkar og þjóöar, mér sögu af fyrstu heimsókn sinni hingað í Skálholt eftir aö þessi kirkja var risin. Hann haföi átt þátt í bygging- unni, gefiö fé til altaristöflunnar og nú vildi hann sjá verksummerkin. Hann tók sér leigubíl á flugvellinum og ók beint til Skálholts seint um kvöld í glaöa tunglsljósi. Á leiöinni tóku þeir tal saman, hann og bifreiö- arstjórinn, sem sþuröist fyrir um, hvernig á þessu óvenjulega feröalagi stæöi. Þegar þeir komu aftur til Reykjavíkur að lokinni förinni til Skálholts, spuröi Daninn, eins og lög gera ráð fyrir, hvaö hann ætti aö greiöa fyrir feröina. „Ekki neitt“, sagöi bifreiðarstjórinn. „Þaö er sá litli þakklætisvottur, sem ég get auösýnt fyrir það þjóöþrifaverk, sem þér, erlendur maöur, hafiö unniö landi okkar og þjóö“. Ég kem þá aftur, í lok þessa máls, aö því, sem ég vék aö í upphafi. Ég sé fyrir mér mannfjöldann á víðum sléttum Póllands, mannfjöldann í leit aö uppsprettunni, og ég skildi og fann, hve þráin eftir vatnslindunum var sterk og gleöin djúp og rík, þegar uppsprettan var fundin. I einni af prédikunum sínum sækir faöir minn samlíkingu til æskustööva sinna. Hann kemst svo aö oröi: „Fyrir Mýrum, útnoröan viö hann Faxaflóa, er sumsstaöar mikiö útfiri. Oft hefi ég staðið þar á söndunum um fjöru. Þá sjást þar sums staðar smálón, alldjúp, en mjög gruggug, vegna leirsins og leöjunnar, sem í botninum er. Örmjóir álar í sandin- um liggja aö þeim. Stundum þorna álarnir upp, svo aö bandið slitnar, sem tengir lóniö viö úthafiö. Hugsum oss, aö lónið heföi meövitund, en vissi eigi af, hvernig þaö heföi losnað viö meginuppsprettuna, hiö mikla úthaf. Hversu ólíkur er forarpollur þess tærum sjó úthafsins. Og þó er vatnið hiö sama. Lónið kynni aö skelfast út af ástandi sínu, unz aftur félli aö og þaö kæmist í samfélag viö upphaf sitt. Viö hvern þann, sem finnst hann vera aö gefast upp í baráttunni viö sitt lægra eðli, langar mig aö segja þetta: Þú ert sem örlítið lón á útfirissöndum guös gæzlu og vísdóms. Þú hefur aldrei losnaö frá meginuppsprettunni." (Ræöa á Skálholtshátíð 22. júlí 1979). ORÐ FERÐ MEÐ LANDKYNN- INGU h/f -samstöfuleikur- Hugsi ég oröiö náttfall, kemur heiöin til mín um hálflukt augu, — vot þreyta engjadagsins, náöug þreyta á nasbitnum skóm. Hugsi ég oröið segl, kemur hafið til mín hvert á land sem er og greiöir mér löörung sinn, beiskan sjóvettling, biður mig vel aö lifa. Hugsi ég oröið flugvél, koma hjólbörur fööur míns hljóölega tístandi, morgunró í fangi þeirra, — en eldar og auðn við sjónhring. Ekin Skeiödalaleiö noröur Leiödalaskeiö bak viö Leiöskeiöadal á Dalskeiöaleiö. fram á Skeiöleiöadal suöur Dalleiöaskeiö. Þar, á Víghólastíg, urðu Stíghólavíg undir Stígvígahól viö Hólvígastíg, — en á Vígstígahól, uröu Hólstígavíg. Gist viö Melkvíasel upp’ á Selkvíamel innst í Selmelakví viö Kvímelasel, rétt hjá Melseljakví undir Kvíseljamel. Heim meö Stélfaxavél. — Þar er Vélfaxastél tengt viö vélstéljafax af Faxstéljavél. — Hvílíkt stélvélafax! Hvílíkt faxvélastél!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.