Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 13
St. Germain. Viö höföum mælt okkur mót í síma og síöan hittumst við raunar af tilviljun í plakatabúö hjá Gilbert unga á St. Michel breiögötu, niður undir Signu. Erró er alls staöar meö opin augun; alltaf aö heyja sér efni enda eru myndir hans spegill af samtíðinni. Það var oröiö skuggsýnt í Rue de Buci; verið að loka búöunum þann daginn. Viö gengum í gegnum kol- dimmt port og síðan upp bratta og slitna tréstiga unz komið var uppá hanabjálka. Erró sagöi þaö væru 100 þrep; hann kom til dyra, en þaö var óhægt um vik aö opna hurðina, því hann veröur að stafla málverkum í hvert skot. Vinnustofan er undir súö aö veru- legu leyti; þar er aöeins á parti sæmilega hátt til lofts, en hvergi vítt til veggja. Fyrir utan smákompur og skot; öll troðfull af verkum Errós, svo og öðru sem meö þarf, er sjálf vinnustofan varla meira en 20 fer- metrar. Þar var rökkur. „ Við skulum fá okkur dálítið kampavín áður en ég kveiki Ijós og sýni ykkur baö sem ég hef verið að vinna við", sagöi.Erró og kom með sérstakar kökur, sem hann kvaö Fransara nota meö kampavíni. Hann var hreystin og krafturinn uppmáluð eins og fyrr; lék á als oddi og hefur kannske þótt góö tilbreyting aö tala íslenzku smástund. „Ég ætla að sýna ykkur fugla- landslag — birdscape — áöur en ég kveiki. Mér finnst oft gott að horfa á myndir í rökkri. “ Hann svipti dúk af mynd, sem náöi yfir meiripartinn af aðalvegg vinnustofunnar. Á henni var ótölulegur fjöldi fugla; samskon- ar mynd og matarlandslagið, sem sænska nútíma listasafnið á — og bílalandslagiö og flugvélalandslagiö, — allt frægar myndir nú oröiö. „Það er sænskur listaverka- kaupmaður í Malmö, sem pantaði þessa mynd“, segir Erró. „Hann er stór kall í listaverkasölu og agent fyrir Dali og fleiri á Noröur- löndunum. Hann rétti mér eitt sinn 1 franka sem fyrirframgr- eiðslu og fær myndina á 9 þúsund dollara, ellegar Luisianasafniö í Danmörku, ef Svíinn guggnar. En ég held að hann guggni ekki. Þessi mynd er búin að vera lengi á döfinni; líklega ein tíu ár. Og alltaf hef ég verið aö safna efni í hana — safna fuglamynd- um.“ Þrengslin hafa kennt Erró aö koma sér haganlega fyrir og þaö er meö ólíkindum, hversu vel honum hefur tekizt þaö. Samt eru myndir hans ívið fyrirferöarmeiri en ella, vegna þess aö hann notar einungis svera blindramma. „Áður smíðaði ég alltaf blind- rammana sjálfur; maður var svo blankur. Og þá keypti ég léreftiö óundirbúið og grunnaöi þaö sjálfur. “ Nú er sá tími liöinn fyrir margt löngu. Erró er ekki einn þeirra, sem ata vinnustcfuna og sjálfan sig út í málningu. Hvergi sést sletta. Öllu virðist mjög haganlega komið fyrir og undir vinnuboröi, sem hann getur staöið viö, eru skúffur meö grafík- myndum. „Þiö heföuö átt að sjá, hvernig það leit út áöur. Þá bjó ég hérna líka. Já, þetta var allt í senn, heimili, vinnustofa og geymsla. Ég nýt þess aö leigan er eldgömul og svo lítil að hún skiptir engu máli. Cg nú skal ég sýna ykkur þaö sem er á döfinni. “ Undan boröi í kompu viö hliðina dregur hann hvert málverkið á fætur öðru; öll voru þau í sömu stærö, svona 100x80 cm, ef ég man rétt. „Þetta er sería eða myndröð, sem ég vinn að núna. Maöur er jöfnum höndum að safna efni, þaö er að segja myndefni allskon- ar til aö vinna eftir — og síðan