Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 2
KristjAn Kristjánsson skipstjóri og einn peirra sem vildu auöga dýralíf íslands meö saudnautum. GOTTU LEIÐANGURINN TIL GRÆNLANDS Ellefu hraustir menn fóru sumarið 1929 á 35 lesta báti í fræga ævin- týraför til Grænlands, en tilgangurinn var að ná lifandi sauðnautum, flytja þau til íslands og koma hér upp sauð- nautastofni. Gísli Sigurösson tók saman. Nú þegar draumurinn um bætta hagsæld stendur um nýtízku tölvu- væddan iðnaö, fullvinnslu á sjávar- afla í iystilegar pakkningar, ellegar hugsanlega framleiðslu á vetni eða ööru, sem gæti komið í staðinn fyrir olíu og bensín, er fróðlegt aö virða fyrir sér það sem menn töldu að horft gæti til framfara fyrir 50 árum. Árið 1929 er ekki að neinu leyti tengt stóratburðum í sögu lands og þjóðar. Þá var stund milli stríða; efnahagslífið eitthvað farið að jafna sig eftir verðfallið mikla upþúr 1920, sem kom í kjölfar fyrra heimsstríðs- ins,. Framundan, — og það skammt framundan — var heimskreppan mikla, sem var í hámarki á árunum 1931 —1933, og nákvæmlega 10 ár þar til blásið yrði í ófriöarlúðurinn að nýju. Mönnum þótti að vísu sem miklar framfarir hefðu orðið, þegar litið var aftur í tíðina. Þær framfarir höfðu ekki hvað sízt orðið á sjónum. Eftir þann merka áfanga, sem náðist í sjálfstæðisbaráttunni 1918, var eðli- legt að menn hugleiddu í vaxandi mæli, hvaö gæti orðiö mannlífi á íslandi til framdráttar. Um þessar mundir fór stjórn Tryggva Þórhalls- sonar með völdin, en áhrifamesti maðurinn í stjórn landsins var aö flestra dómi Jónas Jónsson frá Hriflu. Hugmynd um nýtt búsílag Meðal þess sem mönnum þótti að gæti horft til framfara, var að auka viö dýralíf landsins meö því aö flytja hingað sauðnaut frá Grænlandi. Þar var merkileg skepna, sem hafði aðlagast frábærlega harðræöi og liföi á fjallagrösum, mosa og skófum. © Þessar skepnur verða stærri en venjulegir nautgripir hjá okkur og sauönautakjöt þótti aö minnsta kosti ágætur matur. Allar líkur voru á því, að hér gætu sauðnautin lifað á landinu og orðið dágott búsílag. En það var stórmál að ná þeim til landsins. í því sambandi er vert að minnast þess, hversu auðvelt verk það væri nú. Nýlega var skýrt frá því hér í Lesbók, að vísindamenn merkja bjarndýr með því að skjóta þau úr þyrlu meö svefnlyfi, sem svæfir þau um stundarsakir. Þannig mætti svæfa heilu hjaröirnar af sauðnaut- um og lyfta þeim á augabragði yfir í skip. ísinn viö Grænland er ennþá samur og jafn, en stendur síöur fyrir nútíma ísbrjótum en Gottu litlu, sem ekki hafði einu sinni sprengiefni meö í förinni, vegna þess að embættis- mannavaldið á íslandi vildi ekki leyfa það. Aftur á móti hefur áhugi á innflutningi sauðnauta ekki gert vart viö sig í seinni tíö og meira kappsmál aö draga úr ágangi og ofbeit en auka kjötframleiðslu, sem nóg er fyrir. Þetta og margt annað tengt sauð- nautainnflutningi var rætt heima hjá Kristjáni Kristjánssyni skipstjóra á Grímsstaðaholtinu. Kristján var skip- stjóri á Gottu, en hann og Gunnar tvíburabróðir hans eru nú þeir einu, sem eftir lifa af leiðangursmönnum, liölega 81 árs gamlir. Gunnar var kominn til fundar við bróður sinn austan af Selfossi, þar sem hann hefur búið uppá síðkastiö hjá dóttur sinni, en báðir eru þeir bræöur vel á sig komnir eftir því sem eðlilegt má telja á þessum aldri og muna harla vel eftir Gottu-leiðangrinum. Þeir bræður eru fæddir í Efra Vaðli á Barðaströnd í apríl 1898, en fluttust ungir með foreldrum sínum vestur í Arnarfjörð og vöndust þar sjósókn, bæði á árabátum og skútum. Kristján fékk skipstjórnarréttindi og var alla starfsævi sína á sjónum; um árabil til dæmis skipstjóri á Skaftfell- ingi og reyndist alla tíð farsæll. Gunnar varð aftur á móti vélstjóri; hann fór í Gottu-leiðangurinn sem vélamaður og síðar setti hann upp og starfrækti vélaverkstæði í Reykja- vík. Alþingi veitir 20 Þúsund krónur til sauönauta- innflutnings Það var upphaf Gottu-leiðangurs- ins, að Kristján hafði ásamt fleiri Grænlandsáhugamönnum myndað félag, sem kallað var Eiríkur rauði og hafði á sinni stefnuskrá að flytja lifandi sauðnaut til íslands. Hug- myndin mun einkum og sér í lagi Síða úr leiðar- bók Gottu fró síöustu dögum júlímánaðar, pegar leitaö var færis aö kom- ast innúr ísnum meðfram strönd Græn- lands. ^ A ferðtani frft cÁÁm'í/v til 16 daga á ferðinni ( T. D»pl Athuganir Botntepmd Vinna og viöburöir Undirskriff varöstjóra 'Z. sCteí' /SOaJP '06 y / ý/ y * 'syis/Su OSS Aoyyr/// ddo-yuS ^/JSiyyiS ¥ f/X /C/S' /J?' t/ ■ / / / T' X XýuSo /)/■' " n " ■S JyS J-M-yis X/O'&uA/ y? t/u irrw'f ,// effr £7 ...Xd'S \,c/a' Aa. /J/ X/V «//Mu. /lloyt tfl-' X /oS/-{/ot2/ YVJ /íiÁ' +/* -y - t /lÍJui'UJrJszaLLV ?. 9. '/úXt/.: ffla/c/d/L- /mÁ ^ 7/ AiWÁz'S 'KT arÁ/ár aM/zf ■f- 6 • r * ' yíjyyny SA/ /rrt/ó /'c'/eSzcct' o&' ./’/</.i'ti. ■ ddozatAzsn/ — 30 //// . GJ/IoSjJ’ XflJ. ojuest /Cc. /nucrz-./t/ Y'/i'. S'œ// • (f ' , ssnoiy as s&ds/n/n/ n/ jS' a2/a.&0 /JS // / /yyv. oi/. ís sXk. o'oTL Athuga&emdir og lelðrjettingar............ (undlnkrift rllara).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.