að vinna úr því. Þessi myndröö heitir „1001 nótt“ og ég hef jafnvel hugsað mér aö myndirnar veröi 1001 talsins." Ekki verður þó séö aö þessi myndröð sé beint í snertingu viö þá frægu bók, sem ber heitiö 1001 nótt. Erró er sjálfum sér líkur hér sem annarsstaðar og lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Myndirnar eru mjög í sama dúr og ýmislegt annað, sem við höfum séð frá hans hendi. Sambland af gömlu og nýju. Fólk úr málverkum gömlu meistar- anna er þarna bland viö okkur á tækniöld; dýrlingur úr málverki Ru- bens og hefur verið varpaö í Ijóna- gryfju til að taka út hryllilegan dauðdaga, mænir vonaraugum til himins — en þar er enginn guö heldur nútímamenn á einhverjum flugtólum, sem ætluö vpru á sínum tíma til hernaðarþarfa. í ráöi er aö bók verði gefin út um þessa mynd- röð, jafnframt því að hún verður sýnd. í bókinni veröa skrifaðir textar við hverja mynd og mun franska skáldið Michel Butor sjá um þá hlið málsins. „Sko, — ég vinn eins og blaðamaður, “ segir Erró og bend- ir á urmul af smáatriðum, sem hann hefur þurft að hafa heimildir um, eða öllu heldur myndir af. „Ég er alltaf aö safna efni eins og þið blaöamennirnir“, segir hann, „stór hluti vinnutímans fer í að pæla í myndum og safna efni í það sem ég vinn að á hverjum tína. Maöur leitar og finnur ólíklegustu stöðum. Tii dæmis komst ég fyrir tilviljun í hreinasta hvalreka á draslmarkaöi í Bankok i Thailandi ekki alls fyrir iöngu. Fyrir nánast ekki neitt fékk ég þar á einu bretti myndablaðiö Life frá upphafi. Það var alger náma og hefði kostaö stórfé í Bandaríkjun- um, ef á annað borð heföi veriö hægt að fá það. “ Erró er alltaf að koma einhverju á framfæri. Hann er ekki sá sem hlutlaust skráir þaö, sem fyrir augu og eyru ber. Stundum gerir hann grín; bregður á leik með hreinan karíkatúr eða skopmyndir, en stund- um flokkast innihaldið undir táknmál eða það sem venjulega er kallað symbólismi. Þetta er merkilegt þeg.ar þess er gætt, að á námsárum hans var öll frásögn í myndlist bannfærð og ekkert var eins álappalega út í hött og symbólismi. Einar Jónsson frá Galtafelli haföi alla tíö haldið uppi merki skáldskapar og symbólisma í sínum myndum. En hann var forn- gripur eöa eitthvað þaðan af verra. Svo gerist þaö fáeinum árum eftir dauöa Einars, aö Guðmundur okkar, sem þá kallaði sig Ferró, hélt út í heim — kom, sá og sigraði á þeim erfiðu vígstöðvum. Og meö hverju — með skáldskap og symbólisma. En mikið eru þau ólík, verk Einars og Errós, enda var Einar aö takmörk- uöu leyti barn þessarar aldar. „Ég held að sumum gangi illa að meðtaka þessar myndir mínar", segir Erró, — „þeim finnst þetta of hugmyndafræði- legt og alltof intellektúelt. Málverk á víst ekki að vera svona. Þaö á að vera þokkalegur hlutur til að hengja upp í stofunni, hlutur sem spyr ekki spurninga og iætur mann í friöi eins og abstraktið. Ég verö að Ijá myndinni inntak og efni — já, ég er allur í frásögn. “ Á vinnustofum málara snúa bæöi hálfunnin og fullgerö verk oftast til veggjar og eru ekki til sýnis. Menn eru ekkert að ota þeim fram — og þá meö semingi, sé eitthvað orðað í þá veru. Erró viröist ekki hafa lært nógu mikið af þeim. Honum finnst alveg sjálfsagt aö sýna okkur allt, sem á annaö borö er aö sjá í Sjá næstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.